Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 6
Hálfmánarnir
hennar mömmu
eru í miklu
uppáhaldi
órey Edda Elísdóttir, einn
fremsti stangarstökkvari ís-
lands, segist sjaldan baka en að
hálfmánarnir sem mamma hennar
baki fyrir jólin séu í miklu uppá-
haldi hjá sér. Hún segist hafa
hjálpað mömmu sinni að baka þeg-
ar hún var yngri en nú gefist henni
ekki tími til þess, þar sem hún sé í
verkfræði í Háskóla íslands og að
æfa. Þórey Edda segist reikna með
að hún muni baka meira þegar hún
verði aðeins eldri og hafi meiri
tíma til að undirbúa jólin. Þó
500 g hveiti
200 g smjörlíki
200 g sykur
1 egg .
150 g miolk
1/2 tsk. kanill
1/2 tsk. kardimommudropar
1/2 tsk. hjartarsalt
1/2 tsk. lyftiduft
aðferð: Deigið er hnoðað og
flatt út. Svo er notað glas til að
búa til hringi og sett sulta í
miðjuna á hverjum hring og
svo er honum lokað með gaffli.
finnist henni ekkert sérstaklega
gaman að ganga frá eftir bakstur-
inn. ■
7. desember 2001
EKKI FYRR FRÁGANGINN
Þórey Edda er einn fremsti stangarstökkvari íslands. Hún er að æfa á fullu þessa dagana
fyrir mót í janúar og Evrópumeistaramótið er um mánaðarmótin febrúar mars. Hún náði
6. sæti á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Edomonton I Kanada í sumar.
EKKI JÓLABARN
Erpur Eyvindarson er þó önnum kafinn þessa dagana.
Ekki hrifinn af jólalögum
Rapparinn og sjónvarpsmaðurinn Erpur Eyvindarson hefur í nógu að
snúast fram að jólum. Hann segist ekki vera mikið jólabarn í sér en lík-
ar hins vegar vel við jólaljósin í skammdeginu.
Erpur Eyvindarson, söngvari
rapphljómsveitarinnar um-
búðalausu X Rottweilerhunda,
hefur í ýmsu að snúast á aðvent-
unni. „Það verður brjáluð vinna
allt fram að jólum út af Johnny
og Rottweiler og það fer eigin-
lega allur tíminn í það, en ég er
nú að reyna að fara til mömmu
og pabba. Síðasta sunnudag fór
ég til þeirra og borðaði hangi-
kjöt og drakk allt appelsínið."
Ertu kominn í jólaskap? „Já,
já, en ég er ekkert jólabarn. Það
er ágætt að það séu einhver ljós,
einhver diskóljós sem lýsa að-
eins upp og þannig mætti það
vera áfram í desember, janúar,
febrúar og mars. Ég nenni samt
ekki að skreyta eða gera neitt
svoleiðis. “
Ferðu í jólahlaðborð? „Mér er
alveg sama hver ástæðan er,
partý er alltaf hressandi, alltaf
gaman, hvort sem það er afmæli
eða eitthvert íþróttapartý, mér
er nokk sama.“ Aðspurður um
jólainnkaup segist hann fara í
þau á aðfangadag. En ætli Erpur
hlusti mikið á jólalög? „Þegar
það er verið að búa til plötu þá
eru tekin upp fullt af lögum og
þá eru alltaf einhver lög sem
eru handónýt og virka ekki og
eru alveg ömurleg. Svo koma
jólin og þá eru þessi lög tekin og
þetta er ónýtt „material" sem
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum er hægt að gera neitt
við. Á jólunum eru lögin tekin
og svo er skeytt inn í viðlögin
svona „jóla, jóla“ eitthvað og
svo kemur þetta út sem jólalag.
Jólalög; mér líður eins og í
gasklefa þegar þau eru í gangi.
Rottweiler gerði reyndar eitt
jólalag fyrir seinustu jól og það
var svona ekkert hefðbundið
jólalag. Það var líka tekið upp
með allt öðru sjónarhorni. Þar
var meðal annars talað um að
berja jólasveina með kú-
beini...“ ■