Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 20
Maður er dæmdur í fangelsi fyrir rangar sakir og reynir að ná rétti sínum. Með því hefst ótrúleg atburðarás. Þetta er saga sem er í senn ástríðuþrungin, átakamikil og geysispennandi - hvort sem lýst er afdráttar- lausu ofbeldi eða flóknum málarekstri réttar- kerfisins, hlýrri sumamótt eða nístingsköldum veruleika fangaklefans. í niðurlagðri bandarískri herstöð gera menn tilraunir með að bæta erfðavísi í apa sem gefur þeim mannsvit og gæðir þá árásargirni sem nýta má í hernaði. Tilraunin tekst allt of vel og afleiðingarnar verða ískyggilegar, ekki síst þegar þeir sem eiga að gæta laga og réttar ganga í lið með myrkraöflunum. Leit Agöthu að morðingja systur hennar leiðir hana um undirheima Reykjavíkur, á slóðir vændis og sora og ískyggilegra fjölskyldu- leyndarmála. Einhverjir vilja hana feiga og vandséð hverjum treysta má. En þá blossar ástin upp. Mögnuð spennusaga frá Birgittu H. Halldórsdóttur. ÚTQAfA Fröken Marple er eins ólík hinum hefðbundna leynilögreglumanni og hugsast getur, enda hefur margur glæpamaðurinn vanmetið hæfíleika hennar - og farið flatt á því. Morð er framið á sveitasetri, margir liggja undir grun, spennan magnast og flestum koma endalokin á óvart. Hver gat haft hag af því að sprengja bát Adams Caulfield í loft upp? Ekkja hans leiðist út í rannsókn málsins, grunlaus um að með því stefnir hún sér í dauðans hættu. Sá - eða sú - sem vann illvirkið svífst einskis til að ná markmiðum sínum. Snilldarleg söguflétta að hætti Mary Higgins Clark.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.