Fréttablaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 28. ágúst 2001 ÞRIÐIUPACUR . ísraelsmenn hefna sín enn: Morðárás gerð í Ramallah GAPANDI SVARTIR GLUGGAR Tveir palestínskir lögreglumenn ganga þarna framhjá skrifstofunni sem sprengjum var skotið á. Fylgdarmenn forsætis- ráðherra Kanada: Af íslensku ætterni heimsókn Heimsókn forsætisráð- herra Kanada, Gary Doer, hófst í fyrradag en hann er hingað kom- inn til lands í boði Davíðs Odds- sonar. Með ráðherranum í för er kona hans, Ginny Devine, Ron Lemieux, ráðherra menningar- og ferðamála, embættismenn og við- skiptasendinefnd. Margir af þeim sem eru í för með ráðherranum eru af íslenskum uppruna. Ráðherrann mun í dag fara norður í Skagafjörð þar sem Vest- urfarasetrið á Hofsósi verður skoðað og á morgun verður heim- sókn í Alþingi og Bláa lónið. ■ ramallah. ap ísraelski herinn réð í gær 63 ára Palestínumann, Mustafa Zibri, af dögum með því að skjóta sprengjum inn um glugg- ana á skrifstofu hans í Ramallah á Vesturbakkanum. Zibri, sem oftast gekk undir nafninu Abu Ali Mustafa, var valdamesti leiðtogi Palestínumanna sem ísraelsmenn hafa tekið af lífi í átökunum síð- ustu ellefu mánuðina. ísraelsmenn sögðu árásina hafa verið hnitmiðaða og gerða í hefnd- arskyni fyrir nokkrar sprengju- árásir sem Palestínumenn bera ábyrgð á. Tveimur flugskeytum var skotið úr þyrlum á skrifstofu Zibris og sögðu Palestínumenn í kjölfar þess ljóst að ísraelsmenn væru komnir í allsherjar stríð gegn þeim. Zibri var leiðtogi samtaka sem nefnast Alþýðufylking til frelsun- ar Palestínu (PFLP). Þetta eru næst stærstu aðildarsamtök frels- ishreyfingar Palestínu (PLO). Palestínustjórn sagði Bandarík- in bera óbeina ábyrgð á árásinni og sögðu ísraelsmenn vera að kynda enn undir átökunum sem kostuðu sjö ísraelsmenn og fjóra Palestínu- menn lífið um síðustu helgi. ■ Blómin sett á haugana Umframframleiðsla keyrð á haugana í stað þess að bjóða blómabúðum hana á lægra verði. Að- eins ein blómaheildsala á Islandi. Blómaverð til neytenda hefur lækkað á undanförnum árum. VERÐI STJÓRNAÐ? Formaður Félags blómabúðareigenda, Sigríður Ingólfsdóttir, hefur farið fram á fund með landbúnaðarráðherra vegna málsins. Hún tekur þó fram að verð á blómum hafi laekkað umtalsvert á sl. árum. Framkvæmdastjóri Græns markaðs, Sigurður IVIoritzson, segir að það sé misskilningur að fyrirtækið stjórni verði á blómum með þessum hætti. Stúlkan á myndinni tengist efni greinarinnar ekki. RADISSON SAS Radisson rekur hótel i Bændahöllinni en kemur ekki til greina sem kaúpandi, að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasam- takanna. Bændahöllin: Föl fyrir 4 milljarða? fasteicnir „Þaö hefur staðið til í nokkurn tíma að selja bygginguna," segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, en taldi hvorki rétt að gefa upplýsingar um verð né um það hverjir hefðu sýnt áhuga. Flogið hefur fyrir að bændahöllin sé föl fyrir 3,5 til 4 milljarða og staðfesta fasteignásalar sem til þekkja að sá verðmiði sé ekki ólík- legur. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, seg- ir félagið hafa skoðað kaup en slíkt hafi ekki verið talið vænlegt vegna anna félagsins á öðrum vígstöðv- um. Þyrping á Flugleiðahótelin auk fjölda annarra eigna. ■ —4.... Hvalveiðar: Vilja hefja veiðar á ný SKOÐANAKönnun 85,8% þeirra sem taka afstöðu í skoðanakönnun PriceWaterhouseCoopers segjast telja að íslendingar eigi að hefja hvalveiðar að nýju. Karlmenn eru nokkuð hlynntari hvalveiðum en konur, níu af hverj- um tíu körlum vilja hefja hvalveið- ar á ný en 82% kvenna. Eldra fólk er hlynntara hvalveiðum en yngra fólk ög landsbyggðarfólk er hlynntara hvalveiðum en íbúar höfuðborgarsvæðisins. ■ viðskipti Miklu magni af blómum er hent í viku hverri og er þar um að ræða umframframleiðslu sem ekki fæst seld á lægra verði frá heildsölum til blómasala. Þetta staðfestir Sigríður Ingólfsdóttir, formaður Félags blómabúðaeig- enda, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins í þessu og öllum öðrum vörum að það er umfram- framleiðsla. Þegar framleiðslan er mest á sumrin þarf þetta að koma til, svipað og í grænmet- inu,“ sagði Sigríður og bætti því við að blómabúðaeigendur hefðu reynt að kaupa umframfram- leiðslu frá heildsölum en það samstarf hefði ekki gengið sem skyldi. „Þetta er ákveðin pólitík og þetta á sér stað - það er engin spurning. Þetta er nákvæmlega það sama og er upp á teningnum hjá bakaríunum. Auðvitað myndu blómabúðirnar vilja taka að sér að dreifa þessum blómum og þá kannski lækka verðið en það hef- ur verið reynt og það gekk ekki,“ sagði Sigríður og benti á að lík- legasta orsökin fyrir því væri samstöðuleysi hjá blómasölum. Blómaheildsalan Grænn markaður er eina blómaheildsal- an á íslandi. Sigurð Moritzson er framkvæmdarstjóri fyrirtækis- ins og hann segir að það sé mis- skilningur að verðinu sé stjórnað með þessum hætti. „Við erum umboðssöluaðilar og seljum fyrir fjölmargar garð- yrkjustöðvar. Við erum með markað sem er opinn sex daga vikunnar og seljum óhemju mik- ið magn af blómum frá íslenskum aðilum og erlendis frá líka, en óhjákvæmilega eru alltaf ein- hver afföll. Sem hlutfall af því sem við seljum er það magn óverulegt þrátt fyrir að það sé miklu meira yfir sumartímann en á öðrum tímum," sagði Sigurður og bætti því við að salan drægist saman á sumrin en það væri ein- nig sá tími sem framleiðslan væri í hámarki. „Þú getur keypt blóm í öllum stórmörkuðum og bensínstöðvum í dag og verðið er gjörólíkt því sem gerðist hér fyrir um það bil 10 árum,“ sagði Sigurður. Félag blómabúðareigenda hef- ur farið fram á það að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, taki málið til athugunar og mun félagið funda með ráðherranum á næstu dögum. omarr@frettabladid.is Scfitub Færanlegir nuddpottar • Fullkomnir nuddpottar sem vega aðeins 30 kg. r'^C*-** ■■■ > Geta hitað upp kai ekki er aðS- heitu vatni! > Það þarflenga pottunum,, 10 amp. tp > Sumar sel ■tastyfneiuu a allan solarrfri ^gjnn. íum er hægt aö rutla i gegnum öll stöðluð hurðaop. Á kjörhita allan sólarhringinn, orkukost. afieins 1.000 kr. á mán. Reykjavíkurborg fer ekki að tillögum Samkeppnisráðs: Tónskóli Hörpunnar styrklaus tónmennt Kennsla í tón- mennt mun hækka hjá Tónskóla Hörpunnar sök- um þess að Reykjavíkur- borg kýs að fara ekki að tilmælum Samkeppnis- ráðs. Þetta segir Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskólans, en sam- kvæmt áliti Samkeppnis- ráðs eru styrkveitingar borgarinnar ekki í sam- ræmi við markmið sam- keppnislaga. „Tónskóli Hörpunnar hefur farið fram á að njóta sambærilegra styrkja og aðrir tónlistar- skólar. Skólinn er í Graf- arvogshverfi og hann sækja um 200 börn en hann nýtur ekki fjárframlaga frá borginni eins og aðrir tónlistarskólar," sagði Kjartan aðspurður um mál- TÓNLISTIN HÆKKAR Borgarráð segir að engin nýr skóli hafi fengið styrki frá 1998 og því verið gætt jafnræðis. Nú stendur til að endurskoða reglur um fjárveit- ingar til tónlistarskóla en Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar, segir að nú verði að hækka námsgjöldin til þess að mæta fjárskorti skólans og mun það þýða að sum börn í Grafarvogi hafi ekki efni á tónmennt. ið. Hann bætti því við að Tónskól- inn væri ekki eini skólinn sem svona væri ástatt fyrir og væri það sökum þess að 1998 hefði borgarráð ákveðið að styrkja ekki fleiri tón- listarskóla en þá er fyrir voru. Þetta var gert til þess að sporna við því að útgjöld í þessum mála- flokki ykjust. „Þetta kemur niður á nýjum tónlistarskólum og börnunum í borginni. Borgarráð vill meina að um þetta gildi ákveðnar reglur en þær eru hvergi til á blaði,“ sagði Kjartan og bætti því við að hér gæti þess vegna verið um að ræða geðþóttaá- kvarðanir borgarráðs- manna. Þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir náðist ekki samband við Sigrúnu Magnúsdótt- ur, formann Fræðsluráðs Reykja- víkurborgar, vegna málsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.