Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 8
8
.ti
FRÉTTABLAÐIÐ
1. október 2001 MANUDACUft
• Debenhams í Smáralind:
Stórar og smáar
konur geta fundið
fatnað við hæfi
DEBENHAMS
Starfstólk Debenhams sat á námskeiðum í tvær vikur og sagði Bryndís það vera skila sér
núna. Starfsfólkið sé í óða önn að gera verslunina klára fyrir opnuna 10. október og sé
það kappsfullt og fullt tilhlökkunar.
Reykjavík:
A slysadeild
efitir slagsmál
átök Talsverður erill var í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt sunnu-
dags. Einn maður var fluttur á
sjúkrahús með höfuðáverka eftir
að til slagsmála kom fyrir framan
skemmtistaðinn Glaumbar í
Tryggvagötu. Sparkað var í höfuð
mannsins og féll hann við það,
lenti á hnakkanum og missti með-
vitund. Tveir menn voru hand-
teknir af lögreglu vegna atviks-
ins. Öðrum þeirra var fljótlega
sleppt að loknum yfirheyrslum en
hinn maðurinn var vistaður í
fangaklefa. ■
viðskipti Verslunin Debenhams er
hluti af breskri verslunarkeðju og
opnar nú í fyrsta sinn á íslandi í
Smáralind 10. október nk. Að sögn
Bryndísar Hrafnkelsdóttur, fram-
kvæmdarstjóra Debenhams,
ganga framkvæmdir mjög vel og
sagði hún fulltrúa frá Bretlandi
komna til landsins til að aðstoða
og kenna starfsfólki að framstilla
vörum og raða í hillur.
Debenhams-verslunin skiptist í
tvær hæðir. Að sögn Bryndísar
verður efri hæðin eingöngu til-
einkuð konum. Þar geti þær fundið
sér fatnað, snyrtivörur, undirfatn-
að og ýmiss konar fylgihluti. Að-
spurð um hvort allar konur stórar
jafnt sem smáar gætu fundið eitt-
hvað við sitt hæfi sagði Bryndís
svo vera. „Við erum með stærðir
frá númer 8-20 í flestum merkjum
og svo eru deildir fyrir stærri kon-
ur þar sem númerin fara upp í 54.“
Bryndís sagði að á neðri hæðinni
væri að finna fatnað á karlmenn og
börn frá aldrinum 0-14 ára. Væri
það sama upp á teningnum og fyr-
ir konur hvað varðaði fatnað og
fylgihluti. Þá verður einnig heimil-
isdeild og verður m.a. hægt að
finna ýmsar smávörur inn á baðið
og rúmfatadeild. „Við leggjum
áherslu á að fólki finnist gott að
versla í Debenhams en lögð verður
áhersla á þægilegar gönguleiðir
innan verslunarinnar og greiðan
aðgang að vörunum sjálfum." ■
Össur Skarphéðinsson:
Skattalækk-
anir aðeins á
lítil og meðal-
stór fyrirtæki
skattamál „Ein leið til að smyrja
gangvirki efnahagslífsins, við erf-
iðar aðstæður eins og skapast
hafa nú, er að skoða skattalækk-
anir. Þó aðeins á lítil og meðalstór
fyrirtæki" segir Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar. Hann segir að til greina
komi að veita tímabundnar
skattaívilnanir, til atvinnugreina
þar sem sprotafyrirtæki eru fjöl-
menn. Líkt og þekkingariðnaðar-
ins, sem á í vök að verjast um
þessar mundir. Auk þess að af-
nema óréttláta skatta, eins og
stimpilgjald. Vissulega sé umdeil-
anlegt að lækka skatta á fyrir-
tæki. Samþykki Samfylkingarinn-
ar við þeim aðgerðum, yrði að
byggja á vissu um, að tímabundið
tekjutap ríkisins vegna slíkra
lækkana myndi vinnast margfalt
upp vegna aukinna umsvifa þeir-
ra fyrirtækja sem fengju að njóta
skattalækkana. „Við teljum að
samhliða lækkun skatta, þyrfti
einnig, að lækka tekjuskatta þeir-
ra sem allra verst eru staddir. Af-
nema þyrfti skatta á fjárhagsað-
stoð sveitarfélaga og húsaleigu-
bætur,“ segir Össur. ■
STUTT
andbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að heimila skotveiði-
mönnum aðgang að nokkrum
jörðum í eigu ríkisins á komandi
rjúpnaveiðitímabili 2001. Um er
að ræða 11 jarðir í umsjá jarða-
deildar landbúnaðarráðuneytisins
og Skógræktar ríkisins sem allar
eru eyðijarðir.. Upplýsingar um
einstakar jarðir fást í afgreiðslu
landbúnaðarráðuneytisins og á
heimasíðu þess www.landbunad-
arraduneyti.is.
—♦—
OPEC-ríki féllust á það á fundi
í Vín á föstudag að halda
framleiðslu ríkjanna óbreyttri,
þrátt fyrir mikið verðfall á olíu í
kjölfar árása hryðjuverkamanna
á Bandaríkin. Vegna minnkandi
eftirspurnar og óvissu um hvaða
áhrifa væntanlegar aðgerðir
gegn hryðjuverkamönnum munu
hafa, verður framleiðslan endur-
skoðuð 14. nóvember. Þá verður
dregið úr framleiðslunni ef það
verður talið nauðsynlegt.
—♦—
Seðlabankinn greip inn í gjald-
eyrismarkað á föstudagsmorg-
un og keypti dollara fyrir einn
milljarð króna. Við þetta styrktist
krónan um 2%, en þegar leið á
daginn veiktist hún aftur og end-
aði með 1,2% styrkingu. Seðla-
bankinn hefur gengið frá erlendu
láni upp á 25 milljarða sem
ákvörðun var tekin um í júní. Við
lokun markaða á föstudag hafði
krónan lækkað um rúm 17% frá
áramótum.
Skölabní
VEITINGAHÚS
Brot af matseðíi:
Höfrunga carpaccio
Grafín gæsabringa
Pönnusteiktur túnfískur
Koníaksbætt humarsúpa
Stokkandarseyði með andasoufflé
Eldsteiktur humar
Ristuð risa hörfmskel, tígrisrækjur og humarhalar
Svartfugls- og skarfabringur i pörtvíns-súkkulaðisósu
Kryddlegitttt Íatttbahryggjarvöðvi
, n .v ^ í M.: >
Stokkandar- og atiandarbringa með kókos og engifer
(gæsabringdktteð karmellubökuðu cfdi og gráðostasósu
...„a .‘Tru..... 'di.A_.
Súlubringameð villtum skógarberjum
IV,] 'reíMBÍr*
og fteirri frábærir réttir!
V.'
Borðapantanir
S k ó I a b r ú 1 ,
síma: 562-4455
vió Austurvöll
HORFT TIL
MÖÐRUVALLA
Á myndinni sést húsa-
þyrpingin eins og hún er
hugsuð I tillögum Cuð-
rúnar Jónsdóttur arkitekts
að deiliskipulagi. Eina
húsið sem þarf að byggja
frá grunni er Friðriksgáfa
sem stendur eilítið utan
við þyrpinguna. Miklar
breytingar og lagfæringar
þarf að gera við Leikhúsið
og Stefánsfjós.
Stórhuga hugmynd-
ir um uppbyggingu
Nú eru uppi hugmyndir um að byggja upp fræðasetur á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Búið er að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Þar er gert ráð
fyrir uppbyggingu og endurbótum á húsum og margháttaðri þverfag-
legri starfsemi í fjölnota húsakynnum.
fræðasetur Á undanförnum árum
hefur átt sér stað uppbygging á
hinu forna frægðarsetri á Möðru-
völlum í Hörgárdal. Sú uppbygg-
ing hefur verið á vegum Rann-
sóknarstofnunar land-
búnaðarins sem rekur
búið á Möðruvöllum og
Prestsetrasjóðs en
staðurinn er prestset-
ur. Nú er hugur í
mönnum að halda upp-
byggingu áfram og
hyggjast sóknarprest-
ur og sóknarnefnd
Möðruvallaklausturs-
prestakalls, Rann-
sóknastofnun Land-
búnaðarins og Mennta-
skólinn á Akureyri,
sem stofnaður var á
Möðruvöllum, sækja
um fé til Kristnihátíð-
arsjóðs í verkefnið.
Guðrún Jónsdóttir
arkitekt hefur gert til-
lögu að deiliskipulagi
sem gerir ráð fyrir að
Stefánsfjós, kennt við
Stefán Stefánsson
náttúrufræðing, verði
safnahús með myndar-
legu flórusafni, en
Stefán ritaði fyrstu
Flóru íslands á Möðru-
völlum. Ráðsmanns-
húsið verður gesta-
móttaka og gistiað-
staða og í Leikhúsinu
gamla frá 1881 er gert
ráð fyrir kaffistofu.
Þessi hús þarf að end-
urbæta og breyta.
í Friðriksgáfu er gert ráð fyrir
fræðasetri og safnaðarheimili.
Þar yrði hægt að halda ráðstefnur
um efni sem tengjast sögu staðar-
ins, auk þess sem það getur nýst
sem kyrrðarsetur. Einnig er þar
gert ráð fyrir vinnustofum og
fræðimannsíbúð. Endurbygging
Friðriksgáfu er umfangsmesti lið-
ur fyrirhugaðra fram-
kvæmda. Húsið var
byggt árið 1826 eftir
bruna amtmannshússins.
Friðrik VI. Danakonung-
ur gaf tígulstein í húsið
og dró það nafn sitt af
því. Eftir að Friðriksgáfa
brann var steinninn not-
aður í skólahúsið á
Möðruvöllum sem reist
var 1880. Þegar það
brann var hann notaður í
Stefánsfjós og er hann
þar enn.
Séra Solveig Lára seg-
ist mjög bjartsýn á fram-
kvæmdirnar. „Allir hafa
sýnt þessu mikinn áhuga
og nú þegar er komin
fjárveiting til að breyta
vegi og aðkomu að staðn-
um.“ Hún segir afar mik-
ilvægt að hægt sé að nýta
staðinn allan ársins hring
og bendir á nálægðina við
skólabæinn Akureyri. Á
sumrin er mikill straum-
ur ferðamanna til Möðru-
valla og gert er ráð fyrir
að hann muni aukast.
„Staðurinn býður upp á
þetta," segir séra Solveig.
„Staðurinn og sagan
finnst mér krefjast þess
að hafa reisn.“
steinunn@frettabladid.is
HÁPUNKTAR í SÖGU MÖÐRUVALLA í HÖRGÁRDAL
Kirkjusaga Klaustur af Ágústfnusarreglu var stofnað
árið 1296 og starfaði með hléum til siða-
skipta. Talið er að kirkja hafi verið á
staðnum allt frá kristnitöku en prestsetur
hefur verið þar frá 1907
Stjórnmálasaga Frá upphafi bjuggu voldugir höfðingjar á
Möðruvöllum. Klaustrið var einnig voldugt
og átti mikla eignir. Amtmannssetur var á
staðnum á árunum 1783 til 1874 og voru
Möðruvellir þá höfuðstaður Norðurlands.
Skólasaga Stofnaður var gagnfræðaskóli á Möðru-
völlum árið 1880 og var sá skóli undan-
fari Menntaskólans á Akureyri. Skólinn
starfaði í 22 ár.
Náttúrufraeði Á tfmum skólans störfuðu á Möðruvöllum
merkir náttúrufræðingar svo sem Stefán
Stefánsson sem skrifaði fyrstu Flóru [s-
lands og Ólafur Davfðsson sem einnig var
þjóðsagnasafnari. Eftir að Rannsóknar-
stofnun Landbúnaðarins tók við búið á
staðnum var þráðurinn f náttúrufræði- og
landbúnaðarrannsóknum tekinn upp.
Bókmenntasaga Ástsæl skáld hafa búið á Möðruvöllum og
önnur tengjast staðnum. Bjarni Thoraren-
sen var amtmaður á Möðruvöllum og orti
þar mörg sín fegurstu Ijóð. Hannes Haf-
stein er þar fæddur og sömuleiðis Jón
Sveinson (Nonni).