Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 16

Fréttablaðið - 01.10.2001, Side 16
FRÉTTABLAÐIÐ YFIR CEISLANUM 16 1. október 2001 MÁNUDACUR „Ég er að hlusta sonettur Beethovens. Ég keypti nótumar lika til þess að spila með. Helvíti góð sonetta. Ég fékk æði aftur fyrir Beethoven í sumar." r filtubes a FULLKOMIÐ ÚTLIT Ben Stiller skrifar, leikstýrir og leikur aðal- hlutverkið í Zoolander. Zoolander: Bannaður í Malasíu kvikmyndir Kvikmyndadreifinga- fyrirtæki í Malasíu varaði við því fyrir helgi að myndin Zoolander eftir Ben Stiller eigi ekki eftir að komast í sýningu í kvikmyndahús- um landsins. Ástæðan fyrir því er sú að í myndinni er reynt að myrða forsætisráðherra landsins. Ben Stiller leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í Zoolander, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina. Hann leikur vitgr- anna fyrirsætu, sem er heilaþveg- in til að fremja morðið á forsætis- ráðherranum. Forráðamenn Golden Screen Cinemas, stærsta dreifingafyrirtækis landsins, segja gamanmyndina ekki vera á lista yfir frumsýndar erlendar myndir á árinu, þrátt fyrir líkleg- ar vinsældir. „Við vitum allt um þessa mynd og ætlum ekki að sýna hana. Við kaupum ekki sýningarréttinn á henni,“ sagði talsmaður fyrirtæk- isins en vildi ekki greina frá hvort það væri vegna söguþráðarins. ■ A Ryðfrí stálrör og press- fittings Stærðir: 12,18,22,28 og 35mm Hagstætt verð! vATH»vmmmm m»u» mé Ármúla 21, Sími: 533-2020 __________'_________/ DOWNTO EARTH kl. 6 og 8 { Þyna ki. 3.13, o og iu FILIVIUNPUR RUGARTS IN PARIS kl. e| |BRAGGABÚAR kl. 6 ] i BRIDGÉT JONES’S DÍÁRY kL s| | M.H.Vacation kl. 10.301 |ISN T SHE GREAT kl. 6, 8og 10|jv,T| jCATS & DOGS m/ íslensku tali kl.6|(",T| SWORDFISH kL8ogl0.10|f?ITJ IGffS & DOGS m/ ensku tali u.a\m [tHE FAST & THE FURIOUS klloQ jSHREK m/ islensku tali kLein Tískuvika í Mílanó: Dimmt, listrænt og friðsamlegt FRÉTTIR AF FÓLKI tíska Þær voru ekki kappklædd- ar sýningarstúlkurnar í Milanó í síðustu viku. Þar fór fram tísku- vika þar sem margir þekktir hönnuðir og tískuhús sýndu vor og sumarlínur ársins 2002. Talað er um það í tískufréttavefsíðum að áhrif 20.aldar lista og ló.ald- ar bókmennta hafi einkennt sýningarnar. Dolce & Gabbana vott- uðu Bandaríkja- mönnum og öll- um fórnarlömb- um hryðju- verkaárásarinn- ar virðingu sína með því að dreifa til sýningargesta bolum sem á var letrað „I Love NY“. Hönnuðir Gattinoni tískuhússins leituðu á náðir Picasso. Hönnuð- urinn Gai Mattiolo sem er þekkt- ur fyrir að hanna kvenlega, of- urslétta og mjúka kjóla kom flestum á óvart með afar dimm- ri sýningu. Kjólarnir hans þóttu frumlegir þrátt fyrir að fá lánað frá goth-tískunni. Einnig vöktu sýningar tískuhússins Exte, Ines Valentinisch, Antonio Fusco og japanska Izumi Ogino verðskuld- aða athygli. ■ Strákarnir í Five hafa ákveðið að leggja árar í bát og stökkva hver og einn frá borði í sína átt. Orðrómar um yf- irvofandi sam- starfsslit hafa leg- ið í loftinu nokkra mánuði, eða alveg síðan Sean Conlon vantaði í mynd- bandið „Let’s Dance“. í hans stað var stuðst við útprentað pappaspjald. Engar sér- stakar ástæður eru gefnar fyrir samstarfsslitunum en í tilkynn- ingunni kom fram að „meðlimir sæu sér ekki lengur fært að stan- da undir væntingum sínum eða aðdáenda". Hljómsveitin The Cure er við það að gefa út safnskífu. í til- efni þess verður gefið út nýtt smáskífulag „Cut Here“ þann 29. október. Safnplat- an ber hið frum- lega heiti Greatest Hits, inniheldur alla helstu slagara sveitarinnar á tæpum 24 ára starfsferli þeirra og kemur í búðir 12. nóvember. Woody Allen spáir því að Hollywood muni forðast það í langan tíma að gera kvikmyndir um hryðjuverk í Bandaríkjunum. Hann segir ástæðuna vera að í Hollywood geri menn aðeins kvik- myndir til þess að græða peninga og því sé ekki einu sinni líklegt að orðið „flugrán" fái að hljóma í mynd- um þaðan í lengri tíma í ótta við að fæla áhorfendur í burt. Hann seg- ir það þó ekki ólíklegt að sjálf- stæðir kvikmyndageróamenn taki á hryðjuverkaárásunum. Þessa daganna er hann í London að kynna nýjustu mynd sína, The Curse of the Jade Scorpion. Ekki má búast við henni í bíó á næst- unni þar sem kvikmyndahús hér- lendis hafa ekki verið dugleg að sýna myndir kappans. Kvikmynd hans Small Time Crooks verður frumsýnd hér í vikunni, en hún kom út fyrir rúmu ári síðan í Bandaríkjunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.