Fréttablaðið - 14.06.2001, Page 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
14. júní 2001 FIMMTUDACUR
Kynning á mati á umhverfisáhrifum
Reyöarál hf. kynnir skýrslu um mat á umhverfisáhrifum álvers viö Reyðarfjörð í
opnu húsi í Sunnusal Hótels Sögu í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 14. júní.
(Athugiö breyttan fundarstaö i Reykjavik frá auglýsingu Skipulagsstofnunar)
Opna húsiö hefst kl. 16:00 og stendurtil kl. 20:30. Fulltrúar verkefnisstjórnar og ráögjafarvið
mat á umhverfisáhrifum álversins veröa á staðnum til að veita upplýsingar og svara spurningum.
Hlutverk Skipulagsstofnunar og einstakir þættir matsvinnunnar verða kynntir sérstaklega i
stuttum erindum báða dagana, kl. 17:15 og afturkl. 19:00.
Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum álversins er aðgengileg almenningi á heimasíðu Reyðaráls
hf., www.revdaral.is. Þar er einnig að finna viðaukaskýrslur um einstaka þætti matsvinnunnar.
Veriö velkomin á kynningarfund Reyðaráls hf.
www.firmaskra.is
BOSCH AEG
AtlasCopco
Úrvalið af handverkfærum hjá okkur, fyrir hinn handlagna heimilismann, jafnt sem lengra
komna, er slíkt að líkja má við vopnabúr. Og það engin smá tæki, Bosch og Atlas Copco
frá AEG, margreynd verkfæri í höndum íslenskra afreksmanna til sjávar og sveita.
Nú höfum við tekið ærlega til á lagernum og bjóðum
af því tilefni til verkfæraveislu.
VOPNABUR AF HANDVERKFÆRUM
BS2E12T
12w - hleðsluborvél
8.600
SBE 570R
Bor- og skrúfvél
m/höggi og
hraðastilli (rofa
4.900
STEP 570X
Stingsög - 570w
8.700
Gott úrval Vord frá
Borvélar 8.600
Bandsllpivélar 9.900
Juðarar 6.785
Stingsagir 8.700
Slípirokkar 11.900
Borhamrar 16.900
Sverðsagir 17.900
Hjólsagir 15.985
Fræsarar 13.685
Kassann þarf að fylla
daglega, því varan
stoppar stutt vlð.
Ástæðaner.
50-70% afsláttur
HUSIÐ
BRÆBURNIR ORMSSON
Lágmúla 9,
sími 530-2801
Efnahagssveiflur og sjávarútvegur:
Eigið fé er að hverfa
atvinnulíf Kristinn Björnsson, for-
stjóri Skeljungs, sagði á hádegis-
fundi Sambands ungra sjálfstæðis-
manna í gær að sveiflur í gengi krón-
unnar síðustu vikur sýni hve veik
hún er. Það má lítið út af bregða til að
allt hér fari á tjá og tundur. Ef fram
heldur sem horfir hverfur eigið fé
sjávarútvegsfyrirtækja.
Kristinn tók ekki afstöðu til þess
hvort hann vildi taka hér upp evru
eða dollar en sagði að stöðugieikinn
væri meiri ef við hefðum erlenda
mynt. Þá væri þessi óheillaþróun
ekki að dembast yfir okkur vegna
slæmra frétta síðustu vikurnar. At-
vinnulífið vilji fyrst og fremst búa
við stöðugleika ■
KRISTINN BJÖRNSSON
Krónan er veik fyrir ytri áföllum og slæmar
fréttir veikja gengi hennar.
VIÐURKENNINCAR
fslensk fyrirtæki hafa aldrei verið meira áberandi á 500-listanum yfir framsæknustu
fyrirtæki Evrópu en í ár. Þýska fyrirtækið Intershop Communications var í efsta sæti listans
og náði íslenska fyrirtækið CoPro Landsteinar Croup í efsta sæti islensku fyrirtækjanna
eða í 16. sæti.
Islensk fyrirtæki framsækin:
Aldrei fleiri á
500-listanum
verðlaun Aldrei fyrr hafa íslensk fyr-
irtæki verið jafnmörg á Europe 500-
listanum yfir framsæknustu fyrir-
tæki Evrópu, en þetta árið náðu sjö
íslensk fyrirtæki inn á listann. Fyrir-
tækið GoPro Landsteinar Group náði
hæst á listann af íslensku fyrirtækj-
unum eða í 16. sæti. Hin sex fyrir-
tækin voru: hugbúnaðarfyrirtækin
Oz.com í 116. sæti annars vegar og
hugbúnaðarfyrirtækið Tölvumyndir
í 123. sæti hins vegar, fiskvinnslufyr-
irtækið Bakkavör í 127. sæti, tölvu-
fyrirtækið Opin kerfi í 143. sæti,
lyfjaframleiðandinn Delta í 418. sæti
og loks hugbúnaðarfyrirtækið Kögun
í 449. sæti. Haraldur Dean Nelson,
upplýsingarstjóri Samtaka iðnaðar-
ins, sagði að það væri mikill heiður
fyrir íslensk fyrirtæki að komast inn
á listann. Athygli vekur að fjögur af
fyrirtækjunum eru hugbúnaðarfyrir-
tæki og fullyrða hugbúnaðarfram-
leiðendur að íslendingar séu í raun
mjög leiðandi á þessu sviði. Aldrei
hafa jafn mörg íslensk fyrirtæki ver-
ið á listanum og er þetta í þriðja sinn
sem fyrirtækið Tölvumyndir nær inn
á listann. ■
Inga Jóna Þórðardóttir:
Borgarstjóri fer
með rangt mál
revkjavIk Inga Jóna Þórð-
ardóttir, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgar-
stjórn Reykjavíkur, segir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra hafa
farið með rangt mál varð-
andi skuldastöðu borgar-
innar í Fréttablaðinu á
mánudaginn.
„Ingibjörg Sólrún seg-
ir það blákalt að það sé
rangt sem sjálfstæðis-
menn segja að skuldir
borgarinnar hafi verið að
aukast. Á blaðamanna-
fundi um daginn lögðum
við hins vegar fram tölur
beint upp úr ársreikning-
um borgarinnar sem sýna
að hreinar skuldir borg-
arinar hafa sjöfaldast frá
árslokum 1993 til ársloka
ODDVITI
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Tölur beint úr ársreikning-
um borgarinnar sýna að
hreinar skuldir borgarinar
hafa sjöfaldast frá árslok-
um 1993 til ársloka 2001,
segir Inga Jóna Þórðar-
dóttir.
2001, eins og gert er ráð
fyrir í núverandi fjár-
hagsáætlun. Tölur eru
bara tölur og þær liggja
fyrir. Ingibjörg Sólrún er
því að bera okkur röngum
sökum,“ segir Inga Jóna.
Inga Jóna á við skuldir
borgarinnar í krónutölu
en ekki sem hlutfall af
heildareignum borgarinn-
ar.
„Það hefur alltaf verið
erfitt að reikna það út og
sú tala er aldrei notuð í
ársreikningum. Hvað eru
til dæmis göturnar mikil
eign? En auðvitað hafa
eignir borgarinnar hækk-
að á tímabilinu - þessum
peningum var ekki hent
út í loftið," segir Inga
Jóna. ■