Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 13. júlí 2001 FÖSTUDAGUR BSRB: Átak til að efla tölvulæsi STARFSMENNTUN Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, BSRB og Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn, NTV hafa undirritað samning tii að efla tölvu- læsi félagsmanna aðildarfélaga. Alls tóku átta skólar þátt í útboði en NTV átti lægsta tilboðið um 42 milljónir króna. Ogmundur Jónasson formaður BSRB segir að þetta sé stærsta verk- efni sem samtök launafólks hefur ráðist á þessu sviði. Þá er almennur vilji meðal starfsmenntunararsjóða aðildar- félaga BSRB til að taka þátt í kostnaði félagsmanna. Það þýðir að námskeiðin verða trúlega fé- lagsmönnum að kostnaðarlausu en þau kosta 28 þúsund krónur. Þá hefur þetta átak vakið athygli er- lendis og m.a. í Bretlandi. Ráðist er í þetta átak í framhaldi af skoð- anakönnun um tölvulæsi BSRB-fé- SAMNINCUR UNDIRRITAÐUR Forusta BSRB og Nýja tölvu- og viðskiptaskólans binda miklar vonir við samstarf um að auka tölvumenntun opinberra starfsmanna laga í fyrra. Þar kom fram afger- andi vilji félagsmanna til að efla tölvukunnáttu sína. í fyrsta áfan- ga verður boðið upp á 100 nám- skeið, 75 á höfuðborgarsvæðinu og 25 úti á landi með áherslu á al- menna tölvukunnáttu, stýrikerfi og netið. ■ UMKRINCDUR FRÉTTAMÖNNUM Margir Búlgarar hafa fagnað endurkomu Simeon og hrifist af bakrunni hans sem aðalsmanns auk ferskra hugmynda hans, enda margir eflaust orðnir þreyttir á þeim fjölmörgu hneykslismálum sem komið hafa upp í landinu eftir fall kommúnismans árið 1989. Kóngur verður forsætisráðherra Simeon II var krýndur konungur Búlgaríu 6 ára gamall. Sneri aftur úr útlegð fyrir þremur mánuðum. Eldflaugavarnarkerfi: Undir- búningur hefst í apríl WASHINCTON. ap. Bandaríska varn- armálaráðuneytið, Pentagon, ætl- ar í apríl á næsta ári að hefja undirbúning fyrir tilraunir á nýju eldflaugavarnarkerfi. Talið er að tilraunirnar, sem að öllum líkindum munu fara fram í Alaska, gætu brotið í bága við ABM samkomulagið við Sovét- ríkin frá árinu 1972 sem kveður á um bann við eldflaugavörnum, en það var á sínum tíma undirritað til að koma í veg fyrir frekara vígbúnaðarkapphlaup á milli stórveldanna tveggja. í vitnis- burði sínum fyrir vopnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, vildi Paul Wolfowitz, fulltrúi varnarmálaráðuneytisins, ekki greina nánar frá tilraununum, en sagðist þó fullviss um að einhver umræða muni verða um hvort til- raunirnar muni brjóta í bága við samkomulagið um eldflauga- varnir. Vonaðist hann þó til að fljótlega yrði hægt að ná nýju samkomulagi við Rússa um eld- flaugavarnir. ■ |löcreglufréttir| Búist er við hundruðum eða þúsundum ferðamanna á Suðureyri um helgina þar sem hinir árlegu Sæludagar fara fram. Lögreglumenn á ísafirði sem fást við löggæslu á Suður- eyri sögðust þó ekki gera ráð fyrir því að það þyrfti að hafa sérstakan viðbúnað af þessum sökum. Hátíðirnar hefðu farið vel fram á undanförnum árum og því ekki útlit fyrir auknar annir þó íbúafjöldinn yfir helg- ina ykist stórkostlega. Daglegt puð lögreglunnar á Siglufirði hefur verið í lág- marki undanfarna daga enda bæjarlífið gengið vel fyrir sig að undanförnu. Útlit er þó fyrir að verkefnum lögreglunnar taki að fjölga nokkuð á næstunni ef norsk og færeysk loðnuskip sem eru að veiðum á mörkum landhelginnar koma í höfn til að landa afla sínum. Lögreglan hefur tolleftirlit með höndum og mun því tollskoða þau er- lendu skip sem koma til hafnar. SOFÍA. BÚLCARÍU. ap. Simeon II, fyrr- verandi konungur Búlgaríu, var í gær tilnefndur sem næsti forsæt- isráðherra landsins, eftir að Plamen Panayotov, formaður þingflokks Simoen hafði átt fund með Petar Stoyanov, forseta. Að sögn Panayotov var tilnefning hans til forsætisráðherra sam- þykkt einróma af flokksmeðlim- um í síðasta mánuði en ákveðið hafi verið að halda henni leyndri þar til í gær. Flokkur Simeon, sem er fjar- skyldur ættingi Elísabetar II Englandsdrottningar, vann yfir- burðasigur í búlgörsku þingkosn- ingunum þann 17. júní og er búist við Simeon muni mynda nýja rík- isstjórn í landinu innan 10 daga. „Með sterkum tilfinningum, en samt sem áður með minni eðlis- lægu ábyrgðartilfinningu, tek ég þessu boði með traust kjósenda frá 17. júní í huga,“ sagði Simeon eftir að Stoyanov hafði veitt hon- um umboð til að mynda ríkis- stjórn. Simeon var krýndur konungur Búlgaríu aðeins 6 ára gamall árið 1943 eftir dauða föður síns, Boris. Þremur árum síðan missti hann völdin eftir þjóðaratkvæða- greiðslu í landinu, sem talið er að kommúnistar hafi hagrætt. Níu ára gamall þurfti hann því að flýja land og fór hann með móður sinni, Ioanna, til Egyptalands. Þaðan fluttist hann síðar til Spán- ar þar sem hann vann við ýmis- konar ábyrgðarstörf. Fyrir aðeins þremur mánuðum sneri hinn 64 ára gamli Simeon síðan aftur til Búlgaríu úr útlegð- inni. Fyrst hafði hann hug á að bjóða sig fram til forseta en fékk ekki sökum þess að hann hafði ekki búið nógu lengi í landinu. Þess í stað ákvað hann að stofna Þjóðarhreyfinguna, hægri flokk við miðju, sem hefur það m.a. á stefnuskránni að binda endi á fá- tækt í landinu og draga úr at- vinnuleysi, en ástandið í Búlgaríu hefur verið afar slæmt eftir um- skiptin sem urðu við fall komm- únismans. Að sögn Simeon mun endurreisn konungsveldisins hins vegar ekki vera á stefnuskrá hans, en hann hefur þrátt fyrir það aldrei afsalað sér konungs- tign sinni. ■ Geimskutlunni Atlantis skotið á loft: Flytur nýja hurð fyrir geimstöð CANAVERALHÖFÐI. FLÓDÍDA. AP. Geimskutlunni Atlantis var skot- ið á loft í gær og stefnir hún á al- þjóðlegu geimstöðina Alpha með nýja hurð sem koma á fyrir í geimstöðinni, en hurðin kostaði 164 milljónir dala í framleiðslu. Geimskotið var fyrst áætlað fyr- ir mánuði en var frestað vegna tæknilegra örðugleika í geim- stöðinni. Áhafnarmeðlimir geimskutlunnar eru fimm talsins og er reiknað með að það taki þá KRÓNPRINS JÚGÓSLAVfU Aleksander Karadjordjevic var hylltur af þorpsbúun í Topola, 70 km suður af Belgrad er hann var á ferð að heimsækja leiði ættingja og skoða hús í eigu fjölskyld- unnar þar. Júgóslavía: Kongungs- fjölskyldu af- hentar eignir belcrað. ap. Júgóslavneska ríkis- stjórnin samþykkti í gær að leyfa konungsfjölskyldunni, Karadjor- djevic, að flytja inn í höll forfeðr- anna í miðborg Belgrad eftir ára- tuga útlegð. Aðgerðin er hluti af loforði ríkisstjórnarinnar um að veita konungsfjölskyldunni sín fyrri réttindi en hún var gerð útlæg af kommúnistum þegar þeir komust til valda að lokinni heimsstyrj- öldinni síðari. Fyrr á árinu var fjölskyldunni afhent vegabréf og hafist var handa við að semja lög sem kveða á um afhendingu eignanna sem kommúnistar gerðu upptæk- ar á sínum tíma. Fyrrverandi forseti Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, leyfði fjölskyldunni að heim- sækja landið á nýjan leik í byrjun tíunda áratugarins en vildi hvor- ki skila eigum þeirra né ríkis- borgararétti. Karadjordjevic-f jölskyldan hefur búið í Bretlandi frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Nokkrir meðlimir fjölskyldunnar hafa sótt landið heim á undanförnum árum, stutt við bakið á lýðræðis- hreyfingum og sinnt hjálpar- störfum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.