Fréttablaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 22. júní 2001 FÖSTUDAGUR Veiðiheimildir: Greiði ekkert kvóti Hæstiréttur sneri í gær dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt Stálskip til að greiða Ottó Wathne ehf 180.000.000 króna fyrir veiðiheimildir sem Stálskip fengu út- hlutað á skip sem fyrirtaekið hafði keypt af Ottó Wathne. Úthlutunin byggði á veiðireynslu meðan skipið var í eigu Ottó Wathne og taldi út- gerðin sig eiga rétt á greiðslu fyrir hana en engar veiðiheimildir áttu að fylgja skipinu. Þessu hafnaði meiri- hluti Hæstaréttar en tveir af fimm dómurum töldu rétt að greiðsla kæmi fyrir heimildirnar. ■ Frakkland: Stærsti demant- ur heims til sölu parIs. ap. Stærsti svarti demantur heims sem vitað er um var afhjúpað- ur í París í gær. Demanturinn vegur 489,07 karöt og er metinn á tólf til fimmtán milljón franka, andvirði 166 til 207 milljóna ísl. kr. að sögn skart- gripasalans Jean Norbert Salit. Salit segir að 30 ár séu liðin síðan svo verðmætur steinn var seldur á opn- um markaði en demanturinn verður boðinn upp 28. júní næstkomandi. Forsaga demantsins er ekki þekkt en svartir demantar eru mjög sjald- gæfir. Þeir fundust eingöngu á tveim- ur stöðum í heiminum, Brasilíu og Mið-Afríku. Námurnar eru þó báðar þurrausnar í dag. ■ E-töflusmygl: Dómur mildaður FlKNiEFNflSMYCL Hæstiréttur dæmdi Gareth John EIlis og Víði Þorgeirs- son í gær til sjö og fimm ára fangels- isvistar fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á 5007 e-töflum til landsins í júh' á síðasta ári. Menn- irnir höfðu báðir verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykja- víkur en Hæstiréttur mildaði dóm Víðis með hliðsjón af því að þáttur hans í innflutningnum er talinn mun minni en þáttur Gareths. Töflurnar fundust í farangri Víðis þegar hann frá London. Hann gekkst þegar við brotinu og aðstoðaði lög- reglu við rannsókn málsins. Við rann- sóknina kom fram að mennirnir tveir hefðu sammælst um innflutninginn. Gareth hefði átt frumkvæði að hon- um og ætlað að greiða Víði 350.000 krónur fyrir að flytja efnin til lands- ins. Gareth hélt því fram að ósannað væri að hann ætti þátt í innflutningn- um auk þess sem hann taldi verknað- inn ekki falla undir íslenska refsilög- sögu þar sem brotin ættu sér stað í breskri refsilögsögu. ■ TÍlCOl*®!) Þjónustustöó ESSO Hymunní Borgamesi og Hagkaup Smáranum föstudag, 22. júní mllli kl. 16-18, ISLENSK GARÐYRKJA www. krakkabanki. is ÁSCEIR INGI ÁSCEIRSSON Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm hans um tvö ár. Hæstiréttur: Dómur Engihjalla- morðingjans þyngdur morð Hæstiréttur þyngdi í gær refs- ingu Ásgeirs Inga Ásgeirssonar fyr- ir morðið á Áslaugu Perlu Kristjóns- dóttur sem hann hrinti fram af svöl- um á tíundu hæð fjölbýlishússins við Engihjalla 10. Ásgeir Ingi hafði verið dæmdur til 14 ára fangelsis- vistar þegar Héraðsdómur Reykja- ness tók málið fyrir en í Hæstarétti var hann dæmdur til 16 ára fangels- isvistar. Fyrst eftir að Áslaug Perla féll til bana gekkst Ásgeir Ingi við því að bera ábyrgð á láti hennar og hafði í hótunum við lögreglumenn sem handtóku hann. Hótaði hann þeim að vinna þeim og börnum þeirra mein þegar hann losnaði úr fangelsi að 15 - 20 árum liðnum. Síðar neitaði hann því hins vegar að bera ábyrgð á láti Áslaugar og krafðist sýknudóms. Dómnum þótti hins vegar sannað að hún hefði ekki sjálf ráðið sér bana eins og Ásgeir Ingi lét liggja að við meðferð málsins. Var þar sérstak- lega stuðst við álit Þorsteins Vil- hjálmssonar prófessors um eðlis- fræðilega þætti í falli hennar. ■ Verið er að stofna stjórn- málaflokk innflytjenda Stofnfundur verður í haust og stefnt er að framboði í næstu þingkosningum. Mótvægi við þjóðernissinna. Fordómar aukast meðal þeirra yngri, segir talsmaður nýja flokksins. stjórnmál „Þeir sem standa á bak við þessa hugmynd eru hópur fólks sem giftur er innflytjendum og svo þeir nýbúar sem þegar eru orðnir íslensk- ir ríkisborgarar. Flokkurinn er einnig hugsaður sem mótvægi við þá þjóð- ernissinna sem hafa verið að láta heyra í sér og eru að mínu mati langt frá því að vera málefnalegir. Þetta er mest krakkar og efast ég um að þeir hafi kosningarétt," sagði Þráinn Stef- ánsson. Þráinn segir að stjórnmála- flokkurinn eigi að hafa að leiðarljósi að standa vörð um rétt fólks af er- lendum uppruna og aðstoða í baráttu þeirra við réttarfarslegt kerfi. Þrá- inn þekkir málefni nýbúa vel þar sem hann er sjálfur kvæntur konu af asískum uppruna. Þráinn sagði undirbúning að stofnun flokksins þegar hafinn og ef grundvöllur yrði fyrir hendi þá væri ætlunin að beita honum í næstu kosn- ingum. „Það er nauðsynlegt að til sé stjórnmálalegt afl sem beiti sér fyrir baráttu innflytjenda við kerfið. Þetta fólk talar kannski ekki nema brot af íslensku og á oft í erfiðleikum og sjá- um við það fyrir okkur að þessu fólki væri hægt að hjálpa til að fá réttláta meðferð. „ Aðspurður um álit hans á fordóm- um sagði hann þá hafa magnast. „Sér- staklega á þetta við meðal ungs fólks. Þarna er að koma upp ákveðin kyn- slóð sem sættir sig ekki við að fólk sé ekki eins á litin. Hins vegar er fólk á mínum aldri, milli fertugs og fimm- tugs, mun umburðarlyndara og er ástæðan sjálfsagt sú að það er mun upplýstara heldur en ungdómurinn í dag.“ Þráinn minntist á ósið fjölmiðla þess efnis að taka stöðugt fram upp- runa fólks ef vandamál kæmu upp á yfirborðið. „Þetta er jafn fáránlegt og að taka fram hvort viðkomandi Is- lendingur eigi ættir sínar að rekja til Vestfjarða eða ekki. Þetta er ekki til neins heldur einungis til að ala enn frekar á fordómum." Þráinn sagði stofnfund flokksins verða haldinn í haust og sagði hann alla velkomna hvort sem þeir væru nýbúar eða ekki, íslenskir ríkisborg- ara eður ei. kolbrun@frettabladid.is ÞRÁINN STEFÁNSSON „Það er stór hópur nýbúa hér á landi sem vill fá fjölskyldumeðlimi sína hingað heim en vandinn við það hefur aukist." Ný almenningsvagna- þjónusta: Stefnt að íj ölgun farþega samgöncur Ákveðin þáttaskil verða á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu þegar starf- semi Strætó bs hefst 1. júlí. Fyrir- tækið mun starfrækja almennings- samgöngur á svæðinu með einu leiðarkerfi og einni gjaldskrá og mun það yfirtaka núverandi rekst- ur SVR og AV. Stjórn hins nýja fyr- irtækis skipa sjö manns frá sveitar- félögum og er fulltrúi Reykjavíkur og stjórnarformaður Skúli Bjarna- son sem sagði tilgang hins nýja fyr- irtækis fyrst og fremst að efla al- menningssamgöngur. „Það yrði verulega þjóðhagslega hagkvæmt ef hægt yrði að auka hlut almenn- ingssamgangna. Aukinn farþega- fjöldi myndi t.a.m. þýða minni fjár- festingar í samgöngumannvirkjum og minni slysafjölda, sem skiptir verulega máli.“ Algerlega ný og samræmd gjald- HIN NÝJA STJÓRN STRÆTÓ Á stefnuskrá fyrirtækisins er að taka upp nútimalegt rafrænt greiðslukerfi (tengslum við innleiðingur nýs leiðarkerfis eftir tvö ár. skrá tekur gildi 1. júlí og verður þannig um sama fargjald að ræða á svæðinu öllu. Skiptimiðar munu einnig gilda alls staðar. Mánaðar- kort lækka úr 3.900 í 3.700 kr. og auk þess verður boðið upp á nýjan valkost, hálfsmánaðarkort. Innan skamms er síðan ætlunin að taka upp sérstakt þriggja mánaða kort sem sérstaklega væri sniðið að þörfum framhaldsskólanema. ■ NÝTT LEIÐARKERFI Um er að ræða hring á milli Kópa- vogs og Reykjavíkur sem mun tengja saman Mjódd, Fen og Skeifu, Grens- ás, Kringlu, Hamraborg og Smárann. HAMM- BOHG rtjóoa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.