Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 14

Fréttablaðið - 01.10.2001, Page 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2001 MÁNUDAGUR THIERRY HENRY MARKAHÆSTU LEIKMENN Leikmaður Lið Mörk Thierry Henry Arsenal 6 Jimmy F. Hasselbaink Chelsea 6 Christian Ziege Tottenham 4 Ruud van Nistelrooy Man. Utd. 4 David Beckham Man. Utd. 4 Kevin Campbell Everton 4 Michael Ricketts Bolton 4 Kevin Phillips Sunderland 4 Teddy Sheringham Tottenham 3 Nial Quinn_________Sunderland 3 Undankeppni HM 2003: Island tapaði illa fyrir Spánverjum knattspyrna Eftir sigurleik gegn ítölum og jafntefli við Rússa tap- aði íslenska kvennalandsliðið í gær illa fyrir Spánverjum. Leiknum, sem fór fram í Teurel skammt frá Madrid, lauk með 6-1 sigri Spánar, en staðan í hálfleik var 3-0. Margrét Ólafsdóttir skoraði mark Islands á 63. mínútu og minnkaði þá muninn í 4-1, en Spánverjarnir bættu bara í og UNPANKEPPNI HM 2003 Félag L U J T Mörk Stig fsland 3 1 1 1 4:8 4 Spánn 1 1 0 0 6:1 3 Rússland 1 O 1 0 1:1 1 Ítalía 1 O 0 1 1:2 O bættu við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins. Næsti leik- ur í riðlinum verður þann 10. októ- ber, þegar Ítalía og Rússland mætast, en næsti leikur íslands verður ekki fyrr en þann 18. maí á næsta ári, en þá heldur liðið til Rússlands. Síðustu tveir leikir ís- lands verða síðan gegn Spánverj- um á heimavelli 30. maí og ítölum á útivelli þann 8. júní. ■ ENGINNFÖGNUÐUR (slensku stúlkurnar, sem fögnuðu innilega jafnteflinu á móti Russ- um fyrir skömmu, höfðu litla ástaeðu til að fagna frammistöðu sinni gegn Spánverjum, þar sem liðið tapaði 6-1. Nissandeildin: Haukar unnu IBV HANDKNATTLEIKUR íslandsmeistarar Hauka burstuðu ÍBV 36-27 í gær- kvöld en þá fóru fram síðustu þrír leikirnir í annarri umferð íslands- mótsins í handbolta. Haukar, Valur, Grótta KR og Þór eru í efsta sæti deildarinnar með 4 stig, en Fram, FH og Víkingur eru enn án stiga. ■ 2. UMFERP Stjarnan - Víkingur 32-22 Haukar - ÍBV 36-27 UMFA - Grótta KR 22-25 Selfoss - Fram 30-28 Pór - FH 28-26 HK - KA 23-23 fR - Valur 22-26 San Francisco Giants: „Löngu tímabært að vinna einhverja dollu“ Fylkir sigraði KA í vítaspyrnukeppni í bikarúrslitunum á laugardaginn. Finnur Kolbeinsson, fyrirliðið Fylkis, sagðist vera ánægður með sumarið og að líklega yrði stefnan sett á Islandsmeist- aratitilinn á næsta ári. knattspyrna Fylkir krækti í sinn fyrsta stóra titil á laugardaginn, þegar liðið sigraði KA í hörku- spennandi bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Finnur Kol- beinsson, fyrirliði Fylkis, sagði að KA-mennirnir hefðu kannski ver- ið aðeins sprækari en hann hefði búist við þó þeir hefðu ekki komið honum á óvart. Þeir hefðu bakkað og beitt skyndisóknum og það hefði gefið góðan árangur. Finnur var að vonum ánægður með ár- angurinn, „Þetta er frábært," sagði Finn- ur. „Það var löngu orðið tímabært að vinna einhverja dollu enda erum við margir búnir að vera í þessu lengi með Fylki. Leiðin hef- ur legið upp á við undanfarið og þetta er náttúrlega toppurinn og nú held ég að menn vilji bara halda þessu áfram og koma með fleiri titla í Árbæinn." Staðan að loknum hefðbundn- um leiktíma var 2-2, en KA komst tvisvar sinnum yfir í leiknum. «íþróttaskóli Hauka -Leikjaskóli barnanna Laugardaginn 29. september hófst vetrarstarf íþrótta- skóla Hauka á Ásvöllum fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Lögð er áhersla á eflingu hreyfiþroska barnanna og að kynna þeim á lifandi og skemmtilegan hátt gildi leikja og íþrótta. Yfirkennari er Guðbjörg Norðfjörð íþróttakennari Kennt verður í tveimur hópum - yngri og eldri. Yngri hópurinn mæti kl 9:30 og sá eldri kl. 10:15. Skráning er hafin á Ásvöllum í síma 525 8700 og á netinu haukar@haukar.is • Menntaðir reynslumiklir þjálfarar leiða starfið ! • Enn er pláss fyrir nokkur börn ! • Foreldrar munið: Lengi býr að fyrstu gerð ! 10 vikna námskeið kostar kr. 3500.- Aðalstyrktaraðili skólans er Sjóvá-Almennar í Hafnarfirði Skólastjórn sjóvá^Ialmennar Akstur og áfengi fara alc Nýttmet í uppsiglingu hafnabolti Hafnaboltamaðurinn Barry Bonds, sem leikur fyrir San Francisco Giants, er um það bil að skrifa nafn sitt í íþróttasögu Bandaríkjanna. Hann er aðeins einu heimahafnarhlaupi frá því að bæta met sem Mark McGwire setti fyrir þremur árum. Bonds hefur slegið boltann 69 sinnum út fyrir endamörk vallar- ins, en McGwire, sem á sínum tíma bætti 37 ára gamalt met Roger Maris, sló boltann 70 sinn- um út fyrir endamörkin. Maris gerði það hins vegar 61 sinni. Bonds náði 69. heimahafnar- hlaupinu í leik gegn San Diego Pa- dres um helgina, en Giants eiga eftir að leika fjóra leiki á þessari leiktíð og því verður að teljast lík- legt að Bonds nái að jafna metið eða jafnvel bæta það. ■ Fyrsta markið kom á 34. mínútu en þá skallaði Hreinn Hringsson boltann í markið eftir góða fyrir- gjöf frá Dean Martin. Sverrir Sverrisson jafnaði metin á 49. mínútu með skallamarki eftir aukaspyrnu Ólafs Stígssonar, en KA komst aftur yfir á 57. mínútu, þégar Hreinn skoraði úr víta- spyrnu, eftir að Kjartan Sturlu- son, markvörður Fylkis, hafði brotið klaufalega á Þorvaldi Mak- an Sigbiörnssyni. Á 71. mínútu jafnaði Ölafur Stígsson metin fyr- ir Fylki, þegar hann skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu. í framlengingunni gerðist fátt markvert og því þurfti að grípa til vítspyrnukeppni. Leikmenn lið- anna skoruðu úr 9 fyrstu spyrnun- um og var því staðan 7-6 fyrir Fylki þegar Dean Martin, leik- maður KA, tók 10. spyrnuna. Kjartan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Martin og tryggði Árbæjarliðinu þar með fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Aðspurður sagðist Finnur vera mjög ánægður með árangur Fylk- is í sumar. „Þettar hefur verið besta tíma- bilið í sögu félagsins. Við komumst áfram í evrópukeppn- inni og urðum bikarmeistarar. Reyndar tókum við smá feilspor í deildinni en bætum vonandi fyfif það á næsta ári. Þá verðum við reynslunni ríkari og vitum að það MARKVÖRÐURINN OG FYRIRLIÐINN Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis og Finnur Kolbeinsson fyrirliði fagna fyrsta stóra titli Fylkis I knattspyrnu. er ekki nóg að standa sig bara vel hálft mótið.“ Finnur sagði að svo lengi sem ekki yrðu miklar mannabreyting- ar hjá Fylki í vetur myndi liðið líklega setja stefnuna á íslands- meistaratitillinn á næsta ári. Hann sagði að það eina sem væri öruggt núna væri að Ólafur Ingi Skúlason færi til Arsenal. „Maður veit síðan aldrei hvað gerist með menn eins og Ólaf Stígsson og Sævar Þór (Gíslason). Þeir hafa staðið sig vel í sumar, þannig að það er aldrei vita nema þeir fái einhver tilboð að utan.“ ■ Formúla 1: Enska Úrvalsdeildin: Hakkinen fagnaði sigri í Bandaríkjunum KAPPAKSTUR Finninn Mika Hakkinen, ökumaður McLaren, sem tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist hætta í Formúlu 1 eftir þetta tímabil, sigraði í Indi- anapolis kappakstrinum í Banda- ríkjunum í gær. Hakkinen, sem átti að ræsa annar, var færður aft- ur í fjórða sæti eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi á æfingu. Kappaksturinn var æsispenn- andi, en Rubens Barrichello, öku- maður Ferrari, gerði harða atlögu að Hakkinen og á síðustu hringj- unum munaði ekki nema 3 sek- úndum á þeim. En þegar skammt var eftir í mark gaf Ferrari-vélin sig og Barrichello þurfti að hætta og þar með var 20. sigur Hakk- inen á ferlinum staðreynd. Michael Schumacher, hjá Ferr- ari, lenti í öðru sæti og David Coulthard, félagi Hakkinen hjá McLaren í því þriðja. Báðir öku- menn Williams þeir Ralf Schumacher og Juan Pablo FINNINN FUÚGANDI Mika Hakkinen fagnaði slnum 20. sigri á ferlinum I Bandarlkjunum f gær. Montoya féllu úr keppni þegar kappaksturinn var u.þ.b. hálfnað- ur. Lokakeppnin í Formúlu 1 verð- ur í Japan þann 14. október ■ FQRMÚLA - £fSTil_M£NN ökumenn Lið Stig 1. Michael Schumacher Ferrari 113 2. David Coulthard McLaren 61 3. Ruben Barrichello Ferrari 54 4. Ralf Schumacher BMW-Williams48 5. Mika Hakkinen McLaren 34 6. Juan Pablo Montoya BMW-Williams25 Ötrúlegur leikur hjá Man. Utd. knattspyrna Man. Utd. sannaði það enn og aftur á laugardaginn gegn Tottenham á útivelli að leik- urinn er ekki búinn fyrr en flaut- að hefur verið til leiksloka. Leik- menn Tottenham mættu mjög ákveðnir til leiks og komust í 3-0 í fyrri hálfleik og virtist aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Lærisveinar Alex Ferguson komu hins vegar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir 22 mínút- ur voru þeir búnir að skora 4 mörk og komnir með forystu í leiknum. Fimm mínútum fyrir leikslok bætti David Beckham síðan fimmta markinu við og 5-3 sigur var því staðreynd. ■ ENSKA ÚRVALSPEILDIN Bolton - Sunderland 0-2 Charlton - Leicester 2-0 Derby - Arsenal 0-2 Everton - West Ham 5-0 Middlesbro - Southampton 0-3 Tottenham - Man. Utd. 3-5 Aston Villa - Blackburn 2-0 Newcastle - Liverpool 0-2 Fulham - Chelsea i-i Ipswich - Leeds 1-2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.