Fréttablaðið - 28.11.2001, Síða 6

Fréttablaðið - 28.11.2001, Síða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 28. nóvember 2001 MIÐVIKUDACUR SPURNING DACSINS Eiga íslendingar að njóta sömu kjara og útlendingar hjá Flugleiðum? „Að sjálfsögðu. Það á ekki að skipta máli hver er að kaupa flugmiða, allir eiga að njóta sömu kjara." Þórólfur Jónsson landslagsarkítekt SJÓRÆNINGJAÚTGÁFA Wlikið virðist vera um ólöglegar útgáfur af Harry Potter vörum f umferð út um heim. I Taivan lagði lögreglan hald á hundrað þús- und eintök af nýju kvikmyndinni um Potter á mynddiskum sem fundust f ólöglegri verksmiðju í úthverfi borgarinnar Taipie. Talið er að markaðsverð myndanna sé metið á um 300 milljónir króna. Breskir lögregluþjónar: Seldu ólög- legar Harry Potter-vörur londonap Tveimur breskum lög- regluþjónum hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa selt svokallað- ar sjóræningjaútgáfur af Harry Potter-vörum á Netinu, en þær eru með öllu ólöglegar. Búist er við mikilli eftirspurn eftir Harry Potter-vörum víða um heim um jólin, en nýlega var fyrsta kvik- myndin um þessa vinsælu skáld- sagnarpersónu frumsýnd í Banda- ríkjunum og Bretlandi. ■ RANNSÓKN Rannsókn stendur nú yfir á flaki flugvélar- innar sem fórst í Sviss sl. laugardag. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Zurich þegar hún brotlenti. Flugslysið í Sviss: Flugritar í rannsókn zurich.svissap Flugritar farþega- vélarinnar sem brotlenti í Sviss sl. laugardag eru nú í rannsókn í Par- ís í Frakklandi. Vonast flugmála- fræðingar til að komast að því í dag eða á morgun hvers vegna vélin, sem var í eigu svissneska flugfélagsins Crossair, brotlenti. 24 menn létust í slysinu, en vélin hrapaði í aðflugi að flugvellinum í Zurich. Ráðmenn hafa hingað til neitað að geta sér til um hvað olli slysinu. Vitað er að flugskilyrði voru slæm, en frumrannsókn benti líka til þess að flugmaðurinn hefði flogið of lágt. ■ Byssumenn hófu skothríð í Israel: Fjórir létust eftir skothríð á strætóstöð afula.ísraelap Tveir ísraelsmenn létust og að minnsta kosti 19 særðust þegar palestínskir byssu- menn hófu skothríð á strætis- vagnastöð í miðborg bæjarins Af- ula í norðurhluta Israels í gær- morgun. Tveir byssumenn voru skotnir til bana af lögreglunni skömmu síðar. Óttaðist hún að annar byssumaður hafi náð að flýja og stóð leit að honum yfir í gær. Tveir bandarískir samninga- menn frá Bandaríkjunum eru nú staddir í ísrael og í gær ræddu þeir við Ariel Sharon, forsætis- ráðherra landsins, um friðarhorf- ur fyrir botni Miðjarðarhafs. í dag ætla þeir að ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Fyrr um daginn drógu ísraelar hersveitir sínar burt frá bænum Jenin á Vesturbakkanum. Bærinn var sá síðasti sem hersveitirnar áttu eftir að yfirgefa af þeim sex bæjum sem herteknir höfðu ver- ið. Réðust hersveitirnar inn í bæ- ina í síðasta mánuði eftir morðið á ísraelskum ráðherra. ■ Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels (til vinstri) ásamt Anthony Zinni, samningamanni Bandaríkjanna, fyrir fund þeirra sem haldinn var á skrífstofu Sharon í Jerúsalem. ANDERS FOGH RASMUSSEN BERTEL HAARDER Forsætisráðherra. Innflytjendaráðherra og Evrópuráðherra. THOR PEDERSEN Fjármálaráðherra. PER STIG M0LLER, utanríkisráðherra LENE ESPERSEN, dómsmálaráðherra „Nú verða loforðin efnd' ‘ Anders Fogh Rasmussen, nýr forsætisráðherra Danmerkur, kynnti ráðherralista sinn í gær. Málefnasamningur um „vöxt, velferð og endurnýjun“. Tólf ráðherranna koma frá Venstre en sex frá Ihaldssama þjóðarflokknum. Þrír þeirra eru eiga ekki sæti á þingi. Bertel Haarder verður innflytjendaráðherra. RÁÐHERRAR VINSTRIFLOKKSINS: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Thor Pedersen, fjármálaráðherra Claus Hjort Frederiksen, atvinnuráðherra Bertel Haarder, ráðherra flóttamanna, innflytjenda og aðlögunar, Evrópuráðherra Svend Erik Hovmand, skattaráðherra Helge Sander, ráðherra vísinda, tækni og þróunar Mariann Fischer Boel, matvælaráðherra Svend Aage Jensby, landvarnaráðherra Hans Christian Schmidt, umhverfisráðherra Lars Lokke Rasmussen, innanríkis- og heilbrigðisráðherra Tove Fergo, kirkjuráðherra Ulla Tornæs, menntamálaráðherra RÁÐHERRAR ÍHALDSSAMA ÞJÓÐARFLOKKSINS: Bendt Bendtsen, efnahags- og iðnaðarráðherra, ráðherra norrænnar samvinnu Per Stig Moller, utanríkisráðherra Lene Espersen, dómsmálaráðherra Brian Mikkelsen, menningarráðherra Flemming Hansen, umferðarráðherra Henriette Kjær, félagsmála- og jafnréttisráðherra dönsk stjórnmál Átján ráðherrar verða í ríkisstjórn borgaraflokk- anna í Danmörku, sem tekur við af ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmussens. Tólf ráðherranna koma frá Venstre, sem er stærsti flokkur danskra hægri- manna, en hinir sex frá íhalds- sama þjóðarflokknum. Fimm ráðherranna eru konur, þeirra á meðal Lene Espersen dómsmála- ráðherra. Anders Fogh Rasmussen, sem verður forsætisi’áðherra, kynnti í gær stjórnina og málefnasátt- mála hennar, sem ber yfirskrift- ina „Vöxtur, velferð - endurnýj- un“. Þar er því meðal annars lof- að að skattar verði ekki hækkað- ir frekar en orðið er, og skatta- lækkanir boðaðar síðar. Þá ætlar stjórnin að binda gengi dönsku krónunnar evrunni. Þrír ráðherranna eru utan- þingsmenn, þar á meðal Bertel Haarder, sem situr á Evrópuþing- inu og er mikill Evrópusinni. í hans hlut kemur hið nýja ráðu- neyti sem fer með málefni flótta- manna, innflytjenda og aðlögun- ar þeirra að dönsku samfélagi. Auk þess verður hann Evrópu- ráðherra nýju stjórnarinnar. Hann var menntamálaráðherra í þremur hægristjórnum Pauls Schlúters á árunum 1982-93. Málefni innflytjenda settu sterkan svip á kosningabarátt- una. Loforð hægriflokkanna um að taka hart á þeim málaflokki féllu greinilega í góðan jarðveg hjá kjósendum, og í gær hét Fogh Rasmussen að þau loforð verði efnd. „Ríkisstjórnin telur alveg nauðsynlegt að takmarka núver- andi aðstreymi af útlendingum, sem koma til Danmerkur," segir í stjórnarsáttmála flokkanna. Mikilvægt sé að veita fé til þess að aðlaga innflytjendur að dön- sku samfélagi: „Þeir eiga að læra dönsku, og þeir eiga að fá vinnu til þess að hjálpa þeim út úr framfærslukerfi hins opin- bera.“ Nýja stjórnin ætlar meðal annars að sjá til þess að innflytj- endur fái ekki varanlegt dvalar- leyfi fyrr en eftir sjö ára búsetu í Danmörku. Þá verða skilyrði hert fyrir því að innflytjendur, sem búsettir eru í Danmörku, fái ættingja sína til landsins. Einnig verður stjórnvöldum auðveldað að vísa úr landi þeim innflytj- endum, sem gerast brotlegir við iög. Þróunariönd, sem ekki vilja taka við eigin ríkisborgurum sem Danir vísa úr landi, fá auk þess ekki frekari fjárhagsaðstoð frá Danmörku. Er þá einungis nokkuð nefnt af þeim ráðstöfun- um, sem nýja stjórnin ætlar að grípa til varðandi innflytjendur. gudsteinn@frettabladíd.is ^ Umboðsmaður Alþingis: Olögleg leynd ríkisstofnunar úrskurðir Umboðsmaður alþing- is telur að ríkisstofnun ein hafi margbrotið lög og reglur þegar hún réði starfsmann í sérhæft skrifstofustarf í fyrra. Stofnunin, sem aðeins er nefnd X í úrskurði umboðs- manns, auglýsti eftir starfs- manni í fyrrahaust án þess að geta um hvað stofnun væri að ræða og lofaði umsækjendum trúnaði án þess að hafa til þess heimild að mati umboðsmanns. Einn umsækjendanna sem ekki fékk starfið og heldur eng- ar upplýsingar um meðumsækj- endur sína kærði málið til um- boðsmanns, sem segir þá leynd sem hvíldi á því hvaða stjórn- vald ætti hlut að máli á öllum stigum málsins hafa verið and- stæða lögum og torveldað því að maðurinn fengi notið réttinda sinna. Stofnunin X hvorki varðveitti né lét kærandanum í té upplýs- ingar um nöfn og heimilisföng alira umsækjenda eins og henni ber að gera lögum samkvæmt. Þá hafði stofnunin hafnað því að maðurinn fengi aðgang að um- sóknum þeirra tveggja sem ráðnir voru tii starfans en um- boðsmaður segir manninn eiga rétt til að sjá allt það í umsókn- um þeirra sem ekki teljist varða beina einkahagsmuni þeirra. Ríkisstofnun X hefur lofað umboðsmanni bót og betrun og segist hann með hliðsjón af því treysti að framvegis verði staðið betur að málum. ■ Stálu hjólbörðum: Fótspor réikin í snjónum óveður Menn bjuggu sig með ýmsu móti undir vonskuveðrið sem gekk yfir í gær. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um grunsamleg- ar mannaferðir og voru þeir að eiga eitthvað við bíl. Þegar lögregl- an aðgætti málið höfðu mennirnir tekið fjóra hjólbarða undan jeppa auk varadekks og hvíldi bíllinn á undirvagninum. Vel gekk að finna hverjir voru að verki því fótspor mannanna voru rakin í snjónum og fundust þeir skammt frá í felum með 38 tommu dekkin. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.