Fréttablaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 12
FRETTABLAÐIÐ
27. júlí 2001 FÖSTUDAGUR
INTER
afsláttur af sportfatnaði
VINTERSPORT
VINTERSPORT
afsláttur af barnafatnaði
VINTERSPOPT
afsláttur af fitnessfatnaði
VINTj
‘'afsláttur af útsöluskóm
VINTERSPORT
Pín frístund - Okkar fag
INTER
V
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík
• 510 8020 • www.intersport.is
Tillögur sjálfstæðismanna:
Afengi bannað
á Austurvelli
REYKJAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu til á fundi
borgarráðs að unnið verði að til-
lögum til að koma í veg fyrir ölv-
un og meðferð áfengis á tilteknum
svæóum borgarinnar. Var Austur-
völlur nefndur sem dæmi. í tillög-
unni segir að öll meðferð áfengis
verði bönnuð frá klukkan 8 á
morgnana til miðnættis. Málinu
var vísað til borgarstjóra.
Á sama fundi voru þrjár aðrar
tillögur lagðar fram. Ein sagði að
hefja ætti undirbúning að því að
opna umferð um Hafnarstræti til
austurs á nýjan leik. Önnur lagði
til að borgarráð leitaði eftir sam-
ráði við rekstraraðila vínveitinga-
húsa um aðgerðir til að tryggja
betur öryggi fólks og umgengni á
og við veitingahús í miðborginni.
Þessum tillögum var vísað til við-
eigandi nefnda sem hafa þessi
mál til umfjöllunar.
Sjálfstæðismenn vilja líka að
sérstök Miðbæjardeild verði
stofnuð, sem annist eftirlit á mið-
borgarsvæðinu að kvöld og næt-
AUSTURVÖLLUR
Wleðferð áfengra drykkja bönnuð á sólrík-
um dögum?
urlagi um helgar í samvinnu við
lögreglu. Einnig á deildin að fylgj-
ast með ástandi á og við vínveit-
ingastaði. Afgreiðslu þeirrar til-
lögu var frestað. ■
ERLENT
Farþegaþota á leið til Evrópu
varð að nauðlenda í Las Vegas
eftir að flugmaður hennar fékk
hjartaáfall. Vélin hélt af stað frá
Los Angeles á miðvikudagskvöld.
Skömmu síðar var starfsmönnum
McCarrans flugvallarins í Las Veg-
as greint frá aðstæðum flugmanns-
ins. Lendingin í Las Vegas gekk
mjög vel og flugmaðurinn var
fluttur á sjúkrahús að henni lok-
inni.
Richard Branson, forstjóri Virg-
in, tilkynnti í gær að allar Virg-
in Megastore verslanirnar í Frakk-
landi yrðu seldar franska f jölmiðl-
arisanum Lagardere SCA. Branson
sagði verslanirnar yrðu betur
komnar í höndum Lagardere. Yfir-
menn fyrirtækisins neituðu að gefa
kaupverðið upp.
Ný og stærri
miðborg útilokuð
Samtök um betri byggð leggja til að efnt verði til alþjóðlegrar samkeppni um skipulag miðborg-
arbyggðar í Vatnsmýri. Borgin áfram klofin á viðkvæmasta stað. Almennar umræður um aðal-
skipulagið heíjast í haust, segir þróunarsvið borgarinnar.
skipulac Samtök um betri byggð
leggja til að efnt verði til alþjóð-
legrar samkeppni um skipulag
Vatnsmýrarinnar. „Við teljum
slíka hugmyndasamkeppni, sem
eðlilegt væri að efna til á Evr-
ópska efnahagssvæðinu, nauðsyn-
lega til þess að tryggja það að
svæðið, sem er eina kjörlandið
fyrir miðborgarbyggð á höfuð-
borgarsvæðinu, byggist upp í
samræmi við heildarsýn. Við höf-
um komið þessari tillögu á fram-
færi við borgarráð, Borgarfræða-
setur HÍ og þróunarsvið borgar-
innar og vonumst eftir góðum
undirtektum," segir Örn Sigurðs-
son stjórnarmaður í Betri byggð.
Bjarni Reinarsson skipulagsfræð-
ingur hjá þróunarsviði borgarinn-
ar segir að með haustinu sé ætlun
borgaryfirvalda og sveitarstjórna
að efna til opinberrar umræðu um
drögin að aðalskipulagi Reykja-
víkur og skipulagi höfðuborgar-
svæðisins fram til 2024 og eðlilegt
sé að kalla eftir heildarsýn á þeim
vettvangi, enda sé gert ráð fyrir
að almenningi gefist kostur á að
koma þar athugasemdum og til-
lögum á framfæri.
Samtök um betri byggð taka
undir þau meginmarkmið sem
fram koma í drögum að aðal-
skipulagi, en efast um að þær
leiðir sem fara eigi í Reykjavík
dugi til að þau náist. Mestu skipti
að Reykjavík verði áfram klofin
á viðkvæmasta stað um flugvall-
arstæðið og ný og stærri miðborg
sé útilokuð sem fyrr. Sá ásetning-
ur borgaryfirvalda að halda meg-
inbrautinni á Reykjavíkurflug-
velli allt skipulagstímabilið gangi
gegn niðurstöðu kosningarinnar
17. mars síðastliðinn. Þær tillög-
ur um byggð á flugvallarsvæðinu
REYKJAVÍKURFLUCVÖLLUR
Reykjavík áfram klofin á viðkvæmasta stað um flugvallarstæðið.
sem nú hafi verið kynntar séu
versta leiðin sem hægt sé að fara.
„Með þeim er lokað fyrir mögu-
leika á heildarsýn, svæðið bútað
niður í sundurslitin hverfi sem
bendir til þess að meginmarkið í
drögum borgaryfirvalda að aðal-
skipulagi risti ekki djúpt og
gamla úthverfa- og lóðaúthlutun-
arstefnan sé enn við lýði.“ ■
ÖRN SIGURÐSSON
Vonumst eftir góðum undirtektum við
hugmynd um alþjóðlega skipulagssam-
keppni.
Liðsmenn Hamas-skæruliða:
Vara við fleiri
sj álfsmor ðsár ásum
jerúsaleivi. ap. Þúsundir Palestínu-
búa fylktu liði í gær í gegnum
bæinn Nablus á Vesturbakkanum
í ísrael í athöfn vegna dauða
eldri meðlims Hamas-skæruliða-
hreyfingarinnat^ sem i fyrradag
var myrtur af Israelum. Vöruðu
Palestínumennirnir við því að bú-
ast mætti við fleiri sjálfs-
morðsárásum á næstunni, en þeir
hafa gerst sekir um nokkrar slík-
ar upp á síðkastið.
Maðurinn lést eftir að eld-
flaugar ísraelskra hermanna,
sem voru staðsettir á hæðinni
fyrir ofan bæinn, sprengdu upp
bíl hans þegar hann var að aka í
gengum Nablus. Að sögn ísraela
átti maðurinn aðild að nýlegum
sprengjuárásum Palestínubúa
þar sem átta ísraelar létu lífið og
yfir 100 særðust. Hann mun ein-
nig hafa verið að undirbúa aðra
stóra sprengjuárás.
Palestínumenn sögðust í gær
hafa sýnt Bandaríkjamönnum
lista yfir 50 gyðinga, sem ætlað-
ur er ísraelskum yfirvöldum, yfir
menn sem grunaðir eru um öfga-
verknaði og heimta þeir að ísra-
GRIMUKLÆDDIR BYSSUMENN
Grímukæddir liðsmenn Hamas-hreyfingar-
innar bera kistu manns sem myrtur var af
ísraelum í fyrradag. Um 20 skæruliðar
skutu úr byssum sínum við tilefnið.
elar handtaki þá þegar í stað.
ísraelsmenn segjast hins vegar
ekki hafa fengið listann í hend-
urnar, en þeir létu Palestínumenn
nýlega hafa lista yfir fjölda
Palestínumanna sem grunaðir
eru um aðild að árásum á ísraela
og vilja að þeir verði handteknir
hið snarásta. ■
Sambúð Kína og
Bandaríkjanna:
Náðaðir
,,njósnarar“
pekinc.ap Fræðimennirnir tveir
sem Kínverjar dæmdu í fangelsi
fyrir njósnir í þágu Tævana hafa
verið náðaðir. Gao Zhan er þegar
komin til Bandaríkjanna að því er
fregnir herma en Qin Guanggu-
ang afréð að vera áfram í Kína.
Bæði hafa varanlegt dvalarleyfi í
Bandaríkjunum þar sem þau hafa
starfað undanfarin ár.
Bæði höfðu þau verið dæmd í
10 ára fangelsi í réttarhöldum
sem stóðu fáar klukkustundir og
án þess að vitni væru færð fyrir
dóminn. ■