Fréttablaðið - 08.11.2001, Side 1

Fréttablaðið - 08.11.2001, Side 1
FRÉTTAB Hjálpum Afganistan 907 2003 HiitNUtSTUf Rauöi kross fslands PEKK Vetur j genginn í garð bls 22 Óttast miltisbrand í pósti bls 8 ÍPRÓTTIR Vill ólmurfá Pétur bls 14 BAKTERÍUR 140. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 8. nóvember 2001 FIMIVITUDAGUR Vélstjórar koma saman piNG.Vélstjóraþing hefst í dag og stendur næstu daga. Helgi Laxdal formaður Vélstjóra- félags íslands setur þingið. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra ávarpar. Þingið er á Grand hóteli í Reykjavík og samfara því sýna nokkur fyrirtæki það nýjasta sem tengist vélum og sjávarútvegi. Harðari refsingar alpingi Þinemenn ræða í dag meðal annars harðari refsingar vegna kynferðisafbrota. Það er Kolbrún Halldórsdóttir sem hefur framsögu um málið. VEÐRIÐÍDflGl REYKJAVÍK Suðvestan 18-23 m/s síðdegis. Hvessir enn frekar með kvöldinu. Hiti 8 til 12 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 13-23 Súld 09 Akureyri O 13-20 Súld 09 Egilsstaðir O 13-20 Súld 09 Vestmannaeyjar © 18-25 Súld .O'o Peningamál í dag efnahagsmál í dag birtir Seðlabank- inn nýja verðbólguspá í ársfjórð- ungsritinu Peningamálum. Ritið verður birt á vef bankans (www.sedlabanki is) eftir klukkan f jögur. Horfa margir til þess að bankinn muni jafnvel nota tæki- færið og lækka vexti, en siðustu mánuði hefur verið sívaxandi þrýstingur í þá veruna. Þó telja sumir að komi til vaxtalækkunar verði hún frekar á mánudaginn, en þá birtir Hagstofan verðbólgutölur mánaðarins. Keppa um Kjörís- bikarinn körfubolti í kvöld eigast við öðru sinni Keflavík og Breiðablik, KR og Haukar og Tindastóll og Þór í Kjör- ísbikarnum. Leikirnir hef jast klukkan átta. j KVÖLDIÐ í KVÖLD[ Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Spennan vex vegna aðgerða Seðlabcinka Fundur í dag þar sem allt eins er vonast eftir að vextir verði lækkaðir. Vaxtamunur við útlönd eykst. Gengislækkun krónunnar skilar sér í hækkuðu verðlagi sem gæti valdið því að verðbólgu- markmiðið fjarlægðist. Verðbólgan meginvaldamálið, ekki vaxtastigið. EFNAHAGSMÁL „Ég ræði það mál ekki núna,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann var spurður út í hvort verðbólgumarkmið bankans væri í uppnámi eftir áframhald- andi veikingu krónunnar í vikunni. Gengisvístala krónunnar fór í 147,45 stig sem er sögulegt há- mark. Bent hefur verið á að bank- inn sé í erfiðri stöðu þar sem áframhaldandi veiking krónunnar skili sér í hækkuðu verðlagi sem aftur þýði minni kaupmátt launa og aukna verðbólgu. Einnig er bent á gríðarlegan mun á stýrivöxtum hér og í öðrum löndum, ekki síst eftir tíundu stýrivaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna á árinu. Þar eru stýri vextir komnir niður í 2% en eru tæp 11% hér. Birgir ísleifur vísaði alfarið til blaðamannafundar sem efnt verð- ur til kl. 15:30 í dag þar sem árs- fjórðungsrit Seðlabankans verður kynnt ásamt verðbólguspá fyrir næstu misseri. „Auðvitað hefði mátt hækka GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR vexti fyrr til að slá á þensluna sem Seðlabankinn er nú að berjast við,“ segir Sigurður Er- lingsson hjá greiningar- deild Landsbankans- Landsbréfa og býst fremur við því að bankinn dragi upp svartsýna mynd í dag af efnahagsástandinu. Hann telur að Seðlabank- inn hafi ekki átt annarra kosta völ en að halda uppi háum vöxtum, en spurning sé hvort bankinn muni breyta viðhorfi sínu til vaxtalækkunar að ein- hverju leyti. „Vonandi geta þeir gefið okkur einhver skýr skilaboð um framtíðarhorfur þrátt fyrir að nánasta framtíð gefi ekki tilefni til bjartsýni." Sigurður segir að horfur í at- vinnumálum gætu verið einn mik- ilvægasti þátturinn í ákvörðun BIRGIR ÍSLEIFUR Kynnir verðbólgu- spá og ársfjórð- ungsritið Peninga- mál í dag. bankans. „Síðustu tölur sýndu okk- ur að fólk er ennþá í vinnu og get- ur þar með enn borgað af lánum og haldið uppi neyslu. Hugsanlega verður ekki slakað á klónni fyrr en spennan í þjóðfélaginu minnkar með auknu at- vinnuleysi." Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Kaupþings segir ýmislegt benda til þess að dregið hafi úr verð- bólguhraðanum og því löngu tímabært að lækka vexti. Einnig sé atvinnu- leysi að líkindum heldur meira en tölur um fjölda einstaklinga á at- vinnuleysisskrá gefi tilefni til að ætla og slíkt geti komið á daginn um miðjan mánuðinn þegar tölur úr vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar verða birtar. mattiafrettabladid.is r - VATN AF SKORNUM SKAMMTI Þessi kona er að þvo diska í mengaðri á í Nepal. Það búa ekki allir jafnvel og við íslendingar sem höfum nánast takmarkalausan aðgang að fersku og tæru vatni. Hafnarfjörður: Miltisbrandur í Miðvangi? miltisbrandur Eiturefnasveit slökkviliðsins var kölluð að íbúð- arblokk í Miðvangi í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að maður sem þar býr hafði fengið sendingu frá Bandaríkjunum sem í var að finna torkennilegt duft. Slökkviliðsmenn hreinsuðu efnið upp og settu sendinguna í þar til gerðar umbúðir áður en lögregla flutti hana til frekari rannsóknar. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og gekkst undir með- ferð vegna hugsanlegs miltis- brandssmits. íbúðin hefur verið innsigluð þar til niðurstöður fást í rannsókn á innihaldi sendingar- innar. ■ 1 ÞETTfl HELST | Hvað les fólk á aldrinum 18 til 29 ára? Meðallestur 18 til 29 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 78% róí/s les blaðið IFJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VARl FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Jarðarbúum fjölgar um 3 milljarða á næstu 50 ámm: Vatnsskortur mesta vandamálið sameinuðu þióðirnar Frá því 1960 hefur jarðarbúum fjölgað um helming, úr þremur milljörðum í sex. Á næstu fimmtíu árum er bú- ist við þremur milljörðum í við- bót, og sú viðbót verður öll í svo- nefndum þróunarlöndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóð- anna (UNFPA). Þessi fjölgun jarðarbúa veldur óneitanlega auknu álagi á jörðina og má víða sjá þess merki nú þeg- ar. í skýrslunni er fjallað um sum helstu hættumerkin og hvernig bregðast þurfi við þeim. Athygli er m.a. vakin á því að vatnsnotkun í heiminum hefur sexfaldast á síðustu sjö áratug- um. 54 prósent af aðgengilegum vatnsforða jarðar er nú þegar í notkun. Það hlutfall verður vænt- anlega komið upp í 70 prósent árið 2025 vegna fólksfjölgunar, en gæti orðið 90 prósent verði vatnsneysla allra jarðarbúa þá orðin jafnmikil og á Vesturlönd- um. Vatnsskortur er einmitt eitt stærsta vandamálið sem fólks- fjölguninni fylgir. Á síðasta ári bjuggu 508 milljónir manna við vatnsskort eða erfiðan aðgang að vatni í alls 31 landi. Árið 2025 má búast við að þrír milljarðar manna búi við slíkt ástand í 48 löndum, en árið 2050 verða 4,2 milljarðar manna í vandræðum með að nálgast ómengað vatn. ■ Beið óttasleginn og hræddur um að hafa orðið fyrir miltis- brandsgró. bls. 2 Tuttugu þúsund manna byggð er fyrirhuguð við Úlfarsfell. bls. 2 —«— Olíkar ástæður liggja að baki ofbeldi hjá strákum og stelp- um. bls. 4 -.♦— Flugmálastjóra var bent á að geyma farþegalistana. bls. 10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.