Fréttablaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KJÖRKASSINN
22. desember 2001 LAUGARDACUR
KLOFIN ÞJÓÐ
Netverjar skiptast
því sem næst til helm-
inga um hversu góð
ákvörðun umhverfis-
ráðherra var.
Var rétt að heimila
Kárahnjúkavirkjun?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Nei
47%
Spurning dagsins í dag:
Eru jólin góður tími?
Farðu inn á visi.is og segðu |
þína skoðun —
_______________
Bráðabirgðastjórn tekur við í Argentínu:
De la Rua vildi
mynda þjóðstjórn
buenos AIRES. flp Fernando De la Rua
gaf sig út fyrir að vera maður breyt-
inga þegar hann var kosinn forseti
Argentínu fyrir tveimur árum.
Kannski ekki snöggra breytinga, en
staðfastrar þróunar Argentínu út úr
þeirri kreppu sem Peronistinn Car-
los Menem hafði komið þjóðinni í
þann áratug sem hann var við völd.
Framan af virtist allt ætla að
ganga upp, en vinsældir hans tóku
fljótt að dala þegar í ljós kom að
hann myndi ekki standa við stóru
orðin. Hann átti erfitt með að taka
ákvarðanir, tók ekki á spillingu í
stjórnmálum og réð ekkert við
skuldasúpuna sem Menem skildi
eftir sig.
Svo fór að De la Rua sagði af sér
á fimmtudaginn eftir að mótmæl-
endur höfðu setið um heimili hans í
rúma klukkustund. Hann flúði síðan
að heiman í þyrlu við mikinn fögnuð
mannfjöldans. A.m.k. 22 manns
hafa látist í óeirðum í landinu und-
anfarna daga.
Efnahagsvandinn fór samt hver-
gi og nú kemur það í hlut bráða-
birgðastjórnar Peronista að takast á
við hann. Erlendar skuldir nema
nærri 15.000 milljörðum íslenskra
króna og atvinnuleysi er komið upp
í 18 prósent.
Ramon Puerta, leiðtogi Peronista
og þingforseti öldungadeildar, tekur
við forsetaembættinu þangað til
MEIRA EN TVÖ ÞÚSUND HANDTEKNIR
Lögregluþjónn dró mótmælanda á
hárinu á torginu Plaza de Mayo í Buenos
Aires á fimmtudaginn áður en hann var
fluttur í fangelsi. Meira en tvö þúsund
manns hafa verið handteknir í Argentínu
og a.m.k. 22 hafa látið lífið í óeirðunum
undanfarna daga.
aukaþing hefur tekið ákvörðun um
hvort efna skuli til kosninga á
næstu mánuðum. ■
Félagsmálaráðuneyti:
Upplýsing-
um safnað
stjórnsýsla Páll Pétursson félags-
málaráðherra hefur skipað fjög-
urra manna starfshóp til að koma á
fót upplýsingaveitu um og fyrir
sveitarfélögin í landinu. Þessi upp-
lýsingaveita er hugsuð sem nokk-
urs konar miðlægur gagnagrunnur
fyrir hinar ýmsu upplýsingar sem
gagnast geta sveitarfélögunum.
Formaður starfshópsins er Her-
mann Sæmundsson deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu. Aðrir í
hópnum eru þau Garðar Jónsson
viðskiptafræðingur í ráðuneytinu,
Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri
hagdeildar Sambands ísl. sveitar-
félaga og Helga Jónsdóttir borgar-
ritari.
Hugmyndin að baki þessari
upplýsingaveitu er m.a. sótt til
Norðurlanda. Rætt hefur verið um
að í þessum gagnagrunni verði
ýmsar grunnupplýsingar fyrir
sveitarfélögin vegna gerðar fjár-
hagsáætlana, einingaverð á ýms-
um hlutum vegna framkvæmda og
annað sem að gagni getur komið
fyrir starfsemi þeirra, eins og t.d.
um skattamál, lífeyrismál og
kjarasamninga. ■
—♦—
Fréttablaðið:
Kemur næst
27. desember
útgáfa Fréttablaðið kemur næst út
27. desember, þriðja dag jóla.
Gleðileg jól.
1 TILKYNNINGAR 1
Mikil geta vonsvikin orðið þeg-
ar uppgötvast að jólatrésserí-
an er ónýt. Þeir sem einhverju
gleymdu í matarinnkaupunum síð-
ustu daga geta enn náð því en opið
er á aðfangadag til klukkan tólf í
verslunum Bónus, til klukkan eitt í
Hagkaup og Nýkaup og til klukkan
tvö í Nóatún.
Ljóðabókin í ár
- fyrír þá sem lesa islensku og ensku
ijóöaperluf
Áslaug Perla Kristjónsdóttir
Myndskreytt vendibók með
íslenskum og enskum Ijóðum
"Einhenni þessara Ijóóa er léttleiki
og lifsgleði, stundum óheislaður gáski.
en umframallt skjr hugsun "
(Eri. Jónsson, Mbl. 2001)
Fæst i Eymundsson. Mál og menningu,
bókab. Mjódd og Úlfarsfelli
G. Bemdsen
AÐALSTEINN Á. BALDURSSON
Segir að mjög brýnt sé að hafa virkt eftirlít
með gjaldskrárhækkunum hins opinbera.
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Sveitarfélög
undir eftirliti
verðlag Verkalýðsfélagið á Húsa-
vík ætlar að hafa virkt eftirlit
með hækkunum sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslum á þjónustugjöld-
um og mun gera alvarlegar at-
hugasemdir ef þau fara út fyrir
eðlilegan ramma í þeim efnum,
eins og það er orðað í ályktun
stjórnarinnar. Viðbúið er að fleiri
stéttarfélög muni gera slíkt hið
sama. Aðalsteinn A. Baldursson
formaður Verkalýðsfélagsins seg-
ir að dæmi sé um að gagnrýni fé-
lagsins hafi leitt til þess að
ákvarðanir um gjaldskrárhækk-—-
anir í bæjarstjórn Húsavíkur hafi
verið endurskoðaðar eftir að fé-
lagið hefur mótmælt þeim.
Hann segir að sveitarfélög
jafnt sem aðrir verði að gæta að-
halds í hækkunum á þjónustu-
gjöldum á komandi mánuðum til
að hægt verði að ná niður verð-
bólgu og treysta kaupmátt launa
verkafólks. í því sambandi bendir
hann m.a. á að gríðarlega háir
vextir, hækkandi verðlag og
hækkanir á skattbyrði og þjón-
ustugjöldum hjá ríki og sveitarfé-
lögum séu á góðri leið með að
sliga heimilin í landinu. ■
Viljum fá allan
afla að landi
Sjávarútvegsráðherra hækkar heildarafla í Qórum fiskitegundum.
Utflutningstekjur sjávarafurða verða því 128 milljarðar króna.
fiskveiðar Sjávarútvegsráðherra
hefur aukið við aflaheimildir á
fiskveiðiárinu 2001/2002 í leyfileg-
um heildarafla í ýsu, ufsa, skar-
kola og steinbít. Aflaheimildir í
ýsu hækka úr 30 þúsund tonnum í
41 þúsund tonn og ufsi úr 30 þús-
und tonnum í 37 þúsund tonn.
Skarkolakvóti hækkar um fjórð-
ung og er nú 5000 tonn. Þá hækka
aflaheimildir í steinbít úr 13 þús-
und tonnum í 16.100 tonn.
Að sögn sjávarútvegsráðuneyt-
isins er gert ráð fyrir að útflutn-
4 i n g s v e r ð m æ t i
sjávarafurða auk-
ist um 3 milljarða
með breytingunum
eða 6 milljarða alls
ef tekið er tillit til
hækkunar á leyfi-
legum heildaraíla í
úthafsrækju sem
Við virðumst
véra að sjá já-
kvæð við-
brögð við
þessum tak-
mörkunum.
—«—
tilkynnt var um 17. desember s.l.
Alls munu útflutningstekjur sjáv-
arafurða á árinu 2002 því verða ná-
lægt 128 milljörðum króna og
hækka um 5% frá endurskoðaðri
þjóðhagsspá sem birt var í upphafi
desember. Áætlað hafði verið að 30
þúsund tonna niðurskurður á
heildarafla þorsks, sem tilkynnt
var um s.l. vor, fæli í sér fjögurra
milljarða kr. samdrátt í útflutn-
ingstekjum. Bendir sjávarútvegs-
ráðuneytið á að sá mismunur verði
að fullu veginn upp með hækkun-
um á leyfilegum heildarafla.
„Við gerum þetta núna til að
forðast misræmi milli veiðanna og
einstakra kvóta. Ef betri
fiskgengd er á miðunum er hætta á
að eitthvað fari fyrir borð. Við vilj-
um fá aflann að landi, bæði verð-
mætin og eins upplýsingar um
raunverulega veiði,“ segir Árni
M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra. Hann segir ákvörðunina
tekna í tengslum við þær breyt-
ÁRNI M. MATHIESEN
Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að afla upplýsinga um
raunverulega veiði.
ingar sem eru að verða í hafinu og
byggi á upplýsingum, bæði frá
sjómönnum og Hafrannsókna-
stofnun.
„Þetta eru tegundir sem við
höfum verið að takmarka á undan-
förnum árum; þ.e. ýsa, ufsinn og
skarkolinn. Við virðumst vera að
sjá jákvæð viðbrögð við þessum
takmörkunum nú,“ segir sjávarút-
vegsráðherra.
kristjangeir@frettabladid.is
Framboð frjálslyndra í Reykjavík í vor:
Olafurværi hvalreki
fyrir Frjálslynda flokkinn
borgarstjórnmál „Það væri nátt-
úrulega virkilega mikill hvalreki
ef hann ræki nú á fjörur okkar,“
sagði Margrét Sverrisdóttir
framkvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins um möguleikann á því
að Ólafur F. Magnússon, borgai'-
fulltrúi, sem nýverið sagði skilið
við Sjálfstæðisflokkinn veitti
þeim liðsinni sitt í borgarstjórn-
arkosningunum í vor. „Mér finnst
spennandi að vita hvort hann hafi
eitthvað frumkvæði að slíku. Við
höfum alltaf lagt áherslu á gömlu
góðu sjálfstæðisstefnuna, eins og
hann orðaði það: „Manngildi ofar
auðgildi." Það er kannski þessi
áherslubreyting sem orðið hefur
á Sjálfstæðisflokknum seinni
árin sem við höfum ekki fellt
okkur við og hann virðist ekki
fella sig við heldur. Mér finnst
það mjög álitlegur kostur og
mundi mjög fagna því ef hann
vildi koma til samstarfs við okk-
ur,“ sagði hún og bætti við að
henni hafi þótt Ólafur trúr sínu
störfum hans í borgarstjórn.
„Hann hefur fylgt sinni sannfær-
ingu og sýnt í verki í borgar-
stjórn þessa manngildisstefnu
sem hann er að lýsa og ég fagna
þessari ákvörðun hans.“ Margrét
sagði undirbúning framboðs í
borginni vel á veg kominn, en
gerði ráð fyrir því beðið yrði í
lengstu lög með að koma fram
með fullbúinn lista. „Við höfum
ekki fjárhagslegt bolmagn í
MARGRÉT SVERRISDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins
segir undirbúning framboðs flokksins í
borgarstjórnarkosningum í vor ganga vel.
langa og dýra kosningabaráttu og
því miklu betra að vera með
styttri og snarpari baráttu." ■