Fréttablaðið - 08.11.2001, Page 18
HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ HLUSTA Á
Ómar kemur á óvart
„Ég er að hlusta mest á „Ómar Ragnason
syngur fyrir börnin". Hann er langfiottastur,
kemur á óvart Næstum því jafn flottur og
Laddi. Hann er ekkert að reyna að finna
upp hjólið, því hann veit að það er ekkert
nýtt undir sólinni."
Daníel Þorsteinsson, trommuleikari Maus
Hann var kallaður þetta
eftir D. Pelzer:
Baráttusaga
drengs fyrir
lífi sínu
NÝjflR bækur JPV útgáfa hefur sent
frá sér bókina Hann var kallaður
þetta eftir Dave Pelzer. Hann var
kallaður þetta er ógleymanleg
frásögn af hrottalegum mis-
þyrmingum á barni - sögð af
barninu sjálfu. Með ótrúlegu
hugrekki og styrk tókst Dave
Pelzer að lifa af andlegt og líkam-
legt ofbeldi móður sinnar. Til að
bjarga lífi sínu lærði Dave að
bregðast við óútreiknanlegum
uppátækjum hennar því að hún
leit ekki lengur á hann sem af-
kvæmi sitt heldur þræl; hann var
ekki lengur barn, heldur bara
„þetta“. Dave Pelzer er einn af
áhrifamestu og virtustu mönnum
Bandaríkjanna á sviði almanna-
tengsla og árið 1994 var hann eini
Bandaríkjamaðurinn sem hlaut
þann heiður að teljast í hópi
fremstu æskumanna heimsins.
Höfundur hefur helgað líf sitt því
að hjálpa öðrum til að hjálpa sér
sjálfir.
Bókin var tilnefnd til hinna
virtu Pulitzer-verðlauna og hefur
selst í milljónaupplögum um all-
an heim. Sigrún Árnadóttir
þýddi. ■
Söludeildin er opin alla virka
daga frá kl. 8:00 -17:00
nema á föstudögur
þá er lokað
kl 16:00.
MÚLALUNDUR
Vinnustofa SÍBS
Sími 5628500 - 5628501
Heimasíða: www.mulalundur.is
BORGARLEIKHUSIÐ
8. nóvember 2001 FIMMTUDACUR
STORA SVIDIÐ
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen_________
I leikgerð Arthurs Miller
Frumsýning Fös. 9. nóv. kl. 20 UPPSELT
Uu.17. nóv. kl. 20 LAUS SÆTI
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
Lau.10. nóv.kl. 14:00 ÖRFASÆTI
Sun. 11,nóv. kl. 14:00 ÖRFÁSÆTI
Lau. 17. nðv. kl. 14:00 NOKKUR SÆTI
Sun. 18. nóv. kl. 14:00 N0KKUR SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness
Uu10.nov.kl. 20 - UPPSELT
Sun. 18. nóv. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Lau. 24. nóv. kl. 20-LAUSSÆTI
MEÐ VÍFIÐILOKUNUM e. Rav Coonev
Sun. 11. nóv. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Fim. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös. 16. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fös. 23. nóv. kl. 20 - LAIIS SÆTI___________
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga
og fram að sýningu sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag,
Fax 5680383
midasala@borgarleiktius.is
www.borgarleikhus.is
NYJA SVIÐIÐ
ISLENSKI DANSFLOKKURINN
Haust 2001, þr/u ny verk. ,ua-, em iiw stetánsuim
„Milli tieima", ettirKatrínu Hall. „Ptan B", ettir Ólöfu Ingólfsríóttur
Fös. 9. nóv. kl. 20-LAUSSÆTI
Sun. 11. nóv. kl. 20.00- LAUS SÆTI
BEÐIÐ EFTIR G0D0T e. Samuel Beckett__________
LaulO.nóv.kl. 20LAUSSÆTI
Sun. 18. nóv. kl. 20 LAUS SÆTI
ÞRIÐJA HÆÐIN
PlKUSðGUR e. Eva Ensler
Lau. 10. nóv. kl. 20 UPPSELT
Sun. 11. nóv. kl. 20 UPPSELT
Fim. 15. nóv. kl. 20 UPPSELT
Fös. 16. nóv. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
Fös. 23. nóv. kl, 20 ÖRFÁSÆTI
LITLA SVIÐIÐ
DAUÐADANSINN eftir August Strindberq
I samvirmu viö Strindberghópinn
I kvöld kl. 20 N0KKUR SÆTI
Lau.10. nóv. kl 20 LAUS SÆTI
MIÐASALA 568 8000
Vwj
illll/
ISLENSKA OPERAN
eftir Mozart
15. sýn. fös 9. nóv. kl. 20.00-LAUS SÆTI
16. sýn. sun 11. nóv. kl. 17.00-ðRFÁSÆTI
17. sýn. fös 16. nóv. kl. 20.00-LAUS SÆTI
18. sýn. lau 17. nóv. kl. 19.00 - LAUS SÆTI
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ath. breytilegan sýningartíma
Miöasala opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu:51l 4200
Súfistinn:
Ungir höf-
undar á ferð
bókakaffi Ungir höfundar troða
upp á bókakaffi í verslun Máls og
menningar við Laugaveg í kvöld.
Þeir sem verða á
ferð eru Jón Atli
Jónasson, en hann
les úr bók sinni
Brotinn takur,
Stefán Máni sem
les úr bók sinni
Hótel Kaliforníu
og Magnús Guð-
mundsson sem les
úr bók sinni Sigur-
vegaranum. Bæk-
urnar koma allar út hjá Forlaginu
fyrir jólin. Dagskráin hefst klukk-
an 20:00 og aðgangur er ókeypis. ■
JÓN ATLI
JÓNASSON
Les upp úr bók
sinni Brotinn
taktur í kvöld.
FIMMTUDAGURINN
8. NÓVEMBER
FUNDIR
08.30 Þróunar- og fjölskyldusvið
Reykjavíkurborgar og Borgar-
fræðasetur efnir til morgunverð-
arfundar um skipulagsmál á
Grand Hóteli. Fundurinn er liður í
fundaröðinni Borgin í bitið.
Klukkan 16.15 hefst opið „semin-
ar" í borgarfræðum í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur.
FYRIRLESTRAR
12.30 Birkir Þór Bragason, líffræðingur
Keldum, flytur erindið Rannsókn-
ir á prótein samskiptum príon-
próteina á bókasafni Keldna. Allir
velkomnir
16.00 Páll Biering, sérfræðingur við
Rannsóknarstofnun í hjúkrunar-
fræðí, flytur fyrirlestur sem ber
heitið: Skýringarlíkön unglinga-
ofbeldis í hátíðarsal, Aðalbygg-
ingu Háskóla íslands.
21.00 Blús-tónleikar á Ásvölium i Hafn-
arfirði. Fram koma KK, Maggi Ei-
ríks og Þorleifur ásamt Blúsþrjót-
unum. Verð kr. 1.500.
21.00 Útgáfutónleikar Sálarinnar í Loft-
kastalanum. Leikin verða lög af
Logandi Ijósi. Sérstakur gestur
kvöldsins verður Wtargrét Kristín
/Fabúla. Miðaverð kr. 1800.
NÁMSKEIÐ
10.00 Ungt fólk með ungana sína.
Námskeið á digital myndavél og
vinnslu mynda verður haldið í
Hinu Húsinu v/lngólfstorg fyrir
ungt fólk með ungana sína. Ungir
foreldrar hvattir til að mæta með
börnin sin á Geysi Kakóbar. Börn-
in fá sitt frelsi, leikföng og barna-
teppi á staðnum.
SYNINCAR
Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóla-
daga sinna í Myndlista- og handíða-
skóla fslands 1964-1966 með sýningu,
"Those where the Days", í Listhúsi
Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
Sýnd eru grafíkverk, glerlist og skart.
Sýningin stendur til 21. nóv og er opin á
verslunartíma.
Vettvangsrannsókn Kristinar Loftsdótt-
ur mannfræðings meðal WoDaaBe
fólksins í Níger til sýnis í Þjóðarbók-
hlöðu. Yfirskrift sýningarinnar er: „Horn-
in íþyngja ekki kúnni" og stendur hún til
9. nóvember.
Handritasýning í Stofnun Árna Magnús-
sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin
er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu-
daga til 15. maí.
Eisenstein og Shosta-
kovítsj í eina sæng
Beitiskipið Pótemkin eftir Sergei Eisenstein verður sýnd í Háskóla-
bíói í kvöld við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Islands. Myndin er án
efa ein frægasta þögla mynd kvikmyndasögunnar og markar upphaf
rússneskrar kvikmyndagerðar.
kvikmynpasýning Kvikmynd-
in Beitiskipið Pótemkin
eftir rússneska leikstjór-
ann Sergei Eisenstein
verður sýnd í Háskólabíói
í kvöld kl 19.30. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur
undir tónlist eftir Dmítrí
Shostakovítsj. Á laugar-
dag verður mynd
Chaplins, „Sirkusinn"
sýnd í Hásólabíói við und-
irleik Sinfóníuhljómsveit-
arinnar.
Sergei Míkhaílovítsj
Eisenstein er talinn einn
af frumkvöðlum þöglu
myndanna. Eisenstein
fæddist í borginni Ríga í Lett-
landi og vann við leikhús áður en
hann hóf að vinna við kvik-
myndagerð. „Beitiskipið" ('25)
er talið eitt af meistaraverkum
UPPÞOTIÐ í ODESSA VIÐ SVARTAHAF
Hið margrómaða tröppuatriði myndarinnar er löngu ódauðlegt.
BEITISKIPIÐ PÓTEMKIN
Borgararnir hvetja áhafnarmeðlimi á
beitiskipinu Pótemkin til að berjast gegn
flota keisarans svo úr verður mögnuð
lokasena.
kvikmyndasögunnar hvað varð-
ar nákvæmni í formgerð og fag-
urfræði og er þar í flokki mynda
á borð við Fæðing þjóðar ('15)
eftir Griffith og Borgari Kane
('41) eftir Orson Welles. Kveikj-
an að verkinu var 20 ára afmæli
byltingarinnar 1905 en þunga-
miðjan er uppreisn borgara í
hafnarborginni Odessa við
Svartahaf og skipverja beiti-
skipsins Pótemkin gegn ofríki
Nikulásar II. Frægt er tröppuat-
riðið margrómaða, sem marg-
sinnis hefur verið notað í kvik-
myndum síðan, m.a. í the
Untouchables. í atriðinu birtast
kósakkar keisara við marmara-
tröppurnar, þar sem fjöldinn
mótmælir, og hefja skotárás. Á
milli myndskeiða, sem sýna al-
menning liggja eftir í valnum,
bregður fyrir barnavagni sem
rúllar stjórnlaust niður tröpp-
urnar. Borgararnir hvetja
áhafnarmeðlimi Pótem-
kín til að berjast gegn
rússneska skipaflotanum
og við tekur frábært loka-
atriði myndarinnar sem
löngu er orðið ódauðlegt.
Meðal annarra verka
Eisensteins má nefna
kvikmyndina Október,
sem gerð var árið 1927 í
tilefni af tíu ára afmæli
ciktóberbyltingarinnar og
ívan grimma, sem dregur
upp mynd af tortryggnum
leiðtoga og baráttu hins
unga rússneska keisara-
dæmis við mongóla á
sextándu öld. I
RINGULREIÐ
Kveikjan að myndinni voru mótmæli
borgara í Odessa gegn ofríki Rússakeisara.
MYNDLIST
SIE, 15 myndlistanemendur frá íslandi,
Eistiandi og Finnlandi, sýna í verslunar-
BÓK
Léttur hryllingur
Shades of Death er ein af
mörgum breskum glæpasög-
um sem gerast í dreifbýli. Að
þessu sinni eru söguslóðir í Der-
byshire. Aline Templeton hefur
ritað nokkrar bækur af svipuðu
tagi og margir málsmetandi
gagnrýnendur og rithöfundar
lýst ánægju sinni með afurðirn-
ar. Líkamsleifar ungrar stúlku
finnast í helli einum og kemur í
ljós að barnið hefur verið myrt
fyrir um það bil sautján árum.
Klíka nokkurra skólafélaga
hennar virðist hafa komið þar
við sögu. Óhugnaðurinn sem
ætti að fylgja atburðum sem
þessum er næsta lítill. Léttleik-
andi og lipur stíll höfundar og
þægilegt skopskyn gerir minna
úr hryllingi viðburða en efni
standa til. Höfundur reynir að
ALINETEMPLETON
SHADES OF DEATH
NEW ENGLISH LIBRARY 2001, 460 BLS.
hafa frásögnina spennandi án
þess að sjokkera lesendur. Ýjað
er að ástarævintýri milli lög-
reglumannsins sem lætur sig
málið mestu varða og skólasyst-
ur hinnar myrtu sem er náttúr-
lega uppkomin sautján árum
síðar. Sú er nýfráskilin við eig-
inmanninn, foringja hinnar
fornu klíku, en sá hélt henni eig-
inlega fanginni á heimili þeirra.
Slík uppákoma er dálítið óhugn-
anleg en verður líka einhvern
veginn tiltölulega átakalaus eins
og svo margt annað í bókinni. Þó
er hér um þokkalega afþreyingu
að ræða ef frá er skilinn fremur
vandræðalegur endir.
Ingvi Þór Kormáksson
gluggum á Laugaveginum. Unnið er út
frá þemanu Ég-hlutur. Síðasti sýningar-
dagur.
Sara Björnsdóttir myndlistarmaður er
með sýningu í Galleri Skugga. Sýningin
ber heitið Fljúgandi diskar og önnur
undursamleg verk. Til sýnis eru skúlpt-
úrar, lágmyndir, myndbands- og hljóð-
verk, og eru síðastnefndu verkin unnin
sérstaklega út frá rými gallerísins. Sýn-
ingin stendur til 25.nóvember. Galleríið
er opið frá 13 til 17 alla daga nema
mánudaga.
Sýning á verkum Guðmundar Björg-
vinssonar stendur yfir í Gallerí Reykja-
vík, Skólavörðustíg 16. Guðmundur sýn-
ir 17 akrílmálverk sem eru öll máluð í
expressíonískum stíl á þessu ári.
Myndefnið er maðurinn. Sýningin er
opin mánudaga til föstudaga kl 13 til 18
og laugardaga 13 til 16 og henni lýkur
21. nóvember.
Yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs
Scheving í öllum sýningarsölum Lista-
safns íslands. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga, 11-17 og stend-
ur til 9. desember n.k.
Megas í Nýlistasafninu. Til sýnis er
sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum
miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin
stendur til 30. nóvember.
Guðbjörg Hákonardóttir - Gugga, hefur
opnað myndlistarsýningu í Listasal
Man, Skólavörðustíg 14. Sýningin stend-
ur til 11. nóvember og er opin mán.-lau.
10-18 og sunnudaga kl. 14-18
Sýning á verkum Önnu Eyjólfsdóttur í
báðum sölum Listasafns ASf. Safnið er
opið alla daga nema mánudaga kl.
14.00 -18.00.
Myndlistarsýning á vegum WHO, Evr-
ópudeild Alþjóða Heilbrigðisstofnun-
innar stendur yfir í Hafnarborg.
20 framsæknir listamenn í Evrópu hafa
verið fengnir til starfa í þvi augnamiði að
hvetja fólk til að leita sér aðstoðar við
að hætta reykingum. Sýningin er opin
alla daga nema þriðjudaga frá kl 11 til
17 og henni lýkur 12 nóvember.
Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóðar-
bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í
sýningaröðinni Feilingar sem er sam-
starfsverkefni Kvennasögusafnsins,
Landsbókasafns íslands - Háskólabóka-
safns og 13 starfandi myndlistarkvenna.
Opnunartími Kvennasögusafnsins er
milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru
allir velkomnir.
Jón Valgard Jörgensen sýnir I Félags-
starfi Gerðubergs. Sýndar eru landslags-
myndir, fantasíur, portrait teikningar og
dýramyndir. Sýningin stendur til 9. nóv-
ember. Opnunartímar sýningarinnar:
mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl.
13-16.
/