Fréttablaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
22. júní 2001 FÖSTUPAGUR
J afningj afræðslan:
Vímulaus
möguleiki
ferðir Einn þeirra ótalmörgu
„vímulausu" möguleika sem ungu
fólki stendur 'til boða um þessar
mundir eru útivistarferðir jafn-
ingjafræðslu Hins Hússins. Heiðar
Örn Stefánsson umsjónarmaður
Flakk-ferða segir þennan kost afar
vinsælan, en ferðirnar eru í sam-
vinnu við Námuna, Útilíf og Sprite,
auk þess sem Samvinnuferðir-
Landsýn koma að utanlandsferð-
um. Sem dæmi um valmöguleika
innanlands má nefna svifflug,
kajak-róður, flúðaflan, vélsleða-
ferðir o.fl. ■
Forseti Mexíkó:
Keypti húsbúnað fyrir 40 milljónir
mexIkóborc. ap. Vicente Fox, forseti
Mexíkó, hefur opinberað að hann sé
mikil eyðslukló og að í forsetabústað
sínum í Los Pinos sé að finna rándýran
húsbúnað á borð við 40 þúsund króna
handklæði og fjarstýrð gluggatjöld.
Mál þetta hófst þegar mexíkóskt dag-
blað birti lista yfir þann búnað sem for-
setinn hafði keypti í hús sitt frá því
hann tók við forsetaembættinu í des-
ember á síðasta ári, en listann var að
finna á heimasíðu mexíkósku ríkis-
stjórnarinnar. Var búnaðurinn alls um
40 milljóna króna virði. Á listanum eru
m.a. þrjú sérsaumuð handklæði fyrir
40 þúsund krónur hvert, gluggatjöld
sem kostuðu tæpar tvær milljónir
króna og 100 þúsund króna lök. Fox
hefur varið kaup sín á rándýrum hús-
búnaðinum og sagt að útgáfa listans sé
til merkis um að nú geti almenningur
loks fengið að sjá eyðslu stjórnvalda
svart á hvítu. Diaz sýndi fréttamönn-
um meira að segja dýrasta handklæðið
sem hann átti; gríðarstórt egypskt bað-
handklæði úr bómull sem keypt var af
bandarískum aðilum. Venjulega kostar
slíkt handklæði um 6 þúsund krónur,
sem jafnast á við vikulaun meðaljóns í
Mexíkó, en Diaz keypti það hins vegar
á sjöfalt hærra verði og hefur það háa
verð sem hann hefur borgað fyrir
meirihluta húsbúnaðarins vakið mikla
undran á meðal þariendra fyrirtækja
sem selja slíkan búnað.
Mexíkóbúar eru um 100 milljónir
talsins og lifa um 40% þeirra í mikilli
fátækt. Máhð hefur vakið mikla reiði í
Mexíkó, enda ekki skrítið þar sem
lægstu laun nema aðeins um 15 þúsund
krónum á mánuði.
Mexíkó er löngu þekkt fyrir mikla
eyðslu forseta sinna. Gustavo Diaz Or-
daz, fyrrverandi forseti, keypti sér t.d.
go-kart kappakstursbraut, kvikmynda-
sal og keilusal á meðan hann var i emb-
ætti á árunum 1964-70. ■
VERÐMIÐINN SKOÐAÐUR
Clara Diaz, yfirmaður einnar stærstu og
dýrustu verslunarmiðstöðvar Mexíkó, skoð-
ar verðmiða á handklæði. Verð húsbúnað-
arins sem forsetinn keypti hefur vakið
mikla undran, en ekki hefur enn verið
fundið út hvaðan búnaðurinn var keyptur.
1FRÉTTIR AFFÓLkTI
Réttindastofa Eddu - miðlunar og
útgáfu hefur samið um útgáfu á
bók Guðrúnar Helgadóttur og Brians
Pilkingtons, Ástar-
sögu úr fjöllunum, á
Ítalíu. Það er Fabbri
Editori sem gefur
bókina út þar í Iandi
á næsta ári, eitt
dótturforlaga út-
gáfurisans RCS
Libri. Meðal sí-
gildra höfunda
Fabbri eru Antoine de Saint-Exupéry,
Mark Twain, Lewis Carroll, Jack
London og Roald Dahl. Ástarsaga úr
fjöllunum er ein vinsælasta barnabók
síðari ára á íslandi. Hún kom fyrst út
hér á landi árið 1981 og hefur síðan
verið gefin út í Noregi, Danmörku,
Svíþjóð, Færeyjum, Bandaríkjunum
og Japan.
I^Frjálsri verslun er sagt frá því að
fyrirhugaðar barneignir séu við-
kvæmt umræðuefni sem stjórnendur
forðist flestir að ræöa í ráðningavið-
tölum. Þeir hljóti þó að velta fyrir sér
hversu lengi nýráðnir starfsmenn
haldist í vinnu þar til kemur að
barnsburðarleyfi og jafnvel hvort
borgi sig að þjálfa
upp starfsmann ef
hann hverfur svo á
braut innan nokk-
urra missera. Guð-
rún Helga Sigurðar-
dóttir spyr m.a. Ólaf
Jón Ingólfsson,
starfsmannastjóra
hjá Sjóvá-Almenn-
um um þetta viðkvæma mál og hann
svarar: „Ég þekki ékki dæmi þess að
konur séu spurðar um barneignir í
ráðningarviðtölum og veit ekki til
þess að það sé mikið gert. í eina
skiptið sem ég hef rætt þessa hluti
við kvenmann var þegar ég fyrirhug-
aði að senda konu í þjálfunarbúðir í
Ameríku vegna verkefnis sem átti að
standa yfir í meira en eitt ár. Viðkom-
andi var á góðum aldri, barnlaus og í
sambúð og því fannst mér eðlilegt að
ræða þetta opinskátt við hana. Það
endaði með því að konan var send til
Ameríku, kom til baka og kláraði
verkefnið. Hún varð síðan fljótlega
ólétt eftir það.“
Afreisting.is getur að líta eftirfar-
andi frásögn sem ekki er lystug
ef sönn er: Nú á tímum ofurverðs á
grænmeti, hefur heyrst að einstaka
veitingahús í höfuðborginni séu farin
að fara heldur óskemmtilegar leiðir
til að lækka hjá sér hráefnisreikning-
ana. Ákveðið veitingahús í miðborg-
inni, mun stunda það að kaupa græn-
meti sem dagað hefur uppi eða er
orðið „óhæft“ til sölu í verslunum.
Verðið sem verið er að greiða fyrir
þetta „rusl“ samsvarar flutnings-
kostnaðinum og þarf viðkomandi
verslun ekki að greiða urðunarkostn-
að. í staðinn fyrir að aka grænmetinu
á haugana er það flutt í gámum í port
veitingastaðarins, skorið úr því það
sem talið er nýtilegt og selt svöngum,
erlendum matargestum. Með þessu
móti hafa forsvarsmenn veitingastað-
arins getað undirboðið flest þeirra
veitingahúsa í miðbænum, sem gera
út á erlenda ferðahópa. Hvar er heil-
brigðiseftirlitið? ■
20.-23. JÚNÍ
Sumarið er komið!
Nýjar sumarvörur eru nú
í öllum verslunum Kringlunnar.
Komdu og skoðaðu,
gæddu þér á girnilegum réttum
og gerðu góð kaup
á nýjum vörum á Kringlukasti.
Opi6 til kl. 19:00 í dag.
Veitingastaðir og Kringiubió
eru með opið lengar á kvöidin.
NÝJAR VÖRUR
20%-50%
¥
Upplýsingar í sima 588 7788
JAFNINGJAFRÆÐSLA HINS HÚSSINS.
Forsvarsmenn hópsins hafa áhuga á að efla starfsemina enn frekar
Ungur fræðir
ungan
Sumarátak hjá jafningjafræðslu Hins Hússins
forvarnir „Það er okkar draumur,
sem nú virðist í þann mund að ræt-
ast, með hjálp styrktaraðila eins og
ESSO að komast hringinn í kringum
landið með fræðsluna", segir Sylvía
Kristín Ólafsdóttir einn þriggja
stjórnenda jafningjafræðslu Hins
Hússins. „En við þurfum meiri fjár-
styrk en þann, til að draumurinn
verði að veruleika" bætti Agla Marta
Stefánsdóttir við. Jafningjafræðslan
er aðallega starfrækt yfir sumartím-
ann og er hugmyndin sú að stuðla að
forvörnum gegn vímuefnanotkun
meðal ungs fólks, þar sem „ungur
fræði ungan". 15 manns á aldrinum
17-22 ára hafa verið ráðnir úr hópi 96
umsækjenda. Leiðbeinendurnir, sem
ýmist hafa verið í neyslu fíkniefna
eða ekki, fara í upphafi á námskeið
„þar sem þeir læra um efnin og hætt-
urnar og fá fræðslu fá ýmsum sér-
fróðum aðilum." Aðferðir við jafn-
ingjafræðsluna eru nokkuð óhefð-
bundnar, þar sem ekki er um mötun
á upplýsingum að ræða eða svokall-
aðar „predikanir", heldur er áhersla
lögð á umræður. „Það er bara mjög
mikilvægt að þau myndi sér skoðan-
ir á þessum málefnum áður en þau
lenda til dæmis í partíum þar sem
áfengi og hass er á boðstólum, þau
séu þá búin að taka sínar ákvarðanir.
Fyrsta skrefið er að þora út í þessa
umræðu."
Gert er ráð fyrir að unglingar fái
einn frídag frá vinnuveitendum til að
taka þátt í dagskrá helgaðri fræðsl-
unni. Henni er ætlað að „vera
skemmtileg" og er til að mynda flétt-
að saman við leiki. Nú er hinsvegar
erfiðara að ná til aldurshópsins þar
sem færri fara í Vinnuskóla Reykja-
víkur en áður. „Þess vegna erum við
nú að reyna að selja fyrirtækjum
fræðslu", segir þriðji stjórnandi
fræðslunnar, Oddný Helgadóttir,
„markmiðið er líka að halda þessari
starfsemi að einhverju leyti áfram
yfir veturinn og nú leitum við að
stuðningsaðila svo við getum hrint
þeirri hugmynd í framkvæmd að
skrifa vikulega í Fréttablaðið um það
sem efst er á baugi hjá okkur. ■
MARECO UGARTE/AP