Fréttablaðið - 22.12.2001, Side 9

Fréttablaðið - 22.12.2001, Side 9
AP/MYND LAUGARDAGUR 22. desember 2001 Rústir World Trade Center: Eldurinn slokknaður árás Á ameríku Eldurinn sem logað hefur í rústum World Trade Cent- er-bygginganna frá því 11. september er loks slokknaður 100 dögum eftir að hryðjuverkaárásirn- ar voru gerðar. Talið er að 2992 mann- eskjur hafi látist í árásunum á þygg- ingarnar, en upphaf- lega var talið að allt að 6700 manns hafi látist. Alls er því talið að 3445 rnanns hafi farist í árásun- um á Ban'daríkin. ■ SLÖKKVI- STÖRF Slökkviliðs- menn reyna að slökkva eldinn í rústunum í október. 100 daga tók að slökkva eldinn. KRINGLAN Einar I. Halldórsson hættir um áramót sem framkvæmdastjóri eftir 14 ára starf. Mannabreytingar hjá Kringlunni: Tekur við um áramót atvinnulíf Um áramótin tekur Örn V. Kjartansson við starfi fram- kvæmdastjóra Kringlunnar af Einari I. Halldórssyni. Einar sem gegnt hefur starfinu undanfarin 14 ár hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins 101 Skuggahverfi hf. Síðastliðna sex mánuði hefur Örn unnið að stefnu- mótun, endur- skipulagningu markaðsmála og skipulagningu nýrra verslunar- híuta með fram- kvæmdastjóra og stjórn Kringlunn- ar, segir í frétta- tilkynningu. Þá hefur hann setið í stjórn Kringlunn- ar frá árinu 1998 og síðustu ár starfað hjá Þyrpingu hf., sem er stærsti eigandi húsnæðis í Kringl- unni. Þar áður starfaði hann hjá Hagkaupum, fyrst í innkaupa- deild, síðan sem rekstrarstjóri og loks sölustjóri. Örn er markaðs- fræðingur að mennt. ■ ÖRN V. KJART- ANSSON Örn tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Kringlunnar um áramótin. Lát tíu ára íshokkímark- manns: Pökknum ekki um að kenna svípjóð Sænska þjóðin hefur verið harmi slegin yfir láti tíu ára pilts sem féll niður eftir að hafa fengið íshokkípökk í brjóstið. Drengurinn var í marki íshokkíliðs og var í lög- legum búningi. Íshokkí er gríðar- lega vinsæl íþrótt og fjöldi ung- menna sem stunda hana. Karl-Evert Wengelin sem stjórn- ar rannsókn á láti piltsins segir að fyrstu niðurstöður krufningar úti- loki að höggið sem pilturinn fékk þegar pökkurinn lenti á brjóstinu, sé dánarorsökin. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest, en gert er ráð fyrir að endanleg krufningar- skýrsla liggi fyrir innan skamms. ■ FAGU RKERAR Púði 5.600 kr. Krús 2.990 kr. Kerti 2.590 kr. Rauð keramik skál 4.890 kr. Skál 2.890 kr. Heimsþekkt merkjavara á hagstæðu verði Vasi 2.790 kr. Skál 4.890 kr. Fat 6.800 kr. Púði 4.590 kr. Kerti 1.490 kr. og 990 kr. Púði 4.590 kr. Platti 2.890 kr. Glervasi 4.590 kr. Töskur 1.690 kr. og 1.290 kr. Páfuglafjaðrir 790 kr. Nýttu þér sérþjónustu Debenhams. Þar er um margt að velja en sem dæmi má nefna: Persónulegur Stílisti Þú leggur línurnar og tekur því svo rólega á meðan PS finnur það sem best hentar hverju tilefni. Ókeypis þjónusta og án nokkurra skuldbindinga. Gjafainnpökkun Þú sýnir kassakvittun og færð gjöfinni pakkað inn á glæsilegan hátt. Frí þjónusta. DEBENHAMS SMÁRALIND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.