Fréttablaðið - 08.11.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 08.11.2001, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Keyptir þú pöntunarlista Costgo? „Að sjálfsögðu ekki! Ég veit ekki hvað þetta er og þess vegna keypti ég hann ekki." Cuðbjörg Ragnarsdóttir sjúkraliði Forseti Pakistans: Vill að stríð- inu Ijúki islamabad, ap Þegar Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, kom til Pakistans á síðasta ári, þá and- aði svo köldu á milli stjórnvalda landanna tveggja að Clinton lagði blátt bann við því að birtar yrðu myndir af honum með Pervez Musharraf, for- seta Pakistans. Nú er Mus- harraf hins veg- ar einn mikil- vægasti banda- maður Banda- ríkjanna í stríð- inu gegn hryðju- verkamönnum í Afganistan. Hann getur því átt von á kon- unglegum mót- tökum í ferð sinni til Frakk- lands, Bretlands og Bandaríkj- anna sem hófst í gær. Nú þegar hafa Bandaríkin aflétt efnahags- legum refsiað- gerðum á Pakistan og hafa heitið fjárhagsaðstoð til þess að hressa upp á efnahagslífið í Pakistan. í viðræðum sínum við þá Jacques Chirac Frakklandsforseta, Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og George W. Bush Bandaríkja- forseta fer hann væntanlega fram á enn frekari stuðning, bæði póli- tískan og efnahagslegan. Megin markmið Musharrafs í ferðinni mun hins vegar vera að brýna fyrir leiðtogunum þremur að sem stríðinu í Afganistan ljúki sem allra fyrst. Það sé nauðsyn- legt til þess að koma í veg fyrir frekari spennu milli íslamskra ríkja ef stríðinu verður ekki lokið þegar föstumánuðurinn ramadan hefst. ■ A LEIÐ TIL VESTURLANDA Pervez Musharraf, hershöfðingi og for- seti Pakistans kom til Istanbúl í Tyrk- landi i gær á leið sinni til Frakklands, Bretlands Perlan: Tilboð eða samið við fast- eignasölur ORKUVEITAN Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að síminn hafi nánast ekki stoppað hjá sér eftir að ákvörðun var tekin um að selja Perluna. Þar hafa verið á ferðinni innlendir sem erlendir fjárfestar sem sýnt hafa þessu máli áhuga. Hann gerir ráð fyrir því að á fundi Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar n.k. mánudag verði tekin ákvörðun um það hvort ósk- að verði eftir tilboðum í Perluna eða hvort samið verði við 3-4 fast- eignasölur um að taka söluna að sér. Hann segir að á þeim áratug sem liðin er frá því að Orkuveitan tók við Perlunni hefur veitan þurft að greiða einn milljarð með henni, eða um 100 milljónir á ári. Hann segir að það sé of mikið fyr- ir skattgreiðendur í borginni. ■ Borgarstjórakosningar í NewYork: Bloomberg tekur við af Giuliani new york. ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg verður næsti borgarstjóri í New York. Hann tek- ur við af Rudolph Giuliani, sem gegnt hefur embættinu í tvö kjör- tímabil og notið mikilla vinsælda, en lög banna honum að bjóða sig fram í þriðja sinn. Merkilegt er að bæði Bloomberg og Giuliani eru repúblikanar, enda þótt demókratar í New York séu taldir fimm sinnum fleiri en repúblikanar. Bloomberg hlaut 50 prósent at- kvæða í borgarstjórnarkosningun- um sem fram fóru á þriðjudaginn, en demókratinn Mark Green hlaut 47 prósent. Bloomberg hefur aldrei gegnt opinberu embætti, en hann er talinn hafa varið meira fé í kosningabar- áttu sína en áður hefur þekkst í Bandaríkjunum. Hann sagði kjós- endum að hann væri hinn rétti arf- taki Giulianis vegna reynslu sinnar úr viðskiptalífinu, þar sem hann hef- ur byggt upp mikið fjármálaveldi. Víst er að Bloomberg tekur ekki við auðveldu verkefni, því New RÁÐAMENN FAGNA Michael Bloomberg, fyrir miðju myndarinnar, fagnar kjöri ásamt þeim Rudolph Giuliani t.v. og George Pataki, rlkisstjóra New York, Lh. York varð fyrir gríðarlegu áfalli þann 11. september síðastliðinn þegar World Trade Center hrundi til grunna. 'I'alið er að 100.000 manns hafi misst vinnuna vegna samdrátt- ar í efnahagslífinu í kjölfar þeirra atburða. Fjárlagahalli borgarinnar verður talinn í milljörðum dala. ■ Rannsókn á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar: Tíu verk enn í rannsókn FOLSUÐ LISTAVERK Ríkislögreglustjóri rannsakar enn verk í eigu Reykjavíkurborgar með tilliti til þess hvort þau eru fölsuð. listaverkafalsanir Opinber rann- sókn fer nú fram á ellefu mál- verkum í eigu Reykjavíkurborg- ar vegna gruns um falsanir. Fimm verkanna eru eftir Jó- hannes S. Kjarval, þrjú eftir Þórarin B. Þorláksson og eitt eft- ir hvern, Jón Stefánsson, Guð- mund Thorsteinsson (Mugg) og Svavar Guðnason. Þetta kom fram í svari Eiríks Þorlákssonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur við fyrirspurn Helgá Hjörvars í borgarráði um hvort farið hefði verið með skipulögðum hætti yfir lista- verkaeign borgarinnar með til- liti til falsana. í svari Eiríks kom fram að á árunum 1996 til 1997 hefði farið fram könnun á þeim verkum sem borgin hefði keypt frá árinu 1990. Ólafur Ing Jónsson for- vörður annaðist verkið og í júní 1997 var ákveðið að senda verk: in ellefu til frekari rannsóknar. í desember sama ár óskaði borg- arlögmaður eftir því í bréfi til ríkislögreglustjóra að fram færi opinber rannsókn á listaverkun- um. Áskilin var réttur til að setja fram skaðabótakröfu ef rann- sóknin gæfi tilefni til. Einu verkanna, litlu málverki á pappír eftir Kjarval, hefur verið skilað og leikur því ekki grunur á að það sé falsað. Hinn tíu eru enn til rannsóknar hjá ríkislögreglustjóra að sögn Ei- ríks Þorlákssonar. ■ A LOFT Concorde-farþegaþota flugfélagsins Air France tekur á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París á leið til New York í Bandaríkjunum. Concorde aftur í loftið 15 mánaða farbanni flugvélanna lokið. Giuliani býður þær velkomnar aftur til New York. paris.ap Fyrsta Concorde-farþega- þotan fór í loftið í gær eftir rúm- lega 15 mánaða farbann sem sett var á vélarnar eftir að farþega- þota af Concorde-gerð fórst sköm- mu eftir flugtak frá Charles de Gaulle flugvellinum í París þann 25. júlí sl. með 113 manns um borð. Til að sýna fram á aukið ör- yggi þotnanna voru Jean-Claude Gayssot, samgönguráðherra Frakklands, og Jean-Cyril Spinetta, formaður Air France- flugfélagsins á meðal þeirra 92 farþega sem fóru með þessu fyrs- ta flugi frá París til New York. „Þetta er mesti virðingavotturinn sem hægt er að veita þeim 113 manns sem létust, og ég vil til- einka þeim þetta flug,“ sagði Spinetta skömmu fyrir flugtak. Klukkutíma síðar fór Concorde- þota flugfélagsins British Airways á loft frá Lundúnum á leið til New York. Um boðsflug var að ræða og á meðal farþega var breska popp- stjarnan Sting. Fyrstu almennu flugin frá Lundúnum til New York hefjast aftur á móti á morgun. Rudolp Giuliani, borgarstjóri New York, var ánægður með endur- komu Concorde-þotnanna til borg- arinnar. „New York hefur tekið á móti Concorde í meira en 20 ár og með miklu stolti vil ég bjóða þetta tákn evrópskra og bandarískra viðskipta velkomið aftur til New York,“ sagði Giuliani. Verkfræðingar segjast hafa gert við alla þá galla sem talið er að hafi leitt til flugslyssins á síð- asta ári, sem var það fyrsta í 25 ára sögu Concorde-þotnanna. Einnig hafa nokkur öryggisatriði verið lagfærði í kjölfar hryðju- verkaárásarinnar á Bandaríkin. Mikil öryggisgæsla var á Charles de Gaulle flugvellinum áður en fyrsta Concorde-þotan tók á loft. Starfsmenn flugvallarins, klædd- ir hvítum plasthönskum, leituðu í öllum farangri auk þess sem vopnaðir verðir umkringdu svæð- ið þar sem innritunin fór fram. ■ Fjárhagsvandi framhaldsskóla: Reilmilíkan sniðið að bóknámsskólum alþingi Umræður urðu utan dag- skrár á Alþingi í gær um f jármál framhaldsskóla. Málshefjandi var Kolbrún Halldórsdóttir þing- maður VG sem sagðist áhyggju- full vegna fjárhagsstöðu skól- anna og vegna þess að reiknilík- an sem notað er við útreikning á fjárframlögum til framhalds- skóla sé ekki í samræmi við raunverulega fjárþörf skólanna. Til dæmis sagði hún halla veru- lega á litla framhaldsskóla í lík- aninu. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hafnaði því að fram- haldsskólar ættu í fjárhagsvanda þrátt fyrir að hluti þeirra stæði fjárhagslega illa og tveir eða þrír stæðu afar illa. Hann benti á að fjárveitingar til framhalds- skóla hækkuðu um fjórðung á næsta ári og næmi þá um 10 milljörðum króna. Hann sagði al- menna ánægju ríkja meðal stjórnenda frarnhaldsskóla með reiknilíkanið. Ákveðnir þættir þess hefðu verið endurskoðaðir og endurskoðun annarra stæði fyrir dyrum. í umræðum benti Sigríður Jó- hannsdóttir þingmaður Samfylk- ingar á vanda verknámsskóla og nefndi þar sérstaklega Mennta- skólann í Kópavogi, og Jón Bjarnason þingmaður VG sagði að reiknilíkanið væri sniðið að bóknámsskólum með lítið brott- fall og hentaði því þess konar skólum en ekki öðrum. ■ FRAMHALDSSKÓLAR f FJÁRHAGSVANDA Menntamálaráðherra hafnar að framhaldsskólar eigi í fjárhagsvanda og bendir á aukningu fjárveitinga um fjórðung. Stjórnarandstöðuþingmenn bentu hins vegar á að sú hækkun gerði ekki betur en að halda í við launa- og verðlagsþróun. A-'-J. !T f,'HÉÉIÉÉiirilÍ m t

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.