Fréttablaðið - 24.08.2001, Síða 16

Fréttablaðið - 24.08.2001, Síða 16
FRÉTTABLAÐIÐ BEST í BÍÓ 24. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR DANÍEL ÞORSTEINSSON trommari í Maus Sæt og skemmtileg leikkona „Ég held ég hafi síðast séð Bridget Jo- nes Diary eða hvað hún nú heitir. Það var bara fín mynd, góð leikkona, sæt og skemmtileg. Annars hlakka ég til að sjá Apaplánetuna . Ég sá fyrri myndina fyrir nokkrum árum síðan og hún var nokkuð góð, en þessi er víst eitthvað breytt." ■ Tónleikar: Hljómar á Broadway tónlist Hljómar frá Keflavík halda tónleika á Broadway á lau- gardaginn. ,,“De er sgu meget gode,“ sagði annar Olsen bræðra við mig þegar Hljómar spiluðu með þeim á Broadway um síðustu helgi,“ sagði Óttar Felix Hauksson, umboðsmaður hljómsveitarinnar. Mikil stemmning myndaðist á tón- leikunum og ákváðu forráðamenn Broadway því að efna til dans- leikjar á morgun, laugardag. „Þetta var alveg svakaleg flott stemmn- ing. Um leið og Hljómarnir byrj- uðu, fylltist dansgólfið og var fullt til klukkan þrjú,“ segir Óttar. Hljómar tókur öll sín bestu lög. „Það var svo gaman að sjá unga fólkið, fólk svona um tvítugt, sem kunni alla textana og söng hástöf- um með,“ sagði Óttar að lokum. ■ MIKIÐ URVAL HAGSTÆTT VERÐ OR MF Rovlw*. AimuU 11 - Swil 668-1600 Akur^.1; tóinbnMai • 3imi 46111070 HÁSKÓLABÍÓ Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8, 10.15 og 12.15 jBRIDGET JONES'S DIARY kl. E, 8.10 og 12 JURASSIC PARK III kl. 4,6,8.10 og 12 jBLINKANDE LYGTER kl. 10.15 1SUTTMYNDAHÁTÍÐ 1^^ |THE VIRGIN SUICÍDE kL8| ÍTILL SAMMANS kl.ej Gamall danshundur spilar í Hollywood Bowl FRÉTTIR AF FÓLKI Atli Örvarsson, tónskáld, spilar í einni sögufrægustu tónleikahöll heims. Hann hefur s.l. ár unnið með Mike Post einu frægasta tón- skáldi Hollywood og spilaði m.a. með Jessicu Simpson. Mamma Eminems, rapparans reiða, segir að sonur sinn sé háður eiturlyfjum. Hún segir að afkvæmi sitt sé að reyna að draga úr fíkn sinni en hann tekur ecstasy töfl- ur á hverjum degi. „Það eru all- ir að segja mér að hann sé að reyna að minnka skammtinn niður í tvær til þrjár töflur á dag. Það eina sem ég get gert er að biðja og vona,“ sagði hin áhyggjufulla móðir en eins og flestir vita er Eminem ekki í miklu uppáhaldi hjá mæðrum unglinga þess dag- ana. Angelina Jolie er strax byrjuð að sinna starfi sínu sem góð- gerðasendiherra Sameinuðu þjóð- anna en hún tók við embættinu fyrir stuttu. Jolie heimsótti flótta- mannabúðir þar sem tugir þúsunda Afghanista búa. Flóttamennirnir flúðu til Jalozai í Pakistan vegna ófremdarástandsins í heimaland- inu. Stjarnan gekk um búðirnar og heilsaði fólkinu og skoðaði sig um í hrörlegum tjöldum þeirra. Hún er einnig búin að heimsækja Kam- bódíu, Fílabeinsströndina, Tanzan- íu og var gestur á flóttamannaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Kvikmyndafyrirtækið Film Four er að hefja framleiðslu á kvikmynd tengda hip-hop kúltúrn- um í Los Angeles. Myndin er byggð á sögunni Labyrinth, eftir Randall Sullivan þar sem lögregl- an, klíkurnar og menningin sem ríkti á tíunda áratugnum er tekin fyrir. Þar er m.a. fjallað um morð- in á Túpac Shakur og Biggie Smalls og tengsl Suge Knight, for- stjóra Detah Row plötufyrirtækis- ins, við málin. „Markmiðið er að skapa rétta mynd af ástandinu, með ljóðrænni og félagslegri dramatík. Ekki ólíkt því sem Martin Scorsese gerði í ítölsku glæpamyndum á borð við Good- Fellas og eins og Sergio Leone gerði í Once Upon a Time in America." tónskálp Atli Örvarsson kvik- myndatónskáld og hljómborðs- leikari mun spila með stórhljóm- sveit bandaríska kvikmyndatón- skáldsins Mike Post í Hollywood Bowl, einni þekktustu tónleika- höll heims á sunnudaginn kemur. „Á sumrin er Fílharmóníu- sveit Los Angeles með tónleika þarna og þá kallast þetta Hollywood Bowl Orchestra. Það verður hátíð þetta kvöld til- einkuð kvikmyndatónlist. Mike Post var boðið að setja saman syrpu af sínum frægustu stefj- um og bað mig að spila hljóm- borðspartinn í syrpunni sem tek- ur um tíu mínútur eða svo,“ sagði Atli í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Ég sá Radiohead á tónleikum þar í síðustu viku og það var svo- lítið gaman að hugsa til þess að ég ætti sjálfur að spila á tónleik- um þarna á sunnudaginn," Atli hefur undanfarin ár starfað með Post og samið tónlist og leikhljóð fyrir nokkrar af vin- sælustu framhaldssyrpum í sjónvarpi þar í landi. Hann stundaði nám í Berkley College of Music í Boston þar sem hann lagði stund á kvikmyndatónlist og tók djasspíanóleik sem aukafag. „Þar byrjaði ég að fikta við kvikmyndatónlist og fann mig eiginlega í því. Þetta er rosa skemmtilegur miðill, taka mynd- ir og búa til músik við þær,“ seg- ir Atli sem tók meistaragráðu frá School of the Arts í Norður Karólínu. Mike Post hefur samið tónlist við marga sjónvarpsþætti sem eru íslendingum vel kunnugir s.s. NYPD Blues, LA Law, Magn- um P.I. og Hill Street Blues. Á hverju ári býður Post tveimur til þremur ungum tónskáldum til TÓNSKÁLDIÐ Atli Örvarsson hefur spilað með öllum helstu hljómsveitum landsins s.s. Sálinni hans Jóns míns og Todmobile. Hann laerði kvikmyndatónlist í Bandaríkjunum og segist feta hægt upp stigann. sín í nokkurskonar starfsnám og þannig kynntust þeir félagar. „Hann gerir þetta í minningu félaga síns sem hét Pete Carpenter. Þetta er á vegum samtaka sem heita BMI, sem eru svona svipuð STEF á íslandi. Ung tónskáld senda síðan inn upptökur sem ég og gerði og komst inn. Ég var bara að út- skrifast úr skóla og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera og ákvað að senda bara inn,“ segir Atli. Hann hefur m.a. verið að spila með hinni ungu og efnilegu Jessicu Simpson síðustu mánuði. „Ég hef verið að spila með henni á stórum leikvöngum fyrir 50.000 manns og mér finnst þetta eiginlega miklu sérstakara að fá að spila í Hollywood Bowl, því höllin er sögufræg," segir Átli hógværðin uppmáluð. „Það er samt mjög sérstakt að spila á svona stórum tónleikum. Maður er eitthvað svo langt í burtu frá öllum. Þetta er eigin- lega hálf súrealískt. Maður er bara í bakgrunni við hana sem hluti af bandinu.“ En þurfti hann ekki að læra neina dansa þegar hann spilaði með Jessicu líkt og oft gerist með tónlistarmenn sem spila með slíkum stjörnum? „Nei, en það leynist nú samt í manni danshundur gamall." krístjan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.