Fréttablaðið - 30.10.2001, Side 7

Fréttablaðið - 30.10.2001, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Mikil hálka á heiðum: Nokkur óhöpp vegna hálku VARÚÐ VEGNA HÁLKU Fólk er ráðlagt að gæta að sér og fara ekki á sumardekkjum yfir heiðar vegna hálku sem þar er. umferð Hálka var víðast hvar á landinu í gær og urðu nokkur um- ferðaróhöpp af völdum hennar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi varð árekstur í Kömbunum um hálfáttaleytið í gærmorgun. Þá valt bíll á Þorláks- hafnarvegi skömmu fyrir átta og skömmu síðar valt bifreið á Hellis- heiðinni. Rétt fyrir klukkan níu snérist bíll í Kömbunum og lenti utan í vegriði. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en tjón urðu á bílum. Töluverð hálka var á Holtavörðuheiði en engin óhöpp urðu að sögn lögreglunnar í Borg- arfirði. Lögreglan á Akureyri sagði tvö umferðaróhöpp hafa orðið vegna hálku en engin slys á fólki. Vildi lögreglan koma þeim ráðlegg- ingum til fólks að fara ekki á sum- ardekkjum á Öxnadalsheiði eða Víkurskarðið yfir Vaðlaheiði. Á Ólafsfirði missti maður stjórn á bif- reið sinni og endaði ofan í Torgdalsá. Hann sakaði ekki. Lög- reglan á Egilsstöðum sagði mikla hálku á heiðum og vegum utan við bæinn en engin óhöpp orðið. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru þjóðvegir lands- ins færir en hálkubletti má finna víðast hvar. Þá er hálka á heiðum og þungfært er orðið á Fjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði og Axarfjarðar- heiði. ■ Flugvél Flugmálastjórnar: Afgreiðslu frestað Stjórnmál Beiðni Gísla S. Einars- sonar, þingmanns Samfylkingar, um upplýsingar um notkun á flug- vél Flugmálastjórnar var tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar í gær en afgreiðslu hennar frestað til fundar sem boðaður hefur ver- ið klukkan hálf níu í dag. Gísli óskaði eftir upplýsingum um hvernig flugvélin hefði verið not- uð 24. júlí s.l. og sagðist vilja fá úr því skorið hvort flugvélin hefði verið notuð með öðrum hætti en til er ætlast í kjölfar ábendinga sem honum höfðu borist. ■ BRUNI Slökkvilið, björgunarsveitir og fleiri notuðust áður við símboða til að kalla menn út til starfa en reiða sig nú á SMS-skilaboð í farsíma. Bodin berast seint og illa Vandkvæði hafa komið upp í útköllum slökkviliða á landsbyggðinni. Notast er við SMS-kerfi Landssímans, en liðið hefur allt að klukkustund frá því að boð eru send frá Neyðarlínu þar til þau bárust til slökkviliðsmanns. brunavarnir Mikil óánægja er meðal slökkviliðsstjóra á lands- byggðinni með út- kallskerfi gegnum Alltaðþví SMS-kerfi Lands- klukkustund símans. Áður voru leið frá því símboðar notaðir Neyðarlínan til útkalla. „í ljós sendi frá sér hafa komið miklar boðin þar til brotalamir og þau bárust í menn eru að fá síma slökkvi- boðin seint og liðsmanns. illa,“ sagði Krist- —4— ján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Selfossi. Hann hefur haft á sinni könnu fjarskiptamál fyrir Félag slökkviliðsstjóra en þau voru til umræðu á árlegum fundi félags- ins sl. laugardag. Kristján segir að víða á landinu sé ástandið mjög slæmt. „Gamla boðkerfið, sem okkur var sagt að væri fram- tíðin þegar við fórum í það, var lagt niður og menn urðu bara að leggja tækjunum sínum.“ Hann tiltók að kostað hefði um 50 millj- ónir að endurnýja símboðasend- inn sem fyrir var. „Það hefði ver- ið lítið mál fyrir sveitarfélög og ríki, miðað við að fara út í þetta kerfi sem bæði er mjög dýrt og viðhaldsfrekt. Þetta voru lítil og þægileg boðtæki sem dugðu alls staðar, en í dag erum við með GSM síma sem ná nánast ekki nema í helmingi tilfella." Krist- ján segir að upp hafi komið vand- ræði vegna þess að SMS-kerfið hafi brugðist og nefndi bæði Húsavík og Dalvík í því sam- bandi. Jón Ásberg Salómonsson, slökkviliðsstjóri á Húsavík, stað- festi að skilaboð hefðu borist seint í útkalli hjá þeim. í fram- haldi af því hafi hann boðað til æfingar í haust þar sem skráð var niður hvenær útkall barst. „Ég tók þetta saman og sendi brunamálastjóra afrit af niður- stöðunum, en í ljós kom að allt upp í klukkutími leið frá því Neyðarlínan sendi boðin frá sér, þar til þau bárust í símann." Björn Karlsson, brunamála- stjóri, sagði að sér virtist sem vandamálið væri bundið við nokkra smærri staði og þá helst þar sem væri bara einn GSM- sendir. Hann segir að á næstu vik- um verið reynt að einangra vand- ann með æfingum og viðtölum við Neyðarlínu. „Ef ástandið lagast ekki við það höldum við fund með Landssímanum og Neyðarlínunni og reynum að komast fyrir vand- ann,“ sagði hann. oli@frettabladid.is Hafravatnsvegur: Annar mannanna 1 öndunarvél umferðarslys Mennirnir tveir sem voru fluttur á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi með alvarlega höfuðáverka eftir umferðarslys á Hafravatnsvegi síðastliðinn föstu- dag, eru á misjöfnum batavegi. Liggur annar þeirra á gjörgæslu- deild þar sem hann nýtur aðstoðar öndunarvélar. Hinn fékk að fara af deildinni í gær. Tvær konur sem voru með mönnunum í bíln- um létust. Mennirnir tveir sátu báðir í framsæti fólksbifreiðarinnar þeg- ar pallbíll skall á henni að aftan- verðu með þeim afleiðingum að bifreiðarnar enduðu báðir utan vegar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan í Reykjavík hafði af- skipti af ökumanni bifreiðar við Smiðshöfða í Reykjavík um þrjúleytið í fyrrinótt. Var öku- maðurinn, kona á tvítugsaldri, grunuð um ölvun við akstur. Sinnti hún í engu tilmælum lög- reglu um að stöðva bifreiðina og upphófst því eftirför sem endaði í Bíldshöfða þegar konan missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði á umferðarskilti. Konan snaraði sér úr bifreiðinni og reyndi að forða sér á hlaupum en lögreglan hljóp hana fljótlega uppi. ■ ...... Tveir menn, 18 og 21 árs, voru handteknir um eittleytið í fyrrinótt grunaðir um innbrot í bifreið í Breiðholti. Féll grunur á mennina þegar samskonar þýfi og tekið var úr bifreiðinni fannst í bifreið þeirra um hálfri klukku- stund eftir að innbrotið var framið. Mennirnir voru færðir í fangageymslur lögreglunnar og yfirheyrðir í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.