Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 6

Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 6
SPURNING DAGSINS £ FRÉTTABLADIÐ 1. október 2001 MÁNUDAGUR Ætlar þú að styðja Skjá 1 í fjársöfnun þeirra? „Nei. Út af því að við búum í hverfi sem við getum hvort eð er ekkert horft á Skjá 1, þannig að það þýðir lítið. Við eigum ekki einu sinni sjónvarp!" Elena Teuffer Þýðandi HUSNÆÐI ANZA Fyrirtækið var til við samruna Álits, Netts, Miðheima og Veftorgs snemma sumars. Helstu eigendur fyrirtækisins eru Lands- síminn og Talenta-Hátækni. 15 af 130 starfsmönnum sagt upp: Kristniboðsréttarhöldin í Afghanistan: Réttlæti lofað kabOl.ap Réttarhöld yfir 8 hjálpar- starfsmönnum, sem sakaðir eru um tilraunir til þess að turna mús- límum til kristinnar trúar, hófust að nýju í Kabúl, höfuðborg Af- ghanistan, í gær, eftir hlé frá því árás var gerð á Ameríku 11. sept- ember. Þeim var lofað réttlátum réttarhöldum og því að hótun Bandaríkjastjórnar um árás á Af- ghanistan myndi engin áhrif hafa á þau. Sex hjálparstarfsmannanna tilheyra þýskri hjálparstofnun, Shelter Now International, en ein- nig eru í haldi tvær bandarískar konur. Sakborningarnir sam- þykktu að Atif Ali Khan, lögmað- ur frá Pakistan, yrði skipaður verjandi þeirra, og hefur hann 15 daga til þess að undirbúa vörn þeirra. Samkvæmt lögum talibana getur refsingin orðið útvísun, fangelsisvist eða dauðadómur. 16 Afghanar voru handteknir með erlenda hjálparstarfsfólkinu og verða réttarhöld haldin yfir þeim sérstaklega, að sögn talibana. ■ LÖGMAÐUR HJÁLPAR- STARFSMANNANNA Atif Ali Khan verjandi hjálpar- starfsmannanna fyrir framan dómshúsið í gær þegar málið var tekið fyrir á nýjan leik. Keflavík: Erill hjá lögreglunni LÖGREGLUMÁL Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík aðfara- nótt sunnudags vegna líkamsárás- ar, umferðarlagabrota og eigna- spjalla. Karlmaður var tekinn fastur vegna líkamsárásar í Grindavík og tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Annar ökumannanna er aðeins 16 ára og því enn nokkuð í að hann hampi ökuskírteini. Þá voru rúður brotnar í húsi við Faxabraut í Keflavík og bíl sem stóð fyrir framan húsið. ■ Tillögur kalla á stjórn- cirskrárbreytingar Samfylkingin boðaði til fundar í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu íReykjavík til að kynna helstu áherslumál þingflokksins á Alþingi sem er að heQast í dag. BLAÐAMANNAFUNDUR SAMFYLKINGAR F.v. Jóhanna Sigurðardóttír, Bryndís Hlöðversdóttir og Jóhann Ársælsson. Fram kom að á þinginu verði lagt fram I sjöunda sinn frumvarp um fjárreiður stjórnmálaflokkanna. Uppsagnir hjá Anza uppsagnir 15 af um 130 starfs- mönnum upplýsingafyrirtækisins Anza var sagt upp störfum síðast liðinn föstudag og voru nokkrir þeirra látnir hætta störfum sam- stundis. Uppsagnirnar komu á óvart og hafa valdið nokkurri óá- nægju en því hafði verið lýst yfir eftir að Anza varð til við samruna fjögurra fyrirtækja 1. júlí s.l. að ekki yrði um neinar uppsagnir að ræða. Guðni B. Guðnason, fram- kvæmdastjóri Anza, segir að upp- sagnirnar tengist ekki samrunan- um í sumar og að væntanlega hefðu öll fyrirtækin sem runnu saman í Anza orðið að skera niður þó svo ekki hefði orðið af samrun- anum. Hann segir að milliuppgjör hafi sýnt verri afkomu en áætluð hefði verið og hefði því þurft að bæta rekstrarstöðu fyrirtækisins, meðal annars með því að fækka starfsfólki. Að auki yrði reynt að draga úr öðrum rekstrarkostnaði og hagræða eftir megni en einn liður í því er að sameina starfsem- ina undir eitt þak. Aðspurður hvers vegna sumir starfsmenn hefðu verið látnir hætta sam- stundis sagði Guðni að fyrirtækið ynni eftir ákveðnum öryggisstaðli og menn hefðu talið best fyrir alla að menn sem hefðu aðgang að tölvukerfum og viðkvæmum upp- lýsingum hættu strax. ■ stjórnmál Nokkur mál sem Sam- fylkingin ætlar að leggja fram á þingi kalla á breytingar á stjórn- arskrá. Það eru breytingar á lög- um um Landsdóm, um ráðherraá- byrgð og að bætt verði við Stjórnar- skránna ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Sam- fylkingin kynnti helstu áherslumál þingflokks síns á blaðamannafundi í Þjóðmenningar- húsinu í gæi’, en fram kom að meg- in áherslan yrði lögð á þrjá málaflokka: Umhverf- ismál, stjórnsýslu, og sjávarút- vegsmál. Bryndís Illöðversdóttir kynnti umhverfismálin og sagði að til stæði að leggja fram þingsálykt- unartillögu um kortlagningu á náttúru íslands, en það væri grunnurinn til að meta þau verð- mæti sem í náttúrunni fælust og fá viðmið sem fara mætti eftir við mat á umhverfisáhrifum. Verk- efnið sagði hún að gæti tekið upp undir 10 ár. Þá verði lögð frarn þingsályktunartillaga um að hóp- ur sem vinnur að rammaáætlun um mat á virkjanakostum skili bráðabirgðaskýrslu, en vinnu hópsins lýkur ekki fyrr en næsta haust. Þetta verði gert til að meta megi sem fyrst þá virkjanakosti sem í umræðunni eru. Jóhanna Sigurðardóttir fjallaði um og lagði fram fyrirætlanir um breytingar á lögum um skipan op- inberra framkvæmda, heildar- endurskoðun á lögum um ráð- herraábyrgð og um Landsdóm, sem hún telur úrelt. „Við viljum athuga hvort ekki beri að leggja Landsdóm af og koma hlutverki hans yfir á almenna dómsstóla," sagði hún, en tiltók að málshöfð- unarrétturinn yrði áfram í hönd- um þingsins. Þó vildi hún auka rétt minnihlutans til málshöfðun- ar frá því sem nú er. Þá kom fram að fram verði lagðar tillögur að þingsályktunum um siðareglur fyrir þingmenn og einnig í stjórn- sýslunni. Jóhann Ársælsson fjallaði um sjávarútvegsmál undir yfirskrift- inni: réttlæti eða gjafakvóti. Hann sagði að Samfylkingin legði fram heildarstefnu í sjávarútvegsmál- um þar sem miðað væri að afnámi gjafakvóta með fyrningarleið veiðiréttinda. Jafnframt yrðu lagðar til breytingar á stjórnar- skrá þar sem bætt yrði við ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Þá kom fram í máli hans að kallað verði eftir skýrslu um hvað hin ýmsu byggðarlög hafa verið að greiða fyrir aðgang að fiskveiðiheimild- um sl. fimm ár. Jóhann sagði það gert til að bregðast við skýrslu LÍÚ um mögulegan kostnað auð- lindagjalds fyrir byggðir lands- ins. „Til að menn sitji ekki uppi með fáránlega skekkta mynd sem LÍÚ hefur verið að reikna fram í tírnann," sagði hann. oli@frettabladid.is Talsmenn Samfylkingar- innar búast við hörðum umræðum á þinginu um sjávarútvegs- málin og ein- nig um siða- reglur og fjár- mál stjórn- málaflokka. —♦— Arnbjörg Sveinsdóttir um stefnumörkun í skatta- málum: Minni álögur efla efnahagslíf skattamál Arnbjörg Sveinsdóttir, einn þingmanna Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd, segir stefnu- mörkun í skattamálum nokkuð sem þurfi að ræða fyrst í þing- flokki og ríkisstjórn. „Það sem við höfum verið að ræða um er að skatttekjur hafa aukist þrátt fyrir lækkað skatthlutfall og við viljum halda áfram á þeirri braut.“ Arn- björg segir lækkaðar álögur verða til þess að bæði fyrirtæki og einstaklingar noti peningana til að efla efnahagslífið á annan hátt. Hún en taldi að síður kæmi til greina að breyta persónuafslætti. „Hann hefur auðvitað setið eftir, en hreyfingarnar í honum hafa svo lítil stór áhrif. Þar gerir hver króna svo lítið fyrir einstakling- inn en kostar mikið í öllu kerfinu," sagði Arnbjörg. ■ Nýtt úrræði hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur: Ungt fólk fær námsstyrki FÉLAGSMÓNUSTAN Hjá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík og Miðgarði - fjölskylduþjónustunni í Grafar- vogi hefur ungu fólki staðið til boða að fá námsaðstoð til að ljúka annað hvort stúdentsprófi eða starfsnámi. Að sögn Láru Björns- dóttur, félagsmálastjóra Reykja- víkurborgar, eiga þeir kost á að- stoð sem eru einstaklingar 18-24 sem ekki hafa lokið grunnskóla eða menntaskóla vegna félags- legra erfiðleika, einstæðir foreldr- ar 18-24 ára með árstekjur undir 720.000 kr. og einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir eða þegið fjárhagsaðstoð í 6 mánuði eða lengur. Þá geta unglingar 16 og 17 ára í foreldrahúsum sótt um að- stoð ef tekjur foreldra eru undir viðmiðunarmörkum. Félagsþjónustan lét gera könn- un á því hvernig námsaðstoðin hefur nýst þeim 424 einstakling- um sem hana þáðu á árunum 1999 til 2000. Reyndar var brottfallið nokkuð mikið í könnuninni en svarhlutfall var 28% eða 99 manns. Markmiðið með könnun- inni var að afla ýmissa nýrra upp- lýsinga t.d. um gengi í námi, hver- su margir séu í námi núna o.fl. f ljós kom að meirihluti þátttakenda eru konur eða 78% á aldrinum 18- 24 ára. Um 78% eru ógiftir eða ekki í sambúð. Nær allir þátttak- endur eða 99% hafa lokið grunn- skólaprófi, 97% hafa lokið ein- hverju námi í framhaldsskóla og 23% hafa lokið stúdentsprófi. 15% svarenda hafa farið í háskólanám, 67% þeirra eða um 10 manns eru í námi núna. Lára sagði námsaðstoðina fel- ast í því að menn fái fjárhagsað- stoð í kringum 63.000 ki’ónur á mánuði auk þess sem innritunai’- gjöld eru greidd og kostnaður fyr- ir skólabókum. Á þessurn tímabili þurfi menn ekki að stimpla sig vikulega heldur sýna árangurs- skýrslu í lok annar. Fram kemur hjá svarendum að námið hafi veitt þeim ánægju með sjálfa sig eða 82% og 75% svarenda segja að námið hafi gefið þeim aukin tæki- færi í lífinu. Flestir þátttakendur eru með ákveðin framtíðaráform hvað varðar frekara nám. Um 81% eru einnig með ákveðin áform hvað varðar vinnu. Lára sagði þessa námsaðstoð vera hina sann- kölluðu sjálfshjálp. „Við erum mjög stolt af ákvörðun Reykjavík- urborgar og félagsmálaráðs að samþykkja þessa námsaðstoð því við teljum að mennt sé rnáttur." kolbrun@frettabladid.is MENNT ER MÁTTUR I könnunni komu fram athugasemdir notenda þar segir m.a.: „Ég er mjög þakklát fyrir að fá þessa námsaðstoð því ég hef séð um mig sjálf frá 17 ára aldri og sá ekki fram á að ná stúd- entsprófi fyrr en ég heyrði af þessu."

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.