Fréttablaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 7
PRIÐJUDAGUR 28. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
7
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Salemi vid göngustíga
Útivist Líkur eru á því að næsta
vor verði sett upp almennings-
salerni á lengstu gönguleiðum
borgarinnar til hægðarauka fyr-
ir borgarbúa. Þarna er t.d. um að
ræða gönguleiðirnar Miðborg -
Laugarnes og Ægissíða - Naut-
hólsvík. Á fundi umhverfis- og
heilbrigðisnefndar í sl. viku var
samþykkt samhljóða að vísa
þessari tillögu, sem Sólveig Jón-
asdóttir flutti, til meðferðar hjá
starfshópi um heildstæða
stefnumörkun útivistarsvæða
borgarinnar.
Sólveig Jónasdóttir segir að
gert sé ráð fyrir að þarna verði
sett upp eitt salerni á hvorn
þessara göngustíga. í þeim efn-
um verður leitast við að fella út-
lit þeirra að umhverfinu. Aftur á
móti sé óvíst hvað þetta muni
kosta. Hún segir að ástæðan fyr-
ir því að hún ákvað að bera þessa
tillögu fram í nefndinni sé m.a.
sú að einstaklingar og gönguhóp-
ur hefðu vakið athygli hennar á
því að það væri full þörf á því að
koma upp þessari aðstöðu. ■
GÖNGUSTÍGAR
Viðbúið er að útivistar-
fólk fagni því að borgin
setji upp salerni á löng-
um og fjölförnum
gönguleiðum.
IlÖGMEGMJFRÉTTIWÍ
A: '* ‘v *•* ’■ y' *L' ’ ■
Arekstur várð á Vesturlands-
vegi við Hafnarskóg um
sjöleytið í fyrrakvöld. Var bíll að
taka fram úr þegar hann lenti á
öðrum sem á móti kom. Engin
slys urðu á fólki. Að sögn lögregl- l
unnar í Borgarnesi mátti ekki J
miklu muna að f jórir bílar hefðu t
orðið illa úti en sá sem reyndi ;
farmúraksturinn þurfti að taka j
fram úr tveimur bílum sem á und- j
an voru. Sagði viðmælandi Frétta- j
blaðsins brögð vera að því að j
menn vildu fram úr bílum með ,
fellihýsi en reglan er sú að þeim ,
er ekki heimilt að keyra hraðar en
á 80 km hraða. Sagði hann af þeim
sökum þá ökumenn sem keyra
mættu á 90 km hraða freistast til
að reyna framúrakstur.
Eignir hafðar af fólki
Fólk er örvinglað, segir fasteignasali. Breytingar á brunabótamati jafngilda eignaupptöku á
fasteignum að mati fasteignasala. Félagsmálaráðherra segir nýjar reglur um húsbréfalán koma
til móts við breytingarnar. Því hafna fasteignasalar.
fasteignir. Breytingar á bruna-
bótamati og á viðmiðun húsbréfa-
lána hafa skelfilegar afleiðingar
fyrir eigendur og væntanlega
kaupendur íbúða, einkum smærri
íbúða, í eldri hverfum segir Frans
Jezorski, fasteignasali á fast-
eignasölunni Hóli.
„Það hefur fjöldinn allur af
fólki hringt til okkar í örvinglan,
hér loga allar línur,“ segir Frans
sem bendir á að brunabótamatið
hafi lækkað verulega á mörgum
eignum í vinsælum eldri hverfum
á borð við Hlíðar, Þingholt og
Vesturbæ. Það jafngildir að hans
mati eignaupptöku á þessum eign-
um, sem eigendur skuldlausra
íbúða verði verst fyrir. Ástæðan
er sú að brunabótamat stýri verð-
inu og ef það lækkar geti fólk ekki
selt eignina á sama verði og fyrir
breytingu. Frans segir eigendur
hér bera skarðan hlut frá borði og
bendir á að verðmæti landans
liggi mikið til í húseignum.
Brunabótamat eigna á landinu
var endurskoðað í sumar og nýtt
mat tekur gildi 15. september
næstkomandi. Samkvæmt því
lækkar brunabótamat að meðal-
tali um 4% á landsvísu en tæp
13% í Reykjavík. Ljóst er að lækk-
unin er afar misjöfn milli hverfa.
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, tilkynnti í gær um breyt-
ingar á viðmiðun húsbréfalána.
Frá og með 1. september munu
þau miðast við kaupverð, og vera
65%-70% af því, en þó aldrei
verða meira en 85% af brunabóta-
mati. Hingað til hefur fólk getað
fengið 65-70% húsbréfalán sem
miðaðist við kaupverð eða bruna-
bótamat, eftir því hvort var
lægra.
Páll segir að verið sé að koma
til móts við kaupendur með breyt-
ingunum og fasteignasala sömu-
leiðis vegna þess að nú verði mið-
FRANS JEZORSKI
Breytingarnar eru þeim sem vinna á fasteignamarkaði alveg óskiljanlegar. Verið að keyra
niður verð á eignum í hverfum sem hafa verið mjög vinsæl.
að við kaupverð. Páll sagði það
sitt mat að tilfelli þar sem mikill
munur væri á söluverði og bruna-
bótamati væru afar fá. Hann benti
einnig á að fólk ætti að sækja um
endurmat ef það væri ósátt við
matið. Páll sagði einnig að það
væri vilji ráðuneytisins að halda
aftur af hækkunum á fasteignum
sem hefðu verið óeðlilegar undan-
farið. Fasteignasölum væri hins
vegar í hag að lánsmöguleikar
væru sem mestir.
Frans og félagar hans vísa því
hins vegar á bug að þeir hafi eigin
hagsmuni í huga. Auk seljenda
verði kaupendur mjög illa úti því
bitist verði um þær eignir sem
eru til staðar í umræddum hverf-
um og eru með nægilega mikið af
áhvílandi lánum sem hægt er að
yfirtaka. Fasteignasalar benda
einnig á að í eldri hverfunum sé
brunabótamat nær alltaf lægra en
söluverð.
sigridur@frettabladid.is
VERDDÆMI FENGIN FRÁ
FASTEIGNASÖLUNNI HÓLI.
DÆA/II 1
3. herbergja íbúð á rólegum og gáð-
um stað i Hliðunum.
í dag: Brunabótamat: 7,5 milljónir
Verð: 9,5 milljónir
Kaupandi fær 4,9 milljónir í húsbréf
(65 % af brunabótamati).
Sölumat: Vinsæl eign.
Eftir 15. september
Brunabótamat: 4,4 milljónir
Verð: 8,5 milljonir
Kaupandi fær: 3,7 milljónir í húsbréf
(85% af brunabótamati)
Sölumat: Erfið í sölu.
DÆMI 2
Lítil 2. herbergja ibúð I Vesturbæ.
í dag: Brunabótamat 6,2 milljónir
Verð: 6,2 milljónir
Kaupandi fær: 4,0 milljónir í húsbréf
Eftir 15. september
Brunabótamat: 3,7 milljónir
Verð: 5,5 milljónir
Kaupandi fær 3,1 milljónir í húsbréf
Flóttafólk á flutningaskipi:
Hver á að taka við fólkinu?
ástralía cnn Norsk, áströlsk og
indónesísk stjórnvöld deila nú um
hvað eigi að gera við 434 flótta-
menn, þar af 22 börn, sem norska
flutningaskipið Tempa bjargaði
úr sökkvandi indónesískri ferju í
gær.
Áströlsk yfirvöld, sem hingað
til hafa tekið við flóttamönnum,
segjast ekki geta tekið við þeim
þar sem nauðsynleg gögn skorti
um fólkið. Það hjálpar ekki til að í
Ástralíu eru málefni flóttamanna
mjög viðkvæmt mál.
Talsmaður indónesíska utan-
ríkisráðuneytisins segir að „ef
Ástralía vill ekki taka á móti þeim
vegna skorts á gögnum, þá sjáum
við heldur engan ástæðu til að
taka á móti þeim“.
Flóttamennirnir, sem koma frá
Afganistan og Sri Lanka, voru á
leiðinni til Singapore þegar þeim
var bjargað. Þeir heimta að vera
fluttir til Ástralíu en ekki
Indónesíu þar sem þeim var
bjargað á alþjóðlegu hafsvæði og
hóta að stökkva útbyrðis ef ekki
verður farið eftir þessum kröf-
um.
„Við lítum á þetta sem mjög
flókið mál, vió getum þó ekki lát-
ið löndin á þessu svæði komast
hjá því að taka ábyrgð,“ sagði
norski utanríkisráðherrann
Karsten Klepsvik.
Á meðan á þessu stendur siglir
norska flutningsskipið um Ind-
landshaf, um 220 kílómetra fyrir
sunnan Jahva, og bíður eftir að
deilan leysist. Skipstjóri skipsins,
segir að það verði að gerast fljótt
þar sem hann óttast um heilsu
fólksins. ■
FERJAN
Alls voru 434 flóttamenn um borð. Nú vill enginn taka við þeim.
Brunabótamat og
húsbréf:
Fimmtán
daga óvissa
fasteignir Breytingar á viðmiðun
húsbréfalána og brunabótamati
ganga ekki í gildi á sama tíma. Páll
Pétursson, félagsmálaráðherra, til-
kynnti í gær að 1. september næst-
komandi myndi viðmiðun húsbréfa-
lána breytast. Frá og með þeim
tíma miðast húsbréfalán við 65-
70% af kaupverði, en verða þó
aldrei meira en 85% af brunabóta-
mati. Hingað til hafa húsbréfalán
verið 65-70% af kaupverði eða
brunabótamati, eftir því hvort var
lægra. Nýtt brunabótamat tekur
hins vegar ekki gildi fyrr en 15.
september. Samkvæmt því ættu
kaupendur að hafa 15 daga sóknar-
færi til að kaupa húseignir með
gamla brunabótamatinu og fá 85%
lánað af þeirri upphæð. Fasteigna-
sali sem málinu er kunnugur segir
fátt hafa verið um svör í félags-
málaráðuneytinu þegar þetta mis-
ræmi var borið undir fólk þar. Þar
hafi hver vísað á annan þegar hann
hringdi til að falast eftir upplýsing-
um um breytingarnar. Fasteigna-
salar hafi fyrst heyrt um þær í fjöl-
miðlum, mikið væri hins vegar
hringt í þá af húsnæðiseigendum og
væntanlegum kaupendum til að fá
upplýsingar. ■
Leitin að „langlífis-
geninu“:
Hringurinn
þrengist
washington. ap Vísindamenn við
Beth Israel sjúkrahúsið í Boston í
Bandaríkjunum skýrðu frá því í
gær að hópur erfðavísa á afmörk-
uðu svæði á litningi fjögur geti
lumað á leyndarmáli langlífis. Vís-
indamennirnir rannsökuðu erfða-
vísa systkina sem hafa lifað langt
fram á elliár og telja sig hafa fund-
ið smávægileg frávik í gerð erfða-
vísanna sem þeir telja orsök lang-
lífis. Á þessu tiltekna svæði á
fjórða litningnum eru milli 100 og
500 erfðavísar, en vísindamennirn-
ir segjast ekki enn hafa áttað sig á
því hverjir þeirra eða hve margir
af þeim tengjast langlífi, auk þess
sem líkur séu til þess að erfðavísar
á öðrum litningum eigi líka sinn
þátt í langlífi. ■
IlögreglufréttirI
Bílvelta og útafakstur var það
sem lögreglan í Hólmavík
þurfti að kljást við um helgina.
Á laugardeginum ók maður út
af norðan við Hólmavlk en talið
er að hann hafi misst valdi á
bifreiðinni. Ökumaður var flutt-
ur með sjúkraflugi til Reykja-
víkur en að sögn lögreglu eru
meiðsl mannsins ekki talin al-
varleg. Þá valt bíll rétt sunnan
við Hólmavík á sunnudeginum.
Maðurinn slapp ómeiddur og er
talið að þar hafi bílbelti skipt
sköpum.