Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 15
FÖSTUPflCUR 24. ágúst 2001 FRÉTTABLADIÐ 15 Enski boltinn: Cole til Newcastle knattspyrna Newcastle United hefur gert 9,5 milljón punda tilboð í Andy Cole, framherja Manchest- er United. Cole kom til Man. Utd. frá Newcastle árið 1995 fyrir 6,3 milljónir punda árið og fylgdi kantmaðurinn Keith Gillespie með í kaupunum. Cole hefur ekki verið í náðinni hjá Alex Ferguson, stjóra United, eftir að liðið keypti hollenska sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy. Hvorugt liðanna hefur þó viljað tjá sig um málið. Newcastle leitar nú sem óðast að nýjum sóknarmanni við hliðina á Alan Shearer eftir að í ljós kom að Carl Cort getur ekki spilað fyrr en í lok árs. Cole kom til Newcastle árið 1993 frá Bristol City, fyrir 1,75 milljónir punda, og skoraði 34 mörk fyrir liðið á sínu fyrsta tímabili. Einnig er talið líklegt að Dwight Yorke vilji yfirgefa her- búðir ensku meistaranna en bæði Newcastle og Chelsea hafa verið á höttunum eftir honum. ■ í KULDANUM Andy Cole hefur ekki verið í náðinni hjá Alex Ferguson og ekki er talið ólíklegt að hann fari til síns gamla félags. Formúla 1: Hakkinen áfram hjá McLaren KAPPAKSTUR Mika Hakkinen verður áfram í herbúðum McLaren á næsta tímabili að sögn Keke Rosberg, umboðs- manns fyrrverandi heimsmeistarans. Hakkinen hefur gengið afleitlega það sem af er þessu tímabili, en hyggst reyna að bæta það upp fyrir McLaren á næsta ári. „Ég væri ekki í fríi núna ef það væri eitthvað óklárt með framtíðina.“ Menn töldu að Jarno Trulli, ökumaður Jordan, væri hugsanlega á leiðinni til McLaren eftir kappaks- turinn í Ungverjalandi. „Sú staðreynd að McL- aren hefur ekki staðfest að Mika verði áfram hjá liðinu hefur ekkert með hann að gera. Liðið mun gefa út yfirlýsingu þegar það tel- ur það vera tímabært.“B Ríkharður undir hnífinn Ríkharður Daðason þarf að gangast undir að- gerð. Mikið áfall segir Atli Eðvaldsson, þjálfari. knattspyrna Ríkharður Daðason, leikmaður Stoke City og íslenska landsliðsins, gæti verið frá knatt- spyrnu i nokkra mánuði en hann þarf að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla. „Þetta er frekar stór aðgerð sem verður gerð á aftanverðu hnénu og hann verður líklega frá í nokkrar vikur ef ekki mánuði." sagði Guð- jón Þórðarson, þjálfari Stoke í sam- tali við The Staffordshire. „Við vit- um ekki nákvæmlega hvert vanda- málið er fyrr en hann fer í aðgerð- ina.“ Ríkharður meiddist á æfingu á undirbúningstímabilinu og hefur misst af fyrstu leikjum Stoke liðs- ins. Hnéð á honum var síðan myri- dað skömmu eftir að hann meidd- ist, en eftir það var tekin sú ákvörðun að bíða. Nú er hinsvegar ljóst að hann þarf að gangast undir aðgerðina. „Okkur grunaði að það væri eitt- hvað að og það virðist vera svona meiðsla tímabil hjá okkur,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Rúnar [Kristins- son] er úti og við vitum ekki með Brynjar Björn [Gunnarsson] en við ætlum að bíða fram að helgi og sjá hvernig staðan er á honum.“ Atli segir að þetta sé áfall fyrir lands- liðið en fsland mætir Tékkum á Laugardalsvelli þann 1. september. „Auðvitað er þetta gífurlegt áfall. Rúnar og Rikki hafa báðir verið fastamenn í landsliðinu síð- ustu fimm, sex ár. Þetta er mikill missir og minnkar hópinn hjá okk- ur. En við verðum að vera undir það búnir að missa þá og verðum bara að leysa það.“ Landsliðshópurinn verður til- kynntur á mánudaginn næsta og aðspurður segir Atli að það sé aldrei að vita nema nýliðarnir fái tækifæri. „Það er alltaf möguleiki að þeir fái tækifæri, það kemur alltaf maður í manns stað. Þessir nýliðar sem komu í leikinn á móti Póllandi og þeir sem hafa verið að spila hafa allir staðið sig vel og það er aldrei að vita nema þeir verði inní hópnum." kristjan@frettabladid.is í kvöld: Undanúrslit kvenna knattspyrna í kvöld fei' frarn annar undanúrslitaleikurinn í Coca Cola bikarkeppni kvenna þegar FH tek- ur á móti Valsstúlkum á Kaplakrika. Leikurinn hefst klukk- an 18.30. Tveir leikir fara fram í 1. deild karla. Stjarnan tekur á móti ÍR í Garðabæ og Tindastóll fær Þór Akureyri í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.00. ■ Fjármál Þróttar: Landsbankinn endurgreiddi 300 þús. knattspyrna Landsbanki íslands er ábyrgur fyrir þeim fjármunum sem David Anthony Griffith, fyrr- verandi unglingaþjálfari Þróttar, tók útaf reikningi í Landsbankan- um áður en hann hélt af landi brott fyrir skömmu, samkvæmt upplýsingum frá stjórn Þróttar. Stjórnin lagði 300 þúsund krón- ur inn á bundinn reikning í útibúi bankans á Langholtsvegi, en Griffith átti ekki að geta leyst peningana út fyrr en hann hafði lokið störfum hjá félaginu. Griffith tókst hins vegar að taka peningana útaf reikningnum í úti- búi Landsbankans á Keflavíkur- flugvelli og í kjölfarið sleppti hann því að fara með 3. flokk fé- lagsins til Noregs, eins og honum bar að gera samkvæmt starfs- lokasamningi sem gerður hafði verið við hann. Landsbankinn hef- ur endurgreitt Þrótti féð. ■ ÍSLAND BEINT ER ÞJÓNUSTA SEM NÝTIST ÍSLENDINGUM Á FERÐALÖGUM ERLENDIS • í flestum tilvikum mun ódýrara en að hringja til íslands á annan hátt, t.d. úr farsímum eða hótelsímum. Hægt að hringja frá yfir 20 löndum víðsvegar um heiminn. Leiðbeiningará íslensku. Gjaldfærist á símreikninginn heima. . A BimÍT5r..Í5 Ókeyþis ákrántng rijri t’júmtstuv.«i:i Stman: boc> ?odc. KVÖLDSIGLING FYRIR SÆLKERA www.whalewatching.is Hvítvín & skel í Hvalfirði Siglt frá Ægisgarði á laugardögum kl. 18.00 VALSTOÐIN sími 421 -2660

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.