Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.10.2001, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ , , 1, október 2001 p/lÁNUPAGjJR HRAÐSODID CUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR er starfsmaður Miðstöðvar nýbúa. Læri að lifa í Qölmenning- arsamfélagi HVERNjG geta íslenskir skólar tekið vel á móti nemendum af erlendum uppruna? Við þurfum að kenna íslenskum börnum að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, m.a. að taka tillit til þess að ekki allir tala fullkomna íslensku. Þetta er spurning um umburðarlyndi og þekkingu á annarri menningu. Það þarf ekki einungis að hugsa um námslega þætti, líka félagslega. HVAÐ geta skólarnir gert til að bæta þjónustu sina við nemendur af erlendum uppruna? Það ætti að vera hægt að taka ís- lensku sem annað tungumál í fram- haldsskólum og fá það metið í stað þess að nemendur þurfa víðast hvar að taka íslensku fyrir fslendinga. Nú er þetta bara hægt í Iðnskólanum. Aðrir framhaldsskólar ættu aö taka þennan þátt inn. Einnig þyrfti að veita stuðning við heimanám í fram- haldsskólum þannig að krakkar af erlendum uppruna geti stundað nám, þótt íslenskan sé ekki fullkomin. Best væri ef aðstoðin væri á móður- máli hvers og eins. ER hægt að mæta nemendum af erlend- um uppruna með móðurmálskennslu? Það er mikilvægt að þeir fái að læra móðurmál sitt. Þannig væri námið meira á jafnréttisgrundvelli. Við höf- um ekki kennara í öllum móðurmál- um nemenda en við höfum kennara í algengustu tungumálunum sem töluð eru af meginþorra þeirra. Mér finnst ekki hægt að benda á það sem ástæðu fyrir að fara ekki út í svona kerfi að ekki séu til kennarar. Það væri veru- leg hvatning fyrir krakka af erlend- um uppruna til að fara í framhalds- skóla ef þeirra biði þar kerfi sem þeir gætu fallið inn í því kröfurnar yrðu jafnmiklar en réttlátari. HVERNIG eru íslenski kennarar menntaðir til að sinna nemendum af erlend- um uppruna? Það er grundvallaratriði að koma fjölmenningarlegri kennslu inn í grunnnám Kennaraháskóla íslands. Það er auðvelt á íslandi vegna fá- mennisins. Við gætum menntað alla kennaranema í fjölmenningarlegri kennslu og undirbúið þá undir hinn fjölmenningarlega raunveruleika sem bíður þeirra í kennslustofunni og þar með nemendur þeirra undir f iölmtínniníTRrlpsa SfHnféiBS1 22 Vilhjálmur Bretaprins: Fær ekki frið fyrir Játvarði frænda london. ap Vilhjálmur prins í Bretlandi hafði samband við Karl föður sinn í síðustu viku til þess að kvarta undan myndatökumönn- um, sem biðu eftir honum þegar hann kom út úr kennslustund í St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Síðar kom í ljós að myndatöku- mennirnir voru á vegum Játvarð- ar prins, föðurbróður Vilhjálms. Vilhjálmur, sem er 19 ára son- ur þeirra Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, hóf fjögurra ára nám í listasögu í byrjun síðustu viku. Hann hefur lagt mikla áher- slu á að fá að vera eins og hver annar nemandi við skólann, en á sunnudeginum var fjölmiðlum þó heimilt að taka myndir af honum og spyrja hann spurninga í skól- anum. Gert var ráð fyrir því að fjölmiðlar létu prinsinn síðan í friði við námið. Játvarður stofnaði sjónvarps- fyrirtæki árið 1993 og hefur m.a. unnið að gerð heimildarmynda um bresku konungsfjölskylduna, við misjafna hrifningu ættingja sinna. Andrew Neil, rektor háskólans, sagði kvikmyndatökumennina hafa neitað að yfirgefa háskólann, þótt farið hafi verið fram á það. Hann sagði að komið hafi til stympinga. „Jafnvel þegar Ját- varði prinsi var sagt að hann þyrfti að koma myndatökumönnunum út, þá fóru þeir hvergi í nokkra klukkutíma," sagði rektorinn. Breska dagblaðið Daily Mail fullyrti fyrir helgi að Játvarður hefði beðið Karl bróður sinn af- sökunar á uppátæknu. ■ KONUNGLEGIR FEÐGAR Þessi mynd var tekinn þegar Vilhjálmur prins kom í háskólann i St. Andrews I Skotlandi fyrir viku. Vilhjálmur var I fylgd föður síns, Karls Bretaprins, en fjölmiðlar höfðu fengið leyfi til að skoða prinsinn þennan eina dag. FRÉTTIR AF FÓLKI Guðmundur Franklín Jónsson fékk hóp fjárfesta til að kaupa í bandarískri fiskréttarkeðju árið 1997, meðal ann- ars íslenska lífeyr- issjóði. Sagði hann hlutabréfin hafa fjórfaldast í verði í viðtali við Morg- unblaðið. Hver hlutur var þá met- ___ inn á um 325 doll- ara stykkið. í dag er hver hlutur metinn á 11 dollara og hefur verð- mæti fyrirtækisins lækkað um 92% bara á síðasta ári. Ekki er vit- að hvort íslenskir lífeyrissjóðir eða Guðmundur sjálfur eiga enn bréf í keðjunni. A' lyktun Leikskáldaféiags ís- lands um hversu fáheyrt sé að leikskáld geti ekki sótt styrki í sérstaka sjóði fellur að sjálfsögðu ekki í kramið hjá Vef-Þjóðviljan- um sem hneykslast á heimtu- frekju menningarliðsins sem telur sjálfsagt að opinberir sjóðir standi þeim til boða. Vef-Þjóðviljinn bendir einnig á að víða sé hægt að leita styrkja menningarstarfsemi, svo sem eins og hjá fyrirtækjum og frjálsum félagasamtökum. „Leikskáldafélag íslands er lík- lega bálreitt vegna þess að því er ekki tryggður aðgangur að mönn- um sem ráðstafa annarra manna fé. Félagið þykist líklega vita að fái fólk, félög og fyrirtæki að ráð- stafa eigin fé sjálf, að þá muni þessir aðilar ekki veita „nægilega miklu fé“ til að styrkja þá menn sem sitja og semja sjónvarpshand- rit. Leikskáldafélag Islands vill miklu heldur að peningarnir verði teknir með valdi - með skatt- heimtu - af þessu fólki og færðir félagsmönnum í Leikskáldafélagi íslands. Og félagið lýsir furðu og vandlætingu á því að það sé ekki gert,“ segir svo. jorgerður Katrín Gunnarsdótt- 'ir er yngsti þingmaður Siálf- Fyrirmyndarfulltrúar heimalandsins út á við Félag Nígeríumanna á Islandi var stofnað fyrr á þessu ári. Að sögn for- mannsins er tilgangurinn með stofnun félagsins að efla menningar- tengsl þjóðanna. Félagsmenn halda í dag upp á þjóðhátíðardag Nígeríumanna. nÝbúar „Við setjumst fyrst og höll- um síðan aftur bakinu. Þetta erum við að gera einmitt núna,“ segir Godson U Onyema Anuforo, for- maður Félags Nígeríumanna á ís- landi. Félagið var stofnað fyrr á þessu ári og Godson útskýrir að fyrst um sinn muni menn einbeita sér að uppbyggingu félagsins og rækta tengslin við félagsmenn og heimalandið áður en starfsemin fari á fullan skrið. En hver er til- gangurinn með stofnun samtak- anna? „Þetta eru samtök á sviði menningartengsla og fyrir alla Ní- geríumenn sem búsettir eru á ís- landi. Tilgangurinn er að kynna ní- geríska menningu fyrir íslending- um en ekki síður að stuðla að því að Nígeríumenn á íslandi tileinki sér íslenska siði og venjur,“ segir Godson. Á bilinu 35 til 40 Nígeríumenn eru búsettir á íslandi, flestir á höf- uðborgarsvæðinu en einnig á Dal- vík og Akranesi. Godson segir margt ólíkt með þjóðunum og ým- islegt í menningu Nígeríumanna sem hljómi undariega í eyrum ís- lendinga. Til dæmis sé það beinlín- is glæpur í Nígeríu ef gestur móðgar gestagjafa sinn. Að_ þessu leyti vilji Nígeríumenn á íslandi FORMAÐURINN Godson U Onyema Anuforo hefur búið á ís- landi um tveggja ára skeið. Hann kann vel við sig hér en segir menningu þjóðanna um margt ólíka. „I Nígerfu er borin mikil virðing fyrir þeim sem eldri eru. Sá sem fær sér si- garettu spyr foreldra slna leyfis áður en hann kveikir I," segir Godson. sína gestgjöfum sínum; íslensku þjóðinni, þá virðingu sem henni ber og um leið vera fyrirmyndar- fulltrúar heimalands síns út á við. Hann segir félagið hafa fullan hug á að efla menningartengsl þjóð- anna og fá listamenn og aðra frá Nígeríu til að heimsækja ísland. Að sama skapi geti félagið verið ís- lenskum listamönnum og öðrum sem vilja heimsækja Nígeríu inn- an handar. Þá hefur félagið önnur markmið að leiðarljósi. „Það sem við viljum er að fólk líti á okkur sem Nígeríumenn en ekki bara svertingja. Svartur mað- ur á íslandi gæti verið frá Kenýu eða Bandaríkjunum eða annars staðar frá,“ segir Godson. Hann segir algengt að fólk dragi alla svarta í einn dilk eða titli svartan mann Nígeríumann fyrir mistök. Hann giskar á að samskipti þjóð- anna á sviði sjávarútvegs eigi ein- hverja sök á þessu. Godson hefur búið á íslandi um tveggja ára skeið og kann vel við sig hér. „Hér er engin stéttaskipting eins og í Nígeríu. Maður með há- skólapróf myndi til að mynda aldrei keyra strætisvagn í Nígeríu. Hér geta menn tekið að sér ólík störf óháð menntun," segir hann og bendir á fleiri siði og venjur sem greina þjóðirnar að. „í Nígeríu er borin mikil virðing fyrir þeim sem eldri eru. Sá sem fær sér sígarettu spyr foreldra sína leyfis áður en hann kveikir í,“ segir Godson. kristjangeir@frettabladid.is lengur í hópi ungra sjálfstæðis- manna. Þetta finnst ungliðum í Sjálfstæðisflokknum eklti nógu gott enda margir í „yngri“ kantin- um áberandi í liði annarra stjórn- málaflokká. Kjartan Magnússon en 35 ára. Þó er stefnt að því aö yngra fólk sæki hart fram innan flokksins, fyrst í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosningar og svo fyrir Alþingiskosningar ári eftir. lega til sín sérfræðinga á fjár- málamarkaði til að spá í gengi fyr- irtækja. Það erfiðasta sem þeir lentu í þá var að spá í hvaða fyrir- tæki myndu lækka á næstu vikum. Nú birtast fréttir af lökum árangri / ' J -j .r • » j r j JjJJ JTj J R Y Ð F R í S É R S M í Ð I Gerum verðtilboð í stærri sem smærri verk! Vesturvör 22 - 220 Reykjavík - Sími: 588-2314 - Fax: 588-2311 - micro@islandia.is Jis: pabbi! Stuóorinn J. j=~* datí aí bílnum okkar! j j ú í En þöö v«r nú Pekliert, - hú j =Hieföir útt oö iiH® i : iTíf 3 O . 'ÁJ'ííÍ - »A-í?sr6Í '

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.