Fréttablaðið - 14.06.2001, Síða 7

Fréttablaðið - 14.06.2001, Síða 7
FIMIVtTUPAGtJR 14. júní 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 ERLENT Þýska flugfélagið Lufthansa sendi frá sér afkomuviðvörun í gær. Áætlaður hagnaður ársins verður um 60 milljarðar ísl. kr. í stað 100 eins og áður hafði verið gert ráð fyr- ir. Skýringin er fyrst og fremst nið- urstaða samningaviðræðna við flug- menn félagsins. Samið var um 28% launahækkun við þá. Hlutabréf í fé- laginu féllu um 4,75% í kjölfarið. —♦— Forstjóri stærsta tryggingafyrir- tæki Frakklands, Axa SA, og for- veri hans í starfi hafa verið yfir- heyrðir í tengslum við umfangsmik- ið peningaþvættismál. Báðum var haldið í gæsluvarðhaldi yfir nótt. Málið sem lögreglan rannsakar eru meint skattsvik líftryggingafélags- ins PanEuroLife. Vopnahlé í Israel: Óvíst hvernig gengur að fylgja eftir jerúsalem. flp. ísraelar og Palestínu- menn forðuðust miklar yfirlýsing- ar um fyrirhugað vopnahlé í gær. George Tenet, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, leid- di saman fulltrúa þeirra í gær en á stefnuskránni var vinna að út- færslu vopnahlés sem báðir aðilar féllust á í fyrrakvöld, með miklum fyrirvara þó. Fundurinn var haldinn með leynd einhvers staðar í Tel Aviv. Að sögn palestínsks embættismanns stóð hann í þrjá tíma en það fékkst ekki staðfest. Samningurinn hefur endurvakið vonir um að það takist að binda enda á átakatímabil sem staðið hefur í síðan í septemberlok. Um 600 manns hafa failtö í þeim, 500 Palestínumenn og 100 ísraelar. Deiluaðilar vöruðust of mikla bjartsýni en allar tillögur til að leg- gja vopnum hafa farið út um þúfur. Meðal Palestínumanna gætir ein- nig mikillar andstöðu við vopna- hléð en mörgum þykir þeirra hlut- ur borinn fyrir borð í tillögum Tenets. ■ Á VESTURBAKKANUM Palestínskir krakkar að leik í útjaðri Vesturbakkans. ÁRBÆJARSAFN. Hátíðardagskrá verður í safninu 17. júní Þjóðhátíðardagurinn: Hátíðardagskrá í Arbæjarsafni i7. júní Hátíðardagskrá verður í Ár- bæjarsafni 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt og meðal annars sýna fé- lagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur þjóðdansa, leikið verður á harmoníku og fólki boðið að líta á störf hand- verkafólks. í Dillonshúsi verður boð- ið upp á þjóðhátíðarkaffi. Gestir eru hvattir til að mæta í þjóðbúningi í til- efni dagsins og fólk af erlendum upp- runa er boðið sérstaklega velkomið og hvatt til að mæta í þjóðbúningum síns heimalands. ■ Fundur SUS um gjaldeyrismál: Umræðan fráleit myntsamstarf „Ég hallast frekar að því að við tökum upp dollar svo lengi sem Bretar taki ekki upp Evruna,“ sagði Einar Örn Ólafsson, sérfræð- ingur íslandsbanka, á fundi sem Samband ungra sjálfstæðismanna hélt í gær um gjaldeyrismál íslend- inga. Hann sagði gjaldmiðlum í heim- inum væri að fækka og sífellt stærri myntsvæði yrðu til. Einar benti á að íslendingum væri aðrar leiðir færar í myntsamstarfi en eingöngu samstarf við Evrópusam- bandið. Auk þess að ganga inn í ESB gætum við tengst fríverslunarsvæði Ameríkuríkja og tekið upp dollar. Tvíhliða samningar um notkun gjald- miðils væri líka möguleiki eða að taka upp erlenda mynt einhliða. Þetta kallaði á kerfisbreytingu í hagkerfinu sökum þess að nafnlaun yrðu að vera sveigjanleg, sem hann þekkti ekki dæmi til á íslandi hingað til. Það ásamt því að við misstum hag- stjórnartæki gjaldmiðilsins úr hendi okkar væri stærsti þröskuldurinn sem við þyrftum að yfirstíga. Einar Óddur Kristjánsson, alþing- ismaður, sagði þessa umræðu frá- leita. Við værum ekki í ESB, aðildar- umræður tækju fjögur til fimm ár og svo þyrfti tíma til að aðlagast nýjum gjaldmiðli. Þetta væri því ekki val- kostur fyrr en eftir í fyrsta lagi 8 ár. Hann sagði engan ábata af því að taka upp aðra mynt. Við værum með bestu mögulega fríverslunarsamn- inga við Bandaríkin, værum í EES og ættum að verja og standa vörð um sjálfstæði okkar og íslensku krón- una. Þannig tryggðum við að hag- stjórn væri í okkar höndum. ■ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Umræðan um að taka upp aðra gjald- miðla, dollar eða Evru, er fráleit. iexas: Vannærð stúlka finnst í skáp hutchin. texas. ap. 8 ára gömul stúlka frá Texas fannst nýlega i dimmum og lúsugum skáp eftir að hafa verið geymd þar í fjóra mánuði af móður sinni og stjúpföður. Stúlkan var að- eins rúmlega 11 kíló og fundust við hlið hennar brauðmolar og vatn. Móðir stúlkunnar og stúpfaðir hafa verið kærð fyrir athæfið, en stúlkan er nú í endurhæfingu. Ekki virðist sem systkini hennar, fimm talsins, á aldrinum 22 mánaða til 11 ára, hafi verið vannærð, en þau voru umsvifa- laust send til barnaverndaryfirvalda. Að sögn lögreglunnar var heimili þeirra fullt af skítugum fötum, rusli og gæludýraúrgangi. ■ Merkjavara og tískufatnaður á lægraverði Verðdæmi: Éj|| Levis gallabuxur Diesel gallabuxur Amazing gallabuxur Morgan skyrtur Kookai toppar Kookai bolir In Wear jakkar .! Matinique bolir DKNY skór Bull Boxer sandalar Bassotto skór Cat strigaskór Nike strigaskór Fila strigaskór Puma strigaskór Þí; Jakkaföt m Draktir 3.500 3.500 1.900 1.900 990 1.900 5.900 990 2.900 990 500 1.900 3.900 2.900 2.900 12.500 5.800 OUTLET Nýtt kortatímabil í dag Opið mán. - fös. 12-18 laugardag 11-17 + + + + merki fyrir minna + + + + FAXAFENI 10 - SÍMI 533 1710

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.