Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 12
12 0'mm mn 7. desember 2001 H Allir fá þá eitthvað fallegt ?■ T Tólasvning Handverks og hönnunar í Adalstræti. ,- Jólasýning Þeir sem áhuga hafa á íslensku hand- verki og hönnun eiga erindi niður í Aðal- stræti 12 þar sem nú stendur jólasýning Handverks og hönnun- ÖÐRUVÍSI IÓLASKRAUT Hrefna Aradóttir á Blöndu- ósi tálgaði þessa jólasveina úr alaskavíði og hjörtun úr ullarflóka eru eftir hina dön- sku Inge Marie Regner sem er annar tveggja gestasýn- enda á jólasýningu Hand- verks og hönnunar. Og ar. Þetta er sölusýning á handverki og listiðnaði. Hátt í 30 starfandi handverks og listiðnaðarmenn sýna list sína á sýningunni sem nú er haldin í þriðja sinn. Sýningin er einstaklega fallega upp sett og hver hlutur fær að njóta sín. Á sýningunni er að finna tal- svert af jólaskrauti, bæði hefð- bundnu og skrauti sem ber nútíma- legri hönnun vitni. Sömuleiðis er þar margvíslegt annað handverk. Meðal þess sem má finna á sýning- unni eru lampar og veggljós, mun- ir úr þæfðri ull, tálgaðir jólasvein- ar, silfurskartgripir, mósaikverk og fuglar á eggi úr pap- pamassa. Sýning- in er opin frá kl. 12 til 17 alla daga, nema mánudaga og stendur til 19. des- ember. ■ JÓLAENGLAR Lára Gunnarsdóttir í Stykkis- hólmi tálgaði þessa jólaengla. AF ÝMSU ER AÐ TAKA Eins og sést gefst gott yfirlit yfir margvíslegt handverk á sýn- ingunni I Aðalstræti. MEKTARHJÓN Þessi mektarhjón heita Davíð og Dóra og eru skorin út af Helga Björnssyni frá Huppahlið í Miðfirði. Barnakór Grensáskirkju syngur í kirkjunni sinni á sunnudaginn og kór Snælands- skóla verður gestur tónleikanna. Börn flytja jólalög og sálma á aðventu Jólatónleikar Barna- kórs Grensáskirkju Barnakór Grensáskirkju held- ur jólatónleika í Grensás- kirkju á sunnudaginn, 9. desem- ber, kl. 16. Flutt verða jólalög og sálmar frá ýmsum tímum. Gesta- kór á tónleikunum verður Kór Snælandsskóla í Kópavogi. Kór- arnir munu syngja sitt í hvoru lagi og einnig munu kórarnir syn- gja nokkur lög saman. Hljóðfæraleikarar á tónleik- unum verða Ástríður Haralds- dóttir píanóleikari og Guðrún Birgisdóttir þverflautuleikari. Stjórnandi Barnakórs Grensás- kirkju er Heiðrún Hákonardótt- ir. ■ Lægsta verð frá 16.990 kr. Verð miðast við staðgreiðslu T| Y, 1 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.