Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 7

Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 1. október 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Talebanar: Segja bin Laden vera í Afganistan SENDIHERRA TALEBANA f PAKISTAN Ýmsir höfðu haldið því fram að hann væri haldinn á brott frá Afganistan. Sendiherra tale- banastjórnarinnar í Pakistan, til hægri, staðfesti í gær að hann væri enn í Afganistan. islamabad. pakistan. ap Talebanar greindu frá því í gær að Osama bin Laden væri í umsjá þeirra á ótilgreindum stað þar sem örygg- isverðir tryggðu öryggi hans. Talebanar lýstu sig við sama tækifæri reiðubúna að ræða við bandarísk stjórnvöld um framsal hans ef Bandaríkjamenn leggðu fram sönnunargögn sem sýna fram á að hann tengist hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. september síðast liðinn. Yfirlýsingin í gær er sú fyrsta þar sem talebanar staðfesta að bin Laden sé í Afganistan og að stjórnvöld viti hvar hann sé staddur. Áður hafði verið talið að hann kynni að hafa yfirgefið landið enda höfðu stjórnvöld lýst því yfir að þau gætu ekki fram- selt hann. Bandarísk stjórnvöld voru þó fljót að lýsa því yfir að yfirlýsing talebana nú breyti engu um fyrirætlanir Banda- ríkjamanna og bandamanna þeir- ra. Starfsmannastjóri Hvíta hússins ítrekaði í gær yfirlýsingu George W. Bush um að talebanar afhendi bin Laden án nokkurra skilmála. Að auki sé ekki nóg að afhenda bin Laden heldur verði líka að afhenda samstarfsmenn hans. ■ Isólfur Gylfi Pálmason: I samhengi við fjárlög SKATTAMÁL Aðspurður um hvort lækka ætti skatta og þá í hvaða formi sagði ísólfur Gylfi Pálma- son, þingmaður Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, eðlilegast að ræða leiðir í efnahagsmálum í samhengi við fjárlög. „Þau verða lögð fram [í dag] þegar þingið verður sett. Það er sjálfsagt að skoða allar leiðir í þessum efnum, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki," sagði ísólfur Gylfi og bætti við: „Við skulum láta fjárlögin líta dagsins ljós og þá komum við til með að ræða þessi mál nánar og nákvæm- ar.“ í vefriti fjármálaráðuneytisins sagði að öll efnahagsleg rök mæltu með lækkun skatta á fyrirtæki. ■ TONY BLAIR Hef enn augun á innanlandsmálum sagði Blair í viðtali við Sir David Frost Þing Verkamannaflokks í Brighton hefst í dag Blair segist ekki gleyma innanlandslof- orðunum london.ap Innanlandsmál falla í skugga ástandsins í alþjóðamál- um þegar Breski verkamanna- flokkurinn kemur saman til lands- fundar í Brighton á Englandi í dag. Tony Blair, forsætisráðherra, gerói sitt í gær til þess að slá á þá gagnrýni að honum væri meira í mun að slá sig til riddara á al- þjóðavettvangi en að sinna brýn- um innanlandsmálum. Hann lof- aði því í viðtali við breska útvarp- ið BBC, að hann myndi ekki hafa augun af umdeildum málum eins og þeim að gefa einkageiranum stærra hlutverk í því að bæta heilsugæslu og skólakerfi. Hann myndi heldur ekki hvika frá þeim staðfasta ásetningi sínum að bæta almenningssamgöngur í Bret- landi. Gordon Brown, fjármnála- ráðherra, tók undir það í gær að efnahagslægð í heiminum og áföll af völdum hryðjuverkamanna, myndu ekki hafa áhrif á ásetning um að verja meira fé til umbóta í samgöngumálum. Um 3000 full- trúar sækja landsfundinn í Brighton. g tilboð ivccu fl|H Nýsendj Ótfúlegtúr^J Frábærtvero. Verðfráaðeins kr. 89.900.- hellúborð+gufugteyp' Edesa gufugleypir CT 130b ölltaekin Cretö'iooosa ■S5nsiF. oaseldav* ^aftur pftOöR Vinsæh Fagor nierkörmunru dóndúrtawj petta 6elfíU Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Komdu og gerðu frábær kaup! Heildarlausnir fyrir eldhúsiö ^æáðéir^’ n i ’ ■yp Tðésa hehubon 5 Z6I4EX- L □ 15J80C r Verð miðast við staðgreiðslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.