Fréttablaðið - 14.06.2001, Side 14

Fréttablaðið - 14.06.2001, Side 14
FRÉTTABLAÐIÐ 14. júní 2001 FIMMTUDACUR HVERNIG FER? 14 Þróttur- KR í bikarnum? INGI SIGURÐSSON LEIKMAÐUR ÍBV Ég býst við að KR vinni þetta nokkuð örugglega og leikurinn fari 5-1. Eg hef að vísu ekki séð til Þróttara en KR-ingar eiga mikið inni og kannski koma þeir sér af stað í bikarnum. DAVÍÐ VIÐARSSON LEIKMAÐUR FH Ætli leikurinn fari ekki 3-1 fyrir KR. Ég held að Guð- mundur Benediktsson, Einar Þór Daníelsson og Gunnar Einarsson skori fyrir KR en Sigmundur Kristjánsson á eftir að skora fyrir Þrótt. Þetta verður ekki auðvelt hjá KR enda hafa þeir ekki byrjað vel. Þeir hafa þetta samt að lokum. | MOLAR ~[ Stjórnendur landsliðs Trinidad og Tobago eru óánægðir með mæt- ingar hjá framherja Manchester United, Dwight Yorke. Þeir til- kynntu í vikunni að Yorke spilar ekki með í næsta leik liðsins, sem er á móti Hondúras á laugardaginn. Ástæðan fyrir því er talin vera sú að Yorke mætti ekki í vináttulandsleik á móti Panama á sunnudaginn. Um- boðsmaður hans sagði hann hafa misst af tengiflugi í Miami og haldið aftur heim til Englands í stað þess að ná næsta flugi. Hinsvegar sást til hans um helgina í höfuðborg Trini- dad og Tobago, Port of Spain, ásamt Russell Latapy, fyrirliða landsliðs- ins. Arsenal er farið að reka á eftir því að varnarmaður Tottenham, Sol Campbell, ákveði sig hvort hann vilji koma til liðsins eða ekki. Liverpool hefur einnig gert hosur sínar grænar fyrir Campbell, sem er 26 ára, og Arsenal segist ekki vilja lenda í upp- boði á honum. Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger, vill hafa liðið klappað og klárt innan fjögurra vikna og því hefur hann veitt Camp- bell tveggja vikna umhugsunarfrest. Campbell segist hinsvegar vera að íhuga öll tilboð. Brasilíubúar fagna nýjum land- liðsþjálfara, Luiz Felipe Scolari. Romario, Rivaldo, Roberto Carlos og Cafu voru á listan- um yfir þá 22 leik- menn sem Scolari vill hafa þegar Brasilía mætir Úr- úgvæ 1. júli í und- ankeppni HM. Frá- farandi þjálfari, Emerson Leao, úti- lokaði stjörnurnar vegna þess að hann vildi samheldið lið, sem spilaði þann lipra fótbolta sem Brasilía er fræg fyrir. Scolari er hinsvegar þekktur fyrir það að leiða lið sín til sigurs, jafnvel þó það kosti ofbeldi. Hann segist staðráðinn í því að fara á HM. Opna bandaríska: Tiger sigurstranglegastur Ekki inni í mynd- inni að hætta Sigurður Jónsson, leikmaður FH, hefur fullan hug á að leika með liðinu í sumar. Hann segir að Islandsmótið hafi þróast svipað og hann hafi búist við þó hafi hann ekki trú á að KR-ingar verði lengi í neðri hluta deildarinnar. knattspyrna Skagamaðurinn Sigurð- ur Jónsson, sem gekk til liðs við FH fyrir yfirstandandi tímabil, segist smám saman vera að ná sér eftir uppskurð sem hann gekkst undir á hné. Aðspurður sagði hann að það væri ekki inni í myndinni hjá sér hætta vegna þeirra meiðsla sem hann hefði átt í undanfarið. Hann hefði fullan hug á að leika með FH í sumar. „Ég er ekki alveg orðin leikfær eins og er,“ sagði Sigurður. „Þetta er samt allt í rétta átt. Eftir aðgerðina fór ég kannski aðeins of geyst af stað og þá bólgnaði hnéð upp og kom smá bakslag í þetta. En ég er remb- ast á fullu núna við að lyfta og styrk- ja hnéð og hef fundið dagamun á mér síðustu vikuna.“ Sigurður sagði að ef batinn héldi áfram færi að líða að því að hann yrði leikfær. Hann væri því nokkuð bjartsýnn á að hann myndi ná sér að fullu og leika með FH-ingum í sum- ar. Nú er 4. umferð íslandsmótsins nýlokið og sagði Sigurður að mótið hefði þróast svipað og hann hefði bú- ist við. Það virtist eins og allir gætu unnið alla. Hann sagðist samt ekki hafa trú á því að KR-ingarnir yrðu í neðri hluta deildarinnar lengi. Þeir ættu mikið inni og hefðu ekki sýnt það sem þeir gætu. Aðspurður sagði hann að það væri ekki sérstakt markmið FH að vinna titilinn í ár heldur miklu frek- ar að tryggja liðinu áframhaldandi sæti í deildinni. Liðið væri á heildina litið ungt og tiltölulega reynslulítið, þó inni á milli væru menn með mikla reynslu. Sigurður sagði að honum litist vel á sína gömlu félaga uppi á Skaga, sem nú sitja í öðru sæti deildarinnar. Þeir væru að spila vel og gaman væri að sjá til liðsins. Ólafur Þórðar- son væri greinilega í fantaformi og greinilegt að baráttuandinn í honum smitaði út frá sér til annarra leik- manna liðsins. Þá sagði Sigurður að sérstaklega væri gaman að sjá til Grétars Steinssonar, sem hefði spil- að feikilega vel og tekið miklum framförum frá því i fyrra, þó hann hefði einnig leikið vel þá. ■ GOLf Tiger Woods mun í dag reyna að gera það sem engum öðrum í hans íþrótt hefur tekist, þ.e. að vinna fimm golfstórmót í röð, en Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á Southern Hills golf- vellinum í Tlilsa í Oklahoma í dag. Woods, sem vann mótið með 15 högga mun í fyrra, er af golfsér- fræðingum talinn langsigurstrang- legastur og í raun telja menn að eitthvað mikið þurfi að koma upp á til þess að hann vinni ekki. Woods hefur yfirburði á flestum ef ekki öllum sviðum íþróttarinnar. j Hann er högglengstur, þó hann nýti sér það sjaldan. Hann er góður í glompum, sérstaklega undir pressu og hefur tekið miklum framförum í flötunum. Einn af helstu kostum Woods er samt án efa hæfileikinn til að stand- ast mikið álag. Það er alltaf búist við því að hann vinni eða að hann framkvæmi eitthvað högg og í hverju mótinu á fætur öðru stenst hann væntingar. Nú er svo komið að hann er orðinn þekktari íþrótta- maður en Michael Jordan. Þegar golfsérfræðingar eru spurðir að því hverjir gætu hugsan- lega veitt Woods keppni verður yf- irleitt fátt um svör. Woods er nefn- inlega í sérflokki. En ef nefna á ein- hverja sem gætu komið á óvart má nefna menn eins og Sergio Garcia, Tom Lehman, Vijay Singh, Hal Sutton, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Phil Mickelson og Davis Love III. ■ í SÉRFLOKKI Tiger Woods vann Opna bandaríska meist- aramótið í golfi með 15 högga mun í fyrra og þykir langsigurstranglegastur í ár. Anna Kournikova: Litlar líkur á Wimbledon tennis Rússneska tennisstjarnan Anna Kournikova hefur tilkynnt að hún muni ekki taka þátt á tennismóti, sem verður haldið á grasvellinum í East- bourne í næstu viku. Hún hafði áður sagt sig úr öðru móti á grasvelli, DFS Classic í Birmingham. „Mér þykir það leiðinlegt að geta ekki spilað í Eastbourne. Ég hef jafnan gaman að mótinu. Það er leiðinlegt að fóturinn skuli ekki vera kominn í lag,“ sagði Kournikova. Hún þurfti einnig að fresta myndatöku fyrir brjóstahald- araauglýsingu sem átti að vera í East- bourne á föstudag. Hún hefur ekki spilað á tennismóti síðan hún meiddist á fæti í mars. Nú þegar öll leirvallamótin eru að baki, þ.á.m. hið sterka Opna franska stór- mót, eru ekki miklar líkur á því að ALDREI UNNIÐ STÓRMÓT Kournikova er ein skærasta stjarna tennisí- þróttarinnar í dag, þrátt fyrir misjafnt gengi undanfarin ár. hún nái að koma sér í form fyrir Wimbledon. Hún komst í undanúrslit árið 1997 en tapaði í annarri umferð í fyrra. Stórmótið hefst 25. júní. ■ Everton komið í vandræði: Jeffers vill fara til Arsenal knattspyrna Francis Jeffers, framherjinn ungi hjá Everton, hefur neitað að ræða við Newcastle United um hugsan- legan samning. Everton var búið að samþykkja 8 milljón punda tilboð frá Newcastle og átti Jeffers, sem er landsliðs- maður Englands 21 árs og yngri, að hitta Bobby Robson, stjóra Newcastle, að máli þegar hann kemur heim úr fríi. Nú hefur hann hinsvegar alfarið neitað að ræða við þá og segist vilja ganga til liðs við Arsenal. Eini hugsanlegi möguleikinn í RAUÐA TREYJU? Tottenham og Sunderland virðast hafa misst áhugann á Jeffers utan Lundúnaliðið er Midd- lesbrough en Sunderland og Tottenham virðast hafa misst áhugann á kappanum. Everton er því komið í vandræði þar sem fjárhags- staða liðsins er slæm og Arsenal er einungis tilbúið að greiða fyrir kappann með afborgunum en Newcastle hugðist stað- greiða. Jeffers hefur þann möguleika að spila út gild- andi samning sem þýðir að honum er frjálst að fara hvert sem er fyrir þegar sá samningur rennur út. ■ 32-liða bikarúrslit: Grindavík tók Leikni létt knattspyrna Leiknir R. tók á móti Grindavík í fyrsta leik 32-liða úrslita Coca Cola bikarkeppni karla í gær. Leikurinn fór fram á Leiknisvelli. Grindavík sigraði 4-1. Átta leikir fara fram í bikar- keppninni í kvöld. Þróttur R. tekur á móti KR á Valbjarnarvelli, Haukar taka á móti Val að Ásvöllum, Selfoss tekur á móti Fram á Selfossvelli, Reynir S. tekur á móti Keflavík á Sandgerðisvelli, Víðir tekur á móti ÍR á Garðsvelli, Fjarðabyggð tekur á móti Breiðablik á Eskifjarðarvelli, KFS tekur á móti Fylki á Helgafells- velli og KS tekur á móti Tindastól á Siglufjarðarvelli. ■ Spretthlauparinn Donovan Bailey: Glanni og bílabani frjálsar iPRóniR Kanadíski spretthlauparinn Donovan Bailey var dæmdur sekur í rétti í Kanada á mánudag- inn. Bailey keyrði Benzann sinn framhjá lögregluþjón- um á 200 km/klst hraða í nóvember sl. þar sem hraðamörkin Voru 100 km/klst. „Hann hleypur hratt og hann keyrir hratt,“ sagði lögmaður Bailey. „Nu ætlar hann að hægja á sér.“ Bailey, sem er fyrrum heimsmethafi og Ólympíu- meistari í 100 metra hlaupi, tilkynnti nýlega að hann ætlar að hætta keppni. Bailey klárar þau úti- mót sem eftir eru á árinu og leggur síðan hlaupa- skóna á hilluna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lög- in vegna ökuleikni sinn- ar. Árið 1997 var Bailey kærður fyrir að tilkynna ekki óhapp sem hann lenti í. Þá eyðilagði hann fimm milljón króna Benz þegar hann klessti á staur, sem olli því að bíll- inn valt og það kviknaði í honum. Bailey mætti ekki í réttinn með lög- manni sínum til að heyra úrskurð dómarans á mánudaginn. ■ KEYRIR BENZ Donovan Bailey er tek- inn reglulega af lög- reglunni í Kanada. Á LEIÐ Á VILLA PARK Mörg lið eru á eftir Mustapha Hadji, landsliðsmanni Mar- rókkó. Hann vill helst spila í Englandi. Leikmannakaup í ensku úrvalsdeilainni: Hadji til Aston Villa? knattspyrna Coventry City tók 4,5 milljóna punda boði frá Aston Villa í miðvallarleikmannin Mustapha Hadji. John Gregory vill fá Hadji fljótt til liðs við Villa eftir að hafa misst af Frank Lampard og Hassan Það er undir Hadji komið hvort hann gengur til liðs við Villa en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga, þ.á.m. frönsku liðin Nantes og Bor- deaux og portúgölsku liðin Porto og Sporting Lissabon. Hadji hefur sagst vilja spila á Englandi og seg- ir það ekki verra að spila á Villa Park en Highfield Road. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.