Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 16
BESTí BÍÓ ÁRNI SVEINSSON kvikmyndagerðarmaður Ömurleg bíómenning „Bíómenning á íslandi er ömurleg. Það er skelfilegt að vita til þess að það sé kynslóð að alast upp sem fær svona menningu í vöggugjöf. Það sem þarf er fjölbreytni. Tökum sem dæmi Pearl Harbour eða Tomb Raider, hún er frum- sýnd í fjórum kvikmyndahúsum. Þetta verður alltof mikið" ■ Á LEIÐ TIL GRIKKLANDS Ragnar ísleifur Bragason er fram- kvæmdaglaður ungur maður. Hann er á leið ásamt upptökuliði til Grikklands í næstu viku að taka upp myndina Same Story. Ný kvikmynd í bígerð: Leita að ung- um leikurum kvikmyndir Áhugaleikurum býðst það einstaka tækifæri að spreyta sig í áheyrnaprufu fyrir nýja ís- lenska kvikmynd, Same Story, á morgun kl. 14 í Hinu Húsinu í Kvosinni. „Við erum að leita að ungum leikurum á aldrinum 18 til 23 ára,“ segir Ragnar ísleifur Bragason. Ragnar er framkvæmdastjóri Same Story hópsins. Myndin ger- ist í Grikklandi og á íslandi. Leik- stjóri er Ólafur Egill Égilsson leikaranemi. „Það er fylgst með pari í Grikklandi og pari hér heima. Myndin sýnir fram á það hversu lík við erum öll, ástin er alls stað- ar eins. Þessum tveimur sögum er tvinnað saman. Ég vil helst ekki segja meira af söguþræðinum en hann er mjög frumlegur. Ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars stendur reynslumikið fólk að baki mynd- inni og hefur Evrópuráð og einka- aðilar nú þegar styrkt hana. Næst- komandi miðvikudag heldur tökuliðið utan til Aþenu og Delfí. „Þar tökum við upp með grískum leikurum sem við erum búnir að ráða. Ég er aðili að alþjóðlegum framleiðsluhóp sem hjálpaði mér að ráða þá,“ segir Ragnar. Á morgun er verið að leita að íslensku pari og aukaleikurum til að leika í ágúst hér heima. „Þetta er stórt tækifæri fyrir unga ís- lenska leikara," segir Ragnar. „Ég hvet alla til að mæta og spreyta sig. Pör eru líka velkomin. Það hefur oft reynst vel þegar pör leika saman í mynd, t.d. Eyes Wide Shut og Overboard." ■ % I 16 FRETTABLAÐIÐ 13. júlí 2001 FÖSTUDACUR HASKOLABÍÓ HACATORGI. SIMI 530 1919 Þar sem ailir salir eru stórir BRIDGETJONESSDIARY Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 |THE WATCHER kl. 8 og 10 j (HLL SAMMANS kl. 6,8og 10 j ALONG CAME A SPIDER kl.l ogj FILMUNDUR ROBERT VEGURINN HEIM BRIOGETJONES SÐIARY Sýnd ki. 4, 6, 8,10 og 12 vit!4s EVOLUTION |HEAD over heels rjLLU kl.6,8, I0oglj||t;s Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.10 uit jso Ithemummyreiurns W.3.45 Og6j0 ICROGODIUEDUNDEEIN LA 4,6,8,10 0gl2|K3 |SPOT 4°8!jiS NÝISTÍLLINN KEISARANS (bl tal) kl. 41^1] I FRÉTTIR AF FÓLKI I Lisa Marie Presley hefur eytt peningum í hús sem hún hyg- gst leyfa heimilislausu fólki að nota. Dóttir roklckóngsins gaf Metropolitan Int- er-Faith samtök- unum 1.3 milljón- ir dollara til að byggja íbúðir fyr- ir heimilislaúst fólk. Byggingin mun að sjálf- sögðu rísa í Memphis, þar sem faðir hennar ólst upp. Ibúðirnar munu hljóta nafnið Presley Place eða Elvis-staðir. „Það eina sern hjálpar mér að halda sönsum er að hjálpa öðrum. Það gerir mig líka glaða,“ sagði Lisa Marie sem eitt sinn var gift Michael Jackson. „Þetta snýst ekki bara um að fólk hafi þak yfir höfuðið tímabundið heldur um að fólk vilji breyta lífi sjnu til hins betra.“ Lisa Marie, senj býr íLos Angeles með börnum sínum tveimur, var í fylgd leikarans Nicolas Cage en þau hafa átt í ástarsambandi í nokkrar vikur. Goran Ivansevic, sigurvegar- inn á Wimbledonmótinu, ætl- ar að festa ráð sitt. Króatinn er á leið í tíu dága siglingu með kærustunni sinni Tatjönu Dragovic, sem er súpermódel og að sögn föður hans munu þau gifta sig innan skamms. Að sögn bæjaryfirvalda í Split hafa skötuhjúin beðið um leyfi til að byggja ástarhreiður réttur fyrir utan borgina. „Ég bíð spenntur eftir að heyra hvenær giftingin verður,“ sagði Srdjan pabbi Ivansevic. Ibúar Split eru afar ánægðir með að Ivansevic ætli að búa þar en hann er þjóðhetja í heimalandi sínu eftir sigurinn á stærsta tennismóti heims. íbú- arnir voru hræddir um að hann myndi flytja til Zagreb þar sem kærasta hans er uppalin. Ivan- sevic hefur neitað að tjá sig um væntanlegt brúðkaup en sagði. „Við viljum komast burt, sjaka á og eyða smá tíma saman. Ég ætla að lifa eins og Róbinson Krúsó með kærustunni minni Frjádegi." SNARRUGLUÐ Bridget Jones er í sálarkreppu. Hún telur hinsvegar að ef hún nái að hætta að reykja og missi 4 kíló nái hún jafnvægi. Vel heppnuð aðlögun Bridget Jones’s Diary frumsýnd. Sama fólk og gerði Fjögur brúðkaup og jarðaför og Notting Hill. KVIKMYNDIR í Bridget Jones’s Di- ary er sú saga sögð þegar hin 32 ára Bridget tekur þá ákvörðun eitt gamlaárskvöld að hún geti ekki lengur lifað einhleyp og öm- urleg. Hún ætlar að ná völdum á lífi sínu og byrja að halda dag- bók. Fljótlega verður æsilegasta og klámfengnasta bókin á nátt- borði hennar dagbókin, sem hún skrifar sjálf. Bridget hefur skoð- un á öllu og kemur sér oft í vand- ræði. Myndin hefur farið sigur- för um heiminn eftir frumsýn- inguna og þykir aðdáendum bókanna um þessa spaugilegu konu vel hafa tekist til. Þegar fréttist að ætti að búa til kvikmynd eftir bókunum Bridget Jones’s Diary (1996) og Bridget Jones: The Edge of Rea- son (1999) eftir Helen Fielding urðu margir hvumsa. Bækurnar hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka út um allan heim. Þegar hin bandaríska Reneé Zellweger var síðan ráðin til að leika Bridget hélt fólk að öll von væri úti. Reneé sýndi fljótt fram á það að hún tæki hlutverkið al- varlega, bætti á sig fjölda kílóa og undirbjó sig vel. Gagnrýnis- raddir hljóðnuðu þegar myndin var til og allir eru sammála um að aðlögunin standi sjálfstæð. Helen Fielding fékk góðvin sinn Richard Curtis til að skrifa handritið með sér. Curtis skrif- aði bæði Fjögur brúðkaup og jarðarför og Notting Hill en það eru einnig sömu framleiðendur að Bridget og þeim. Curtis er því á heimavelli, að skrifa urn ástar- sambönd sem klúðrast og verða rústir einar. Annar góðvinur Fielding, Sharon Maguire, leik- stýrir myndinni. Ein persóna bókanna, Shazza, er meira að segja byggð á henni. Þetta er fyrsta mynd Fielding í fullri lengd en hún hefur mikla reynslu af gerð heimildarmynda, m.a. fyrir BBC, og hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum fyrir þær. Maguire skrifar ekki einungis um Fielding í bókinni. Hugh Gr- ant kemur einnig til tals og var hann því ekki lengi að hugsa sig um þegar honum var boðið hlut- verk yfirmanns Bridget, Daniel Cleaver. í hlutverki hins karl- mannsins í lífi Bridget, Mark Darcy, var Colin Firth valinn. Hann hefur áður leikið í Shakespeare in Love og The Eng- lish Patient. Bridget Jones’s Diary er sýnd í Bíóhöllinni og Háskólabíói. ■ NABBI t>ú gætir nlveg eins sagt aó Heiðrún Anna Björnsdóttir hafi verið sætari en Ingihjörg Stefóns í Nei er ekkert svar! Þær búa yfir fógun sem mér finnst kynæsandi, eins og mamma þín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.