Fréttablaðið - 24.08.2001, Page 4

Fréttablaðið - 24.08.2001, Page 4
FRETTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUPACUR SVONA ERUIVI VIÐ SKULDIR HEIMILANNA Í LANDINU 1993 TIL 2000 Míkil aukning hefur orðið á skuldum heim- ilanna á liðnum áratug. Nokkuð hægði á aukningunni frá 1996-1998, en síðan þá hafa skuldirnar aukist hratt bæði að heild- arupphæð og sem hlutfall af ráðstöfunar- tekjum. Aukning heildarskulda heimilanna nam 17% milli áranna 1999 og 2000. SKULDIR HEIMILANNA ■ í milijörðum króna ■ Sem % af ráðstöfunar- tekjum '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 SLÁANDI NIÐURSTÖÐUR Tveir alnæmissjúklingar hvíla sig á sjúkra- húsi í Peking. Opinberar tölur sýna að HIV- smituðum hefur fjölgað gífurlega í Kína. Opinberar tölur í Kína: HIV-smituðum íjölgar um 67% PEKINC.AP. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur HlV-smituðum fjölgað um 67% í Kína frá því á sama tíma í fyrra. Flest smitin voru á meðal eiturlyfjaneytenda og vændiskvenna. Alls höfðu 26.058 HlV-smit verið skráð í lok júnímánaðar en sérfræðingar í Kína telja hins vegar að raunveru- legur fjöldi þeirra sem hafa smit- ast sé mun hærri, eða um 600 þús- und. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í landinu skipta 37% eiturlyfjaneytenda með sér nálum til að sprauta sig. ■ ♦ í RÚST Bíllinn sem lenti í eldflaugaárásinni í borg- inni Nablus fór í rúst, en sá sem ísraels- menn ætluðu að myrða slapp hins vegar naumlega með skrámur. Átök við Vesturbakkann: Efnahagsmál: Atvinnuleysi aldrei meira í Japan TÓKÝÓ.AP. Talið er að atvinnuleysi í Japan í júlímánuði muni fara upp í 5% , sem yrði það mesta frá því mælingar hófust árið 1953. Á bak- við aukið atvinnuleysi er sú stað- reynd að dregið hefur úr sölu í upplýsingatækniiðnaði og hefur það aukið þrýsting á fyrirtækjum um hagræðingu í rekstri, að því er japanskir fjölmiðlar segja. I júní var atvinnuleysi í landinu 4,9%, sem er það mesta til þessa og voru þá alls 3,38 milljónir manna at- vinnulausar í landinu. ■ Ferill íjárveitingar úr ríkiskassanum Kostnaðaráætlun 1.500 fm samgöngusafns sagður 36 milljónir þegar menntamálaráðherra var beðinn um 18 milljóna styrk sumarið 1998. Eftir bréfaskriftir fram og tilbaka er bygging safnsins langt komin í dag og kostnaður heggur nærri 100 milljónum. Beðið eftir viðbrögðum um frekari íjárveitingu. Þór Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, varaði ráðuneytið við. Ermasundsgöngin: Deilt um flóttamannabúðir parís. ap Eurotunnel, fyrirtækið sem rekur farþegalestir og vöru- flutningaþjónustu um Erma- sundsgöngin milli Bretlands og Frakklands, hefur krafist þess að flóttamannabúðum Rauða kross- ins í Sangette verði lokað, en búð- irnar eru skammt frá Coquelle, þar sem göngin opnast Frakk- landsmegin. Á hverri nóttu reyna hundruð innflytjenda að komast með ólög- legum hætti inn í Bretland í gegn- um göngin. Þeir sem nást eru yfir- leitt látnir gista í flóttamannabúð- unum í Sangette. Á fyrri helmingi þessa árs voru alls 18.500 manns stöðvaðir Frakklandsmegin, en fólkið reyn- ir ýmist að laumast inn í lestirnar eða á vörubifreiðir sem fluttir eru með lestunum. Þessar tilraunir til að komast yfir til Bretlands eru ekki hættulausar, því á þessu ári hafa a.m.k. fjórir flóttamenn týnt lífinu við að reyna að stökkva um borð í lest í Coquelle. ■ í NÆSTA NÁGRENNI Flóttamenn í hinum um- deildu búðum Rauða kross- ins á Norður-Frakklandi. almannafé Þann 20. ágúst 1998 skrifar byggingarnefnd Sam- göngusafnsins að Skógum bréf til menntamálaráðherra og biður um 18 milljóna króna fjárveitingu vegna fyrirhugaðs safns. Sagt er frá því að hagstæðasta tilboðið í áformaða 1.500 fm. byggingu upp á 36 milljónir hafi komið frá Lím- tré hf. á Flúðum. Minnisblað innan ráðuneytis- ins frá 5. nóvember greinir frá þeim vandkvæðum á styrkveit- ingu að aðeins sé heimilt að fram- lag ríkisins nemi þriðjungi kostn- aðar við byggingar af þessu tagi samkvæmt 13. gr. Þjóðminjalaga. Einnig kemur fram að styrkveit- ingin velti á ákvörðun þjóðminja- ráðs. Fimm dögum síðar, eða 10. nóv- ember, sendi byggingarnefndin endurskoðaða kostnaðaráætlun til ráðherra og var heildarkostnaður þar kominn í 54 milljónir, en þriðj- ungur þess eru réttar 18 milljónir. Af minnisblaði innan ráðuneytis, skráð mánuði síðar, má skilja að fallist hafi verið á nýja tilhögun mála: „Það virðist vera misskiln- ingur að ráðuneytið hafi verið beðið um að leggja fram helming alls kostnaðar við framkvæmd- ina, heldur er beðið um 18 milljón- ir, sem er ca helmingur kostnaðar að frádregnum vsk. og kostnaði við sökkul og jarðvinnu, en u.þ.b. þriðjungur heildarkostnaðar." Vilyrði fæst frá þjóðminjaráði þann 25. nóvember. í kjölfar þess sendir Þór Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, bréf til ráð- herra þar sem hann ræðir umfang framkvæmdarinnar og lýsir yfir efasemdum um að kostnaðaráætl- anir geti staðist. Hann varar ein- nig við því að tilgangur safnsins skarist á við tilgang bútæknisafns Bændaskólans á Hvanneyri og að fjárhæð styrkveitingarinnar geti komið niður á smærri söfnum. Þann 17. desember 1998 skrifa Björn Bjarnason og Geir H. SAMGÖNGUSAFNIÐ, SKÓGUM Samkvæmt upphaflegri styrkbeiðni átti byggingin að vera 1500 fm og kosta 36 milljónir. í dag er húsið 1910 fm og hefur kostnaður margfaldast frá upphaflegri áætlun. Haarde, ráðherrar ríkisstjórnar- innar, undir fjárveitingu að upp- hæð 18 milljónum á þremur árum sem sögð er „háð því að fyrir liggi greinargerðir um framvindu verksins og byggingarkostnað." Þann 22. febrúar 2001 skrifar Sverrir Magnússon, formaður byggingarnefndarinnar bréf til Björns Bjarnasonar þar sem beð- ið er um viðbótarstyrk að upphæð 8 milljónum sökum þess að kostanaðaráætlun sé komin í 78 milljónir. Límtré hf. á Flúðum vinnur nú að lokafrágangi bygg- ingarinnar í samvinnu við verk- takafyrirtækið ístak. matti@frettabladíd.is SAMSKIPTI FRAMKVÆMDAVALDSINS VIÐ BYGGINGARNEFND SAMGÖNGUSAFNSINS í SKÓGUM. ■ 20. ágú. '98 Kostnaðaráætlun sögð 36 milljónir, samkvæmt besta tilboði, og menntamálaráðuneytið beðið um helmingsstyrk, eða 18 milljónir. ■ 5. nóv. '98 Aðeins er heimilt að veita styrk upp að þriðjungi byggingarkostnaðar samkvæmt minnisblaði í ráðuneytinu. Þjóðminjalög heimila aðeins 12 milljóna króna styrk. ■ 10- nóv. '98 Endurskoðuð kostnaðaráætlun upp á 54 milljónir berst ráðherra ásamt ítrekaðri styrkbeiðni. ■ 26. nóv. '98 Þjóðminjaráð, undir formennsku Gunnars Jóhanns Birgissonar, gefur vilyrði sitt fyrir styrk. ■ 10. des. '98 í minnisblaði ráðuneytis er fallist á 18 milljónir í samræmi við hækkaða kostnaðaráætlun. ■ 11. des. '98 Þór Magnússon, þáverandi þjóðminjavörður, sér ástæðu til að rita bréf til menntamálaráðherra þar sem hann ræðir umfang safnsins og lýsir m.a. efasemdum um að kostnaðaráætlun geti staðist. ■ 17. des. '98 Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, og Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, skrifa undir 18 milljóna fjárveitingu sem á að greiðast á þremur árum, 1999, 2000 og 2001. „Árleg greiðsla er háð því að fyrir liggi greinargerð um framvindu verksins og byggingarkostnað," segir í skjal- inu. M 22. feb. rQ1 Kostnaðaráætlun sögð komin í 78 milljónir í bréfi byggingarnefndar- innar til Björns Bjarnasonar. Ráðherra beðinn um að beita sér fyrir 8 milljóna styrk til viðbótar. ■ Sumar '01 Byggingin langt komin og óvíst hvort kostnaðaráætlun haldist undir 80 milljónum. ísólfur Gylfi Pálmason, byggingarnefndarmaður, segir málið á viðkvæmu stigi, beðið sé eftir viðbrögðum frá ráðuneyti. Leiðangur vegna söfnunar vopna uppreisnarmanna: Hersveitir NATO komnar til Makedóníu Fjórir særðust í eldflaugaárás nablus.vesturbakkanum.ap. Fjórir Palestínumenn særðust eftir að ísraelskar herþyrlur skutu tveim- ur eldflaugum á bíl í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Einn farþeganna í bílnum var Ji- had al-Mussaimi, háttsettur með- limur í Fatha-hreyfingu Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu og særðist hann lítillega. Mikil átök hafa átt sér stað undanfarið við Vesturbakkann og hafa þau skyg- gt á væntanlegan fund Arafat og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels sem fara á fram í Berlín á næstu dögum. ■ skopje.makedóníu.ap. Hersveitir NATO komu í gær til Makedóníu í þeim tilgangi að safna saman vopnum albanskra uppreisnar- manna, en í fyrradag ákvað NATO að allir 3500 hermenn sínir yrðu notaðir í leiðangrinum þrátt fyrir að margoft hafi verið brotið gegn friðarsamkomulaginu sem undir- ritað var 17. ágúst. Þrátt fyrir að albanskir uppreisnarmenn hafi ekki undirritað samkomulagið samþykktu þeir í samráði við NATO að afvopnast. Smávægileg átök áttu sér stað í Makedóníu í fyrrakvöld, m.a. réð- ust uppreisnarmenn á bækistöðvar lögreglu í þorpinu Mlin í norður- hluta landsins, en engin meiðsl urðu á fólki. Einhver ágreiningur hefur verið uppi um hversu mörg vopn uppreisnarmenn ætli að láta af hendi til hersveita NATO. Ríkis- stjórn landsins sagði uppreisnar- menn hafa 85 þúsund vopn undir höndum en uppreisnarmenn hafa hins vegar sagst ætla að láta 2000 vopn af hendi. Vonast er til að lausn finnist á málinu innan skamms, en að sögn Robertson lavarðar, fram- MÆTTIR Breskir hermenn á flugvellinum við kom- una til Skopje í Makedóníu í gær. kvæmdastjóra NATO, mun söfnun vopnanna hefjast einhvern tímann í næstu viku. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.