Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 12
Þroski • Gleði • Hreyfing • Samhæfing • Félagsstarf
FRETTABLAÐIÐ
1. október 2001 MÁNUDACUR
Skemmtilegt
og spennandi!
Skautaæfingar
fyrir börn og
unglinga
Skautafélagið Björninn
listskautadeild
Skráning og upplýsingar:
Laugard. kl.1000 - I230 og mánud. kl: I515 - 2000
og í síma 588-8700.
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveöið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæóagreiðslu
í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um fulltrúa á 23. þing
Landssambands íslenzkra verzlunarmanna dagana 26. og
27. október nk. Kjörinn verður 61 fulltrúi og jafn margir
til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur í Flúsi verslunarinnar, Kringlunni
7, fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 8. október nk.
Kjörstjórn
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
A
Vilt þú stuðla að
auknu jafnrétti?
Ertu með hugmynd að verkefni?
Styrkir
Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um
styrki til verkefna á sviði jafnréttismála. Umsækjendur skulu
gera grein fyrir markmiði verkefnis, fjárhagsáætlun og tímaá-
ætlun. Verkefnin geta til dæmis verið útgáfa, námskeið,
kynningarverkefni eða aðrar aðgerðir sem stuðla að auknu
jafnrétti kynjanna.
Samstarfsverkefni
Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir einnig eftir hugmynd-
um að samstarfsverkefnum jafnréttisnefndar og stofnana,
fyrirtækja, félagasamtaka eða einstaklinga, þar sem þátttaka
jafnréttisnefndar getur falist í ráðgjöf, hlutdeild í framkvæmd
og/eða fjárframlagi til verkefnisins.
Umsóknarfrestur er til 22. október 2001. Umsóknum skal
skila til Svölu Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafa, Strandgötu 6,
220 Hafnarfjörður. Hún veitir einnig frekari upplýsingar í sím-
um 585-5500 og 585-5503 eða í gegnum tölvupóst
svala@hafnarfjordur.is
Jafnréttisnefnd
Hafnarfjarðar
U Það er dýrmætt fyrir
M unglinga að eiga val
BORGARALEG FERMING 2002
• Skráning er í fullum gangi.
• Upplýsingar á heimaslóð: www.sidmennt.is og í síma
567 7752, 557 3734, 553 0877.
• Skráning í sömu síma eöa hopeful@islandia.is
• Boðið verða upp á aukanámskeið ætlað landsbyggðarfólki.
Brothætt samkomulag:
Ekkert lát á blóðsúthellingum
jerúsalem. ap Vopnahlé það sem
Israelar og Palestínumenn
komust að samkomulagi um í síð-
ustu viku hefur litlum árangri
skilað. 18 Palestínumenn hafa
fallið fyrir hendi ísraelskra her-
manna á þessu tímabili og kenna
hvorir um sig hinum um að of-
beldi hafi haldið áfram þrátt fyrir
vopnahléið.
Tzipi Livni, ráðherra í ísra-
elsku ríkisstjórninni, skammaði
palestínsku heimastjórnina fyrir
að hafa ekki stöðvað árásir Palest-
ínumanna en Abed Rabbo, upplýs-
ingaráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar, sagði að það væri
SKOTIÐ AÐ MÓTMÆLENDUM
ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínu-
menn til bana í gærmorgun, að því er virð-
ist alla óvopnaða. 18 Palestínumenn hafa
fallið frá því á miðvikudag en enginn ísraeli.
erfitt að halda vopnahlé þegar svo
virtist sem ísraelskir hermenn
fengju skipanir um að skjóta
Palestínumenn til bana að vild.
Samkvæmt vopnahléinu eiga
Palestínumenn og Israelar að taka
nokkur skref í átt til friðar fyrir
morgundaginn og það virðist hafa
gengið eftir að nokkru leyti. ísrael-
ar opnuðu að hluta fyrir umferð til
og frá Jeríkó þar sem friðsamlegt
hefur verið og opnaði landamæri
Egyptalands og Gazasvæðisins. Þá
beittu palestínskir lögreglumenn
táragasi til að dreifa hóp ung-
menna sem hugðust gera aðsúg að
ísraelskum hermönnum. ■
Einkaviðtöl og ráðgjöf
í kjölfar uppsagna
Flugleiðir bjóða þeim sem sagt var upp störfum einkaviðtöl og aðstoð
hjá ráðningarfyrirtæki. Uppsagnirnar taka gildi eftir þrjá mánuði.
leiða segist
vonast til að
ráða megi
hluta starfs-
fólksins aftur
þegar fram í
sækir.
flucleiðir Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða, segir gert ráð fyr-
ir að fyrirtækið tapi milljarði um-
fram áætlanir vegna hryðjuverk-
anna í Bandaríkj-
Forstjóri Flug- ,unum H- septem-
ber. Aðhaldsað-
gerðir fyrirtækis-
ins vegna hryðju-
verkanna voru
kynntar á blaða-
mannafundi sl.
föstudag eftir að
þær höfðu verið
kynntar starfs-
fólki. Sigurður sagði að ferðum
yrði fækkað þótt áfram yrði flogið
á sömu staði og kynnti að 273 hafi
verið sagt upp störfum hjá Flug-
Ieiðum og dótturfyrirtækjum þess.
í þeim hópi eru 53 flugfreyjur og
39 flugmenn, en heildarfækkun
stöðugilda á árinu verður 374.
Fram kom að reynt hafi verið að
lágmarka uppsagnir með hagræð-
ingu innan fyrirtækisins.
Una Eyþórsdóttir, starfsmanna-
stjóri fyrirtækisins, sagði að þeim
sem sagt var upp störfum hafi ver-
ið gerð grein fyrir því áður en al-
mennur fundur hófst með starfs-
fólki klukkan ellefu um morgun-
inn. „Mér fannst fólkið taka þessu
af yfirvegun og mikilli skynsemi,"
Á FUNDI FLUGLEIÐA FYRIR HELGI
F.v. Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, forstjóri, og Guðjón
Arngrímsson, upplýsingafulltrui fyrirtækisins.
sagði hún og tiltók að Sigurður
Helgason, forstjóri hafi verið bú-
inn að láta alla vita von væri á nið-
urskurðaraðgerðum. Una sagði
fólkinu sem væri að missa vinnuna
yrði hjálpað, en gerður hafi verið
samningur við ráðningar og ráð-
gjafarfyrirtækið Mannafl með það
fyrir augum. „Starfsmönnum er
boðið upp á einkaviðtal og aðstoö,"
sagði hún.
Sigurður sagði að hafin hafi
verið vinna að endurmati á rekstri
fyrirtækisins sem lögð verði fyrir
stjórn þess í nóvember. Hann gerði
ekki ráð fyrir fleiri uppsögnum í
vetur. „Það var tekið nokkuð mið
af þeirri vinnu í þeim aðgerðum
sem við fórum í núna,“ sagði hann
og taldi að þær aðgerðir sem
mögulega hefði verið farið út í
væru komnar fram með þeim nið-
urskurði sem gripið var til núna.
Hann sagði að nauðsynlegt hefði
verið að grípa til svo róttækra að-
haldsaðgerða en vonaðist til að
bjartari tímar væru fram undan og
að jafnvel yrði hægt að ráða hluta
starfsfólksins aftur til félagsins.
oli@frettabiadid.is
Rætt um stjórn í Afghanistan eftir talibana:
Afturhvarf til lýðræðis
AFGHANISTAN Mohammed Zahir
Shah, fyrrum kóngur í Afghanist-
an í 40 ár, hitti sendinefnd banda-
rískra þingmanna í Róm um helg-
ina, til þess að ræða stjórnarfarið
í landinu að talibanastjórnni fall-
inni. Curt Weldon, þingmaður
Republikana og formaður sendi-
nefndarinnar, segir að í Banda-
ríkjunum líti allir þannig á að
kóngurinn fyrrverandi, sem er 86
ára, geti gegnt mikilvægu hlut-
verki við að leiða til samstöðu
sundurlynd öfl gegn Talibönum.
Weldon sagði blaðamönnum í gær,
að Zahir legði áherslu á aftur-
hvarf til lýðræðis í tveggja ára
ferli með bráðabirgðaleiðtoga, en
hann kom á þingbundnu konungs-
dæmi í Afganistan. Hann mun
hafa lagt áherslu á hlutverk Sam-
einuðu þjóðanna en ekki útilokað
beina hernaðaríhlutun Banda-
KONGURINN OG AFGANISTAN
1914 ....Fæddur Mohammed Zahir Shah.
1933.........Zahir Kóngur Afghanistan.
1973 .................Zahir velt úr stóli
1974 .............Stjórn hliðholl Sovét.
1979..............Innrás Sovétmanna.
1989..............Ósigur Sovétmanna.
1989 - 1996............Innanlandsátök.
1996..............Talíbanar hrifsa völd.
MOHAMMED ZAHIR SHAH
Leggur áherslu á afturhvarf til lýðræðis i tveggja ára ferli með bráðabirðgaleiðtoga.
ríkjamanna. Hann hafi einnig
hvatt til hjálparstarfs í Afghanist-
an þar sem vetur fer í hönd.
Bandaríska þingmannanefndin
ræddi einnig við leiðtoga stjórn-
arandstöðuafla í Afghanistan,
sem voru samankomnir í Róm.
Þeir voru sammála um að kóngur-
inn gæti haft hlutverki að gegna
sem tákn og pólitískur milli-
göngumaður. „Hann nýtur mikilla
virðingar", sagði Ahmed Zia
Massood, einn Afghananna á sam-
stöðufundinum í aðsetri Zahirs. ■