Fréttablaðið - 08.11.2001, Page 2
KJÖRKASSINN
HREINT OG GOTT
Hvað sem segja má
um önnur lönd þá
virðumst við viss um
að mengun þar sé
meiri en hér.
Er ísland hreint og lítið meng-
að land miðað við önnur?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
29%
Spurning dagsins í dag:
Á að byggja yfir landnámsbæinn í
Aðalstræti?
Farðu inn á visi.is og segðu
þína skoðun
KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR
Segir að byrjað sé að greiða sjúkraliðum
3.500 krónur á dag í verkfallsbætur. Ný
þriggja daga verkfallshrina hefst eftir helgi
hafi ekki samist áður.
Sjúkraliðar:
Lækna-
nemaí
störfln
KiARAPEiLA Kristín Á. Guðmunds-
dóttir formaður Sjúkraliðafélags
íslands segir að það sé mjög
ögrandi af hálfu Landspítala - há-
skólasjúkrahúss að reyna að fá
læknanema á 2. og 3. ári til að
vinna þau störf sem sjúkraliðar
hafa unnið á taugalækningadeild
lyflækningadeildar við Hring-
braut. Sérstaklega með hliðsjón af
tímasetningunni og stöðu kjara-
viðræðnanna þar sem ríkið virðist
loksins vera tilbúið að ræða af
einhverri alvöru við sjúkraliða.
Jónína Hafliðadóttir deildar-
stjóri á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi sagðist í gær ekki hafa
fengið nein viðbrögð frá lækna-
nemum við þessari ósk spítalans
um að fá þá tímabundið til starfa.
Hún sagðist ekki hafa neina skýr-
ingu á því nema ef vera skyldi að
þeir væru byrjaðir að undirbúa
sig undir próf. Hún segir ástandið
á deildinni hjá sér vera mjög
slæmt og vinnuálag mjög mikið
vegna uppsagna sjúkraliða og
verkfalla.
í orðsendingu spítalans til
læknanema kemur fram að stofn-
unina bráðvanti tímabundinn
starfskraft sem sjúkraliða til að-
stoðar á Taugalækningadeild lyf-
lækningadeildar. Meðal annars er
bent á að þarna sé á ferðinni mjög
gott tækifæri fyrir læknanema til
að kynnast innviðum spítalans og
fá fyrstu kynni af algengum sjúk-
dómum eins og t.d. parkinsons,
alzheimir, heilablóðfalli, MS og
fleiri sjúkdómum. ■
Costgo:
Beittur dag-
sektum
pöntunarlisti Samkeppnisstofnun
hefur ákveðið að beita Goða Jó-
hann Gunnarsson sem stendur að
Costgo pöntunarlistanum dag-
sektum þar til hann hefur afhent
stofnuninni pöntunarlistann. Goði
hefur sagt að allir viðskiptaskil-
málar fyrirtækisins komi fram í
pöntunarlistanum en hefur ekki
enn afhent Samkeppnisstofnun
eintak af honum þrátt fyrir að
hafa heitið því strax á mánudag
þegar auglýsing um pöntunarlist-
annbirtist. ■
FRETTABLAÐIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
Umhverfisráðuneytið leitar logandi ljósi:
Vantar sveitarfélag fyrir eiturefncdager
umhverfismál Ingimar Sigurðsson,
skrifstofustjóri hjá umhverfis-
ráðuneytinu, segir nú unnið að var-
anlegri lausn á förgun hættulegra
spilliefna. Eins og Fréttablaðið
sagði frá í gær eru 300 rúmmetrar
af jarðvegi menguðum PCB og
þungmálmum geymdir í sekkjum í
Sundahöfn. Sú geymsluaðferð hef-
ur hlotið blessun umhverfisráðu-
neytisins.
„Hvorki Hollustuvernd né ráðu-
neytið gerði athugasemdir enda
sjáum við ekki aðra lausn tíma-
bundið. En það þarf að finna stað
þar sem hægt er að koma þessum
efnum fyrir við þar tilgerð skil-
yrði. Ráðuneytið setti á laggirnar
nefnd og hún hefur skilað af sér en
gerir ekki tillögur um neinn sér-
stakan stað. Sveitarfélögin eiga að
taka við þessum úrgangi en þau
eru fá sem vilja hýsa þessi efni og
ekkert þeirra hefur gefið kost á
sér ennþá. Þess vegna hefur ráðu-
neytið tekið frumkvæði og reynt
að leysa þetta í samvinnu við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga. Við
erum að vinna að reglugerð um
málið en þá er þetta stóra mál eft-
ir; að komast að því hvar slíkur
staður getur verið og kúrsinn hef-
ur verið settur á að leysa málið
innan fimm ára,“ segir Ingimar,
sem á von á að aðeins verði um
einn eða tvo staði að ræða. ■
EITURSEKKIRNIR í SUNAHÖFN
Umhverfisráðuneytið leitar að förgunarstað fyrir eiturefni en ekkert sveitarfélag gefur sig fram.
FRÁ TOPPI TIL TÁAR
I tillögunni hefur stofnbraut verið flutt upp fyrir byggðina en skólar, leikskólar og íþróttasvæði niður í dalbotninn þar sem útivistarsvæði
hefur verið skipulagt.
20 þúsund manna
byggð í Úlfarsfclli
Borgaryfirvöld hafa valið tillögu Björns Olafs og V.A. arkitekta sem
grundvöll rammaskipulags byggðar í suðurhlíðum Úlfarsfells. I tillög-
unni eru talsverðar breytingar frá aðalskipulagi sem lagt var upp með.
skipulag Rýnihópur á vegum skipu-
lags- og byggingarnefndar Reykja-
víkur hefur valið tillögu Björns
Ólafs og V.A. arkitekta sem grund-
völl rammaskipulags fyrir byggð í
Höllum, Hamrahlíðarlöndum og
suðurhlíðum Úlfarsfells. Svæðið er
næsta stóra byggingarsvæði
Reykjavíkur og skipulagssvæðið
um_450 hektarar að flatarmáli.
í tillögunni er gert ráð fyrir
blandaðri byggð fbúða og atvinnu-
starfsemi auk þess sem áhersla er
lögð á að öll þjónusta verði innan
göngufæris. Byggðin verður mun
þéttari en venja hefur og er hún
þéttust við Miðju sem er valinn
staður við Leirtjörn sem yrði breytt
í borgartjörn með fuglalífi og borg-
arstemmningu allt í kring. Þar leg-
gja tillöguhöfundar til að verði
blanda af verslunum, stofnunum,
þjónustu og íbúðarhúsnæði. Út frá
miðju liggur svo byggð þar sem
þéttleiki verður minni eftir því sem
fjær dregur og einbýlishús taka við
af blandaðri tegundum íbúðahús-
næðis.
„Tillagan er einföld og uppfyllir
þau meginmarkmið sem við sett-
um okkur um mjög þétta byggð“,
segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
sem stýrði störfum rýnihópsins
sem valdi tillöguna en alls voru
sex tillögur lagðar fram af jafn-
mörgum aðilum. „Þetta er mun
þéttari byggð en þekkst hefur í
hverfisskipulagi borgarinnar hing-
að til. Það eru ákveðin umhverfis-
og búsetugæði höfð að leiðarljósi í
þessari hugmynd. Þá er hugmynd
þeirra um að færa Hallsveg, sem
átti samkvæmt aðalskipulagi að
skera byggðina, norður fyrir
byggðina upp að rótum Úlfarsfells
hugmynd sem við erum mjög
ánægð með. í dalbotninum með-
fram ánni safna þeir svo saman
öllum skólum, leikskólum og
íþróttaaðstöðu og draga fólk þan-
nig niður að þessum skjólsælasta
bletti svæðisins og skapa þar líf og
ná fjölskyldum saman.“
binni@frettabladid.is
Uppgötvun ÍE:
Lyfia-
þróun sí-
vaxandi
fyrirtæki íslensk erfðagreining
tilkynnti í gær að starfsmenn
hefðu uppgötvað 350 erfðavísa.
Lagðar hafa verið inn umsóknir
um einkaleyfi á þessum erfðavís-
um og gert grein fyrir tengslum
þeirra við algenga sjúkdóma.
Erfðavísarnir geyma upplýs-
ingar um byggingu próteina sem
taka þátt í mikilvægum ferlum
innan og utan frumna líkamans.
Þessi uppgötvun var gerð með
lífupplýsingatækni fyrirtækisins.
Niðurstöðurnar voru settar í sam-
hengi við aðrar niðurstöður úr
erfðafræðirannsóknum á yfir 40
sjúkdómum. Þannig var hægt að
kanna tengsl erfðavísanna við al-
genga sjúkdóma.
Uppgötvun þessara erfðavísa
mun nýtast sívaxandi lyfjaþróun-
arsviði íslenskrar erfðagreining-
ar. Tenging læknisfræðilegra upp-
lýsinga við þessa erfðavísa eykur
bæði möguleikana á þróun nýrra
lyfja og styrkir hugverkaréttindi
ÍE. Fyrirtækið mun halda áfram á
sömu braut og nota Lífupplýs-
ingakerfið til að afla nýrrar þekk-
ingar á tengslum erfða og sjúk-
dóma. ■
| DÓMSMÁL I
Aðalmeðferð í máli Carl Allers
Etablissement A/S gegn
Fróða hf. sem fram átti að fara í
dag fyrir Héraðsdómi Reykjavík-
ur hefur verið frestað að beiðni
lögmanns Carl Allers A/S. Um er
að ræða mál um vörumerki en
Carl Allers A/S gefur út hið víð-
fræga rit Se og H0r, og þykir
þeim væntanlega hið íslenska Séð
og heyrt full líkt hinu fyrrnefnda.
Árni Vilhjálmsson er lögmaður
stefnenda en Jón Steinar Gunn-
laugsson er skráður lögmaður
Fróða hf.
Grunur um miltisbrandsgró í íbúðarhtásnæði
að Sléttuvegi:
„Ég skelf og
nötra af ótta“
MILTISBRANDUR „Ég sit hérna og
skelf og nötra af ótta við miltis-
brandsgró ,“ sagði Pálmar Smári
Gunnarsson, íbúi í fjölbýlishúsi að
Sléttuvegi 9, við blaðamann sem
hafði samband við hann um hálf-
tvöleytið í gærdag. Þá hafði ekki
liðið langur tími frá því að Pálmar
Smári úppgötvaði hvítt duft í
bögglapósti sem barst inn á heim-
ili hans seint á þriðjudagskvöldið.
Pálmar sagðist vera innilokaður í
íbúð sinni með pakkann á borðinu
og fyrir utan stæðu lögreglu-
menn. Beðið væri eftir mönnum
frá slökkviliðinu til að gera við-
eigandi ráðstafanir. „Ég er ansi
smeykur og ekki bætir það
ástandið að ég er með opið sár á
vinstri hendi.“ Pálmar sagðist
hafa margoft þvegið sér um hend-
urnar og að hann hefði þegar skipt
um föt og sett þau sem hann var í
í plastpoka.
Duftið var í pakkasendingu sem
Pálmar átti von á frá Bandaríkjun-
um. Sagði hann pakkann hafa
borist síðla kvölds. Hann hefði þá
tekið utan af honum en afráðið að
skoða innihaldið betur daginn eftir.
„Þegar ég svo handlék pakkann
daginn eftir fékk ég algjört sjokk.
Ég hef enga hugmynd um hvort
duftið hafi þyrlast upp í myrkrinu
og ég andað því að mér. Pálmar
sagðist enga hugmynd hafa um
hvað svona sending færi í gegnum
margar hendur og gera sér því alls
konar grillur. „Þetta gæti allt eins
verið efni sem sett er til að plastið
límist ekki saman. En meðan ekk-
ert er vitað er maður óneitanlega
smeykur."
PÁLMAR SMÁRI GUNNARSSON
Pálmar sagðist ekki vita hvort hann hefði
andað að sér hvita duftinu þar sem myrkt
hafi verið þegar hann tók pakkann upp. Á
innfeldu myndinni sést eiturefnasveitin
mæta á vettvang.
Slökkviliðið kom til Pálmars
stuttu síðar og fjarlægði póst-
sendinguna. Fór hann af sjálfs-
dáðum í læknisskoðun og fékk
fyrirbyggjandi sýklalyf. Pálmar
sagðist ekki fá að vita um niður-
stöður rannsóknarinnar fyrr en á
föstudag. ■