Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 6

Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 6
6 FRETTABLAÐIÐ 14. júní 2001 FIMIVIfUDAGUR SPURNING DAGSINS Konráð Eggertsson: Veiðar væntanlega ákveðnar Hvað er svona gott við það að fara í sund eldsnemma á morgnana? Veistu það að ég var mætt hérna klukkan 7:10 í morgun, synti kílómetra og það er geðveikt Maður er bara í stuði allan daginn. Helen Breiðfjörð er 29 ára og er deildarstjóri símavers Tals. MEST AUKNING MEÐAL EITURLYFJANEYTENDA Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna fjölgaði alnæmissmituðum úr 420.000 í 700.000 í 27 löndum A-Evrópu og Mið-Asíu á síðasta ári. A-Evrópa og Mið-Asía: Alnæmi breiðist út á ógnarhraða varsjá. ap. Alnæmissmituðum fjölgar ógnarhratt í austur-Evrópa og fyrr- um lýðveldum Sovétríkjanna. Löndin eru illa í stakk búin til þess að taka á vandamálinu segir Piotr Konczewski, sem skipulagði ráðstefnu um aðferð- ir í baráttunni gegn alnæmi. „Lönd A- Evrópu og Mið-Asíu standa ráðþrota gagnvart alnæmi. Sumar ríkisstjórn- ir láta sem vandamálið sé ekki til staðar, aðrar gera ekkert í þesstu.“ Ráðstefnan, sem haldin var um síðustu helgi, var sú fyrsta sinnar tegundar á þessum slóðum. Sérfræð- ingar frá 27 löndum tóku þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna fjölgaði alnæmissmituðum úr 420.000 í 700.000 á síðasta ári á umræddu svæði. Tala smitaðra er þó líklega miklu hærri. Mest aukning hefur verið meðai eiturlyfjaneyt- enda. ■ hvalveidar „Ég held að stjórnvöld hljóti að vera búin að ákveða að hefja veiðar á nýjan leik fyrst þau eru að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið aftur því annars hefðum við ekkert þangað að gera“, segir Konráð Eggertsson, formaður Félags hrefnuveiðimanna. „Meðan við vorum aðilar fengum við ekkert að veiða, ef við hins vegar byrjum að veiða hval aftur er allt í lagi að ganga í þetta helvítis rugl.“ Konráð segir að sér þyki ekki lík- legt að það breytist nokkuð í störfum brussel. belcíu. ap. Á fundi sínum í Brussel í gær hvatti Bush, Banda- ríkjaforseti, aðildarríki NATO til að opna hjörtu sín og rétta út arma sína fyrir löndum hinna fyrrverandi Sov- étríkja sem hafa lýst yfir áhuga á að ganga í sambandið. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem 19 leiðtogar aðildar- ríkja NATO hittast ásamt Banda- ríkjaforseta, en síðast hittust þeir til að halda upp á 50 ára afmæli sam- bandsins í Washington í apríl 1999. „Núna höfum við stórkostlegt tæki- færi til að byggja upp sterka, frjálsa og umfram allt friðsama Evrópu með frelsishugsjón NATO sem kjarn- ann,“sagði Bush. Forsetinn talaði um að NATO skyldi halda öllum dyrum opnum fyrir lýðræðisríki sem vilja ganga í sambandið, en nefndi þó eng- in nöfn í því sambandi. Búist er við að rætt verði á fundi NATO í Prag í nóvember á næsta ári hvort og þá hvaða þjóðir fái inngöngu í samband- ið, en Rússland, ásamt fleiri aðildar- ríkjum NATO, hefur sett sig harðlega gegn því að sambandið skuli stækkað til austurs. Bush talaði einnig um eldflauga- varnarkerfið sem hann vill koma upp, en það mái hefur vakið upp mikla andstöðu ýmissa ríkja heims- ins og hafa hundruð mótmælenda safnast saman fyrir utan höfuðstöðv- ar NATO til að gagnrýna stefnu hans. „Við þurfum að styrkja bandalag okkar, nútímavæða herafl okkar og undirbúa okkur fyrir ógnir úr nýjum áttum,“ sagði Bush. Frakkar og Þjóð- verjar hafa lýst yfir áhyggjum vegna stefnu Bandaríkjanna um eldflauga- varnarkerfið. Sagði Gerard Alþjóðahvalveiðiráðsins nema bandarísk stjórnvöld fyrirskipi er- indrekum sínum að starfa með öðr- um hætti en þau hafa gert hingað til. Annars haldi sama ruglið áfram. Áhrif Bandaríkjanna séu einfaldlega meiri en svo að menn fari að taka ákvörðun um hvalveiðar í andstöðu við þarlend stjórnvöld. Því hafi það sennilega að hluta verið af ótta við viðbrögð þeirra að hérlend stjórn- völd hafa ekki treyst sér til að leyfa hvalveiðar á ný. ■ Schroeder, kanslari Þýskalands, að ekki væri víst að eldflaugavarnar- kerfi yrði til þess að auka öryggi í heiminum að einhverju ráði, en bætti því hins vegar við að hann byggist ekki við að Bandaríkjamenn myndu taka ákvörðun um málið algjörlega upp á eigin spýtur og sagði að Rússar og Kínverjar þyrftu m.a. að vera með í ráðum. Jacques Chirac, Frakklandsfor- KONRÁÐ EGGERTSSON Allt annað en sáttur við Alþjóðahvalveiðiráðið. seti, sagði mikilvægt að hrófla ekki við því jafnvægi sem myndaðist við ABM samninginn frá 1972 á milli Bandaríkjamanna og Rússa sem kveður á um bann við eldflaugavörn- um, en Bush hefur haldið því fram að sá samningur sé orðinn úreltur sök- um breyttra tíma í heiminum. Ekki eru þó allir á móti varnarkerfinu, því Vaclav Havel, forseti Tékklands, seg- ir að slíkt kerfi myndi bæta öryggi í Strýta: Tjónið ekki metið ELDSvoÐi Ekki hefur enn tekist að leg- gja mat á hversu mikill hluti þeirra afurða sem geymdar voru í rækju- vinnslu Strýtu þegar eldur kom upp í húsnæðinu á laugardag er ónýtur. Að- alsteinn Helgason, framkvæmda- stjóri landvinnslu hjá Samherja, seg- ir að menn hafi verið að vinna í að finna aðstöðu svo hægt væri að meta skaðann. Taka þyrfti hvert bretti fyr- ir sig til athugunar og gæta þess að engin hætta væri á því að fnykur bærist með vindum af öðrum brett- um að því sem verið væri að skoða hverju sinni. ■ MÁLIN RÆDD Bush ræðir við Blair, forsætisráðherra Bret- lands og Colin Powell, utanrlkisráðherra Bandaríkjanna. Bush er mikið í mun að styrkja samband Bandaríkjanna við Evrópu. heiminum. „Heimurinn hefur breyst,“ sagði Havel við komu sína tii Brussel. Á morgun mun Bush halda til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem mál Evrópusambandsins verða rædd. ■ Bush vill halda dyrum NATO opnum Áætlanir um eldflaugavarnarkerfi mæta andstöðu. „Þurfum að undirbúa okkur undir ógnir úr nýjum áttum,“ segir Bush. ERLENT Annar hver Dani hefur vantrú á því að heilbrigðisþjónustan bjóði upp á nægilega góða krabbameins- meðferð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn danska krabbameinsfé- lagsins. Formaður þess, Anne Thom- assen læknir, segir niðurstöðurnar alvarlegar. Þær bendi til þess að æ fleiri mæti mjög neikvæðir í krabba- meinsmeðferð. Nýjustu tölur dönsku heilbrigðis- stofnunarinnar sýna að krabba- mein heldur áfram að breiðast út meðal Dana. Árið 1997 greindust tæplega 30.000 Danir með krabba- mein en árið 1988 voru þeir rúmlega 17.000. Lungnakrabbamein verður sífellt algengara meðal danskra kvenna en tilfellum meðal karla hefur fækk- að. Karlar eru þó helmingi fleiri en konur á meðal sjúklinga með lungna- krabbamein. 1988 voru þeir tvöfalt fleiri. Kjaradeila þroskaþjálfa: Skrýtin staða í samningunum þroskaþjálfar Þroskaþjálfar hjá Reykjavíkurborg lögðu fram tilboð um kjarasamninga til samninga- nefndarinnar í fyrradag, sem þeir gera ráð fyrir að fá svör við eftir há- degi í dag. Að sögn Guðnýjar Stef- ánsdóttur talsmanns þroskaþjálfafé- lagsins binda þroskaþjálfar nú mikl- ar vonir við að gengið verði að til- boðinu svo hægt verði að ljúka kjaramálum. „Staðan er orðin mjög skrýtin", sagði Guðný en þroskaþjálfar eru í samningaviðræðum við þrjár samn- inganefndir auk sjálfseignastofn- ana. Þroskaþjálfar hjá ríkinu sam- þykktu með 106 atkvæðum af 107 að boða til verkfalls 28. júní. Þroskaþjálfar hjá sveitarfélögum aflýstu verkfalli 1. júní eftir undir- ritun kjarasamnings sem síðar var felldur hjá félagsmönnum. Þeir hafa ákveðið að hitta launanefnd sveitar- félaganna að máli, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Fundur er ráðgerður í dag. Þroskaþjálfar hjá sjálfseignar- stofnunum hafa boðað verkfall 15. júní og þeir funda með samninga- nefndum í dag. ■ GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR TALSMAÐUR ÞROSKAÞJÁLFA. Þeir vænta niðurstaðna í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.