Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júlí 2001 FÖSTUDACUR Á HVAÐ TÍMUM LIFUM VIÐ? Ragnar Halldórsson ritstjóri Fálkans Við lifum á breytingatímum. Við höfum upp- fyllt flestar grunnþarfir okkar á efnissviðinu þótt við viljum reyndar alltaf meira. Við erum farin að koma auga á margt annað í tilver- unni. Ég held að mannúðarhyggja verði ein- kenni á komandi öld og nærgætni gagnvart náunganum og tilfinningum okkar. ■ HVERT ERTU AD FARA UM HELGINA? SIGURÐUR SNORRASON Ég er að fara I hey- skap um helgina, upp í Norðurárdal. Það er spáð góðu veðri þannig að ég ætla að hjálpa vini mínum sem er bóndi í heyskapnum eins og ég hef gert mörg undanfarin ár. HELGA BENEDIKTSDÓTTIR Ég er að fara til Vest- mannaeyja að heim- sækja vinkonu mína og ætla að vera þar yfir helgina. EINAR BRYNJARSSON Ég er að fara hring- inn i kringum landið, ég veit ekki hvora leiðina. Við verðum í svona viku. Ég hef ekki farið hringinn áður. DAVE DEAN Ég er að fara norður í land í ferð með Bátafólkinu. Við verð- um i vestari Jökulsá. ARI BERG Ég er að fara til Egils- staða á kajak og verð um helgina. Við verðum i Eyvindará og Grímsá. NANNA KRISTINSDÓTTIR Ég fer í mesta lagi að hjóla um Reykjavík á nýju hjóli. Jóladagar í júlí: Skraut, sveinar og öl markaður Um helgina verða Jóla- dagar í Jólahúsinu í Kópavogi. Á lóð Jólahússins við Smiðjuveg í Kópavogi verður jólamarkaðs- stemning ríkjandi, jólaskrautið verður á markaðsverði, jóla- sveinn lítur við og boðið verður upp á jólaöl. Þetta er í fyrsta sinn sem haldnir eru Jóladagar í júlí. ■ Sumarkvöld við orgelið: Efnilegur Svíi tónlist Tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið stendur nú í Hall- grímskirkju. Um helgina heldur Ulf Norberg, einn efnilegasti org- anisti Svía, tvenna tónleika en organistarnir sem koma fram í tónleikaröðinni í sumar eiga það sammerkt að vera ungir að árum. Norberg er þar engin undantekn- ing, aðeins 24 ára gamall. Fyrri tónleikar Norbergs verða kl. 12.00 á morgun en þá leikur hann verk eftir Louis Vierne og tvo sænska fulltrúa rómantískrar orgeltónlistar, Emil Sjögren og Oskar Lindberg. Á seinni tónleik- um sínum, kl. 20.00 á sunnudag- inn, leikur Norberg m.a. konsert eftir Vivaldi í orgelumritun Bachs (BWV 596) og magnaða fantasíu og fúgu um tónana og nafnið B A C H eftir Max Reger. Einnig ætlar hann að iðka hina fornu list að leika af fingrum fram, en þess má geta að hann kynntist kennara sín- um í spuna, hinum fræga spuna- meistara Anders Bondeman, á Norrænum orgeldögum, sem haldnir voru í Hallgrímskirkju í september 1999. ■ ORGELIÐ GÓÐA Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju er tónleikaröð sem hefur unnið sér sess, sér- staklega meðal erlendra ferðamanna. Þýskur þýðandi: Lestur og spjall bókmenntir í dag er þýska ljóð- skáldið og þýðandinn Manfred Peter Hein gestur Þýðingaseturs Hugvísindastofnunar Háskólans. Hann mun lesa ljóð og texta eftir sig sem að hluta verða þýdd á ís- lensku. Manfred Peter Hein hefur verið búsettur í Finnlandi frá ár- inu 1958 og hefur gefið út fjölda ljóðabóka og einnig prósa og mik- ið af þýðingum úr finnsku, ljóð, prósa og leikrit. Lesturinn hefst klukkan 15 í stofu 301 á þriðju hæð í Nýja Garði við Suðurgötu og eru allir velkomnir að hlýða á og spjaOa. ■ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ FYRIRLESTRAR_______________________ 15.00 Þýska Ijóðskáldið og þýðandinn Manfred Peter Hein les Ijóð og texta eftir sig sem að hluta verða þýdd á íslensku. Lesturinn verður í stofu 301 á þriðju hæð í Nýja Garði við Suðurgötu og eru allir velkomnir. 17.30 Atlantshafsbandalagið og Evr- ópusambandið er yfirskrift mál- fundar um stækkun NATO, eld- flaugavarnarkerfið og vanda ís- lenskrar ráðastéttar andspænis ráðastéttum annarra landa og vinnandi fólki heima fyrir. Mál- þingið verður haldið í Pathfinder- bóksölunni, Skólavörðustíg 6B og standa Ungir sósíalistar og að- standendur sósíalíska fréttablaðs- ins Militant að því. LEIKHÚS____________________________ 20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir leikritið Ungir menn á uppleið í Kaffi- leikhúsinu í kvöld. Boðið er upp á mat frá Tapasbarnum og mæta matargestir kl. 19.00. 20.00 Einleikhúsið sýnir leikritið Fröken Júlía - enn og aftur alveg óð í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13. 20.30 Söngleikurinn Hedwig er sýndur í Loftkastalanum í kvöld. Aðalhlut- verkið er í höndum Björgvins Franz Gíslasonar en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sýningunni. Höfundur er John Cameron Mitchell. TÓNLIST____________________________ 22.30 Föstudagurinn þrettándi, tónleikar á Grand Rokk. Siðrokkbandið Suð og pönkhljómsveitin Fræbbblarnir spila á Grand Rokk I dag. Bang Gang á Gauknum á sunnudagskvöld: Kaílaskila- tónleikar tónust Hljómsveitin Bang Gang heldur tónleika á Gauknum á sunnudagskvöld en ekkert hefur heyrst til hljómsveitarinnar hér á landi í tæpt ár. Bang Gang gaf út plötu hér heima fyrir þremur árum. Sú plata kom út í Frakklandi fyrir síðustu jól og gekk ágætlega þar að sögn Barða Jóhannssonar og Arnars Þórs Gíslasonar. „Fyrir ári var sett saman band en áður var ekki hljómsveit á tónleikum," seg- ir Barði. Hljómsveitin sem kemur fram er alltaf skipuð sömu mönn- um en mismunandi söngkonur hafa fylgt sveitinni á tónleikum. Auk Barða sem leikur á gítar og Arnars sem ber trommur er hún skipuð Jóhanni Gunnarssyni sem leikur á bassa og Þórhalli Berg- mann sem spilar á hljómborð. Söngkonurnar Védís Hervör Árnadóttir, Sara Guðmundsdóttir og Esther Talía Casey hafa skipts á að syngja með strákunum á tón- leikum en Esther Talía verður söngkona á sunnudaginn. „Þær ganga undir nöfnunum Veddar- inn, Sararinn og Sterarinn," segir Barði. „Og Sterarinn er besti rót- arinn í bandinu," skýtur Arnar inn. „Sterarinn var upphaflega söngkonan en hún fór í leiklistar- skóla og hefur ekki getað sinnt þessu af fullum krafti þannig að þetta er líklega í síðasta skipti sem hún syngur með bandinu." Barði og Arnar segja tónleik- ana á sunnudag verða kafla- skilatónleika. „Við ætlum að kveð- ja einhver lög af því að við erum að byrja á nýrri plötu þannig að einhver lög munum við aldrei leika hér á landi framar." Bang Gang hefur undanfarið verið að spila erlendis, aðallega í Frakklandi, bæði á sjónvarps- stöðvum og tónleikum. í lok sept- ember hefst upptaka á nýrri plötu en hljómsveitin var einmitt að hætta hjá plötufyrirtækinu sínu. „Við erum laus og liðug, bara búa til músík og ekkert kjaftæði," seg- ir Arnar að lokum. steinunn@frettabladid.is Hljómsveitin Spútnik heldur uppi gleð- inni á Players I Kópavogi I kvöld og ann- að kvöld. Sálin treður upp á Gauki á Stöng I kvöld, ásamt gestasveitinni Flauel. Fönksveitin Atom leikur fyrir gesti á veit- ingastaðnum Vídalín I Aðalstræti. SÝNINGAR______________________________ Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð- minjasafn íslands fyrir sýningu á Ijós- myndum eftir Hans Malmberg frá þvi um 1950. Sýningin nefnist ísland 1951, en það ár kom út Ijósmyndabók með myndum Malmbergs sem talinn var einn fremsti heimildarljósmyndari Svia á sinni tíð. Á sýningunni verða sýndar nýj- ar stækkanir af íslandsmyndum Hans Malmberg og frumkópíur af nokkrum (s- landsmynda hans. Sýningin er opin alla tónlist Nú fer önnur helgi sumar- tónleika í Skálholti í hönd og er Karólína Eiríksdóttir staðartón- skáld Sumartónleikanna um þessa helgi. Verk Karólínu sem flutt verða eru skrifuð á tímabilinu 1979 til 2001 og verður eitt verk frum- flutt á Sumartónleikunum. Það er verkið Að iðka gott til æru, sem er samið fyrir einsöngvara, óbó, víólu, selló, sembal og kór. Verkið er byggt á lögum sem fundist hafa í íslenskum handritum og notar Karólína ljóð eftir Hallgrím Pét- ursson og Jón píslarvott. Peter Tompkins, Jónína Auður Hilmarsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Helga Ingólfsdóttir flytja verkið ásamt söngkonunni Ásgerði Júníusdóttur og Kam- daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á skotskífum úr fórum Det Kongelige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Það er eitt elsta starfandi félag í Danmörku og margir íslendingar og íslandskaupmenn hafa verið meðlimir þess. Sýndar eru um 15 skotskifur með íslensku myndefni eða frá íslenskum félögum skotfélagsins. Skífurnar eru frá árunum 1787-1928. Þjóðminjasafn íslands stendur fyrir þessari sýningu. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. Kanadíski Ijósmyndarinn Arni Haralds- son sýnir Ijósmyndir frá sex löndum í Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri. Sýn- ingin stendur til 15. júli. merkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Af öðrum verkum Karólínu sem flutt verða um helgina mætti nefna tónverkið Na Carenza sem var frumflutt á Alþjóðlegri tónlist- arhátíð kvenna í Vínarborg árið 1995 en heyrist nú í fyrsta skipti á íslandi. Einnig verða fluttir þættir úr óperuleiknum Maður lifandi, óperuleikur um dauðans óvissan tíma, sem var flutt í Borgarleik- húsinu í júní 1999. Sverrir Guð- jónsson, Guðrún S. Birgisdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Pétur Jón- asson flytja þættina í breyttri mynd. Fyrri tónleikar Sumartónleika á morgun eru kl. 15 þegar flutt í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. í Lækargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. í Kjöthúsi er sýningin Saga bygginga- tækninnar. í Líkn er sýningin Minn- ingar úr húsi. Þar er sýnt innbú frá fjölskyldu Vigfúsar Guðmundssonar búfræðings sem bjó á Laufásvegi 43. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskrift- ina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930, þar af önnur barn- mörg. I Ljósmyndasafní Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier- Bresson i Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmyndara sem nú er á tí- ræðisaldri og hefur oftast verið kennd- ur við stílinn „hið afgerandi augnablik". verða verkin In Vultu Solis (1980), Na Carenza (1993), Hugleiðing (1996) og Að iðka gott til æru (2001). Þeir síðari eru kl. 17 en þá verða flutt verkin IVP (1979), Vor- vísa (1991), Spor (2000) og þættir úr Maður lifandi, óperuleik um dauðans óvissan tíma (1991). Á sunnudaginn eru tónleikar kl. 15. Á efnisskrá þeirra er Spor (2000), þættir úr Maður lifandi, óp- eruleik um dauðans óvissan tíma (1991), Hugleiðing (1996) og Að iðka gott til æru (2001). Orgelstund verður í Skálholtskirkju á sunnu- dag klukkan 16:40 og flytur þá Hilmar Örn Agnarsson orgelverk eftir J. S. Bach. í messu kl. 17:00 verða fluttir þættir úr verkinu Að iðka gott til æru, eftir Karólínu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12- 17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júli. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu i vikingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Á sýningunni eru raunverulegar lík- amsleifar sem geta valdið óhug. Sýning- arnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. STAÐUR HÁTÍÐARINNAR Sumartónleikar í Skálholti eiga sér orðið alllanga hefð. Tónleikarnir standa um klukku- stund og er boðið upp á barnapöss- un í Skálholtsskóla fyrir þá sem þurfa. Veitingasala milli tónleika er á vegum Skálholtsskóla. Að- gangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. ■ Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur frumflutt á Sumartónleikum í Skálholtskirkju: Að iðka gott til æru

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.