Fréttablaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Rítstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
SfficMcyMb €
Aáde^cnu
Kr. 1090
Grensásvegur10
Sími 553 88 33
Vatnsmýrarvegi 25 • Sími: 565 1055
Vantar bíla vegna
gífulegrar sölu!
Bakþankar
STEINUNN STEFANSDÓTTIR
Að veltast um
á vaðmáls-
fötum
Mér finnst yfirleitt mjög gaman
að fara í leikhús og skemmti-
legast þegar sá galdur næst að mað-
ur lifir sig algerlega inn í það sem
fram fer á sviðinu. Einhvern veginn
finnst mér þó mér takast æ sjaldnar
að upplifa þetta algleymi í leikhús-
inu og dettur svo sem ekki í hug að
sakast við aðra en sjálfa mig í því
efni.
—#—
ÞAÐ ER SAMT EITT MÁL sem
mér finnst orðið mjög skrýtið í ís-
lenskum leiksýningum. Það er ein-
hæft gervi og túlkun þess hóps fólks
sem kalla má íslenska alþýðu. Það er
býsna algengt í íslenskum leikritum
og leikgerðum skáldsagna að sjá hóp
leikara fara með aukahlutverk al-
þýðumanna (og -kvenna). Þetta fólk
skakklappast iðulega um sviðið á
brúnum eða gráum og oftast
hólkvíðum vaðmálsfötum, sníkjandi
brennivín og í nefið. Oft er þetta
fólk mjög groddalegt og raddir þess
eru skrækar eða afmyndaðar með
einhverjum öðrum hætti. Ég verð að
vióurkenna að ég er orðin hálfleið á
þessu fólki og stundum líður mér
eins og ég sé aftur og aftur að horfa
á sömu sýninguna. Ég veit að þetta á
ekki að skipta miklu máli, þetta eru
jú aukahlutverk, og ég veit líka að í
leikhúsi er fært í stílinn, það er eðli
þess. Mér finnst samt eins og tími sé
kominn til að stokka aðeins upp í
gervi og túlkun þessa hóps sem var
kannski bróðurpartur þjóðarinnar
um aldir.
OFT GEGNIR ALÞÝÐUFÓLKIÐ
því hlutverki í leiksýningu að vera
fyndið og stundum tekst það líka
mjög vel. Þessi einhæfni í túlkun er
þó farin að setja strik í reikninginn
og mig er farið að lengja í fjöl-
breyttari útfærslur á þessari fyndni.
Það er til dæmis ekki óhugsandi að
alþýðukona geti verið í vel sniðnum
fötum og ein flík í sterkum lit gæti
breytt miklu, það er jú fært í stílinn
í leikhúsi. Ég trúi því ekki að allt al-
þýðufólk hafi verið með beinkröm
og því sé útilokað að það sé leikið
beint í baki og er sannfærð um að
það hefur oft verið með venjulegar
raddir. Margt alþýðufólk hefur
áreiðanlega verið stoltara en svo að
það væru stöðugt að biðja um
brennivín, auk þess sem margir hafa
hreinlega ekki verið fyrir það. Fjöl-
breytnin skiptir máli. ■
«*<* DANSKIR
Kalkúnn
Kjúklingur
Til jölanna
engin sjjurning
Packard Bell
V
Alvöru fartölva
1GHz
nrm nstvvtr 3100 flllll
Örgjörvi
Vinnsluminni
Harður Diskur
þyngd
Skjár
CD-Rom
Faxmódem
Tengi
PCMCIA
Pentium III 1GHz
256 Mb
20 GB
3,4 kg
14" XGATFT
DVD 8x
56k. V.90
2 USB, 1 IR port, 1 TV út
2 Type II eða 1 Type III
kr. 209.900
Lágmúla 8 • Sími 530 2800