Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR ERLENTl Fulltrúadeildarþingmaðurinn Gary Condit batt í gær enda á fjögurra mánaða opinbera þögn sína um hvarf fyrrum að- stoðarstúlku hans og ástkonu, Chandra Levy, með bréfi sem hann sendi kjósendum sínum. Það gerðist skömmu áður en sjónvarpsviðtal við hann var sent út um gjörvöll Bandaríkin í gærkvöldi. I bréfinu játar Condit, sem er demókrati, að sér hafi orðið á mistök en ber af sér sakir um að eiga þátt í hvarfi hinnar 24 ára gömlu Levy. Talið var víst að sjón- varpsviðtalið, sem sent var út á ABC-sjónvarpsstöðinni í gær- kvöldi, fengi meira áhorf en nokkuð annað sjónvarpsefni vestanhafs í sumar. ■ Bæjarráð Vestmannaeyja: Vill munina í vörslu Þjóð- minjasafns FORNMINJAR Bæjarráð Vest- mannaeyja fjallaði um afdrif fornminja úr Herjólfsdal á fundi sínum á þriðjudag. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu hefur mikill dráttur orðið á því að mununum yrði komið fyrir í vörslu Þjóðminjasafns eins og lög gera ráð fyrir. Á fundi sínum benti bæjarráð á nauðsyn þess að Þjóðminjasafn taki umrædda gripi og gögn til varðveislu í samræmi við samkomulag bæj- aryfirvalda og Þjóðminjasafns þar um. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, sagði í gær að meðferð málsins væri al- farið í höndum Margrétar Hall- grímsdóttur þjóðminjavarðar sem ynni að því í samræmi við samkomulag bæjaryfirvalda og Þjóðminjasafns. Hann sagði að bæjaryfirvöld fylgdust með mál- inu en taldi rétt að framkvæmd þess væri í höndum Þjóðminja- safns. Gert er ráð fyrir að munirnir sem um ræðir verði afhentir Þjóðminjasafni á næstu tveimur mánuðum. Þjóðminjavörður mun hafa lagt áherslu á að fá munina í vörslu Þjóðminjasafns sem fyrst en Margrét Hermanns Auð- ardóttir, fornleifafræðingur, sem gróf munina upp á sínum tíma, krafðist þess að fá rýmri tíma. ■ Kínverskir sérfræðingar: Vilja ekki klóna pandabirni pekinc. ap Það myndi litlum ár- angri skila að klóna pandabirni til að viðhalda fjölda þeirra og það gæti gert illt verra þar sem genafjölbreytni þeirra myndi minnka segja kínverskir sér- fræðingar. Yu Jianqiu, aðstoðarfram- kvæmdastjóri kínverskrar stofnunar sem leitar leiða við að fjölga pöndum, segir að klónun sé einfaldlega endurgerð annars dýr og slíkt muni ekki hjálpa til við að viðhalda stofninum. Ann- ar kínverskur sérfræðingur, Feng Wenhe prófessor, lýsir efa- semdum um klónanir og segir þær ofmetnar vegna þekktra PANDAUNGI Annar tveggja pandabjarna sem komu í heiminn fyrir skemmstu eftir að móður þeirra var frjóvguð. dæma svo sem kindarinnar Dolly. Nú eru aðeins um þúsund pöndur lifandi í Kína og er stofn- inn talinn í útrýmingarhættu. Kínversk yfirvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðgang stofnsins og meðal ann- ars hafa kvenkyns pöndur verið frjóvgaðar til að minnka líkur á að eitt vinalegasta tákn Kína deyi út. Tveir pandabirnir komu í heiminn í júlí eftir að móðir þeirra hafði verið frjóvguð. 13 pöndur til viðbótar eru ófrískar eftir gervifrjóvgun og munu fæða afkvæmi sín á komandi mánuðum. ■ 'mmmssssisss&fmaœc^wittímfííSímtSiís^wœíiv:x:;mmivr);HMm'A'í::a:M(íiiimsf&>mmMttSíssmx>acmm&m>^ým&iíiiSítæmsmsiSiasí#im Gaza: 11 ára féll jerusaleivi.ap 11 ára palestínskur drengur, Mahmoud Zourab, féll í gær fyrir skotum ísraelskra her- manna í Gaza. Herinn hleypti af skotum þegar veist var að land- nemabyggð á Gaza eftir útför eins þeirra sjö Palestínumanna, sem féllu fyrir ísraelsmönnum í fyrra- dag. Vitni sögðu að drengurinn hefði fengið skot í brjóstið þegar hann var í hópi barna sem köstuðu steinum að landnemabyggðinni. ísraelsmenn sögðust enn vera að rannsaka framburð vitna um að drengurinn hefði fallið fyrir kúlum hermanna en játuðu að hleypt hefði verið skotum á fætur þeirra sem köstuðu grjóti. ■ Hriktir í stoðum fyrirtækja og spáð auknu atvinnuleysi Afkoma fyrirtækja að versna og vanskil að aukast. Samdráttur. Lækka þarf vexti um 2-3%, lækka tekjuskatt fyrirtækja úr 30% í 15% og afnema stimpilgjald og eignaskatt. ARI EDWALD FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Segir að vaxtalækkun muni milda áhrif gengislækkunarinnar á kjör almennings. EFNAHACSLÍF Dökkt útlit er framundan í atvinnulífi og rekstr- arumhverfi fyrirtækja ef fram fer sem horfir að mati Samtaka atvinnulífsins. Ari Edwald fram- kvæmdastjóri þeirra spáir því að atvinnuleysi muni aukast á næstu mánuðum að öllu óbreyttu. Hann rökstyður það með því að afkoma fyrirtækja sé að versna og eftir- spurn sé að minnka sem dregur úr veltu margra fyrirtækja. Þá séu vanskil á milli fyrirtækja að aukast og því sé hætta á að mörg þeirra verði gjaldþrota eða hætti starfsemi. f því sambandi bendir hann m.a. á að fjöldi fjárnáma sé fleiri en nokkru sinni fyrr það sem af er árinu. í þessari stöðu sé því brýnt að lækka vexti um 2 - 3%, lækka tekjuskatt fyrirtækja úr 30% í 15% og afnema stimpil- gjald og eignaskatt. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að menn verði varir við það allt í kringum sig að það sé farið að hægja á allri starf- semi í efnahagslífinu. í mörgum fyrirtækjum séu menn að upplifa ástandið þannig að það sé hrein- lega stöðvun í þeirri starfsemi sem þeir stunda. Það sé einfald- lega vegna þess að fólk hefur minni peninga á milli handa en áður vegna þeirrar þróunar sem verið hefur í efnahagslífinu. Hann bendir m.a. á að þótt t.d. íbúðaverð hafi lækkað mikið þá sé mjög lítið að gerast í sölu á nýjum íbúðum. Hann telur því að það sé löngu orðið tímabært fyrir Seðlabanka að lækka vexti miðað við núverandi stöðu efnahags- mála til að auka samkeppnis- hæfni fyrirtækja og draga úr kostnaði þeirra, enda telur hann að það sé ekki jarðvegur fyrir aukna verðbólgu á haustmánuð- um heldur þvert á móti vegna aukins samdráttar á mörgum sviðum. Sem dæmi nefnir hann að vaxtalækkun mundi draga úr þrýstingi til að velta kostnaði út í verðlagið, milda áhrif þeirra 20 - 30% gengislækkunar sem orðið hefur á kjör almennings og síðast en ekki síst stuðla að ró á vinnu- markaði. -grh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.