Fréttablaðið - 08.11.2001, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 8. nóvember 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
HM 2002:
Rautt fyrir leikaraskap
knattspyrna Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið (FIFA) hefur ákveðið
að taka harkalega á leikaraskap
leikmanna í Heimsmeistara-
keppninni í Japan og Suður-Kóreu
á næsta ári. Leikmenn sem verða
uppvísir að því að láta sig falla
eða gera sér upp meiðsli geta átt
von á að fá rautt spjald.
Fram að þessu hafa dómarar
einungis gefið leikmönnum gult
spjald fyrir leikaraskap. Sepp
Blatter, forseti FIFA, sagði að
rætt hefði verið um þessi mál inn-
an sambandsins í síðustu viku og
að niðurstaðan hefði verið sú að ef
leikmenn sýndu leiknum óvirð-
ingu með leikaraskap ættu dóm-
arar að senda þá af leikvelli.
Blatter sagði að einnig kæmi
til greina að nota upptökur af
leikjum til að ákvarða hvort leik-
mönnum yrði refsað fyrir leik-
araskap. Ef leikmenn vissu að
sjónvarpsmyndavél fylgdist með
þeim allan leikinn myndu þeir
haga sér betur. ■
PAOLO Dl CANIO
Leikmenn geta átt von að
verða sendir af velli ef þeir
verða uppvísir að leikaraskap.
Óvissa með framtíð Arsene Wenger:
Tekur van Gaal
við Arsenal?
HOLLENDINGUR
Van Gaal er undir smásjánni hjá Arsenal vegna góðs árangurs hans í að byggja upp unga
leikmenn.
knattspyrna Enskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær að Arsenal
hygðist ráða hollenska landsliðs-
þjálfarann Louis van Gaal, sem
framkvæmdastjóra ef Arsene
Wenger myndi ekki undirrita nýj-
an samning fljótlega, en núver-
andi samningur hans rennur út
næsta sumar.
„Ég sagði í lok síðasta tímabils
að ég myndi skrifa undir áður en
þetta tímabil hæfist, en ég hefði
ekki átt að segja það,“ sagði Wen-
ger. „Fríið sem er framundan
vegna landsleikja er tilvalið til að
setjast niður og ræða nýjan samn-
ing. Vonandi getum við, komist að
einhverri niðurstöðu. Ég held að
við göngum frá þessu fljótlega."
Eftir 1. janúar getur Wenger
rætt við önnur félög og munu for-
ráðamenn Arsenal vera uggandi
yfir því að hann verði ekki búinn
að skrifa undir fyrir þann tíma.
Sumir halda því jafnvel fram að
Wenger telji sig ekki geta náð
meira út úr Arsenal liðinu og því
muni hann hætta fljótlega. Benda
þeir á að tímabilið frá 17. til 26.
nóvember muni skera úr um
framtíð hans hjá liðinu, en þá mun
Arsenal leika gegn Tottenham og
Man. Utd. í Urvalsdeildinni og
Deportivo La Coruna í Meistara-
deildinni. Þann 26. nóvember
munu síðan bæjaryfirvöld í Isl-
ington ákveða hvort Arsenal fái
leyfi til að byggja nýjan völl við
Ashburton Grove.
Van Gaal er undir smásjánni hjá
Arsenal vegna góðs árangurs hans 1
að byggja upp unga leikmenn hjá
Ajax á sínum tíma. Ungmennalið
Arsenal, bæði undir 17 ára og undir
19 ára, hafa haft yfirburði í
Englandi, en Wenger hefur hins
vegar ekki verið mikið fyrir að gefa
þeim tækifæri með aðalliðinu. ■
ALLT í GÓÐU
Lewis hefur rekið Maloney eftir 12 ára
samstarf.
Lennox Lewis:
Rak umboðs-
manninn
hnefaleikar Lennox Lewis hefur
rekið Frank Maloney umboðs-
mann sinn til 12 ára, en aðeins 10
dagar eru þangað til hann berst
við Hasim Rahman í Las Vegas.
í viðtali við enska slúðurblaðið
The Sun sakaði Maloney, sem átti
stóran þátt í að koma Lewis á
toppinn í hnefaleikaheiminum,
hann um að koma fram við sig
eins og þræl. Hann sagði augljóst
að Lewis vildi ekki umboðsmann
og það hefur komið á daginn því
Lewis sagði eftir að hann rak
Maloney að hann hygðist sjá um
sín mál sjálfur. ■
Landsleikur:
Jafnt hjá ítölum
°g Japönum
knattspyrna ítalska landsliðið
gerði 1-1 jafntefli við Japan í æf-
ingaleik á Saitama leikvanginum í
Tókíó í gær. Atsushi Yanagisawa,
leikmaður Kashima Antlers, skor-
aði fyrsta mark leiksins snemma í
fyrri hálfleik eftir góða sendingu
frá Junichi Inamoto, leikmanni
Arsenal, en Cristiano Doni jafnaði
metin skömmu eftir leikhlé og þar
við sat.
Philippe Troussier, þjálfari
Japans, sagði að ítalir væru með
mjög sterkt lið og því væri hann
mjög ánægður með úrslitin. Hann
sagði að þau myndu auka sjálfs-
traust liðsins, sem tekur þátt í
lokakeppni HM á næsta ári sem
gestgjafi. ítalir, sem léku án
markvarðarins Francesco Toldo
og miðvallarleikmannsins Dami-
ano Tomassi, voru slakir í fyrri
hálfleik og heppnir að vera ekki
meira en einu marki undir. í síðari
hálfleik voru þeir hins vegar mun
betri aðilinn og hefðu getað skor-
aði meira en eitt mark. ■
DEL PIERO
Alessandro Del Piero sendir boltann fram-
hjá japanska varnarmanninum Yasuhiro
Hato.
afsláttur
af öllum
skóm
OkonomiSko
-meira fyrír peningana
Glæsibæ - sími 568 6062
Kuldagalli kr. 7.900
Mittisjakki kr. 3.900
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
0PIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL10-18
LAUGARD 12-16