Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUPAGUR 13. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 MYNDIR ÚR NÁTTÚRUNNI Fjallasýn eftir Sesselju Tómasdóttur er ein myndanna á sýningunni. Samsýning á Hótel Eld- borg: Landslag og fuglar myndlist Þeir sem leið eiga um Borgarfjörðinn geta komið við í Hótel Eldborg í Kolbeinsstaða- hreppi þar sem sex myndlista- konur, Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Önundardóttir, Gunnhild- ur Olafsdóttir, Jóhanna Sveins- dóttir, Sigríður Helga Olgeirs- dóttir og Sesselja Tómasdóttir standa fyrir samsýningu í sum- ar. Sýninguna kalla þær Náttúru- sýn, en hún samanstendur af landslags- og fuglamyndum ásamt leirskúlptúrum. Á sýning- unni eru myndir unnar með graf- íktækni, olíulitum á striga og tré, glermyndir og skúlptúrar mótaðir með leir. Listakonurnar eru meðal þeir- ra sem um árabil ráku Gallerí Listakot á Laugavegi 70 í Reykjavík. Sýningin stendur til 15. ágúst og er opin alla daga vikunnar. ■ MULDRA OG ÖSKRA Barði Jóhannsson hefur fram til þessa samið mestalla tónlist Bang Gang. ffann leikur á gítar í hljómsveitinni og trallar auk þess með að eigin sögn. Arnar Þór Gíslason leikur á trommur og lætur iðulega heyra í sér með öskrum á tónleikum líka. í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Sumar myndanna eru Ijóðskreyttar en aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnun- artími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. MYNPLIST____________________________ Alda Ármanna sýnir ný og eldri verk á vinnustofu sinni að Logafold 46 í dag kl. 18, olíumyndir, konumyndir og gyðjur, helgimyndir, einnig landslagsmyndir í vatnslit. Skáldkonan Anna S. Björnsdóttir les úr óbirtum verkum sínum og einnig verður tónlistarflutningur. Boðið verður upp á léttar veitíngar. Sýningin verður opin fram á sunnudag. Sýning sem nefnist Eden er i Gula hús- inu á horni Frakkastígs og Lindargötu. Sýnd eru myndbandsverk, málverk, skúlptúrar og innsetningar. Sýnendur eru Björg Melsted, Þorgerður Jörunds- dóttir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Marta María Jónsdóttir, Kristin Elva Rögnvalds- dóttir og Elina Sörenson. Sýningin er opin kl. 15.00 til 18.00 og henni lýkur föstudaginn 13. júlí. Eggert Pétursson sýnir blómamyndir sínar galleríi i8 við Klapparstíg. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gulismiðju Hansínu Jens að Lauga- vegi 20b (gengið inn frá Klapparstíg). Þóra hefur skipað sér í fremstu röð ís- lenskra leirlistarmanna á undanförnum árum og haldið fjölmargar sýningar. Meðal annars nýtir hún sér hrosshár og horn í verkum sínum. Glerlist og höggmyndir Gerðar Helga- dóttur í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni. I tilefni sýningarinngar er kynning á minjagripum sem hannaðir hafa verið út frá verkum Gerðar. Hópur hönnuða hefur unnið að þessu verkefni um nokkurt skeið. Minjagripirnir eru silfur- munir, postulín, slæður, bolir og minnis- bækur og verða þeir til sölu í safninu. Sýningin stendur til 12. ágúst. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 11- 17. islenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar í Safni Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 I Reykjavík. Á sýningunni sem stendur til 1. september eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum listamannsins. Þar má einnig sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. ( Listasafni Reykjavíkur - Kjarvals- stöðum er sýning sem ber nafnið Flog- ið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. í miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendur til 19. ágúst. Hafliði Sævarsson sýnir í Gallerí Geysi í Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kínakrakka og sýnir hann aðallega málverk en einnig skúlptúra og teiknað- ar skissur. í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 GOÐSÖGN Á SVIÐI Hér sést hinn kunni bandariski blúsari B.B. King á tónleikum í Stravinski salnum í Montreux í Sviss. Þar leikur hann á 35. Montreux jazzhátíðinni en hátíðin stendur til 21. júll. stendur leirlistarsýningin Neriage Postulín. Listamaðurinn er Nanna Bayer frá Finlandi og beitir hún svo kall- aðari neriage aðferð við gerð leirmun- anna en sú aðferð er japanskrar ættar. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur I Listasafni Reykjavikur, Hafnarhúsi. Sýning Unnars Arnar Auðarsonar stend- ur nú f gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Á sýningunni er vinnur Unnar með hluti úr sínu daglega lífi eins og mat, heimili og íþróttir, sem hann hristir saman. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudag til sunnudags frá kl. 14-18. Fjórir listamenn sýna nú i Nýlistasafninu. Þeir eru Daníel Þorkell Magnússon i Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kirstein í forsal ogPhilip von Knorring í SÚM- sal. Stella Sigurgeirsdóttir sýnir nú í Hafnarhúsinuhafnarmegin, í sýningarsal fslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17. Sýningin ber yfirskriftina Portrett landslag - tuttugu orð. Verkin eru tvívíð og eru unnin í Imageon fil- mur og býflugnavax. Sýningin stendur til 15. júlí og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýning á verkum kalifornísku listako- nunnar Karenar Kersten, sem hún kallar Alls staðar, stendur yfir á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 14. júlí. Málverkasýning Lárusar H. List Vitundarástand stendur yfir í Veislugallery og Listacafé í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9.00 til 19.00 og stendur til 31. júlí. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASf. Á sýningunni eru sýnd öndvegisverk úr eigu Listasafnsins. Litið er til fyrri hlutar síðustu aldar og sjónum beint annars vegar að yngri verkum frumherjanna. Sýningin stendur til 12. ágúst. Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og nýsköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sigurjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930- 1960. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Sumarsýning Listasafns islands nefnist Andspænis náttúrunni. Á henni eru eingöngu verk eftir íslendinga f eigu safnsins og fjallar hún um náttúruna sem viðfangsefni íslenskra listamanna á 20. öld. Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. Sýningin stendur til 2. september. Sumar á Jómfrúnni: Úti í sól eðainnií rigningu jazz Sumarjazz á Jómfrúnni hefur þegar unnið sér sess meðal jazzáhugafólks. Á morgun kemur kvartett saxó- fónleikarans Hauks Gröndal fram á sjöundu tónleikum sum- artónleikaraðar Jómfrúrinnar við Lækjargötu. Með Hauki leika Björn Thoroddsen á gítar, Gunn- ar Hrafnsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir verða utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Tón- leikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Aðgangur er ókeypis. ■ ÚTIVIST Draumalaug í Dölum Laugar í Sælingsdal eiga sér merka laugasögu. Þar var hlaðin heit laug svipuð Snorra- laug en talið er að hún hafi orðið undir skriðu. Sundlaug var steypt þar um sama leyti og Sundhöllin í Reykjavík var byggð en hefur nú verið leyst af hólmi með glæsilegri sundlaug. Sælingsdalslaug er fyrsta flokks, hvort heldur fyrir sund- garpa eða dæsara. Sjálf laugin er eins og best verður á kosið. Pott- arnir eru tveir, annar með hal- landi bakka þannig að hægt er að liggja þar í sólbaði og hinn heit- Staðsetning: Laugum í Sælingsdal Opnunartfmi: 9 til 22 á virkum dögum, 10 til 19 um helgar Verð Fullorðnir: 200 kr. stakur miði, tíu miðar á 1.400, Börn og eldri borgarar 100 kr. ari með venjulegum sætum sem mér þóttu reyndar ekki alveg nógu þægileg. I Sælingsdalslaug er allt vel merkt, dýpt laugar og hitastig potta og er það ótvíræður kostur. Ágætt eimbað er við laugina en virðist þarfnast andlitslyftingar. Steinunn Stefánsdóttir MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Enskukennari óskast til starfa Við Menntaskólann við Sund er næsta skólaár laus staða enskukennara. Ráðning í stöðuna er frá 1. ágúst nk. og eru starfskjör samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands ís- lands og fjármálaráðherra. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum en upplýsingar um menntun og starfsferil þurfa að fylgja umsókn. Afrit af vottorðum um nám skulu fylgja um- sókn. Umsóknir sendist í Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 43,104-Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Már Vilhjálmsson rektor í síma 861-9425. Umsóknir þurfa að berast skólanum fyrir mánudaginn 30. júlí nk. Rektor Útsala Mikil verðlækkun TÍSKUVERSLUN Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Qpið TtHn.-fös. frá kl. 10-18, laugardaga 10-14 Bónstöðin TEFLON GSM 821 4848 sími 567 8730 l Lakkvörn 2. ára ending Teflonhúdun Djúphreinsun Blettanir Mössun Alþrif Opið alla virka daga 8.30-18.00 www.teflon.is • Krókhálsi 5-» Toughseal umboðið GRACEI I I Útsala - Útsala 30-60% afsláttur Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira er gefin 10% aukaafsláttur Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) sími 553 0100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.