Fréttablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 10
FRET'TABLAÐÍÐ
10
FRÉTTABLAÐIÐ
1. október 2001 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Pverholti 9, 105 Reykjavik
Aðalsfmi: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og f gagnabönkum
án endurgjalds.
1 BRÉF TIL BIAÐSINS~T
KVÓTAKERFIÐ
Kaupin verði látin ganga til baka.,
segir bréfritari.
Vesalings
útgerðin
Matthías Kristinsson skrifar:
kvóti Alveg er það makalaust með
þessa útgerðarmenn, sem segjast
hafa keypt kvótann og þess vegna
sé eðlilegt að þeir eigi hann
áfram. Vita þeir ekki blessuð
skinnin að þeir voru að kaupa
hann af mönnum, sem ekkert áttu
í honum, mönnum sem fengu að-
eins lánuð ókeypis afnot af eign
annarra og seldu síðan? Þeim
þætti það sjálfsagt undarlegt ef
einhver sem fengi skipin þeirra
lánuð eða leigð, tæki upp á því að
selja þau hæstbjóðanda. Þá kæmi
nú annað hljóð úr þeirra horni.
Það sem þarf að gera, samkv. rétt-
arfarslegri reglu, er að láta kaup-
in ganga til baka, þannig að þeir
sem hófu þessa ósvinnu gjaldi
fyrir hana líkt og gert er við saka-
menn almennt.
Ef Ari stelur tölvu frá Bjarna
og selur hana Davíð, þá tekur lög-
reglan hana af Davíð og færir
Bjarna hana aftur. Síðan verður
Davíð að sækja sinn kostnað til
Ara, e.t.v. með dómstólaieið.
Þannig starfar réttarkerfið. Eins
á að gera gagnvart kvótanum,
sem er eign þjóðarinnar samkv.
stjórnarskrárlögum. Allt annað er
hreint brot á því réttarkerfi, sem
tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum
og getum við engan veginn talist
meðal slíkra þjóða, ef mið er tekið
af annarri eins vitleysu og kvóta-
kerfinu. Það væri miklu nær að
leyfa frjálsar króka- og línuveiðar
og banna „ryksuguveiðarfærin“
innan ákveðinnar lögsögu. Þannig
næðist sátt meðal þjóðarinpar,
þótt örfáir útvegsmenn settu 'upp
hundshaus. ■
Einfeldnisleg og röng söguskoðun
Sú skoðun að ófremdarástand,
fátækt og kúgun í mörgum hel-
stu ríkjum múslíma sé á ábyrgð
Vesturlanda, og fyrst og fremst af
völdum Bandaríkjamanna, er ein-
— feldnisleg og röng.
„Gleðin Frá Því að ný-
brevttist í lendutímanum
lauk með friði eða
ófriði, hafa þau
verið á eigin
—*-— ábyrgð. Flest þess-
ara ríkja hófu nútímavæðingu og
gerðu tilraunir með sósíalíska eða
kapítalíska búskaparhætti. Sum
þeirra döðruðu við lýðræðislega
stjórnarhætti en önnur innleiddu
tækni og iðnað undir stjórn ein-
ræðisherra eða herforingja. Gleð-
in yfir nýfengnu frelsi, olíuríki-
vonbrigði og
uppgjöf."
dæmi og stórbrotnum áformum
breyttist brátt í útbreidd von-
brigði og uppgjöf. í úthverfa-
hreysum nýrra stórborga söfnuð-
ust milljónir allsleysingja sem
flosnað höfðu upp úr sveitum
landanna. Hin nýja von þessa
fólks var háskólaspeki bókstafs-
hyggjumanna í Kairo þar sem
boðað var afturhvarf til hins
heilaga ríkis, líf samkvæmt hin-
um óhagganlegu reglum Sharia
laganna, andóf gegn nútíma- og
veraldahyggju, og heilagt stríð
gegn vantrúuðum.
Ofsatrúarmenn náðu völdum í
íran, en annarsstaðar eins og í Al-
sír, er þeim haldið í skefjum með
hervaldi þótt fylgismenn þeirra
séu í meirihluta. Olíugróðinn var í
MáLmanna^
Einar Karl Haraldsson
fjallar um ábyrgð í heimsmálum
ríkjum eins og írak og Iran notað-
ur til þess að byggja upp herveldi
sem fyrst og fremst ógnaði grann-
ríkjum.
Eða hann var nýttur í þágu
spilltra yfirstétta og fjárfestinga
á Vesturlöndum eins og í Saudi
Arabíu eða furstadæmunum við
Persaflóa.
Afskipti og íhlutanir Vestur-
landa í málefni Arabaheimsins
hafa ekki síður hlotist af innbyrð-
is átökum heldur en olíuhagsmun-
um t.d. Bandaríkjamanna. Vald-
hafar í mörgum Arabaríkjum
hafa leikið þann leik að snúa von-
brigðum og reiðiþrunginni bók-
stafshyggju gegn Bandaríkjunum
til þess að verja sjálfa sig. Al-
þjóðasamfélagið, og Bandaríkin
sérstaklega, bera hins vegar
ábyrgð á því að tryggja Palestínu-
mönnum ríki við hlið Ísraelsríkis.
Hún hefur ekki verið öxluð. ■
ir í landbúnaði viðurkenndir
Guöni Agústsson segir ekkert kæruferli í gangi innan WTO vegna beingreiðslna til bænda.
Islensk stjórnvöld hafa takmarkað svigrúm til frekari styrkja í landbúnaði. Grænir styrkir
viðurkenndir.
lanpbúnaður „Ráðuneytið bregst
ekki við með einum eða neinum
hætti enda ekki við neinu að
bregðast,“ segir Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra.
Utanríkisráðuneytið sendi
landbúnaðarráðuneytinu bréf
með athugasemd-
um frá heimsvið-
skiptastofnuninni
(WTO) þar sem
gagnrýnt var að
beingreiðslur til
bænda væru und-
anþegnar heildar-
styrk til landbún-
aðarins. ísland
hefur, ásamt öðr-
um aðildarríkjum
WTO, skuldbund-
ið sig að draga úr
stuðningi og
vernd við land-
búnaðarfram-
leiðslu.
Guðni segir
WTO hafa hvergi
tekið þessi mál ís-
lands fyrir eða
gert athugasemd-
ir. „Hins vegar
koma _upp vafamái í öllu þessu
ferli. ísland er ekki undir neinu
kæruferli hjá þeim eða neinar at-
hugasemdir gerðar. Hitt er alveg
ljóst að það er ýmislegt sem menn
verða að fara yfir á hverjum
tíma.“
„íslensk stjórnvöld hafa að öllu
óbreyttu takmarkað svigrúm til
að auka stuðning af þessu tagi í
heildina frá því sem nú gerist,“
segir Guðni um beingreiðslur til
bænda. „Embættismenn WTO
hafa sagt utanríkisráðuneytinu að
þessi leið sé núna fullnotuð. Þeir
hafa varað við því að við eigum
ekki endalausa leið þarna. Við eig-
um frekar að huga að gulum og
grænum og bláum leiðum. Ég
kann nú ekki að nefna þetta allt
GUÐNI
ÁGÚSTSSON
Það liggur Ijóst
fyrir að ákvæði
GATT samningsins
verða að vera
höfð að leiðarljósi
við framkvæmd
núgildandi stuðn-
ingsaðgerða og
við gerð hugsan-
legra breytinga á
stuðningsfyrir-
komulagi við
landbúnað.
Grænir styrkir fela það í sér
að vera ekki framleiðsluhvetj-
andi og hafa hverfandi áhrif á
viðskipti með landbúnaðarafurð-
BEINGREIÐSLUR GAGNRÝNDAR
Guðni segir beingreiðslur til bænda viðurkenndar eins og þær standa. Engin ástæða sé að taka upp það mál enda eru'þær ekki í neinu
kæruferli.
ir. Á þeim er ekkert hámark, en
WTO vill meina að beingreiðslur
falli ekki undir græna styrki.
Bendir stofnunin á að ekki sé
hægt að auka stuðning í einni
grein landbúnaðar nema dregið
sé úr stuðningi annars staðar.
„Það getur vel verið að við eig-
um kost á einhverjum leiðum til
að þróa og styrkja okkar atvinnu-
veg og það standist allt sem WTO
er að tala um,“ segir Guðni. „Við
gerum kröfu um verndun hafsins
og fiskistofnana og að ríkisstyrk-
ir hverfi þar. En í landbúnaðinum
er þetta að þróast út í það, að
menn eru viðurkenna fjölþætt
hlutverk hans. Þar eru styrkir
viðurkenndir en menn vilja halda
utan um það hvernig þeir eigi að
vera, þannig að þeir séu ekki
framleiðsluaukandi horft til
lengri tíma.“
bjorgvin@frettabladid.is
Við myndum
líka Nörda
Gerðu verðsamanburð.
Hjá okkur eru allar mynd-
irnar sem þú færð í
myndatökunni stækkaðar
og fullunnar. Innifalið í
myndatökunni 12 stækkan-
ir 13 x 18 cm 2 stækkanir
20 x 25 cm og ein stækkun
30 x 40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd
• Sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
• Sími 554 3020
Við erum í F.Í.F.L.
1 orðréttI
Metaregn Sjálfstœðisflokksins
pólitík „Það er sérstök ástæða til
að óska Sjálfstæðisflokknum til
hamingju um þessar mundir. Und-
ir hans forystu má segja að nýlið-
inn áratugur sé áratugur met-
anna. Undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins settum við fslandsmet í
útgjaldaþenslu ríkisins, undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins settum
við Norðurlandamet í verðbólgu;
undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins settum við met innan OECD í
skattahækkunum á einstaklinga,
undir förystu Sjálfstæðisflokks-
ins settum við Evrópumet í við-
skiptahalla, undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins settum við heims-
met í háum vöxtum. Meðan á öllu
þessu metaregni stóð setti svo
Sjálfstæðisflokkurinn sérstakt
met sem fólst í því að eiga forsæt-
isráðherrann sem setið hefur
allra manna lengst.
Hvað kostar svo metaregn
Sjálfstæðisflokksins íslensku
þjóðina? Þrefalt hærri vextir en
annars staðar, þrefalt hærri verð-
bólga en annars staðar, margfalt
hærri viðskiptahalli en annars
staðar, króna sem haldið er uppi
með handafli. Þetta er afrakstur-
inn af áratug Sjálfstæðisflokks-
ins. Hvað kosta vextirnir og verð-
bólgan sem við berum umfram
aðrar þjóðir? Ég fullyrði, að her-
kostnaðurinn, sem fjölskyldurnar
og fyrirtækin í landinu eru að
greiða vegna mistaka við stjórn
efnahagsmála, hleypur á tugum
milljarða króna. Þetta er ein hels-
Herkostnaðurinn vegna mistaka við stjórn
efnahagsmála hleypur á tugum milljarða.
ta ástæðan fyrir þeirri alvarlegu
stöðu, sem forystumenn atvinnu-
lífsins lýsa með svo dramatískum
hætti í fjölmiðlum um þessar
mundir, og Morgunblaðið kallaði í
leiðara „samdráttarskeið." ■
Össur Skarphéðinnsson
á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar