Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ HRAÐSOÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR ÞORSTEINN NJÁLSSON formaður Tóbaksvarnarnefndar Ánægja með viðbrögð almennings HVERNIG finnst þér almenningur hafa brugðist við nýju tóbaksvarnariögun- um? Við höfum verið sammála um það ég og Þorgrímur Þráinsson að við- brögð almennings séu mjög góð og við erum yfir höfuð mjög ánægðir með viðbrögð hjá flestum veitinga- mönnum. Það kom okkur á óvart hvað þeir hafa sýnt mikið frum- kvæði að aðlaga sig að lögunum. Ég hef spurt út í þetta á þeim veitinga- stöðum sem ég hef farið á og þá virðist það vera almenningur sem hnippir í veitingamennina og bendir þeim á lögin og spyr um reyklausa rýmið. HVAÐA vandkvæði hafa komið upp að ykkar mati? Engin sem ég hef orðið var við. En ég hef orðið var við að það er þröng- ur hópur af fólki sem hefur gaman af lagatúlkunarþættinum á lögun- um. Þessum löglærðu mönnum verður tíðrætt um að verið sé að skerða tjáningarfelsi manna að ekki megi fjalla um tóbak nema í því skyni að vara við skaðsemi reyking- ar. En ástæðan fyrir því að þetta var sett inn í lögin í byrjun er sú að tó- baksfyrirtækin eru lagin við það að koma skilaboðum sínum á framfæri. Við vitum öll að góð umfjöllun um tóbakstegundir í blaði er á við margar auglýsingar og við sem samfélag viljum ekki að þetta sé í blöðunum til að ýta undir reykingar hjá yngra fólki. Ég þekki engan sem vill að ungt fólk byrji að reykja en ég veit um nokkra sem vilja ekki hætta að reykja - en það er líka þeirra val. Þannig að það er ákveðin hugsun á bak við það að takmarka umfjöllun um tóbakið. HVAÐ er næsta skrefið hjá Tóbaks- varnarnefnd? Við setjum okkur fyrst og fremst í þær stellingar að fá almenningsálit- ið með okkur áfram en það hefur al- deilis snúist á sveif með okkur á undanförnum árum. Við viljum fá almenning til að halda áfram að taka afstöðu. Reykingar eru einka- mál manna en við hin sem reykjum ekki, um 80% af þjóðfélaginu, við verðum að fá að ganga um án þess að ganga í gegnum fýluna og ganga í gegnum þessi eiturefni sem eru í tóbakinu. Án þess að ég sé að reyna að hljóma fanatískur þá er þetta sneisafullt af óþverra. HVAÐ finnst þér um gluggaútstillingu Tóbaksverslunarinnar Bjarkar? Mér finnst allt í lagi að fólk láti í sér heyra og hafi álit á hlutunum. En ég er bara ekki sammála rökfærslu eiganda verslunarinnar að það sé betra að krakkar í skólum taki í nef- ið og vörina fremur en að reykja. Við vitum að nikótín er mjög öflugt ávanaefni og skammtur af nikótíni sem kemur úr nef- og munntóbaki er mjög mikill. Hann er það mikill að ef þú tekur lítinn skammt í vör- ina eða í nefið og ert óvanur þá verður þú fárveikur. Þorsteínn Njálsson hefur verið formaður Tóbaksvarnarráðs slðan í nóvember 1996. Hann er læknir að mennt. 26 ára gamall maður ' fundinn sekur: Hótaði Bush lífláti taivipa.flórída.ap. 26 ára gamall karl- maður hefur verið fundinn sekur um að hafa hótað George W. Bush, Bandaríkjaforseta, lífláti í maí síð- astliðnum. Á hann yfir höfði sér allt að 5 ára fangelsi og 25 milljón króna sekt. 32 ára gamall maður frá I FRÉTTIR AF FÓLKI Það er talsverður titringur innan Samfylkingarinnar vegna væntanlegs kjörs nýs for- manns fram- kvæmdastjórnar í stað Ágústs Ein- arssonar á lands- fundi í nóvember. Þegar hafa verið nefnd nöfn Ein- ars Más Sigurð- arsonar, Helga Hjörvars, Marð- ar Árnasonar og Ásu Richards- dóttur. Nú heyrum við að Ágúst Einarsson hafi hvatt Ásu til að gefa kost á sér í embættið og hún telji sig einnig eiga stuðn- ing þingflokksformannsins, Bryndísar Hlöðversdóttur. Enn um Samfylkinguna. Tryggvi Harðarson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, sem er ekki síst þekktur fyrir að hafa keppt við Össur Skarphéðinsson um formanns- stólinn er sagður ætla sér ný hlut- verk innan flokksins. Eins og kunnugt er ætlar Tryggvi ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu í bæj- arstjórn. Fullvíst er talið að hann sæki á ný mið - fari í framboð til Alþingis. Kántrýæðið á sér fá tak- mörk. Það er ekki bara að tólf þúsund hafi mætt á Kán- trýhátíðina. Nú er verið að kenna línudans víða og það nýjasta er að dansinn hefur haldið innreið í Breiðholtið. Eg- ill Örn Jóhannesson danskenn- ari verður með kennslu í ÍR- heimilinu öll þriðjudagskvöld. Byrjendur mæta í kennslu klukkan hálf sjö og þeir sem eru lengra komnir dansa síðar um kvöldið. ikill meirihluti lesenda eyjafrétta í Vestmannaeyj- um er þeirra skoðunar að póli- tískum ferli Árna Johnsen sé lokið. Þetta kom fram í könnun sem gerð var. Alls tóku 338 þátt og sögðu 247 eða 73,08% að Árni ætti ekki afturkvæmt í pólitík en 91 eða 26,92% höfðu trú á því að hann væri ekki bú- inn að segja sitt síðasta. Mörgum Austfirðingum er heitt í hamsi vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Á Fréttavefnum er að finan grein eftir Elmu Guðmundsdóttur. Pistill hennar endar á þessum orðum: „Byggið upp vegina fyr- ir austan svo fólksflutningarnir þaðan gangi hraðar fyrir sig. Og auglýsingarnar í Mogganum gætu hljóðað eitthvað á þessa leið: Harðduglegu fólki að aust- an vantar sárlega vinnu. Allt kemur til greina. Ekki er kraf- ist hárra launa. Upplýsingar í tjaldi 7 í flóttamannabúðunum við Suðurlandsveg." FRIÐUR Ceorge W. Bush þarf að vara sig á ýmsum brjálæðingum sem hafa uppi hugmyndir sem koma hvergi nærri friðarhugsjóninni. Tampa í Flórída var auk þess eph Lieberman, sem bauð sig fram dæmdur í tæplega 5 mánaða stofu- til varaforseta Bandaríkjanna í síð- fangelsi fyrir að hóta að myrða Jos- ustu forsetakosningum. ■ Körfubolti á Isafirði Fjármagn- aður með klósettpappír fjáröflun Körfuboltafólk á ísa- firði er að safna peningum vegna samnings við Kathryn Otwell, en hún hefur gert samning við félag- ið. Auk þess að leika með kvenna- liði þeirra ísfirðinga mun hún þjálfa yngri flokka. Kathryn ku hafa mikla reynslu í þjálfun og þess vegna er gert ráð fyrir að hún gagnist vel í unglingastarfi þeirra Vestfirðinga. Kathryn mun koma til síns nýja heimabæjar innan skamms. ■ AF HÁU BRETTI íslenskar stúlkur þurfa víst ekki að bíða lengi eftir því að fá Coldplay-piltana aftur í heimsókn en þeir hafa víst áhuga á þvi að taka hér upp nokkur lög fyrir næstu plötuna sína. Drengirnir féllu víst vel í kramið hjá kvenþjóðinni ef marka má öskrin í salnum þegar Ijósin voru kveikt svo hægt væri að skima eftir kærustu fyrir gitarleikara hljómsveitarinnar, Jon Buckland. Coldplay troðfyllti Höllina Coldplay fyllti Laugardalshöllina á miðvikudagskvöldið. Kunnu Is- lendingum sérstakar þakkir fyrir hversu vel þeim var tekið. Vildu fá að sjá upprunastað Emilíönu Torrini og Sigur Rósar. tónleikar Gríðarlega stemmning var í Laugardalshöllinni á mið- vikudagskvöldið þegar breska popp/rokk hljómsveitin Coldplay spilaði fyrir fullu húsi. Yfir fimm þúsund miðar voru seldir þegar hljómsveitirnar Sálin og Maus voru að ljúka sér af og þá voru fjölmargir sem biðu eftir því að kaupa miða. Forsvarsmenn tón- leikanna sögðu um það leyti þegar Coldplay var að stíga á stokk að líklegast yrði uppselt á tónleikana. Óhætt er að segja að þeir fóru því ansi nærri. Allt ætlaði um koll að keyra þegar hljómsveitin sagðist ætla að taka lagið Yellow. Sagt hefur verið að lagið sé óður til íslensku söng- konunnar Elísu Geirsdóttir sem sungið hefur fyrir hljómsveitina Bellatrix. „Sumir segja að þetta lag sé um íslenska söngkonu, sumir segja að þetta lag sé um ást. Hvað svo sem lagið er um þá fílum við það öll,“ sagði Chris Martin, söngvari Coldplay, um leið og kveikt var á gríðarsterkum gulum ljóskösturum og ungar stúlkur féllu í yfirlið á meðan hljómsveitin gerði allt vitlaust með laginu góða. Coldplay-piltarnir kunnu ís- lendingum sérstakar þakkir fyrir það að taka jafn vel á móti sér og raun bar vitni um og sögðu að slík- ar móttökur hefðu þeir ekki fengið frá því að þeir komu fyrst í heim- inn. „Sumir hafa gagnrýnt okkur fyrir að koma hingað eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi, en við viljum að þið vitið að sú gagn- rýni er ekki á rökum reist. Við erum ykkur rosalega þakklátir fyrir að taka á móti okkur því okk- ur hefur alltaf langað til þess að koma hingað - hingað á staðinn þar sem hin frábæra Emilíana Torrini og Sigur Rós eru frá,“ sagði Mart- in við gríðarlegan fögnuð um fimm þúsund manns. Kári Sturluson hjá fyrirtækinu Hr. Örlygur, sem stóð fyrir tón- leikunum, sagði að ólíklegt væri að Coldplay-menn myndu taka upp myndbönd fyrir lög sín á næst- unni. „En á meðan dvöl þeirra stóð skoðuðu þeir nokkur hljóðver með upptökur í huga. Ef af því verður munu þeir taka hér upp fyrir næstu plötuna sína,“ sagði Kári og var síðan rokinn til þess að sinna stjörnunum. Ómar R. Valdimarsson Þá æsist leikurinn fyrir borg- arstjórnarkosningarnar. Væntanlegt framboð Frjál- slynda flokksins, með Margréti Sverrisdóttur í fyrsta sæti hef- ur valdið áhyggjum víða. Talið er að hún hafi nokkra möguleika á að ná kjöri og þess vegna ekki útilokað að næsti meirihluti í Reykjavík verði skipaður fólki af tveimur framboðslistum. Þau sem standa að Reykjavíkurlist- anum hafa leitt hugann að því að bjóða Margréti sjöunda sætið á sínum lista og tryggja þar með að þau atkvæði sem Mar- grét og aðrir frjálslyndir fá - skili sér til Reykjavíkurlistann. Ef rétt er, er ekki útilokað að keppni verði um liðstyrk minns- ta flokksins - þar sem öruggt má telja að sjálfstæðismenn muni ekki sitja auðum höndum meðan keppinautarnir sjanghæa Margréti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.