Fréttablaðið - 08.11.2001, Page 12

Fréttablaðið - 08.11.2001, Page 12
12 FRETTABLAÐIÐ 8. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR Landlæknir: Meiri munn- tóbaksnotkun Aðstoðarmaður samgönguráðherra: Ráðuneyti eiga að geyma farþegalista heilsuvernd Gefinn hefur verið út bæklingurinn: Óþægilegar stað- reyndir um munntóbak. Bæklingur- inn er gefinn út til að bregðast við aukinni notkun tóbaksins undanfar- in ár. Á heimasíðu Landlæknisemb- ættisins kemur fram að aukning munntóbaksnotkunar sé ekki hvað síst meðal íþróttamanna. Bæklingn- um er dreift í íþróttahús, sundlaug- ar, til allra leikmanna í efstu deild í handbolta, fótbolta og körfubolta og til allra framhaldsskóla. í bæklingnum er að finna stórar litmyndir þar sem sýnt er upp í fólk með tannskemmdir, krabbamein og slímhúðarsár í munni. ■ STJÓRNSÝSLfl Jakob Falur Garð- arsson, aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra, segir ráðuneytið ekki hafa rætt innihald minnisblaðs ríkisendurskoðunar um farþega- lista við Flugmálastjórn. í minn- isblaðinu, sem er svar ríkisend- urskoðunar við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar alþingismanns, kemur fram það álit að geyma beri farþegalista flugvéla Flug- málastjórnar og Landhelgis- gæslu nema stjórn Þjóðskjala- safnsins hafi heimilað Flugmála- stjórn að farga þeim. „Mér sýnist á öllu að gagn- vart flugmálastjórn sé málið einfalt: Þeim ber ekki að geyma þessa farþegalista. Ég skil ríkis- endurskoðun þannig að það sé þá væntanlega ráðuneytanna að geyma þessa lista,“ segir Jakob Falur sem þó upplýsir að ekki hafi verið „haldið sérstaklega utan um þessa lista í ráðuneyt- inu. Við höfum aldrei haft þessa lista undir höndum." Jakob Falur segist skilja rík- isendurskoðun þannig að það sér þess sem kaupir þjónustuna hverju sinni að halda því til haga hverjir fara á hans vegum með vélinni hverju sinni. „Það er ljóst að það þarf að fara yfir þetta mál og skoða þetta minnis- blað ríkisendurskoðunar,“ segir hann. í dag verður utandag- skrárumræða á Alþingi um flug- málastjórnarvélina. „Eg geri ráð fyrir að þetta mál skýrist mikið þá,“ segir Jakob Falur. ■ JAKOB FALUR GARÐARSSON Aðstoðarmaður samgönguráð- herra segist skilja ríkisendur- skoðuna þannig að viðskiptavin- ir flugmálastjórnarvélarinnar eigi að geyma farþegalista en ekki Flugmálastjórn sjálf. HÁLKA Á GÖNGULEIÐUM Alls starfa 11-12 starfsmenn hjá gatna- málastjóranum í Reykjavík við snjóruðning og hálkuvarnir og 4-5 eru til viðbótar hjá verktökum. Hálka á gönguleiðum: Margir hafa bein- brotnað hálka Gangandi vegfarendur hafa ekki komist hjá að verða varir við hálku á götum víða á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt upplýsing- um frá Hlyni Þorsteinssyni, sér- fræðingi á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans-háskólasjúkrahúss, hefur á undanförnum dögum bor- ið mikið á því að fólk hafi leitað sér aðstoðar vegna beinbrota sem það hefur hlotið af því að missa fótanna vegna hálku. Sagði hann algengustu brotin hjá yngri og eldri kynslóðinni vera úlnliðsbrot og þar á eftir kæmu ökkla- og mjaðmabrot. „Þetta er árviss við- burður og kemur í törnum. Ef áframhaldandi hálka verður má samt búast við því að það dragi úr komum vegna beinbrota því þá er fólk farið að venjast og læra á að- stæður." f svari Sigurðar I. Skarphéð- inssonar, gatnamálastjóra, við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar á borgarráðsfundi 23. október sl. um á hvern hátt staðið væri að hálkueyðandi að- gerðum á göngu- og hjólreiðastíg- um í borginni, kom fram að gönguleiðum sé skipt í tvo flokka eftir mikilvægi. Séu aðstæður slæmar, snjókoma og/eða hálka sé hafist handa klukkan fjögur að morgni og að því stefnt að verki á forgangsleiðum sé lokið klukkan átta og fyrir klukkan tólf á hádegi sé öllum snjóruðnings og hálku- vörnum lokið. ■ |lögreglufréttir| Nokkur snjóflóð féllu á þjóð- veginn undir Hvalnesskrið- um austur af Höfn á Hornafirði aðfaranótt miðvikudags. Lög- reglu barst tilkynning 20 mínútur í tvö um að snjóflóð hefði lokað veginum. Vegagerðin hófst handa við að opna veginn á nýjan leik en gekk illa sökum þess að snjór- inn var blautur og þungur í sér. Eftir að stærri vinnuvélar voru fengnar til starfsins gekk hreins- unarstarfið betur og opnaðist vegurinn aftur þegar leið að há- degi. Flugmálastjóra var bent á að geyma listana Þjóðskjalavörður segist hafa upplýst flugmálastjóra um að varðveita bæri farþegalista flugvélar flugmálastjórnar. Hann segir enga heimild hafa verið veitta fyrir eyðingu listanna og að flug- málastjóri beri ábyrgð á geymslu þeirra. stjórnsýsla Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segist hafa bent Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra á að Flugmálastjórn sé óheimilt að eyða farþegalistum flugvélar sinnar. Ólafur sér ekki ástæðu til þess að upplýsa nákvæmlega hvenær hann ræddi við Þorgeir um málið en Þorgeir segir það ekki hafa verið fyrr en í gær- morgun. Það er samdóma álit Þjóð- skjalasafns og Ríkisendurskoðun- ar að flugmálastjórn beri laga- skylda til að varðveita farþega- listana. „Sannleikurinnn er að almenna reglan er sú að forstöðumenn op- inberra stofnana bera ábyrgð á sínum skjölum, skjalavörslunni og skjalaskilum. Það má ekki eyða skjölum nema með heimild frá stjórn þjóðskjalasafnsins og hana höfum við ekki veitt fyrir flug- málastjórn, það er svo einfalt," segir Ölafur. Áberandi opinber umræða hef- ur verið að undanförnu um flug- vél flugmálastjórnar þar sem komið hefur fram að flugmála- stjórn segist hafa eytt farþegalist- um vélarinnar jafnóðum enda beri stofnuninni ekki skylda til að varðveita þá. Aðspurður segist Ólafur hafa veitt þessu athygli og sett sig í samband við flugmála- stjóra og kynnt honum það við- horf að varðveita bæri farþega- listana. „Já, ég hef talað við flugmála- stjóra, hann þekkir okkar hug- myndir og okkar skoðun á þessu,“ FLUGTURNINN í REYKJAVÍK Rlkisendurskoðun og Þjóðskjalasafn eru sammála um að flugmálastjórn hafi átt að varðveita farþegalista flugvélar ÓLAFUR ÁSGEiRSSON segir Ólafur, sem Þjóðskjalavörður játar því að sjón- segist hafa gert armið sfn hafj flugmalastjora . ., . grein fyrir því að “f « skllnmgl ekki mætti eyða hja Þorgein Pals- farþegalistum eftir syni flugmála- að opinber um- stjóra. Hann seg- ræða hófst um jr það hins vegar máhð. vera fiugmála- stjóra að svara því hvort farþega- listarnir verði framvegis varð- veittir. „En hann það fer ekkert á milli mála að hann ber ábyrgð á sínu skjalasafni og ég dreg ekki í efa að hann sinni skjalavörslu með ágætum," segir þjóðskjala- vörður um flugmálastjórann, sem að hans dómi er ábyrgur er fyrir ólöglegri eyðingu farþegalista. Ólafur segist ekki telja ástæðu til að gera nákvæma grein fyrir því hvenær hann ræddi málið við flugmálastjóra. „Það er nú ekki langt síðan en við höfum verið að tala saman,“ segir þjóðskjalavörð- ur. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki hafa rætt þetta mál við þjóðskjalavörð fyrr en í gær- morgun og þá sjálfur hringt í hann. „Það hefur aldrei komið beiðni frá Þjóðskjalasafni eða rík- isendurskoðanda um þessa lista. Ríkisendurskoðandi skoðar allan okkar rekstur og ef hann hefði óskað eftir því hefði verið sjálf- sagt mál að halda þessum listum lengur," segir Þorgeir, sem þó ekki lofar að farþegalistar verði geymdir framvegis: „Það er engin ákvörðun um það ennþá.“ gar@ircttabladid.is Öryggismálaráðherra Bandaríkjanna: Upptök miltisbrands enn ókunn WASHINGTON, ap. Þrátt fyrir um- svifamikla rannsókn hefur ríkis- stjórn Bush ekki komist að því hvort að miltisbrandurinn er verk hryðjuverkamanna innan Banda- ríkjunum eða utan. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ör- yggismálaráðherra Bandaríkj- anna, Tom Ridge, hélt í gær. „Ég vona, eins og aðrir íbúar Banda- ríkjanna, að miltisbrandsfarald- rinum sé lokið,“ sagði hann, en tók reyndar ekki fram hvort að svo væri. Enn er unnið að rannsókn láts Kathy L. Nguyen, sem lést eftir að hafa andað að sér miltisbrandi. Hennar tilfelli er það eina þar sem póstþjónustan kom ekki við sögu. Fjórir hafa látist af völdum miltisbrands og þrettán sýkst síð- an hans varð fyrst vart. Ridge sagði að valdhöfum hefði borist TOM RIDGE „Við vitum ekki um upptök [miltisbrandsins]," sagði Ridge í gær. um 10.000 gabbsendingar og 25 hver sýktist af miltisbrandi og manns hefðu verið handteknir í sagði yfirmaður heilbrigðismála- kjölfar þeirra. stofnunar í Bandaríkjunum í gær ,^tta dagar eru liðnir síðan qíji-, . aðþað. versta.væri yfirstatjið. ■ Gengi krónunnar í gær: Nokkur styrking gjalpeyrisvidskipti Gengisvísitala krónunnar var 146,7 stig síðdegis í gær og hafði styrkst um 0,25% um frá lokun daginn áður. Bjarni Kristjánsson, yfirmaður gjaldeyr- isviðskipta Landsbankans, sagði fremur lítið hafa verið á bakvið styrkinguna, eða um einn millj- arður framan af degi. Dagleg við- skipti eru að jafnaði 4 til 5 millj- arðar. Bjarni sagðist ekki búast við miklum breytingum á gengi krónunnar vegna umræðu um mögulega vaxtalækkun Seðla- bankans síðdegis í dag. „Gjaldeyr- ismarkaðurinn hreyfir sig ekki mikið fyrr en hann sér peningana. Krónan er einfaldlega mjög veik, það er ástæða þess að við höfum séð svolítið innstreymi í dag frá stærri fjárfpstum.“ n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.