Fréttablaðið - 03.12.2001, Qupperneq 4
Heimilisblaðið
3. til 10. desember 2001
Líf á níu heimilum
Nánast allir sem komnir eru á
fullorðinsár hafa flutt búferl-
um, að minnsta kosti einu sinni,
þegar þeir fóru að heiman. Flest-
ir hafa þó flutt mun oftar og sum-
ir hafa átt fleiri tugi heimila.
Halldór Reynisson verkefnis-
stjóri fræðslu- og upplýsinga-
mála á Biskupsstofu fyllir ekki
síðast nefnda flokkinn þótt hann
hafi átt allmörg heimili, eða níu
alls. Flest þeirra, eða sex, eru í
Reykjavík enda er Halldór
Reykjavíkurstrákur. ■
Halldór Reynisson
hefur átt heima á níu
stöðum frá fæðingu.
Nú er hann sestur að
í Vesturbæ Reykja-
víkur og hyggur ekki
á flutninga í nánustu
framtíð.
Laugateigur 16
Halldór er fæddur á
Laugateig 16 árið 1953
og átti þar heima
ásamt foreidrum og
þremur systkinum en
hann er yngstur fjög-
urra alsystkina. Halldór
var ekki nema fimm
ára þegar fjölskyldan
flutti í Álfheimana.
Álfheimar 32
Halldór flutti í Álf-
heima 32 árið 1958.
„Þetta var svona stór
og mikil blokk. Það
var þetta eftirstríðsára
baby-boom sem ein-
kenndi þetta hverfi mjög," segir Halldór. „Þetta var dálítið hrátt um-
hverfi, stórar blokkir, barnaskari og enginn umbúnaður utan um líf
barnanna. Við lékum okkur á götunni og við lékum okkur í drullu-
pollum og niðri í móa og úti í mýri."
Granaskjól 9 frá 1995
Haustið 1995 gerðist Halldór prestur í Neskirkju og þá flutti fjölskyldan aftur í bæinn og settist að í Grana-
skjóli 9 í Vesturbænum. „Þetta er svona „do it yourself" hús," segir Halldór en húsið í Granaskjóli er timb-
urhús á steyptum grunni, byggt fyrir miðja síðustu öld. Halldór er ekki tilbúinn til að segja til um hvort
hann sé lentur og hættur að flytja. „Kannski enda ég bara í sumarhúsi uppi í sveit," segir hann.
Hruni í Hrunamannahreppi 1986-1995
Halldór varð prestur í Hruna í árslok 1986 en íbúðina á Birkimel
áttu þau hjónin fram á næsta ár enda vann Guðrún í bænum
fram á vorið. í Hruna bjó fjölskyldan til haustsins 1995. Á Hruna-
árunum bættist þriðja barn þeirra Guðrúnar í hópinn. Hruni er
einn af þessum stöðum þar sem segja má að sagan sé í hverju
holti og greinilegt er að það hefur haft áhrif á Halldór. „Þárna
hefur verið kirkja frá því á tólftu öld og allir þekkja söguna um
dansinn í Hruna. Svo er náttúrulega kirkjugarður þarna við hliðina á húsinu. Einhvern tíma þegar við vor-
um nýflutt fór elsti sonur minn með afa sinn þarna út í glugga til að sýna hinum. „Og svo erum við með
fullt af dauðu fólki hérna," sagði hann mjög stoltur af því að búa við hliðina á kirkjugarði." Halldór segist
hafa upplifað það sterkt að detta inn í einhverja söguvídd þegar hann flutti austur í Hruna og segir það
hafa verið mikil viðbrigði að flytja af Birkimelnum í Hruna. Halldór stundaði einnig smávegis búskap, var
með 50 ær og upp undir 10 hross. „Ég komst þó aldrei í þann hóp að vera talinn hestamaður."
Bárugata 19
Halldór hóf búskap þegar hann var 22 ára í kjallaranum á þriggja
hæða húsi á Bárugötu 19. „Á hinum hæðunum bjó ein virðuleg
eldri frú." Á Bárugötunni byrjaði Halldór búskapinn með konu sinni
Guðrúnu Björnsdóttur og Guðrún bjó áfram í íbúðinni fyrsta vetur-
inn sem Halldór var í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum en
hann hélt vestur um haf árið 1980.
Eigenmann garðurinn
í Bloomington
1980-1981
Fyrri veturinn í Bandaríkjunum,
meðan Halldór var einn, átti
hann heimili á feiknamiklum
stúdentagarði á háskólasvæði
Indiana University í Bloom-
ington. „Þetta var svona dormitory fyrir framhaldsnemendur við há-
skólann. Þarna var maður bara eins og munkur í einu herbergi."
Halldór segir að þarna hafi vistin verið heldur daufleg og einum
íbúanum hafi þótt hún svo óbærileg þennan að hann lét sig vaða
út um gluggann og greinilegt er að minningar Halldórs frá þessum
stað eru fremur nöturlegar.
exó húsgagnaverslun
Fákafeni 9 108 Reykjavík
sími 568 2866 fax 568 2866
www.exo.is exo@exo.is
Opid
mánudaga - föstudaga
fra 10:00 til 18:00
frá 10a«90Q0
sunnudaga
frá 13:00 til 17.00
REYKJAVIK - OSLO
Fountain Park
í Bloomington 1981-1982
Síðari vetur Halldórs í Bandarríkjun-
um fór Guðrún út með Halldóri og
einnig elsti sonur þeirra hjóna. Þau
áttu þá heima í nokkurs konar rað-
húsi sem leigt var stúdentum með
fjölskyldum. „Þetta var miklu
skemmtilegra umhverfi. Þarna var til
dæmis sundlaug sem maður gat nýtt
sér þegar fór að hlýna." Halldór segir
að búskapur þeirra hjóna hafi verið
fremur frumstæður þarna. „Við vor-
um með garðhúsgögn fyrir húsgögn
en þetta var allt í lagi.
Birkimelur 8b
1983-1987
íbúðin á Birkimelnum var
þriggja herbergja endaíbúð
á annarri hæð. Á Birkimeln-
um bættist annað barn í
fjölskylduna. Halldór segir
að sér hafi þótt afar gott að
búa á Birkimelnum. „Þarna
gekk ég alltaf í vinnuna og
svo gat maður gengið með
barnið í leikskólann á Tjarn-
arborg," segir Halldór sem á
þessum árum var forsetarit-
ari og vann í Stjórnarráðs-
húsinu niðri í bæ.
iP
Lynghagi 16
1982-1983
Eftir heimkomuna frá
Bandaríkjunum leigðu þau
hjón kjallaraíbúð á Lyng-
haga 16 og bjuggu þar með
synínum þar til þau réðust í
íbúðakaup árið 1983