Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2001 FÖSTUPAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. NAUHÓLSVÍK Þar er mikið fjör á sólskinsdögum. Ylströndin æðisleg Sóldýrkandi skrifar: BRÉF TIL BLAÐSINS strandlif Sem verðlaun fyrir að þola álagningu sérstaks hol- ræsagjalds fengu Reykvíkingar ylströnd í Nauthólsvík, gamla baðstaðnum við Skerjafjörð. Holræsagjaldið var notað til að kosta viðamikla framkvæmd sem miðaði að því að hreinsa strendur höfuðborgarinnar. Sumarið hefur ekki verið sér- staklega hlýtt það sem af er, en í hvert skipti sem sér til sólar hef- ur Nauthólsvíkín fyllst af fólki, og verið áfangastaður ungra sem aldinna af höfuðborgar- svæðinu. Þar sprettur upp iðandi mannlíf af buslandi krökkum, fólki í blaki og baðstrandarbolta, sóldýrkendum sem eru að ná sér í brúnan lit og hópum sem koma með nesti í lautarferðir. Hjól- reiðatúrar unglinga i Reykjavík á sólskinsdögum hafa nú Naut- hólsvíkina sem helsta viðkomu- stað. „Geðveikt“, segja krakk- arnir sem þýðir „æðislegt" eða frábært, eftir því af hvaða kyn- slóð maður er. Með nýrri þvotta- og salernisaðstöðu er Nauthóls- víkin orðin aðgengileg öllum og hægt að skola af sér sandinn áður en haldið er heim á leið. Það er líka sérstök tilfinning að hugsa til þess að við sem sækj- um í Nauthólsvíkina erum að ganga í spor fyrri kynslóða sem notað hafa þennan endurvakta baðstað fyrr á tíð og ekki látið kuldann aftra sér frá því að fara í sjóinn. Reynslan af ylströndinni ætti að kenna ráðamönnum okkar að láta ávallt sérstök verðlaun til almennings fylgja aukinni skatt- heimtu. ■ Engin lagastoð í tilmælum ríkisendurskoðanda Tilmæli Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðenda um það að Þjóðleikhúsið, menntamálaráðu- neytið og Framkvæmdasýsla ríkis- ins tjái sig ekki eða láti af hendi A gögn sem tengjast málum Árna John- sen hafa enga laga- stoð. Þau helgast af því að ríkisend- urskoðandi telur að með uppljóstr- . unum almennings og fjölmiðla og beiðni um stjórn- sýsluúttekt á vegum embættis hans sé málið komið í farveg og því sé rétt að gefa honum og hans fólki starfsfrið til þess að Ijúka út- tekt og skýrslugerð til Alþingis. Þar sem viðkomandi þingmaður „Þetta voru bara vinsam- leg tilmæli, hvorki skipun né lagaboð." hafi þegar lýst því yfir að hann hyggist segja af sér þingmennsku sé einnig rétt að gefa honum stundarfrið. Ríkisendurskoðun hefur áunnið sér traust sem sjálfstæð stofnun og ekki látið vammir og skammir frá stjórnmálamönnum setja sig út af laginu. Hitt er engu að síður sér- kennilegt þegar forráðamenn opin- berra stofnana skjóta sér á bak við tilmæli ríkisendurskoðanda og neita með tilvísun til þeirra að af- henda gögn sem tengjast málinu. Það er einnig býsna langsótt túlk- un á undantekningarákvæðum upplýsingalaga þegar mennta- málaráðherra vísar til þess að sak- sóknari muni á næstunni hefja rannsókn. Og steininn tekur þó úr I\M1..manna Einar Karl Haraldsson reifar tilmæli ríkisendurskoðanda um upplýsingahlé þegar einkafyrirtæki víkja sér undan upplýsingagjöf með því að leita skjóls í tilmælum ríkisendur- skoðanda. Fjölmiðlar hafa sýnt að þeir hafa verk að vinna og hlut- verki að gegna við að upplýsa mál Árna Johnsen. Þess vegna hefur Fréttablaðið kært til úrskurðar- nefndar upplýsingamála neitun Þjóðleikhússtjóra um aðgang að fundargerðum byggingarnefndar, neitun menntamálaráðherra um minnispunkta ráðuneytis hans og neitun Framkvæmdasýslu ríkisins um gögn varðandi málið. Ríkisend- Útboð og greiðsluþrot Hafnia: Den Danske Bank dœmdur hlutabréf Strangar reglur gilda um upplýsingagjöf almennings- hlutafyrirtækja sem skráð eru á verðbréfamörkuðum. Dæmi eru um það frá Kauphöllinni í Lund- únum að útgefendur hlutabréfa sem boðin hafa verið á markaði hafi verið dæmdir til þess að greiða kaupendum til baka and- virði bréfanna á útboðsgengi vegna rangra upplýsinga. Þekktasta dæmið úr næsta ná- grenni er þegar Den Danske Bank var dæmdur til þess í Sö-og Hand- elsretten í Kaupmannahöfn árið 1999 að bæta hluthöfum kaup á hlutum í úboði tryggingafélagsins Hafnia frá 1992 vegna þess að fé- lagið fór í greiðslustöðvun aðeins mánuði eftir að 1,9 milljarða út- boð í dönskum krónum hafði farið fram. Hér á síðunni er farið yfir málið til þess að benda á hversu reglur um upplýsingar á verðr- bréfamörkuðum eru strangar en í því felst ekki að verið sé að gera því skóna að til séu íslenskar hlið- stæður. ■ KAUPMANNAHÖFN Hafnia málið var eitt helsta fréttaefnið i Kaupmannahöfn á síðasta áratug. urskoðandi veit hins vegar vel hvað hann er að gera því þegar nefndin loks hefur kveðið upp sinn úrskurð verður hann búinn að fá þann frið sem hann óskaði eftir. Þetta voru bara vinsamleg tilmæli, mun hann þá segja, hvorki skipun né lagaboð. ■ Bankar og endurskoðun- arfyrirtæki: Ljáðu Hafnia vörumerki sitt hlutabréf Viðbrögðin við dóminum yfir Den Danske Bank urðu að von- um mismunandi í Danmörku. For- ráðamenn bankans töldu ábyrgð hans túlkaða á mjög rúman hátt en sögðu að eitt myndi yfir alla fjár- festa ganga ef til endurgreiðslna kæmi. Stórir fagfjárfestar sem áður höfðu sagt að þeir myndu ekki krefjast bóta, sögðust myndu íhuga sinn gang. Fulltrúar hlutafjáreig- enda töldu um mikinn sigur að ræða fyrir smáa fjárfesta og al- menna hlutabréfaeigendur. „Rétt- urinn hefur slegið því föstu að út- boðslýsing eigi að gefa rétta mynd, og það er mjög mikilvægt, því ann- að myndi réttlæta snuð og svindl," sagði Claus Silvferberg formaður Félags smárra hlutabréfaeigenda m.a. í viðtali við Politiken. „Dómur- inn segir, að hefði bankinn gefið réttar upplýsingar, hefði hann ekki getað selt nein hlutabréf í Ilafnia", sagði Lennart Lynge Andersen pró- fessor í atvinnulífsrétti í Viðskipta- háskólann í Kaupmannahöfn. „Den Danske Bank og KPMG C. Jasper- sen og endurskoðunarfyrirtækið Grothen & Perregaard voru dæmd vegna þess að þau léðu Hafnia vörumerki sitt sem tryggingu fyrir því að upplýsingar væru réttar.“ ■ Dómunnn yfir Den Danske Bank: Fjárfestar leynáxr upplýsingum 1991: Hafnia kaupir hlut í tryggingaris- unum Baltica og Skandia til þess að leggja undir sig norræna mark- aði. Fjárfestingarfélagið Hafnia tekur ólöglegt lán hjá dótturfélög- um til verkefnisins. 1992: Ólögleg lántaka uppgötvast. For- stjóranum sparkað. Skandia býðst til að kaupa Hafnia. Ákveð- ið að ráðast í „danska“ lausn á rekstrarapi Hafnia með hluta- fjáraukningu. Áframhaldandi taprekstur er falinn með ólöglegu láni úr varasjóði. Gengisfall hlutabréfa í Skandia og Baltica veldur rýrnun á eigin fé. Útboðs- lýsing samin og samið um frestun á greiðslu afborgana á skamm- tímaskuldum. Frestunin er gerð opinber en það láist að geta þess að lánardrottnar (bankar) geta krafist greiðslu ef eiginfjárstaða Hafnia fer niður fyrir einn millj- arð danskra króna. Eigið fé kom- ið niður í 400 milljónir danskra króna. Stjórn Hafnia uppgötvar tryggingaskuldbindingar sem gætu þýtt 300 milljóna danskra króna í viðbótartap. Fjármálaeft- irlitið byrjar endurskoðun á tryggingdeild Hafnia vegna grunsemda um að ekki sé allt með felldu, en því er haldið leyn- du fyrir fjárfestum. Hafnia fær 1,9 milljarð danskra króna í nýtt hlutafé í útboði án þess að samn- ingurinn við bankana né rann- sóknin sé nefnd í útboðsgögnum. 20. júlí lýkur útboði, 19. ágúst fær Hafnia greiðslustöðvun, eig- ið fé er 100 milljónir danskra króna í mínus og peningar nýrra fjárfesta eru glataðir. 1996: Berlingske Tidende upplýsir að stjórn Hafnia og endurskoðendur hafi ásamt Den Danske Bank leynt rannsókninni á trygginga- deild Hafnia og skilmálunum fyrir skammtímalánum banka. Olle Steffensen og Henning Feil- berg fá gjafsókn til þess að hefja mál á hendur fyrrgreindum aðil- um. 1999: Sö- og Handelsretten í Kaup- mannahöfn dæmir Den Danske Bank og endurskoðendur til þess að greiða málshefjendum bætur. Forstjóri og stjórnarformaður Hafnia sleppa vegna þess að þeir voru nýráðnir þegar útboðið fór fram. ORÐRETT Flokkamir birti bókhald sitt fjárreiður Sverrir Hermannsson formaður Frjálslynda flokksins hefur boðað það að hann hyggist flytja á Alþingi frumvarp þess efnis að stjórnmálaflokkum verði gert að birta reikninga sína og gefa upp hverjir greiða í kosn- ingasjóði þeirra. Hinn frjálslyndi Sverrir lætur sér ekki nægja að sitja við orðin tóm heldur er á heimasíðu Frjálslynda flokksins birt bókhald flokksins. Kemur þar m.a. fram að frá 1. október 1999 til 30. september 2000 voru fram- lög til flokksins og félagsgjöld ríf- lega 900 þúsund krónur. Jóhanna Sigurðardóttir hefur í það minnsta sex sinnum flutt á Al- þingi frumvarp til laga um fjár- reiður stjórnmálasamtaka. Þar kemur fram að hún vill að birt verði nöfn þeirra aðila sem styrk- ja stjórnmálaflokkana yfir 300 þúsund krónur árlega...“ Vilhjálmur Egilsson segir á heimasíðu Heimdallar, frelsi.is: „Ég hef talið það ganga með viss- um hætti á svig við persónufrelsi manna að skylda þá til að gefa upp hvaða stjórnmálaflokka þeir styð- ja fjárhagslega og hversu mikið. Stjórnmálaflokkar eiga að sjálfögðu að svára skattyfirvöld- um og vera með bókhald sitt og allar fjárreiður opnar gagnvart þeim, þannig að hægt sé að sann- reyna allar greiðslur og framtöl. En mér finnst að stuöningur við stjórnmálaflokka eigi að vera sem mest einkamál manna sem þeir verða að fá að ráða sjálfir að hve miklu leyti þeir opinbera." Má segja að skoðun forkólfa Sjálf- stæðisflokksins á opnu bókhaldi stjórnmálaflokkanna knstallist í þessum orðum Vilhjálms. Maddaman telur sjálfsagt mál að stjórnmálaflokkarnir birti bók- hald sitt opinberlega og þar komi m.a. fram hverjir styrkja flokk- ana um einhverja ákveðna við- miðunarupphæð svipað og gert er í Danmörku og Noregi. Telur Maddaman rétt að slíkt sé gert til UNGIR FRAMSÓKNARMENN Maddaman telur sjálfsagt að fjármál flokk- anna séu gerð opinber. að koma í veg fyrir óeðlilega af- greiðslu í opinbera kerfinu og að einhverjum sé hyglað þar fyrir framlög sín til stjórnmálaflokk- anna.“ Sigfús Ingi Sigfússon á vefriti ungra framsóknarmann, maddaman.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.