Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 16
16
FRÉTTABLAÐIÐ
27. júlí 2001 FÖSTUPAGUR
BESTA PLATAN
ÚLFUR ELDJÁRN
tónlistarmaður
Tvöfaldur
bassatrommupedall
„Persistance of Time með hinni virtu
amerísku Anthrax. Ég var Anthrax-
hundur í gamla daga en átti bara State
of Euphoria og l'm the Man tólftomm-
una. Þess vegna varð ég ofsakátur þeg-
ar Siggi vinur minn lánaði mér þessa
plötu. Flott gítarsóló, brjáluð trommu-
breik, keyrslutaktar með tvöföldum
bassatrommupedal og fyrirmyndartext-
ar um blóð og ofsóknarbrjálæði." ■
BEAT KITANO
Skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið.
Hefur aldrei áður tekið upp utan Japan.
Brother frumsýnd:
Þögull of-
beldisseggur
kvikmynpir Japanski leikstjórinn
Takeshi „Beat“ Kitano er vel
þekktur áhugafólki um kvik-
myndir. Tvisvar sinnum hafa
myndir eftir hann verið sýndar á
Kvikmyndahátíð í Reykjavík,
Fireworks og Kikujiro.
Brother er nýjasta mynd Kita-
no og verður frumsýnd í Bíóborg-
inni og Kringlubíó í dag. Eins og
venjulega leikur hann aðalhlut-
verkið sjálfur, gamalgróinn
Yakuza glaepamann.
í myndinni fer hann á ókunnar
slóðir til Los Angeles og er þetta
í fyrsta skipti sem Kitano hefur
tekið upp kvikmynd utan heima-
lands síns. Hann hafði aldrei unn-
ið með bandarísku tökuliði og
leikurum áður og er því gaman
að sjá hvort dæmið gangi upp.
Búist er við því að Kitano haldi
áfram að reyna við Hollívúdd í
kjölfarið á þessarri mynd.
Eitt höfundareinkenna Kitano
eru andstæður í andrúmslofti.
Annarsvegar ræður hógværðin
ríkjum, hvert smásvipbrigði seg-
ir hugsun og hann mælir varla
stakt orð heilu myndirnar. Hins-
vegar brýst gróft ofbeldi út fyr-
irvaralaust og er hann sjálfur
jafnan fremstur í flokki í
barsmíðum og blóðsúthellingum.
Hann hafði lengi langað að
taka upp í Bandaríkjunum og
fékk hugmyndina að söguþræðin-
um fyrir mörgum árum síðan.
Japanskur Yakuza-glæpamaður
vaknar upp við það að gengið
hans hefur verið þurrkað út í bar-
daga og hann neyðist til að fara á
fund bróður síns Ken (Claude
Maki), sem býr í Los Angeles.
Hann hafði upprunalega sent
Ken í nám en þegar þangað er
komið kemst hann að því að hann
er smágerður fíkniefnasali með
sitt eigið gengi.
Kitano er ekki lengi að sölsa
það undir sig og kenna félögum
hans, þ.á.m. Omar Epps, á
bræðralag glæpamanna að hætti
Yakuza. Gengið vex og dafnar og
á endanum fer það í óumflýjan-
legan slag við Mafíuna. ■
iinnrY
SSUutl
JONES SDKARY
Sýnd kl. 4. 6,8 og 10.15
TOMB RAIDER
TILL SAMMANS
kl. 4,6,8 og 10.151
Sýnd m/ensku tali kl. 8 og 10
Sýnd m/íslensku tali kl. 4 og 6
VIRCIN SUESIDE
kl. 4.6, 8 og 10
THEEASTANDTHEFURKXJS FORSÝNINGIdioj
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 (enskt tal) vit 244
[SHREK (isllai)
kt4.6.8ogl0ÍKS| jDRIVEN
kl. 5.50, 8 og 10.10 j þssj
CROCODILE DUNDEE IN LA kL 4,6 og SjgýlT |THE MUMMY RETURNS kl. 3.50 og
ÍNÝlSrilUNNKElSARANS(isUal)
PEARL HARBOR
kLÍIEIi
kl. 3.45 [ jrisl
FRÉTTIR AF FÓLKI
Billy Corgan, fyrrum söngvari
Smashing Pumpkins, er byrj-
aður að vinna að sólóplötu. í við-
tali við dagblaðið
Chicago Tribune
sagði Corgan að
hann væri byrj-
aður á nýrri plötu
sem hann mun
klára fyrir lok
ársins. Þegar
hann var spurður
útí þann tíma
sem liðið hefði síðan Pumpkins
lagði upp laupanna sagði hann.
„Eg snerti ekki gítar í langan
tíma en það hefur ekki gerst síð-
an ég var 19 ára. Ég lofaði sjálf-
um mér að taka hann ekki aftur
upp fyrr en ég hefði góða
ástæðu til þess.“ Corgan er ný-
kominn úr tónleikaferðalagi um
Bretland með snillingunum í
New Order. „Ég reyni að vera
sveigjanlegur hvað tónlistina
varðar," sagði Corgan þegar
hann var spurður út í væntan-
lega plötu. „Ég hélt að ég yrði að
vinna hana fram á næsta ár en
nú sé ég fram á að ljúka henni
fyrir áramót.“
Breska hljómsveitin Radi-
ohead hefur þreytt frumraun
sína í bandarísku teiknimynda-
seríunni South
Park. Þeir komu
fram í þættinum
Scott Tenorman
verður að deyja
sem var sýndur
fyrir stuttu í Am-
eríku. Aðdáendur
hljómsveitarinn-
ar í Evrópu þurfa
samt að öllum líkindum að bíða í
eitt ár þar til þeir geta séð
hljómsveitarmeðlimi með Cart-
man, Kenny og öllum hinum per-
sónunum. Upphaflega höfðu
Radiohead samband við Matt
Stone og Trey Parker, framleið-
endur þáttanna, og fóru fram á
að þeir gerðu fyrir þá boli sem
tengdust tónleikum sveitarinnar
í South Park í Oxford. Stone og
Parker hönnuðu bolina fyrir þá
en í staðinn þurftu hljómsveitar-
meðlimir að ljá raddir í teikni-
myndaþættina. Þátturinn fjallar
um það hvernig Scott nokkur
Tenorman platar Cartman til að
kaupa af sér skapahár og hjálpa
hljómsveitarmeðlimir honum að
hefna sín á Tenorman.
KVOLDVERÐUR HJA PROFESSORNUM
Válegir atburðir gerast í kvöldverðarboði hjá dularfullum prófessor. Tori Spelling, Marlon Wayans og Anna Faris virðast samt skemm-
ta sér vel. Marlon og Faris leika sömu persónur og í fyrri myndinni.
Wayans bræður
maka krókinn
Scary Movie 2 frumsýnd. Hryllingsmyndirnar víkja fyrir
hrollvekjunum.
kvikmyndir Wayans bræður slógu
í gegn í fyrra þegar þeir frum-
sýndu grínmyndina Scary Movie.
í myndinni gerðu þeir óspart grín
að hryllingsmyndum fyrr og síð-
ar, þó þær nýlegri væru meira
áberandi. Gæsin var komin á flug
og bræðurnir ákváðu að láta hana
ekki sleppa. Strax var hafist
handa við að skrifa framhald og
tökur og klippingar kýldar í gegn
á örfáum mánuðum. Það lýsir að-
ferðunum ágætlega að sjö manns
eru skrifaðir fyrir handritinu.
Wayans bræður eru ekki óvan-
ir háðsádeilum. Af fyrri myndum
þeirra má nefna I’m Gonna Get
You Sucka og Don’t Be a Menace
to South Central While Drinking
Your Juice in the Hood, sem báð-
ar gera stólpagrín að misjafnri
menningu í hverfum svartra í
stórborgum Bandaríkjanna.
Ákveðið var að beina ljósinu
að hrollvekjum og dæmigerðum
SÆRINGAMAÐURINN
Jaroes Woods snýr vörn I sókn í barátt-
unni við hina andsetnu Regan MacNeil.
augnablikum í þeirri kvikmynda-
grein. Af nógu er að taka og er
m.a. vísað í Særingamanninn og
Ærsladrauginn auk þess sem
mikil áhérsla er á nýlegri myndir
á borð við Hannibal, What Lies
Beneath og The House on
Haunted Hill. Ekki var látið þar
við sitja heldur kemur öll popp-
menning dagsins í dag fyrir,
Charlies Angels, M:I-2, sjón-
varpsmarkaðir, sjónvarpsmiðlar
og auglýsingar.
Keenen Ivory Wayans leik-
stýrir aftur. Bræðurnir Marlon
og Shawn eru að sjálfsögðu á sín-
um stað og einnig leikararnir
James Woods, Chris Elliott, Anna
Faris og Tori Spelling. „Hug-
myndin að myndinni kviknaði
þegar ég áttaði mig á því að
margar hrollvekjur búa yfir
augnablikum sem maður þekkir
inn á, augnablikum sem grátbiðja
um að láta gera grín að sér,“ seg-
ir Keenen. „Það skemmtilegasta
var að horfa aftur á ahar uppá-
haldsmyndirnar mínar. Ég horfði
fyrst á þær á mínum yngri árum
og þær höfðu töluverð áhrif á líf
mitt. Svo er líka gaman að gera
grín að nýlegum hrollvekjum.”
Myndin er sýnd í Regnbogan-
um, Laugarásbíó og Borgarbíó
Akureyri. ■
NABBI
Ætli við þurfum
ekki uð reddo
okkur fleiri
skóflum.
Afhveriu þorf
gullfiskur oð syndu
í meterdjúpu valni?