Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 2
i l ► 2 t Sörur landsliðsþjálfara DEYR EKKI RÁÐALAUS Atli Eðvaldsson var um skeið atvinnumað- ur í knattspyrnu með Uerdingen í Þýska- landi. Hann þjálfaði KR í knattspyrnu og gerði þá að Islandsmeisturum en er nú þjálfari landsliðsins. Fréttablaðið fór fram á uppskrift- ina því hann segir að 99% af kök- unum sem hann borði séu keyptar eða hann fái þær að gjöf frá syst- ur sinni, Önnu Jónínu. Landsliðs- þjálfarinn dó þó ekki ráðalaus og leitaði á náðir systur sinnar. Atli segir mikið mál að baka kökurnar Systir Atla Eðvalds- sonar hjálpar upp á sakirnar þegar hann reiðir fram uppskrift að uppáhaldskökun- um smum. Uppáhaldskökur Atla Eðvalds- sonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, eru Sörur. Það var hins vegar úr vöndu að ráða þegar 7. desember 2001 sorur 100 g möndlur, malaðar 2 eggiahvítur 3/4 dl sykur 1/2 dl vatn 3 eggjarauður 150 g smjör kakó eftir smekk 100 g suðusúkkulaði aðferð Kökurnar: Eggjahvítur þeyttar og möndlum blandað án þess að hvíturnar falli. Bökunar- pappír settur á plötu og deigið sett ; þunnt á með teskeið (mjög mikil- vægt að nota teskeið). Kökurnar bakaðar í 10 mínútur við 200-225 ltj.LLmiUl gráður eða 160 gráður í blástur- sofni. Kökurnar kældar. Kremið: Vatn og sykur sett saman í pott og passað að sykurinn brenni ekki. Bráðin er orðin hæfilega þykk þegar drýpur af skeiðinni. Þessu er hellt í mjórri bunu út í eggjarauðu sem er hrærð á meðan. Kæla blönduna vel áður en smjöri er bætt smátt og smátt við (smjörið á að vera mjúkt). Kakói bætt út í eft- ir smekk. Kremið sett á kökurnar og hjúpað með súkkulaðibráð. Kökumar kældar. en Anna Jónína ætlar að hjálpa honum fyrir þessi jól. „Það er jafnerfitt að baka þær og þær eru góðar. En hún er nokkuð lúnkin við þetta enda mikil afmælis- og jólamanneskja," sagði Atli ■ Af vitringun- um þremur Jólastund í Kaffileikhúsinu. IKaffileikhúsinu verður á að- ventunni flutt jólaleikritið Missa Solemnis sem er einleikur eftir finnsku leikkonuna og leik- stjórann Kristiinu Hurmerinta. Þar segir frá vitringunum þrem- ur sem við þekkjum úr guðspjöll- unum og fylgdu stjörnu Jesú- barnsins og færðu því gjafir, gull reykelsi og myrru. Einleikurinn er innlegg Kaffi- leikhússins til jólanna, helgi- og kyrrðarstund sem fólki býðst að njóta í önn jólaundirbúningsins. Leikari er Jórunn Th. Sigurðar- dóttir. Sýnt verður sunnudaginn 9. desember kl. 16 og aftur næsta sunnudag, 16. desember á sama tíma. Á Þorláksmessu er stefnt að miðnætursýningu kl. 24. ■ í öskrandi jólaskapi íris í Buttercup er ekki byrjuð að kaupa jólagjafirnar en stefnir að því að ljúka því sem fyrst. / Iris Kristinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar vinsælu Buttercup var í góðum jólagír þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ég er búin að skreyta, allavega að hluta til, búin að gera kransinn og þetta allt saman þan- nig að maður er búin að kveikja á einu kerti. Maður er bara að und- irbúa jólin og reyna að slaka á. Það er alltaf svo mikið stress í gangi í kringum jólin. Síðan reyn- ir maður að klára jólagjafirnar sem fyrst, en ég er hins vegar ekki byrjuð. Ég stefni þó að því að klára það hvað úr hverju; fyrir miðjan mánuðinn. Þá getur maður notið þess að fara niður í bæ á Þorláksmessu og fengið sér heitt kakó í staðinn fyrir að vera að kaupa jólagjafir þá.“ Hvað með jólahlaðborð, ferðu í einhver slík? Já, maður fer alltaf með vinnunni og ég held að það sé búið að plana eitt jólahlaðborð." En ætli söngkonan sé mikið gefin fyrir jólalög? „Ég hlusta rosalega mikið á jólalög. Ég bíð alltaf allt árið eftir desember svo ég geti hlustað á jólalög. Ég er rosalega mikið jólabarn." Ertu þá komin í jólaskap? „Já, já, ég er alveg í öskrandi jólaskapi." ■ HLUSTAR MIKIÐ Á JÓLALÖG íris Krístinsdóttir í Buttercup aetlar að njóta þess að slappa af á Þor- láksmessunni og fá sér heitt kakó niðri í miðbae.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.