Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 18
18 FRETTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR HVAÐ ÆTLAR PÚ AÐ GERA UM HELGINA? Sigrún Valbergsdóttir kynningarstjóri í Borgarleikhúsinu Ég ætla að njóta þess að vera komin til byggða eftir fimm vikur á fjöllum. Flugslysiö Skerjafiröi. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 - 1.000,- kr Sími 907 2008 - 2.500,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 Er skammturinn búinn? Haföu samband viö mig ef þig vantar vörur. Kjartan Sverrisson, sjálfstæöur Herbalife dreifingaraðili simi 897 2099 MÖMMUR^ ATHUGIÐ ef barnið pissar undir. Undraverður árangur með óhefðbundnum aðferðum. Bókum fyrir 1. sept. Upplýsingar og skráning ísíma 587 1164 ^ GSM 895 8972 j Svœðam eðferð Námskeið í Reykjavík 3.-21. september Fullt nám sem allir geta lœrt Kennari: Sigurðitr Guðleifssort Upplýsingar og skráning í síma 587 1164 GSM 895 8972 Fjölskylduhátíð í Garðabæ: Vatnspóstur og leiktæki HÁTiÐiR í dag hefst tveggja daga fjölskylduhátíð í Garðabæ og er hátíðin liður í dagskrá afmælisárs Garðabæjar sem á 25 ára kaup- staðarafmæli á þessu ári. Dagurinn í dag er tileinkaður eldri borgurum Garðabæjar og af því tilefni efnir Félag eldri borg- ara í Garðabæ til hátíðarsam- komu í Kirkjuhvoli kl. 16. Á sam- komunni verður margt gert bæði til gamans og fróðleiks. Meðal þess sem þar verður boðið upp á er erindi um Kirkjur og klerka á Görðum á Álftanesi á fyrri tíð, söngatriði og skemmtiþáttur með Erni Árnasyni leikara. Samkoman er öllum opin og aðgangur ókeyp- is. Á morgun verður dagur allrar fjölskyldunnar í Garðabæ. Dag- skráin hefst kl. 11 með því að bæj- arstjóri Garðabæjar veitir form- lega viðtöku fyrsta vatnspóstin- um í bænum. Gengið verður frá Silfurtúni við Goðatún kl. 10.50 að göngustígnum við ós Arnar- neslækjar þar sem vatnspóstur- inn verður afhjúpaður við nýja vinsæla gönguleið. Vatnspóstur- inn er gjöf frá Kvenfélagi Garða- bæjar til bæjarins og í honum sameinast notagildi og útilista- verk. Leiktækjum verður komið fyr- ir við íþróttamiðstöðina Ásgarð, þar á meðal risarennibraut, go kart, lazer tag og hoppukastalar og verður ókeypis í þau fyrir öll börn frá klukkan 12 á hádegi. Milli klukkan 14 og 16 verður boðið upp á fjölbreytta barna- og fjölskylduskemmtun í íþróttahús- inu þar sem margir vinsælir skemmtikraftar troða upp. Á með- al þeirra verða Skari skrípó, trúð- arnir Búri og Jens, Gunni og Felix og íbúar Latabæjar. SKARI SKRÍPÓ í GARÐABÆ Mikil fjölskylduhátið verður í Garðabæ um helgina, þar sem margir þjóðþekktir lista- menn koma fram. Hinn óviðjafnanlegi Skari skrípó mun að sjálfsögðu ekki láta sitt eftir liggja til að gera helgina sem skemmtilegasta. Klukkan 16 hefjast tónleikar í íþróttahúsinu þar sem fram koma hljómsveitirnar í svörtum fötum og Sálin með Stefán Hilmarsson við hljóðnemann. Ókeypis er á alla viðburði fjöl- skylduhátíðarinnar. ■ Ráðstefna á Grand Hótel: Leiðin til bata ráðstefnur Þeir eru margir hér á landi sem hafa nýtt sér 12 spora kerfið til að ná tökum á tilveru sinni. Um helgina gengst hópur fólks fyrir ráðstefnu þar sem tala þrír fyrirlesarar frá Banda- ríkjunum sem hafa allir áratuga reynslu af því að vinna með kerfið í eigin lífi og hjálpa alkó- hólistum að ná bata. Þorleifur Arnarsson er einn aðstandenda ráðstefnunnar, en hann er óvirk- ur alkóhólisti og vinnur með 12 spora kerfið í eigin lífi. „Það er mikill misskilningur að tala um þetta sem sjálfshjálp," segir Þorleifur. „Minn vandi var að allar athafnir mínar voru eigin- gjarnar og ég vissi betur en all- ir aðrir. Kjarninn í hugmyndun- um er æðri máttur, eins og hver og einn skilur hann.“ Þorleifur segir að í þremur fyrstu sporun- um felist engin framkvæmd, heldur snúist þau um ákvarðan- ir. „Mickey Bush sem mun fjal- la um þrjú fyrstu sporin á ráð- stefnunni orðar það þannig að í þeim segi maður: Ég get ekki, hann getur, best að leyfa honum það.“ Mickey Bush á að baki 18 ára edrúmennsku og rekur áfanga- heimili í Kaliforníu sem sérhæf- ir sig í langt leiddum alkóhólist- um og fíkniefnaneytendum. „Hann leggur lang mestu áhersl- una á vanmáttinn," segir Þorleif- ur „Manneskja sem ekki er alkó- REYNSLUSPORIN 12 Milljónir manna um allan heim sem glíma við fiknir, nýta sér reynslusporin 12 til að ná bata. Þorleifur Arnarsson er einn þeirra sem standa fyrir ráðstefnu um þessar merku hugmyndir. hólisti getur sagt nei meðan alkóhólistinn getur ekki sagt annað en já. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vanmátt sinn gagn- vart fíkninni og stjórnleysi sitt í lífinu." Sporin leiða hvert af öðru og Þorleifur segir að útilok- að sé að ná árangri í áframhald- andi vinnu með sjálfan sig nema að tileinka sér þau fyrstu. Hann segir að þessi ráðstefna sé þannig til komin að vinur hans hafi komið með upptöku af Mickey Bush, þar sem hann tal- aði á ráðstefnu. Þorleifur hreifst af fyrirlestri hans. „í lokin gaf hann upp símanúmerið sitt og ég hringdi seinna í hann.“ Þorleifur segir hann hafa tekið vel í að koma og sama gildi um Karl Morris sem rekur meðferðar- heimili og er af íslenskum ætt- um og Michael Manning, en heima hjá henni búa að jafnaði sex nýliðar sem eru að feta bata- veginn. „Þetta fólk er með mikla reynslu úr eigin lífi og hjálp við annað fólk. 12 spora kerfið snýst um að rækta sjálfan sig til góðra verka til að geta hjálpað öðrum.“ Ráðstefnan hefst í kvöld á Grand Hótel og heldur áfram laugardag og sunnudag. haflidi@frettabladid.ís FÖSTUDAGURINN 24. ÁGÚST FUNPIR_____________________________ 12.20 Málstofa efnafræðiskorar verður haldin í stofu 158 í VR-II, Hjarðar- haga 4-6. Heinz Oberhammer, Institute fur Physikalische und Theoretische Chemie Universitat Tubingen f Þýskalandi, flytur er- indið „Molecular Structures in the Gas Phase: II. Results. LEIKHÚS____________________________ 20.00 Einleikhúsið sýnir leikritið Fröken Júlía - enn og aftur alveg ó í Smiðjunni Sölvhólsgötu 13. 20.00 Leikritið Diskópakk eftir írska leikskáldið Enda Walsh er sýnt í hinu nýja leikhúsi Vesturport við Vesturgötu. Karl Ágúst Úlfsson þýðir verkið, leikstjóri er Egill Heiðar Anton Pálsson og leikarar eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson. 20.00 Stórsöngleikurinn Wake IWe Up eftir Hallgrím Helgason er sýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. TÓNLEIKAR__________________________ 22.30 Jet Black Joe leikur á Gauki á Stöng í kvöld. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar stendur í Árnagarði við Suður- götu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á í vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóðarsögunnar og beina athygli sérstaklega að handritum og sög- um um fólk og viðburði sem fyrir rúm- um þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafundunum. Sýn- ingin er opin kl. 11 til 16 mánudaga til laugardaga og stendur til 25. ágúst Vetr- arsýningin verður opnuð 1. september. i Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á Ijósmyndum sænska Ijósmyndarans Hans Malmberg, en hann var á sinni tíð í hópi fremstu blaðaljósmyndara Svía. Ljósmyndasýningin fsland 1951 sýnir is- lendinga víð leik og störf jafnt í sveit sem í borg á árunum 1947-1951. Sýn- ingin er í samvinnu Hafnarborgar og Þjóðminjasafns (slands og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningin stendur til 27. ágúst. Myndlistarmaðurinn Díana Hrafns- dóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum i Selinu, Galleri Reykjavik, Óð- insgötumegin. Díana sýnir tréristur sem unnar eru á þessu ári og ber sýn- ingin yfirskriftina Undir niðri. Sýningin er opin frá kl. 13 til 18 virka daga og kl. 13 til 16 laugardaga. Sýningin stendur til 25. ágúst 2001. Margrét Reykdal sýnir málverk í Sverrissal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á málverkum Margrétar Reykdal. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og hún stendur til 27. ágúst. Kristín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir leirverk í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, Reykjavik. Verkin á sýningunni eru úr postulíni steyptu í gifsmót, einnig hand- mótuð form úr postulíni og grófum steinleir. Opið virka daga frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 16. Sýningin stendur til 29. ágúst. i Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 standa Ljósálfar fyrir Ijósmyndasýningunni Ljós og skuggar. Myndimar á sýning- unni voru allar teknar í sumar í Skuggahverfinu í Reykjavik. Ljósálfar eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þor- steinsson, Lars Björk, Svavar G. Jóns- son og Vilmundur Kristjánsson. Sýning- unni lýkur 26. ágúst. I Gula húsinu stendur myndlistarsýning Maríu Pétursdóttur, Gula húsinu tjald- að. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á viðtölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu hússins eða hafa dvalið þar. Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 18.00 og lýkur í dag. MYNPLIST_____________________________ Gluggasýning Ingibjargar Þ. Guð- mundsdóttur stendur í Gallerí Sneglu, listhúsi á horni Klapparstígs og Grettis- götu. Sýningin ber heitið Himinn og jörð. Sýningin stendur til 7. september. Sýning Bjarna H. Þórarinssonar sjón- háttarfræðings stendur nú í Reykjavík- urAkademíunni í JL-húsinu Hringbraut 121 Bjarni sýnir úrval af verkum sínum undanfarin ár. Sýning Bjarna er opin 9 til 17 virka daga og stendur til 1. október. Guðrún Vera Hjartardóttir sýnir fígúra- tífa skúlptúra í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5. Sýningin ber yfirskriftina Rætur og eru skúlptúrarnir gerðir eru út frá löngun listamannsins til að skilja tengsl manneskjunnar við náttúruna. Sýningin stendur til 9. september og er opin frá kl. 14.00 til 18.00, fimmtudaga til sunnudaga. Gunnar Gunnarsson sálfræðingur og myndlistamaður sýnir í Lóuhreiðrinu í Kjörgarði. Sýningin er opin virka daga frá 9 til 18 og stendur út september. Stórdansleikur með Gamel Dansk á CATALINU Hamraborg 11, Kópavogi Föstudags- og laugardagskvöld 25. og 26. ágúst f (patahna Njáluþing á Hvolsvelli: Á Njáluslóðum NJÁLA ER ENDALAUS UPPSPRETTA Arthúr Björgvin Bollason er einn þeirra sem flytja munu erind á Njáluþingi á Hvolsvelli. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Sögusetursins á Hvolsvelli og Stofnunar Sigurðar Nordals. ráðstefna Stofnun Sigurðar Nordals og Sögusetrið á Hvolsvelli gangast fyrir ráðstefnu um Njálssögu í fé- Iagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, nú um helgina. Ráðstefnan hefst kl. 10 í fyrramálið og lýkur síðdegis sunnu- daginn. Á annað hundrað manns hafa skráð sig til þátttöku. Erindi á ráðstefnunni flytja Arth- úr Björgvin Bollason, Helga Kress, Jón Böðvarsson, Jón Karl Helgason, Kristján Jóhann Jónsson, Kristrún Heimisdóttir, Oddgeir Guðjónsson, Pétur Gunnarsson og Robert Cook. Þá kynnir Sverrir Tómasson nýja fræðilega útgáfu af Njálssögu sem Stofnun Árna Magnússonar á íslandi vinnur að. Farið verður á Njáluslóðir undir leiðsögn heimamanna og karlakór og einsöngvarar flytja ráðstefnugest- um á söguslóð Ijóðaflokk Guðmund- ar Guðmundssonar skólaskálds um efni Njálssögu. Jón Laxdal gerði lög- in. Einnig taka ráðstefnugestir þátt í söguveislu í Sögusetrinu á Hvols- velli á laugardagskvöld. Nánar um dagskrána á heimasíðu Stofnunar Sigurðar Nordals http://www.nordals.hi.is ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.