Fréttablaðið - 01.10.2001, Síða 4
tllflMA fcBUftaJUÐ-.------1-1,
FRÉTTABLAÐIÐ
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR
Vöruskipti í ágúst 2001
Útflutningur 17,0 milljarðar króna~j
pnnflutningur 17,4 milljarðar króna |
Vöruskipta-
jöfnuður
ágúst 2000
Vöruskipta-
jöfnuður
ágúst 2001
Tíminn vinnur með talibönum:
Vetrarríki nálgast í Afganistan
hernaður Vetur er um það bil að
skella á í Afganistan. Venjulega
hefst hann í byrjun október og
stendur fram í apríl. Fjörutíu
stiga frost og brjáluð hríð eru
ekki beinlínis hagstæðar aðstæð-
ur fyrir hernaðaraðgerðir, ekki
síst þegar snjór liggur yfir öllu í
fjalllendi þar sem allar samgöng-
ur eru afar erfiðar, jafnvel á
sumrin. Á þetta er bent í Jane’s
Security, vefriti sem sérhæfir sig
í hernaðarfræðum.
„Hersveitir á jörðu niðri eiga
erfitt með að nota tækjabúnað í
þessum gífurlega kulda, og lítið
sem ekkert verður um bardaga,
sérstaklega að nóttu til,“ var haft
eftir indverskum ofursta sem
starfað hefur í Afganistan.
Hættulegt er að nota þyrlur og
léttar herflugvélar í þessu veðra-
víti, sem reyndar er verst í norð-
urhluta landsins.
Yfirvofandi vetrarríki er
væntanlega ekki síst ástæðan fyr-
ir því að hersveitir Norðurbanda-
lagsins leggja nú alla áherslu á að
komast sem næst höfuðborginni
Kabúl. Takist þeim það ekki fyrir
vetrarbyrjun þurfa þeir að berj-
ast gegnum tvö erfið fjallaskörð
niður í Kabúldal. ■
HORFT TIL KABÚL
Hermenn Norðurbandalagsins fylgjast
með andstæðingum sinum, talibönum,
á víglínunni um það bil 30 km norður
af Kabúl, höfuðborg Afganistans.
1. október 2001 IVIÁNUDACUR
Viðskiptin við útlönd:
Minni halli
viðskiptahalli Hallinn á vöruskipt-
um við útlönd fyrstu átta mánuði
ársins sem nam 11,9 milljörðum
króna. Á sama tíma í fyrra var
hallinn 26,1 milljarður. Fyrstu
átta mánuði ársins var vöru-
skiptajöfnuðurinn því 14,2 millj-
örðum króna skárri en á sama
tíma í fyrra. Vöruskiptin í ágúst
voru óhagstæð um 400 milljónir
króna, en í ágúst í fyrra voru þau
óhagstæð um 1,8 milljarða á föstu
gengi.
Verðmæti vöruútflutnings
fyrstu átta mánuði ársins var 6%
meira en á sama tíma árið áður.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu átta mánuði ársins var 5%
minna en á sama tíma árið áður. ■
Steingrímur J. Sigfússon:
Ekki til tals um
skattalækkanir
Verðhækkun Símans í
íyrirtækja
skattamál „Vaxtalækkun er brýnt
hagsmunamál og væri mun væn-
legri til þess að rétta af atvinnulíf-
ið heldur en skattalækkun," segir
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur vinstri grænna. „Leggja þarf
áherslu á að forsendur skapist hér
á landi til vaxtalækkana, en slíkt
yrði einungis gert með traustri
hagstjórn." Skatt-
ar á fyrirtæki og
fjármagnseigend-
ur hafa lækkað
umtalsvert á und-
anförnum árum.
Að sögn Stein-
gríms er skatt-
byrði atvinnulífs
ekki mikil hér á
landi, í saman-
burði við önnur
lönd, ef heildar-
skattar atvinnu-
lífsins eru skoðað-
ir. Tekjuskattspró-
senta sé svipuð og
launatengdur
kostnaður lágur. Hinsvegar hafi
skattbyrði láglaunafólks þyngst
mikið síðastliðin ár, þar sem að
skattleysismörk hafi hvorki fylgt
launavísitölu né verðlagi. „Við
erum ekki til viðtals um stórfelld-
ar skattalækkanir, þar sem byrjað
væri á fyrirtækjum," segir Stein-
grímur. „Við viljum hinsvegar vita
hvar skera ætti niður, á móti þeim
fjármunum sem teknir yrðu úr
ríkissjóði, vegna skattalækkana
fyrirtækja." ■
STEINCRfMUR
J. SICFÚSSON
Vaxtalækkun væru
mun vænlegri til
árangurs til þess
að rétta af at-
vinnulífið, heldur
en skattalækkun.
Sverrir Hermannsson:
Byrjun á fjár-
málaöngþveiti
skattamál „Það er ekki eitt, það er
allt aö í fjármálakerfinu okkar,“
segir Sverrir Hermannsson, for-
maður Frjálslynda flokksins.
„Vafalaust myndi skattalækkun á
fyrirtæki rýmka
fyrir rekstri.
Hinsvegar eru
skattar á einstak-
linga með ólíkind-
um, og þvert ofaní
öll gefin Ioforð:“
Að sögn Sverriá er
það aðeins byrjun-
in á bví fiármála-
öngþveiti sem er
að skella yfir okk-
ur, sem við sjáum
nú. Málið sé stór-
tækt og undanfar-
in ár hafi ríkið
ekki dregið saman
SVERRIR HER-
MANNSSON
llla komið fyrír
fyrirtækjum því
ráðstafanir Seðla-
bankans til að
verja gengið hafa
ekki dugað.
seglin til að mæta verðbólguskrið-
unni. Ráðstafanir Seðlabankans til
að verja gengið hafi ekki dugað,
og mikill halli sé á viðskiptum við
útlönd. Háir vextir og áframhald-
andi fall krónunnar haldist í hend-
ur. „Vaxtalækkanir ætti ekki að
viðhafa meðan verðþenslan er
eins og hún er í dag,“ segir Sverr-
ir. „Vaxtaokrið mun, hinsvegar,
leggja megnið af fyrirtækjum á
hliðina." ■
kjölfar lítillar eftirspurnar
Afslátturinn í útboðinu felldur niður á Tilboðsmarkaði og lágmarksgengi hækkað í 6,10. Breyttar
forsendur, segir Skarphéðinn Steinarsson. Gagnrýni á misskilningi byggð, segir Hreinn Lofts-
son. Greiningardeild Islandsbanka færði rök fyrir genginu 5,22.
landssíminn í ljósi þess að nokkr-
ir stærstu lífeyrissjóðir landsins
sniðgengu Landssímaútboðið
meðal annars á þeirri forsendu að
gengið 5,75 krónur væri of hátt
hefur sú ákvörðun einkavæðing-
arnefndar um að bjóða bréfin aft-
ur til sölu á genginu 6,10 vakið at-
hygli. Reiknað er með að sá hlut-
ur sem varð eftir í útboðinu verði
til boðinn til sölu á Tilboðsmark-
aði Verðbréfaþings í vikunni.
Skarphéðinn Steinarsson,
starfsmaður einkavæðingar-
nefndar, skýrir hækkunina á þann
hátt að jákvæðar
fréttir af áhuga
kjölfestufjárfesta
séu taldar líkleg-
ar til að auka
áhuga almennings
á fyrirtækinu.
„Bréfin voru á
virkilega hag-
stæðum kjörum í
útboðinu, en nú
vita menn meira
og því eðlilegt að
verðið á Tilboðs-
markaðinum end-
urspegli það.“
Komið hefur fram
að allmargir sér-
fróðir aðilar töldu
útboðsgengið 5,75 of hátt. ís-
landsbanki birti rökstudda skoð-
un um að verðið hefði átt að vera
um 10% lægra, eða 5,22, og setti
11,5% ávöxtunarkröfu á bréf fyr-
irtækisins.
Hreinn Loftsson, formaður
einkavæðingarnefndar, segir
gagnrýnina almennt hafa verið á
misskilningi byggða. „Það eru fá
fyrirtæki með jafn traustan tekju-
grundvöll og Landssíminn og þess
vegna er ekki rétt sem sumir sér-
fræðingar á markaðinum hafa
HREINN LOFTS-
SON
Lítil áhætta fólgin
I Simanum.
„Það eru fá fyr-
irtæki með jafn
traustan tekju-
grundvöll og
Landssíminn"
LANDSSlMINN
Sá tími sem landsmönnum stóð Síminn til boða á afsláttarkjörum er nú að baki, segir einkavæðingarnefnd. Ríkið býður bréfin innan
fárra daga á hærra verði vegna breyttra forsendna.
haldið fram að gera eigi mjög háa
ávöxtunarkröfu til fyrirtækisins,
allt upp í 15%,“ segir Hreinn
Loftsson, og bendir á að eðlileg
ávöxtunarkrafa geti verið 10,5%
líkt og hjá Eimskipum.
Hreinn telur í’angt að bera
Landssímann saman við félög á
borð við Íslandssíma, þar sem það
sé í mun áhættusamari rekstri.
„Það er einnig rangt að bera það
saman við símafyrirtæki úti í
heimi sem hafa skuldsett sig gríð-
arlega vegna þriðju kynslóðar
farsíma. Landssíminn er fyrir-
tæki sem aflar mikilla tekna og
þess vegna getum við selt bréf
þess á hærra verði, þetta hafa
margir ekki skilið.“
í sjóðsstreymisgreiningu ís-
landsbanka voru færð rök fyrir
genginu 5,22 og meðal annars
gengið út frá 11,5% ávöxtunar-
kröfu. „Það má líta til þess að
framtíðarhorfur í fjarskipta-
rekstri eru almennt óljósari en í
mörgum öðrum geirum og fjár-
festingarþörf þar mikil. Það getur
meðal annars skýrt hvers vegna
hægt er að mæla með hærri
ávöxtunarkröfu á Landssímann
heldur en Eimskip svo dæmi sé
tekið,“ segir Arnbjörn Ingimund-
arsson hjá greiningardeild ís-
landsbanka.
matti@frettabladid.is
,Oft verið farið af stað í framkvæmdir áður en undirbúningsvinnu hefur verið loki" segir
Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslunnar.
Ný rcglugcrð styrkir. •
Framkvæmdasýsluná':'
Geta nú
staoist póii-
tísk áhíaup
OPINBERAR FRAMKVÆMDIR „Það er
þekkt staðreynd að léleg undir-
búningsvinna hefur oft skilað sér
í mistökum í framkvæmdum,"
segir Óskar Valdimarsson, for-
stjóri Framkvæmdasýslunnar, um
nýja reglugerð um opinberar
framkvæmdir sem þegar hefur
tekið gildi. „Þaó verður miklu
ákveðnara verklag í opinberum
framkvæmdum og tekin af öll tví-
mæli um hvaða stjórnvald beri
ábyrgð á hverjum þætti í ferlinu.
Mesta breytingin er að meiri
áhersla verður lögð á frumathug-
un, en hún hún oft ekki verið gerð.
Það eru fjölmörg dæmi um að
menn hafi verið að taka skyndiá-
kvarðanir á framkvæmdatíman-
um.“
Óskar nefnir Þjóðmenningar-
húsið og skrifstofur Alþingis sem
dæmi um lélega undirbúnings-
vinnu. „í báðum þessum tilfellum
var farið af stað áður en hönnun
var lokið.“ Hann dregur ekki úr
þvi að oft á tíðum hafi pólitískur
þrýstingur ráðið hversu hratt
væri ráðist í framkvæmdir. „Það
má segja að reglugerðin komi í
veg fyrir þetta. Nú getum við neit-
að að taka við verkefnum hafi
ekki farið fram nauðsynleg und-
urbúningsvinna að okkar mati.“ ■
Hæstiréttur dæmir bætur
fyrir vinnuslys:
Sjötugur fær
r ♦
♦v»i I • ir»r>i v*
1JL llílj V7XÍIJL
dómsmál Sjötugur maður, sem
varð fyrir timburborðum sem
féllu úr krana vörubíls í Kópavogi
fyrir fimm árum, fær 9,6 milljóna
króna bætur samkvæmt dómi
Hæstaréttar.
Maðúrinn fékk boi’ðin yfir sig
úr timburstafla sem vörubíls-
stjórinn var að hífa á pall bílsins.
Hæstiréttur segir bílstjórann
ásamt eiganda bílsins og trygg-
ingarfélag hans, Landsbankanum
og VÍS, ábyrga fyrir tjóni manns-
ins og dæmdi þessa aðila til að
greiða manninnum 9,6 milljónir í
bætur fyrir atvinnutjón, varan-
legan miska, þjáningar og varan-
lega örorku vegna slyssins. ■