Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2001 FÖSTUDACUR Símadeild kada: IBV í annað sæti Tour de France: • • Oruggur Armstrong HJÓLREIÐAR Belginn Serge Baguet sigr- aði í 17. legg Tour de France keppninnar á 4 klst. 13 mín. og 36 sek. og kom sjónar- mun á undan Danan- um Jakob Piil. Texasbúinn Lance Armstrong kom í mark 13 sek. á eftir sigurvegaranum og er nán- ast öruggur með sigur í saman- lagðri keppni, þriðja árið í röð. Armstrong er enn með 5 mín. og 5 sek. forskot á helsta keppinaut sinn Jan Ullrich frá Þýskalandi. ■ Heimsmeistaramótið í Fukuoka: Sjötti maður inn í úrslit SUNP Örn Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, varð sjötti inn í úr- slitin í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Fukuoka í Japan í gær. Úrslita- sundið fer fram um klukkan 9 í dag og verður Örn á 7. braut. Sýnt verður frá sundinu í Sjónvarpinu. í fyrrinótt synti Örn í undan- rásum og varð hann fimmti inn í milliriðla á tímanum 2.00,66 mín- útum. í gærmorgun synti hann síðan í milliriðlinum á tímanum 1.59,75 mínútum og varð sjötti eins og áður sagði. J&I. —i------------- ÖRN f ÚRSLIT Örn verður á 7. braut í úrslitum í 200 metra baksundi í dag. Lára Hrund Bjargardóttir lauk keppni á heimsmeistaramótinu í gær, þegar hún tók þátt í undan- rásum í 400 metra fjórsundi. Lára Hrund synti á tímanum 2.22,66 mínútum og varð í 23. sæti af 35 keppendum. íslandsmet hennar í greininni er 2.22,42 mínútur. ■ knattspyrna Þrír leikir fóru fram í Símadeild karla í gærkvöldi. í Kaplakrika tók FH á móti Eyja- mönnum. Úrslitamark leiksins kom strax á tíundu mínútu þegar Gunnar B. Runólfsson skoraði fyr- ir ÍBV. Grindavík tók á móti Val. Heimamenn sigruðu 2-0, Grétar Ólafur Hjartarson og Scott Ramsey skoruðu. Markaleikur kvöldsins var í Ár- bænum, þar sem Fylkir gerði jafn- tefli móti Keflavík, 2-2. Sverrir Sverrisson skoraði fyrir Fylki strax á níundu mínútu og Pétur Björn Jónsson fylgdi í fótspor hans á fjórtándu. Keflvíkingarnir Haukur Ingi Guðnason og Þórarinn Krist- SÍMAPEILDIN LEIKIR u J T MÖRK STIC Fylkir 11 6 4 1 20:7 22 (BV 11 6 2 3 8:8 20 ÍA 10 5 2 3 15:9 17 Valur 11 5 2 4 14:14 17 FH 10 4 3 3 9:7 15 Grindavík 9 5 O 4 13:13 15 Keflavík 11 4 3 4 16:17 15 KR 9 3 2 4 8:10 11 Breiðablik 10 2 1 7 8:17 7 Fram 10 1 1 8 10:18 4 jánsson svöruðu á 26. og 65. mínútu. í fyrstu deild karla mættust Tindastóll og KA. Sigurmark leiksins kom á síðustu mínútu þegar Þorvaldur Makan skoraði fyrir KA. ■ | MOLAR ~| Stefán Gíslason, 21 árs leikmað- ur norska úrvalsdeildarliðsins Strömsgodsets, fékk brjál- Bæðiskast eftir að líta rautt spjald í bikarleik á mið- vikudag. Stefán klippti niður Espen Sögard, leikmann Lil- leström, á 87. mínútu og ljóst var að Strömgod- sets myndi tapa 1-5. Dómarinn sendi hann samstundis inn í bún- ingsklefa. Þegar þangað var kom- ið gekk hann berserksgang og voru það skápahurðir og spegill sem fengu að kenna á því. „Fyrst sparkaði hann í skápahurðir leik- manna Lilleström. Síðan byrjaði hann að berja í veggina og loks rústaði hann skápahurðum leik- manna Strömgodsets. Hann hélt lengi áfram,“ sagði húsvörðurinn Roy Andersen. Lilleström mun senda Stefáni reikning fyrir skemmdunum og hann má búast við því að yfirmenn hjá Ströms- godset lesi yfir honum. Lil- leström mætir Brann í fjórð- ungsúrslitum bikarsins. Verdens Gang greindi frá. ITslenska U-21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Bandaríkjunum á Opna Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu á miðvikudag. Bandaríkja- menn höfðu yfirburði í leiknum og sigruðu 3-1. Þeir skutu 31 sinni á mark íslendinga, sem skutu þrisvar sinnum á móti. Þýskaland sigraði Danmörku 3-0, Finnland sigraði Svíþjóð 2-1 og Noregur og Kanada gerðu 1-1 jafntefli. Skagamenn halda hátíð á sunnu- daginn. Þá eru liðin 50 ár síðan ÍA varð fyrst allra félaga utan Reykjavíkur til að vinna íslands- meistaratitil í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Látinna fé- laga verður minnst í Akranes- kirkju kl. 16, kl. 17 verður dag- skrá í sal Grundarskóla og dagur- inn nær hámarki kl. 20 þegar IA mætir KR í Símadeildinni. Hollendingurinn Ruud van Niestelrooy, sem kostaði Manchester United 19 milljónir punda á dögunum, hefur áhyggjur af lyfjaprófunum á nandrolone ster- unum sem margir leikmenn eru bún- ir að falla á. Hann segist hafa tekið fjölvítamín og fæðubótarefni þegar PSV Eind- hoven var að búa sig undir Meist- arakeppni Evrópu og haft miklar áhyggjur af því að falla á prófinu. Félagar hans í hollenska landslið- inu, Edgar Davids og Frank de Boer, voru báðir settir í leikbann vegna steranna. „Ég er búinn að tala við þá og þeir hafa ekki hug- mynd um hvernig sterarnir komust inn í líkamann. Ég trúi þeim. Það verður að gera eitthvað til að bæta þessi mál.“ De Boer sat fyrir spurningum hjá nefnd á vegum UEFA á dögunum og er bjartsýnn á að samtökin dragi ársbannið til baka. Þau kynna nið- urstöðu um helgina. Ósáttur við stjórn Barcelona Rivaldo segir Barcelona skulda sér 300 til 400 milljónir króna. Stjórn liðsins fundaði með um- boðsmanni Rivaldo í fyrrakvöld. Italskir ijölmiðlar greindu í gær frá því að bæði Lazio og Juventus væru að undirbúa tilboð í kappann. knattspyrna Rivaldo er ósáttur við stjórn Barcelona, þar sem hann telur liðið skulda sér 300 til 400 milljónir króna samkvæmt samn- ingi sem undirritaður var síðast- liðið sumar. Rivaldo hefur hótað að taka ekki þátt í undirbúnings- tímabilinu nema málið verði leyst fyrir sunnudag, en þá hyggst hann halda blaðamannafund til að skýra sín mál. Síðasta sumar hótaði Rivaldo því að hætta hjá félaginu ef hann fengi ekki launahækkun. Joan Gaspart, sem þá var nýtekin við af Josep Lluis Nunez sem forseti Barcelona, ákvað að verða við ósk Rivaldos. Leikmaðurinn segist hins vegar enn ekki hafa fengið launahækkunina og sendi hann Gaspart opið bréf á heimasíðu sinni (http://www.rivaldolO.com), þar sem hann fer fram á að skuld félagsins við sig verði greidd. „I bréfinu gaf ég félaginu 10 daga frest til að útkljá málið,“ sagði Rivaldo. „Ef það verður ekki gert mun ég líta svo á að félagið þurfi ekki á kröftum mínum að halda á næsta leiktímabili." Carlos Lage, umboðsmaður Rivaldo, fundaði með nokkrum stjórnarmönnum Barcelona í fyrrakvöld og eftir fundinn sagði Anton Parera, einn stjórnarmann- anna, að um smá misskilning hefði verið að ræða og að hann vænti þess að Rivaldo kæmi á æf- ingu í dag. Lage tjáði sig hins veg- ar ekkert um niðurstöðu fundar- ins. Rivaldo heldur því fram að Gaspart hafi viljað selja hann fyr- ir síðasta leik Barcelona í deild- inni í vor, sem var gegn Valencia. Rivaldo skoraði þrennu í leiknum og tryggði Barcelona sigurinn og sæti í Meistaradeild Evrópu með ótrúlegri hjólhestaspyrnu á lokamínútunum. Eftir það hefur Gaspart sagt að Rivaldo, sem hef- ur leikið í fjögur ár með Barcelona, verði ekki seldur und- ir neinum kringumstæðum. í gær greindu hins vegar ítalskir fjöl- miðlar frá því að bæði Lazio og Juventus væru að undirbúa tilboð í kappann. trausti@frettabladid.is SVIKARAR Rivaldo segir að Barcelona Hafi ekki staðið við samning sem undirritaður var síðasta sumar. Þá hótaði hann að hækka, fengi hann ekki launahækkun. Eddie Irvine opnar munninn á ný: „Schumacher er langbesturu kappakstur Þótt Eddie Irvine hafi endað í ní- unda sæti í síðustu For- múlu 1 keppni, á Silver- stone brautinni, og hafi aðeins náð fjórum stig- um það sem af er heims- meistarakeppninnar, segist hann vera næst besti ökuþór heims á eftir Þjóðverjanum næst bestur Michael Schurnacher. Eddie Irvine sést hér i kappakstrinum I Monakó. Hann Irvine er þekktur fyrir naó' Þar öðru sæti sem er hans besti árangur á þessu ári. Enski boltinn: Laurent Robert til Newcastle? knattspyrna Samningaviðræður Newcastle við Laurent Robert, 26 ára gamlan Frakka, sem leikið hefur með Paris St. Germain eru á lokastigi. Talið er líklegt að geng- ið verði frá kaupunum á næstu dögum og verður kaupverðið um 10,5 milljónir punda. Robert, sem leikur vinstra megin á miðjunni, var keyptur til PSG árið 1999 frá Montpellier. Hann hefur Ieikið 184 leiki í frönsku 1. deildinni og skorað í þeim 47 mörk. Fulham, West Ham og Barcelona, Valencia og Bayern Munich hafa öll sýnt Robert áhuga. Víst er að Bobby Robson, fram- kvæmdastjóra Newcastle, á eftir að verða létt ef Robert gengur til liðs við liðið, því honum hefur gengið afar illa að lokka til sín leikmenn fyrir næsta leiktímabil. Hann vildi fá Francis Jeffers frá ROBERT Talið að Newcastle þurfi að greiða 10,5 milljónir punda fyrir Robert. Everton, en hann ákvað að ganga til liðs við Arsenal og þá neitaði Hollendingurinn Boudewijn Zenden að ganga til liðs við Newcastle frá Barcelona. Robson hefur samt tekist að styrkja lið sitt aðeins, því fyrr í sumar gekk hann frá kaupum á Craig Bellamy frá Coventry fyrir 6 milljónir punda og þá fékk hann Robbie Elliott frá Bolton án þess að þurfa að greiða nokkuð fyrir hann, þar sem hann var samnings- laus. ■ að segja það sem honum liggur á hjarta um aðra bílstjóra hvort sem það er af hinu góða eður ei. Hann hefur m.a. látið ýmislegt niðrandi flakka um áðurnefndan Schumacher, Rubens Barrichello, David Coulthard og Ralf Schumacher. Nú vendir hann kvæði sínu hinsvegar í kross og hefur sjálfan sig til skýjanna. „Ég held, á heildina litið, að ég sé besti bílstjórinn fyrir utan Schumacher," sagði Irvine. „Þeir sem segjast vera jafngóðir eða jafnvel betri en hann eru annað- hvort lygarar eða barnalegir. Við viljum allir geta sagt að við séum jafngóðir og hann, en það þorir enginn að sverja fyrir það. Hann er einfaldlega langbestur." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.