Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 13. júlí 2001 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ VAFASÖM AUCLÝSING? MUN EFNAHAGSÁSTANDIÐ BREYTAST Á NÆSTU 3 MÁNUÐUM Könnunin var framkvæmd í síðastliðnum mánuði og tók til íslendinga á aldrinum 18-75 ára. Sú skoðun virðist vera nokkuð afgerandi meðal landsmanna að efnahags- ástand muni versna, en alls eru um 85% á því að það muni annaðhvort haldast óbreytt eða versna. Einungis samtals 4,5% telja að ástandið muni batna á næstu þremur mánuðum. 50 40 10 - Heimild: PriceWaterhouseCoopers 30 25 20 15 Indland: Atök á undan leiðtogafundi agra, ap. Sjö létust í bardögum á milli lögreglu og skæruliða í Kasmír-héraði í Indlandi í gær, eingöngu degi áður en forseti Pakistan Pervez Musharraf og Atal Bihari Vajpayee forsætisráð- herra Indlands hittast, m.a. til að ræða málefni héraðsins sem ríkin hafa deilt um lengi. Indverjar saka Pakistana um að styðja við bakið á íslömskum skæruliðum sem hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins lengi. Undirbúningur fyrir leiðtoga- fundinn var í fullum gangi í gær. Hann verður haldinn á hóteli í grennd við grafhvelfinguna stór- fenglegu Taj Mahal en henni verð- ur lokað um helgina vegna fund- arins. Indverska lögreglan hefur auk- ið öryggisgæslu mjög mikið en auk leitogafundarins verður píl- grímahátíð hindúa á sama tíma og er von á 150.000 pílgrímum í hér- aðið. ■ LEIÐTOGAFUNDUR UNDIRBÚINN Lóðin fyrir framan Taj Mahal snyrt áður en leiðtogafundurinn hefst. Smábílar fyrir evrópskan markað: Peugeot og Toy- ota í eina sæng framleiðandinn Toyota samþykkti í gær 1,28 niilljarða dollara samn- ing sem kveður á um samstarf við franska bílaframleiðandann Peu- geot Citroen við smíði og fram- leiðslu smábíla fyrir evrópskan markað. Reiknað er með að fram- leiðsla hefjist árið 2005, en búist er við að með samvinnu fyrir- tækjanna verði hægt að framleiða 300 þúsund bíla á ári. Að sögn talsmanna fyrirtækjanna verða bílarnir ódýrir og munu eyða litlu bensíni auk þess sem þeir verða umhverfisvænir. ■ Land, þjóð og tungur Næstu tvær vikur munu „nýjustu" Islendingarnir koma saman og ráða ráðum sínum í Sumar- skólanum. Börnin brenna af áhuga fyrir því að læra. Fjöltyngdir Islendingar tryggja bjarta fram- tíð fjölmenningarlegs Islands. Notkun Hitlers í auglýsingu vakti umræðu í Tævan. Tævan: Hitler not- aður í aug- lýsingu tapei. ap. Auglýsing þar sem Hitler bregður fyrir vakti hörð viðbrögð gyðinga þegar hún var sýnd í Tævan í gær. Lýðræðislegi fram- faraflokkurinn er ábyrgur fyrir auglýsingunni sem hefst á 10 sek- úndna broti úr áróðursmynd nas- ista þar sem Hitler sést lyfta hendi og leggja á brjóst. Frá Hitler er klippt yfir á John F. Kennedy og þaðan á Fidel Kastró, leiðtoga Kúbu. Einnig sést fyrr- verandi forseti Tævan, Lee Teng- hui. Juan Chao-hsiung, leiðtogi ung- liðahreyfingar flokksins, sagði að auglýsinginni væri ætlað að hvet- ja ungt fólk til að tjá hugmyndir sínar við flokkinn. „Hitler var val- inn sem einn af fjórum leiðtogum vegna þess að hann þorði að tjá sig,“ sagði Juan. „Þetta ætti ekki að vera svona mikið stórmál. Við hvetjum ungt fólk til að tjá sig og fólk ætti ekki að túlka auglýsing- una of mikið.“ Juan bætti við að flokkurinn væri ekki sammála skoðunum Hitlers. Menashe Zipore, forstöðumað- ur menningarstofnunar ísrael, sagði auglýsinguna móðgun við mannkynið. Tævanar þekkja ekki eins vel til helfararinnar og Evrópubúar. Þeir eru kunnugri stríðsglæpum Japana og notkun Vesturlanda á táknmynd Japana frá stríðinu, rísandi sól, hefur oft vakið furðu þar í landi. ■ Islendingaw í gær komu saman læknar, hjúkrunarfræðingar, fót- boltastjörnur og flugmenn fram- tíðarinnar í Austurbæjarskóla. Hvaða unga fólk er þetta? Jú, ung- ir íslendingar sem eru af erlendu bergi brotnir og hafa fluttst til ís- lands með foreldrunum til þess að taka þátt í að skapa fyrirmyndar, fjölþjóðlegt samfélag á íslandi. Krakkarnir hittast á hverjum degi ^ í Sumarskólanum klukkan 09:00 og eru saman til 16:00 að læra að lesa og skrifa íslensku, syngja, mála og teikna. Samtals eru krakkarnir 103 og koma frá meira en 20 þjóðum víðs- vegar utan úr heimi, þó mest frá löndum Austur- Evrópu og Suð- austur-Asíu. „Við byrjuðum á mánudaginn og ætlum að vera saman í 17 virka daga hér í Austur- bæjarskóla. Á morgnana erum við í hefðbundnum kennslustundum Verkefnið er samstarfsverk- efni Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, Námsflokka Reykjavíkur, Félagsþjón- ustu Reykja- víkur og (þrót- ta- og tóm- stundarráðs Reykjavíkur. Verkefnið hef- ur verið í gangi í rúm- lega 10 ár og á hverju ári eykst fjöldi þátttakanda. —♦— þar sem námsefni af ýmsum toga er kennt og síðan eftir hádegismat förum við á leikjanámskeið eða bregðum undir okkur betri fætin- um og höldum niður í bæ,“ sagði Friðbjörg Ingimarsdóttir, fræðsluráðgjafi hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur. Verkefnið er samstarfsverk- efni Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur, Námsflokka Reykjavíkur, Félagsþjónustu Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur. Verkefnið hefur verið í gangi í rúmlega 10 ár og á hverju ári eykst fjöldi þátttak- anda. „Þetta er yndislegt starf. Hing- að koma börn frá öllum heims- hornum og öll brenna af áhuga fyrir því að læra. Sum börnin eru svo ákaflega áhugasöm og eru al- veg búin að ákveða að grunnskóla- námi loknu muni þau fara í MR, þaðan í háskólann og síðan verði þau flugmenn!" segir Friðbjörg full af aðdáun. Þegar Friðbjörg er nýbúin að sleppa orðinu kemur sex ára stúl- ka, ungfrú Hajar, fædd í Saudi Ar- abíu, aðvífandi og réttir fram hendurnar. Þegar blaðamaðurinn tekur hana upp dregur hún fram teikningu og hvíslar: „Ég teiknaði þessa mynd handa þér.“ Óhætt er að segja að hjörtu viðstaddra bráðnuðu. omarr@frettabladid.is ÆSKÁ ÍSLÁNDS Framtlð Islands er björt og fjölmenningarleg. I sumarskóla Austurbæjarskóla eru starfs- mennirnir sumir hverjir fjöltyngdir og oft á tíðum gerist þess full þörf þegar nýir íslendingar bætast I hópinn og hafa kannski ekki náð fullu valdi á hinu ástkæra, ylhýra. Þetta unga fólk gat þó leikið sér að tungunni eins og það hefði aldrei gert annað. Skipulags- og byggingarmál: Sameinuð stofnun undir borgarstjóra borgin Árni Þór Sigurðsson for- maður skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar segir að með sameiningu embætta byggingarfulltrúa og Borgar- skipulags muni stofnunin heyra beint undir borgastjóra. Á fundi nefndarinnar í fyrradag var frestað afgreiðslú á tillögu meiri- hlutans úm satneiningif-. þessara tveggja erribætta tijnæsta fundar vegna kröfu sjálfstæðismanna sem vildu fá meiri tíma til að ÁRNI ÞÓR SIG- URÐSSON Eflir þjónstu við borg- arbúa og hönnuði. skoða málið. Á fundinum kom m.a. fram af þeir- ra hálfu að ekki lægju nógu ítar- leg rök fyrir þessari grundvallar- breytingu. Formaður skipulags- og bygg- ingarnefndar bendir á að eins og nú háttar heyrir embætti bygg- ingarfulltrúa undir embætti borg- arverkfræðings. Með áformaðri sameiningu sé því verið færa þennan hluta skipulagsþáttarins ofar í stjórnsýslunni en verið hef- ur. Af sökum telur hann að með þessum breytingum sé verið að styrkja þennan hátt, gera hann skilvirkari og efla þessa þjónustu við borgarbúa, arkitekta og hönn- uði. ■ 1 I fe I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.