Fréttablaðið - 24.08.2001, Side 7

Fréttablaðið - 24.08.2001, Side 7
FÖSTUPAGUR 24. ágúst 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 E1 Grillo: Sprengju- leit lokið LflNDHEiGiSGÆSLAN Sprengjuleit í flaki E1 Grillo er lokið og því talið óhætt fyrir verktaka að hefja olíu- hreinsun úr flakinu. Við leitina fundust sprengikúlur úr loftvarnar- byssum skipsins, flugeldar til loft- varna og hleðslur fyrir fallbyssur. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni var send út viðvör- un um sprengjur í flaki E1 Grillo þar sem sagði að þær gætu sprung- ið við minnstu hreyfingu. Hafa gæslunni borist tilkynningar frá fólki sem haft hefur sprengjur í fórum sínum og gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir. ■ Afkoma ríkissjóðs: Versnar um 12,7 milljarða ríkisfjármál Handbært fé frá rek- stri ríkissjóðs var neikvætt um 5,2 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins, en var jákvæð um 7,5 milljarða fyrir sama tímabil í fyrra. Þetta er 4,9 milljörðum Iak- ari niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur ríkissjóðs eru ná- lægt því sem áætlanir gerðu ráð fyrir, en gjöldin eru 5,5 milljörð- um hærri. Heildartekjur ríkis- sjóðs hækka um 8,7 milljarða króna frá í fyrra og munar þar mestu um hækkun á tekjuskatti, en tekjuskattur einstaklinga hækkar um rúma þrjá milljarða. Skattar á vöru og þjónustu standa í stað í heildina, en tekjur ríkis- sjóðs af bílainnflutningi lækka um 1,3 milljarða. ■ EITT SINN SAMAN Elizabeth Dole barðist fyrir endutkjöri Jesse Helms 1996. Nú kemur í Ijós hvort hún taki sæti hans á þingi. Bandaríska öldunga- deildin: Dole íhug- ar framboð bandaríkin Elizabeth Dole, sem eitt sinn íhugaði að berjast um tilnefn- ingu Repúblikanaflokksins í banda- rísku forsetakosningunum í fyrra, íhugar nú vandlega hvort hún muni sækjast eftir kjöri í öldungadeild Bandaríkjaþings og feta þar með í fótspor Jesse I-Ielms sem hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Dole greindi frá þessu í gær þar sem hún var stödd í Salisbury í Norður Karólínufylki að heim- sækja 100 ára gamla móður sína. Gagnrýnendur Dole segja að þrátt fyrir að hún sé fædd og uppalin í Norður Karólínu hafi hún vart sést þar síðustu 30 árin og ekki sé sæm- andi að kjósa slíka manneskju í öld- ungadeildina til að berjast fyrir hagsmunum fylkisins. Þessu hefur Dole andmælt og segir að sú gagn- rýni hverfi þegar fólk komist að því hversu miklum tíma hún hefur var- ið í fylkinu. Að auki búi nær öll fjöl- skylda hennar í fylkinu að undan- skildum eiginmanni sínum, Bob Dole fyrrum öldungadeildarþing- manni og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Dole, sem er 65 ára að aldri, gegndi stöðu samgönguráðherra í ríkisstjórn Ronalds Reagans og var atvinnu- málaráðherra 1989 og 1990 þegar George Bush eldri var forseti. ■ Lýðræðisumbætur í Pakistan: Aðgerðir gegn skæruliðum KARACHI. AP Stjórnvöld í Pakistan hafa undanfarna daga gripið til harðra aðgerða gegn íslömsk- um skæruliða- hópum og öðr- um samtökum herskárra mús- lima, en fyrir skömmu boðaði Pervez Mus- harraf forseti lýðræðisumbætur i landinu og jafnframt sagðist hann ætla að koma lögum yfir þessa hópa. SKÆRULIÐAR SÝNDIR FJÖLMIÐLUM Hópur pakistanskra skæruliða sem barist hafa gegn Indverjum í Kasmír fylgjast með lögregluforingja sýna fjölmiðlum auglýs- ingaspjöld og söfnunarkassa þeirra. R í k i s b a n k i Pakistans frysti í gær reikningsinni- stæður tveggja slíkra hópa, Lashk- ar-e-Jhangvi og Sipah-e-Mo- hammed, sem báð- ir hafa í nafni trú- arinnar ráðist með of- á einstak- opinberar samkomur og helga staði. Lögreglan innsiglaði einnig 24 skrifstofur skæruliða- sveita sem háð hafa stríð gegn ind- verskum hermönnum í Kasmír. ■ Byggðastofnun gert að veita bakábyrgð: 45 milljónum veitt í verkefnið BÆNDUM HJÁLPAÐ Stjórn Byggðastofnunar mun taka afstöðu til óskar ríkisstjórnarinnar um að stofnunin veiti bakábyrgð til viðskiptabanka sláturleyfishafa er veita afurðarlán þann 30. ágúst. Fullvist er að stjórnin samþykki beiðnina og mun rikisstjórnin veita 45 milljónum inn í stofnunina til þess að hún geti tekist farsællega á við verkefnið. landbúnaður Ríkisstjórn íslands hefur falið Byggðastofnun að veita bakábyrgð til þeirra við- skiptabanka sláturleyfishafa er veita afurðarlán. Landbúnaðar- ráðherra, Guðni Ágústsson, sagði í viðtali við Morgunblaðið að gripið væri til þessarra vegna þeirra erfiðu stöðu og óvissu sem hefur verið varðandi slátrun bú- fjár á komandi hausti. „Til þess að Byggðastofnun geti gert þetta þarf stjórn stofn- unarinnar að verða við þessum tilmælum sem að koma frá ríkis: stjórninni að sinna hlutverkinu. f öðru lagi þarf að tryggja forsend- ur til þess að þetta sé framkvæm- anlegt tæknilega og þær forsend- ur eru peningai’," sagði Theodór Bjarnason, forstjóri Byggða- stofnunar í viðtali við Fréttablað- ið í gær. Hann bætti því við að nú þurfi að setja um 30 milljónir í vai'asjóð til þess að tryggja það að Byggðarstofnun verði óhög- guð. Þessa peninga fær stofnunin úr ríkissjóð. „Til viðbótar er reiknað með að Byggðastofnun taki ábyrgðar- þóknun fyrir að gefa út ábyrgð- irnar og það er áætlað 15 milljón- ir í það heila. Þannig koma inn í Byggðarstofnun í það heila 45 milljónir í sambandi verkefnið," sagði Theodór. Hann telur að úti- lokað að peningarnir muni tapast þar sem ekki hafa verið töp á þes- sari starfssemi hjá bönkunum og bendir hann á að hér sé ekki um 100 prósent veðsetning heldur upp í 75 prósent. „Þetta er líka lokað kerfi. Þannig er framleitt ákveðið magn af kjöti eftir leyfi frá stjórnvöldum á ári og það er not- að til þess að fullnægja innan- landsmarkaði og öll umfram- framleiðsla fer í útflutning," sagði Theodór. omarr@frettabladid.is Telur lögreglu ekki eiga að gegna félagslegu hlutverki Heimilislausum fer sennilega Qölgandi. Engar tölur um hvort fjölgun hafi orðið á heimilislausum. útigangsfólk „Lögreglan á ekki að gegna félagslegu hlutverki í samfé- laginu þó að hún hafi vissulega oft gert það. Það eiga að vera önnur úr- ræði til,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, landlæknir, um yfirlýs- ingar Félagsmálaráðs Reykjavíkur sem gagnrýnt hefur lögregluna fyr- ir að fækka fangaklefum og sagt að með því sé lögreglan að úthýsa heimilislausum úr fangageymslun- um. Sigurður sagði enga formlega úttekt hafa farið fram á því hvort heimilislausum hafi fjölgað á ís- landi en taldi það samt ekki ólíklegt miðað við reynslu annarra landa. Sagði hann jafnfi'amt það aldrei hafa gerst hér á landi að geðsjúkra- hús hafi beinlínis lokað dyrum á heimilislausa og sagði starfsfólk geðdeildar almennt meðvitað um vandamálið. „Hins vegar er fólk á götunum og við vitum það að rnikið af því á við geðraskanir að stríða sem aftur þýðir að meðferð þein’a getur verið erfið ef þau eru ekki svipt sjálfræði sem er í fæstum til- fellum. Það er ferill sem ekki er alltaf auðveldur eða beinlínis nauð- synlegur." Sigurður sagði umræðu hafa fai'ið fram um nauðsyn þess að bæta við félagslegum úrræðum og sagðist geta staðfest að ábendingar þess efnis hefði borist landlæknis- embættinu. „Það eru að vísu nokk- ur úrræði í gangi sem gegna mjög mikilvægu hlutverki og má þar nefna áhugahópa sem tekið hafa við heimilislausu fólki og má þar nefna Veginn og Byrgið. Þeir hópar gegna mjög mikilvægu hlutverki í þessum málum og tel ég að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því.“ Sig- urður sagði starfsfólk í heilbrigðis- geiranum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu. „Heimilislausum mun væntan- lega fjölga ef að líkum lætur bæði vegna fólksfjölgunar og svo vax- andi fíkniefnaneyslu sem er að verða okkar stærsta vandamál," sagði Sigurður að lokum. koibrun@frettabiadid.is SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Heimilislausum mun væntanlega fjölga ef að líkum lætur bæði vegna fólksfjölgunar og svo vaxandi fíkniefnaneyslu sem er að verða okkar stærsta vandamál. Aldrei minna í Kleifarvatni: Skjálftar juku leka úr vatninu jarðfræði Vatnsborð Kleifar- vatns er nú lægra en mælst hef- ur allt frá aldamótum 1900 eða í rúm 100 ár. Samkvæmt upplýs- ingum frá Orkustofnun nægir þurrkatíð ekki til að útskýra lækkun vatnsborðsins en talið er líklegt að sprungur í vatnsbotn- inum hafi opnast í Suðurlands- skjálftanum síðastliðið sumar og valdi auknum leka úr vatninu. ■ borinn úr fjörunni llla fór fyrir þessum manni sem reyndi að leita gæfunnar á Spáni en drukknaði við strendur Kanarieyja. Olöglegir innflytjendur streyma til Spánar: Níu drukkn- uðu við Kanaríeyjar madrid. ap f gær fundust lík Afríku- manna við strendur eyjunnar Lobos, sem er ein Kanaríeyja. Full- víst þykir að mennirnir hafi ætlað að komast með ólöglegum hætti til Spánar á gúmmíbát. Átta aðrir Afr- íkumenn voru handteknir þegar þeir komu syndandi að landi, en þeir sögðu að alls hefðu þeir verið sautján saman á gúmmíbátnum. Þeir hefðu hins vegar neyðst til þess að yfirgefa bátinn, en ekki hafi þeir allir verið syndir og því fór sem fór. Á miðvikudag fundust lík fjögurra manna á suðausturströnd Spánar, en þeir höfðu verið á fiski- bát frá Marokkó ásamt 60 öðrum ólöglegum innflytjendum þegar báturinn strandaði nálægt Almeria á Spáni. Ellefu manns af þessum hópi voru handteknir, en hinir hafa væntanlega komist óséðir í land. Þúsundir ólöglega innflytjenda reyna á hverju ári að komast til Spánar frá Afríku, og virðist sem straumurinn sé heldur að aukast þrátt fyrir ný og ströng lög á Spáni sem ætlað er að vinna gegn honum. Flestir koma þeir frá Marokkó og reyna að komast í vinnu á Spáni eða annars staðar í Evrópu. Á þessu ári hafa sjö þúsund þeirra verið hand- teknir. ■ ERLENT Jose Eduardo dos Santos, sem verið hefur forseti í Angóla fi’á því 1979, sagðist í gær ekki ætla að bjóða sig fram í forseta- kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Borgarastyrjöld hef- ur geisað nær stanslaust í land- inu allt frá árinu 1975, en þá hlaut Angóla sjálfstæði frá Portú- gal. Ríkisstjórn Þýskalands sam- þykkti í gær að senda 500 hermenn til Makedóníu á vegum Nató, en margir þingmenn sögð- ust lítt hrifnir af því að senda þýska hermenn til þess að taka þátt í afvopnunarverkefninu. Þýska þingið þarf að veita sam- þykki sitt, og kernur saman af því tilefni í næstu viku. Bandaríska moi'ðingjans Niko- lay Zoltys var enn leitað í gær. Hann hefur myrt sex nána ættingja sína, og fjórtán ættingj- ar hans voru í gær settir undir lögregluvernd. Sálfræðingar telja hegðun hans benda til þess að hann sé haldinn ranghugmyndum og hver sem er gæti orðið næstur fyrir barðinu á honum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.