Fréttablaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Alex Ferguson: Fúll út í dómarann knattspyrna Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Man. Utd. telur að Graham Barber, dómarinn í leikn- um gegn Aston Villa, hafi haft sig- ur af United vegna þess að hann hafi ekki bætt við tilskyldum við- bótartíma. Ummælin vekja at- hygli ekki síst þar sem þær fjórar mínútur, sem Barber bætti við hefðbundinn leiktíma, dugðu Man. Utd. til að jafna leikinn og þar með tryggja liðinu mikilvægt stig í Úrvalsdeildinni. Ferguson, sem er þekktur fyrir að fylgjast vel með leiktímanum, taldi að Barber hefði hugsanlega átt að bæta 14 mínútum við hefð- bundinn leiktíma. „Fjórar mínútur voru bara grín,“ sagði Ferguson. „Leikurinn var a.m.k. stoppaður fjórum sinn- um vegna meiðsla og þá var fjór- um leikmönnum skipt inn á. Það tók Peter Schmeicher líka alltaf eina mínútu að sækja boltann. Hversu miklum tíma hefði átt að bæta við? A.m.k. 14 mínútum." „Við erum með klassa lið, sem hefur sýnt að það gefst aldrei upp. Ef tilskyldum tíma hefði verið bætt við hefðum við líklega unnið leikinn." John Gregory, framkvæmda- stjóri Aston Villa, var hins vegar algjörlega ósammála Ferguson. „Alex kvartaði en ég held að ÓÁNÆGÐUR Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd., telur að Graham Barber dómari hafi átt að bæta 14 mínútum við leikinn gegn Aston Villa. Barber hafi í raun verið mjög gjafmildur með því að bæta fjór- um mínútum við leikinn,“ sagði Gregory. ■ Enski boltinn: Dudek til Liverpool? KNATT5PYRNA Jerzy Dudek, hinn pólski markvörður Feye- noord í Hollandi, gæti verið á leiðinni til Liverpool fyrir 5,7 milljónir punda að því er fram kemur í hollenskum fjölmiðl- um um helgina. Dudek var sterk- lega orðaður við Arsenal í sumar en ekkert varð úr þeim kaupum þar sem Lundúnaliðið keypti Richard Wright frá Ipswich. Hol- lenska fréttastofan ANP greindi DUDEK Hollenskir fjölmiðlar segja að Gerard Houllier hafi átt fund með Jerzy Dudek á sunnudaginn. verið aðalmarkvörður anfarin misseri. frá því að Gerard Houllier, fram- kvæmdastjóri Liverpool, hefði átt fund með Dudek í Rotterdam á sunnu- daginn fyrir leik Feyenoord og Ajax, sem Ajax sigraði 2- 1. Ef Dudek gengur til liðs við Liverpool vakna upp spurning- ar um framtíð Sand- er Westerveld hjá liðinu, en hann hefur þess und- í VANDRÆÐUM Sven Göran Eriksson á í vandræðum með lið sitt en þó nokkrir leikmenn eru meiddir og einhverjir tæpir. Þar á meðal er fyrirlið- inn David Beckham. Undankeppni HM: Murphy í landsliðið knattspyrna Danny Murphy, leik- maður Liverpool, er í 25 manna hópi Sven Göran Eriksson- , landsliðsþjálfara Englands, en liðið mætir því þýska á laugardag- inn kemur. Liðin eiga í harðri bar- áttu um laust sæti á HM 2002. Teddy Sheringham, leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður Man. Utd., er hinsvegar dottinn úr hópnum og fer þjálfarinn því að- eins með fjóra framherja í leik- inn. Þeir eru Andy Cole, leikmað- ur United, Michael Owen, Emilie Heskey og Robbie Fowler frá Liverpool. Alan Smith frá Leeds er meiddur, sem og Martin Keown, Nicky Butt og David James. Owen Hargreaves, leik- maður Bayern Múnchen, heldur sæti sínu en óvíst er með David Beckham en hann meiddist í leik gegn Aston Villa um síðustu helgi. „Þetta kemur mér talsvert á óvart þar sem svo lítið er liðið af tímabilinu," sagði Murphy þegar Eriksson hafði kunngjört val sitt. England mætir Þýskalandi á laugardag og því albanska f jórum dögum seinna. Eriksson segir að það sé erfið barátta framundan. „Það eru tveir erfiði'r leikir framundan en ég hef fulla trú á þessum hóp. Ef við ætlum okkur að vinna riðilinn verðum við að sigra í Múnchen. Eins og er kemst aðeins sigur að,“ sagði hinn sænski Eriksson. ■ Undankeppni HM: Scholl meiddur knattspyrna Þjóðverjar leika án Mehmet Scholl, miðvallarleik- manns Bayern Munchen, þegar þeir mæta Englendingum á laug- ardaginn kemur í undankeppni HM. Scholl er meiddur á ökkla en hann hefur verið einn besti leik- maður Þjóðverja undanfarin ár. Hann missti af vináttulandsleik við Ungverjaland fyrir skömmu, sem Þjóðverjar unnu með 5 mörk- um gegn 2. Scholl hefur skorað 8 mörk í þeim 35 landsleikjum sem hann hefur spilað og hefur verið lykil- maður í landsliðinu sem og hjá Bayern. H Karla HReynnc ý 8-vikna námskeið hefjast 3. september. otaðu tækifærið og breyttu þinum lífsstíl til ns betra. Láttu Hreyfingu hjálpa þérvið að á þínu takmarki. Hreyfing Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is Hreyfing er hluti af mínu lífi Freyr Þórðarson, 27 ára, nemi við Háskólann í Reykjavík. Hefur æft í Hreyfingu í rúmt ár. Ég mæti að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku og finn mikinn mun á mér eftir að ég fór að stunda reglubundna þjálfun. Líkamsræktina stunda ég til að halda mér í góðu formi, jafnt líkamlega sem andlega. Eftir að ég fór að æfa reglulega er mun auðveldara að vakna á morgnana og ég er orkumeiri í amstri dagsins. Námskeiðið auðveldaði mér að gera þjálfunina að föstum lið í lífi mínu. Mér finnst gott að koma í Hreyfingu vegna þess að andrúmsloftið er vinalegt og þægilegt. Aðstaðan er auk þess öll til fyrirmyndar og nýju tækin í tækjasalnum eru frábær. Starfsfólkið er alúðlegt og vill allt fyrir mann gera. Svo hef ég kynnst fullt af skemmtilegu fólki í Hreyfingu! Ég mæli með Hreyfingu!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.